Morgunblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 31
MORGtJNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1968 31 Allt innanlandsflug Fi með Fokker Friendship Innanlandsáœtlun Flugfélags Islands Hinn 1. maí gengur sumaráætl un innanlandsflugs Flugfélags íslands í gildi. Samkvæmt henni verða í fyrsta sinn í sögu félags ins allar ferðir frá Reykjavík til staða innanlands flognar með Fokker Friendship skrúfuþotum. Þá er það nýmæli að allar ferð- ir frá Reykjavík eru beinar ferð ir til viðkomandi staða, nema ferðir til Hornafjarðar og Fagur hólsmýrar á fimmtudögum og sunnudögum, en þá er lentá báð um þessum stöðum í sömu ferð. Flugferðir frá Reykjavík. Frá Reykjavík verður flogið sem hér segir: Til Akureyrar 3 ferðir alla daga. Til Vestmanna- eyjá 3 ferðir, þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga en tvær ferð ir alla aðra daga. Til Egilsstaða verða ferðir alla dag. Til Hús víkur er flogið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Til ísa- fjarðar eru flugferðir alla daga. Til Sauðárkróks eru ferðir alla virka daga. Til Patreksfjarðar verður flogið á mánudögum, mið vikudögum og föstudögum. Til Hornafjarðar verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum laug ardögum og sunnudögum. Til Fagurhólsmýrar á fimmtudögum og sunnudögum. Flugferðir frá Akureyri. Eins og undanfarna mánuði verður önnur DC-3 flugvél fé- lagsins staðsett á Akureyri og mun hún halda uppi áætlunar- ferðum milli staða norðanlands. Frá Akureyri ferður flogið sem hér segir: Til Raufarhafnar og Þórshafnar á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Til Egilsstaða á mánudögum, fimmtu dögum, föstudögum og sunnudög um og til ísafjarðar á miðviku- dögum. f sambandi við áætlunar flugferðir Flugfélags íslands innanlands eru á Vestur og Aust urlandi, svo og að nokkru á Norðurlandi áætlunarbílferðir til kaupstaða í nágrenni viðkom- andi flugvalla. Þessari starfsemi hefur verið komið á með góðri samvinnu Póstmálastjórnarinnar viðkomandi flutningafyrirtækja á hinum ýmsu stöðum og Flug- félags íslands. Þessar bifreiða- samgöngur í sambandi við flug- ferðir Flugfélagsins hafa gefið góða raun, en allar upplýsingar um þær veita skrifstofur og um- boðsmenn Flugfélags fslands. Sovétmenn lýsa vanþóknun sinni — á banatilrœðinu við Boumediene Moskvu, 30. apríl. AP. SOVÉZKIR stjórnmáaleiðtogar hafa lýst yfir megnri vanþóknun sinni á banatilræðinu, sem Alsír- forseta, Houari Boumediene, var sýnt fyrir skömmu. Forsetinn slapp frá tilræðismönnunum lítið eitt skrámaður á andliti. Aðalritart sovézka kommún- istaflokksins, Leonid Brezhnev, forsætisráðlherra, Alexei Kosy- gin og forsetinn, Nikolai Pod- gorny, hafa þegar sent Alsírfor- - EG VERÐ Fram’h. af bis. 32 Ég verð aldrei borgunarmað- ur fyrir því sem mér er gert að greiða með þessu móti. — Hvað segja menn þarna suðurfrá um þessi dómsúrslit? - Ég var að ræða við tvo útgerðarmenn áðan og þeir sögðu að þetta væri tekið fast ari tökum en landhelgisbrot- in. Þeir hafa mikið til síns máls. Svo kemur líka til greina hve grandalaus ég var í þessu máli. Þeir sem tóku bátinn á leigu höfðu tryggt sig á ufsaveiðar, þeir höfðu ekki skírteini um að bátur- inn væri haffær. Nei, ég veit ekki hvort ég næ rétti mín- um, en það færi betur, að eitthvert réttlæti væri til í þessu landi. seta samúðarskeyti. f skeytinu, sem Tass fréttastof an birti opinberlega segir m.a.: „Vér höfum fregnað, og van- þóknun vor er mikil, um hið þorparalega tilræði við líf yð- ar . . . .“ Tass-fréttastofan bætti því við, að Sovétleiðtogarnir hefðu óskað Boumediene „góðrar heilsu og frekari sigra“. Mynd þessi er tekin í einu námskeiðanna, sem nú standa yfir. Standandi er H. B. Nilsen frá Osló, aðalleiðbeinandi námskeiðanna (t.v.) og Þórir Einarsson, viðskiptafræðingur. Fjárdráttur banna5ur Kinshasa, Kongó, 30. apríl. (AP) RÍKISSTJÓRNIN í Kongó hefur gert nýjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir fjárdrátt. Héð- an í frá verður 'hver sá líflátinn, sem sekur verður fundinn um að hafa dregið sér fé er nemur 10 þúsund zairum (kr. 1.150.000,—) eða meiru. Námskeið í sölutækni og viðskiptaháttum ÞESSA dagana standa yfir þrjú um en túlkað er á íslenzku ef námskeið fyrir eigendur og starfsfólk verzlunarfyrirtækja. Kaupmannasamtök fslands í nánu samstarfi við Iðnaðarmála- stofnun fslands standa fyrir námskeiðum þessum. Norskir ráðunautar kenna á námskeiðun Krabbameinsrannsókn hafin í Vestmannaeyjum I VESTMANNAEYJUM er í fyrsta sinn hafin krabbameins- rannsókn, sem Vestmannaeyja- deild hjúkrunarfélags íslands, Krabbameinsfélag Vestmanna- eyja og héraðslæknirinn á staðn um hafa beitt sér fyrir. Er það skoðun vegna legkrabba, og ætl- azt til að allar konur á aldrinum 25—60 ára komi til skoðunar. Hefur konum í bænum á þeim aldri verið sent bréf þar að lút- andi. Skoðunin hefst 6. maí og fer fram í sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum. í því skyni kem- ur læknirinn Guðmundur Jóhann esson, sem er sérfræðingur í kven sjúkdómum svo og hjúkrunar- kona frá leitarstöð Krabbameins félagsins í Reykjavík. En hjúkr unarkonur á staðnum aðstoða endurgjaldslaust. Til að stand- ast kostnað af þessum rannsókn HlégarðsreiðI * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * 44 n.k. sunnudag 99 Reykjum 30. apríl. VORVERK eru nú almennt að hefjast hér og fénaðarhöld hafa verið góð í vetur. Hey voru nokkuð knöpp að dómi forða- gæzlumanna í haust en við seinni skoðun kom í ljós að þau höfðu reynzt drjúg og er búfé bænda í góðum holdum. Með hækkandi sól hafa hesta- menn gert tíðreist í nágrennið, en s.l. sunnudag var þetta með allramesta móti er mikið fjöl- menni fór um héraðið að Hafra- vatni og um Geitháls og þaðan í bæinn. Tókst ferð þessi með ágætum. Á sunnudaginn kemur er hin M/b Ásmundur GK 30 árlega „Hlégarðsreið“ en þá heimsækja Fáksmenn Mosfell- inga og hafa gert í mörg ár. Þessi ferð er vinsæl mjög og taka heimamenn almennan þátt í henni. Kvenfélagið sér um veit ingar í Hlégarði og hefir gert síðan þessi góði siður var upp tekinn. Nú mun standa svo vel á sjó að fært mun vera um fjör- ur úr því klukkan er tvö og einnig mun vera það lágsjávað allt til klukkan sex, svo þetta auðveldar mjög fólki að fara utan þjóðvegar. Mikil og fjöl- menn reið á Vesturlandsvegi hef ir að sjálfsögðu annmarka og er forráðamönnum þessara hópferða nokkuð áhyggjuefni en engin alvarleg slys hafa orðið í ferð- um þessum svo ég viti, enda hafa ökumenn sýnt sérstaka aðgæzlu og tillitsemi þennan dag ársins, er svo margt fólk á þarna leið um. Ferð þessi mun auglýst í hesthúsum í Reykjavík en einn- ig á áberandi stöðum efra. um verður þó ætlast til að hver kona greiði kr. 150 fyrir skoð- unina. Kvenfélagið Líkn, sem alltaf hefur verið reiðubúið til aðstoð ar, hefur nú líka brugðið við og gefur sjúkrahúsinu skoðunar bekk og fleiri tæki, sem til slíkr ar skoðunar þarf. Og er vonast til að með tilkomu þessara tækja verði hægt að halda áfram lækn isskoðun sem þessari. Eru allar konur í Vestmannaeyjum á fyrr greindum aldri hvattar til að nota tækifærið og mæta til krabbameinsrannsóknarinnar. 13 köfnuðu Dar es Salaam, Tanzaníu, IIERFERÐ var farin í gær gegn þeim íbúum Mwanza við Viktor íuvatn í Tanzaníu, sem áttu ó- greidda skatta sína. Voru alls 42 menn handteknir, og þeim stungið í fangelsi yfir nóttina þar til mál þeirra yrðu tekin fyrir. Mönnunum 42 var komið fyrir í tveimur fangaklefum, 20 í öðrum og 22 í hinum. Var klef unum lokað klukkan sex í gær- kvöldi og ekki hugað að föng unum fyrr en þrettán klukku- stundum síðar, þ.e. klukkan sjö í morgun. Var þá aðkoman ljót. Höfðu 13 fanganna í 22 manna klefanum látizt um nóttina, og er talið að þeir hafi allir kafnað vegna loftleysis. Klefinn, sem hér um ræðir er aðeins 6,75 ferm., eða um 2,60 metrar á hlið. Tveir gluggar eru á klefanum, annar 9x20 senti- metrar, hinn 40x45 sentimetrar, báðir rétt undir lofti, en lofthæð ið tæpir tveir metrar. Ekkert var sinnt um fangana frá því þeir voru lokaðir inni í klefan- um, og fengu þeir hvorki vott né þurrt til að nærast á. Enginn var heldur nálægur til að heyra neyð aróp fanganna þegar líða tók á nóttina. - LIFLATNUM Framhald af bls. 1 Málgagn sovézka kommúnista- flokksins, Pravdaí ssgði í dag, að vestræn málgögn heiimsvalda- stefnunnar æstu til andkomimún- ískrar móðursýki og stjórnleysis í Tékkóslóvakíu. Er þessi árás blaðsins á nýja stjórnarhætti í Tékkóslóvakíu hin harðasta síð- an Antonin Novotny, forseti, var settur af. Pravda vitna'ði til um- mæla verksmiðjuverkamanns, sem á ráðstefnu í Tékkóslóvakíu hafði skorað á kommúnistana að hvetja ekki hvern annan til ein- hliða aðgerða. „Nú túlka sumir hugtakið lýðræði sem þeim sjálf um þóknast og þeir hafa gengið svo langt, að ráðast gegn heiðar- legu fólki“, sagði verkama'ður- inn. Pravda sagði, að í tékknesk-um f jölmiðlunartækjum mætti' fiinna óheilbrigðar og öfgakenndar til- hneigingar. Benti Pravda m.a. á blaðamannafund, þar sem flokks ritarinn A. Indra gagnrýndi sjón varpsdagskrá fynir að hafa gert of mikið úr Mutverki Masaryks. í dagskránni var einnig lagt til, að Tékkóslóvakía slíti öll vináttu bönd við Sovétríkin. þörf gerist. Vegna mikillar þátttöku er ákveðið að fjórða námskeiðið, fyrir almennt afgreiðslufólk úr öllum sergreinum. smásöluverzlunarinnar verði haldið og hefst það n.k. mánu- dag og stendur í fjóra daga frá kl. 9-12 dag hvern. Þátttaka tilkynnist á skrif- stofu Kaupmannasamtaka ís- lands, að Marargötu 2, símar: 19390 og 15841. - HJARTAAÐGERÐ Framhald af bls. 1 að hafa nokkru sinni komizt til meðvitundar eftir að hjartagræðslan var fram- kvæmd. Yfirmaður skurðlæknadeildar sjúkrahússins, prófessor Maurice Mercadier, sagði að dánarorsök- in hefði verið of lítið blóðstreymi til heilans. Roblain var sjöundi maður í heirni, sem fengið hefur hjarta úr annarri manneskju. Fékk Roblain hjartað úr 23 ára gömlum verkamanni, Michel Gyppaz að nafni, sem lézt af völdum bílsslyss í La Pitie- sjúkrahúsinu. Roblain fékk fyrst aðkenningu af hjartaslagi í júlí í fyrra. Hann bjó me'ð konu sinni og fjórum börnum í þorpinu Lignieres suðaustur af París. Philip Blaiberg, hinn eini sem lifað hefur af hjartagræðslu fram tin þessa, hefur sent fjölskyldu Roblains samúðarskeyti. Skipt var um hjarta í Blaiberg í Groote Schuur-sjúkrahúsinu í Höfða- borg fyrir nokkru. Stúdentamót- mæli í IMew York New York, 30. apríl (AP-NTB) STÚDENTAR við Columbia há- skólann í New York hafa verið í svonefndu setuverkfalli, eða „sit-down strike" undanfarna viku til að mótmæla fyrirhug- aðri smíði íþróttahúss háskólans í Morningside Park. Segja stúd- entarnir að með því að leggja Morningside Park undir íþrótta- hús, svipti háskólinn börn blökkumanna, sem búsettir eru í nágrenninu, nauðsynlegu leiksvæði. Um 700-800 stúdentar hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðun- úm, og haft á sínu valdi fimm af húsum skólans. Ekki er þetta nema lítill hluti nemenda skól- ans, sem alls eru um 27.500. í dag var lögreglan beðin að ryðja húsin fimm, sem stúdent- arnir hafa dvalizt í frá því í fyrri viku. Höfðu stúdentarnir hlaðið varnarveggi við húsin, og neit- uðu að fara. Lögreglumenn í hundraðatali umkringdu húsin fimm í morgun, klifu varnargarð ana, og tókst fljótlega að rýma tvö húsanna. Voru nokkrir stúdentaleiðtogar handteknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.