Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 4
4 ‘ MoáGUNBLAÐIÐ, MlÐVlkUDAGUR 8. MAÍ 1968 -f==*0ILAJLEi£VUI Raubarárst'ig 31 S'imi 22-0-22 IV1AGIMÚSAR jSKIPHOLJI 21 SÍMAR 21190 H eftir lokun simi 40381 Hverfisgötu 103. Sími efUr lokuu 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 SigurSur Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIG AN AKBRAUT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 Skolphreinsun Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. Vnrnhlutir í OPEL Bremsuborðar. Bremsuhlutir. Demparar. Spindilkúlur. Stýrisendar. Slitboltar. Rafmagnshlutir. Kúplingspressur . Vatnsdælur. og fleira. Ávallt fyrirliggjandi úrval varahluta í flesta bíla . Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27 - Sími 12314. Nýjar kenningar í efnahagsmálum Jón Lýösson, Hólmgarði 45, skrifar m.a.: „Velvakandi góður! Illa hefur gengisbreytingin komið við oss marga, en hefur nokkur rannsakað við hverja hún hefur komið verst? Ætli það séu ekki einmitt náms- menn, eins og fyrri daginn, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessu höggi? Ég held þessu ekki fram, en mig grunar það vegna þess sem ég hef heyrt á tal fólks um þessi efni. Allir hugsandi menn eru sammála um að gengisbreytingin var nauðsyn og að allir verða að skipta byrðunum jafnt með sér, en ætli allir geri sér grein fyrir því hvernig ástatt var í kjaramáium námsfólks fyrir gengisbreytingu? Það hygg ég ekki vera. Stúdent segir mér að breytingin hafi kostað náms menn erlendis 40% smækkun fjár síns. Menntaskólanemar telja, að nú sé ekki lengur grundvöllur fyrir listsýningar og fleiri slíkri starfsemi í al- mennings þágu, fjárhagslega séð(?). Góður vinur minn, sem ég kýs að nefna H„ fullyrðir, að unnt sé að ráða bót á þess- um vanda. Hann segir: „Hvern- ig væri, þegar gengið er lækk- að, að hækka blaðaverð, lækka vöruverð, hækka kaup fólks og lækka tollana. Með ýmsum þannig víxl-hækkunum og lækkunum mætti ná hlutfalls- legu jafnvægi miðað við það sem áður var“. Ég er ekki hag- spekingur, en fróðlegt væri að heyra álrt þeirra, sem góð skil kunna á verzlun og viðskipt- um á þessum tillögum kunn- ingja míns. Geta þeir væntan- lega fengið rúm í þessum dálk- um til þess að verja sjónarmið sín, því oft er gaman að slík- um blaðadeilum. it Blaðaþætti vantar um íjármál Fólk hefur meiri áhuga á fjármálum en margir álíta. Vantar slíka þætti í blöðin, sem kynna oss almenningi hina flóknu viðskiptahætti nútím- ans og færa nær okkur raun- verulegt gildi peninga og eigna. Mér er það vel kunnugt, að margur hefur fengið illan skeil sökum ónógrar þekkingar, þeg- ar peningamál eru annars veg- ar. Gullið er náttúrujárn Annars hef ég ágæta lausn á gjaldeyrisvandamálun- um: Setja dsllarinn frían, losa hann undan þessari gulláþján (því ,að gullið er nú einu sinni ekki annað en gult náttúru- járn), losa aðra gjaldmiðla við- líka böndum og taka upp eina alþjóðamynt, sem ekki er hftgt að fella og engum er hagur í að hrófla við, (hvernig sem vinur vor de Gaulle bregzt við þessari uppástungu minni!). -A Út og utan Nú er rætt í borginni orðtakið út til íslands og utan af Fróni vegna skrifa í Les- bókinni og þáttar í útvarpinu. Ef trúa skal orðum útvarps- mannsins, skal ekki segja út- lendingur heldur vestlending- ur, ef maður vill vera reglu- lega „órígínal“ í tali, því að hann segir að út þýði vestur að fornu. Samkvæmt því ættu Vestfirðir nútímans að heita Útfirðir og Vestur-heimur Út- heimur, Vestur-Húnavatns- sýsla Út-Húnavatnssýsla, Vest- urbærinn Útbær og s. frv. Hver maður sér, að þetta er endi- leysa. Þarna hafði blaðamað- urinn rétt fyrir sér og sannast þar, að íslenzkir blaðamenn eru síður en svo þau andlegu pela- börn og menningarlegu óbermi sem sumir hafa sagt. Og ekki eru það góð meðmæli fyrir norrænudeild háskólans, að hún skuli útskrifa mann „meistara", sem ekki veldur sínu eigin máli betur en raun ber vitni og svo slysast til, að orð hans og skoðanir varpast um allt landið og festast í (hver veit hvað mörgum) barns- (og fullorðins-) heila. Þjófótt böra Á göngu minni um borg- ina hef ég margsinnis orðið vitni að lúalegu bragði stálp- aðra barna. Þau biðja mann um aura í strætó, segjast haía týnt fargjaldi sínu, og hlaupa svo út í buskann strax og mað- ur hefur í grandaleysi viljað rétta hjálparhönd með fimm- krónuseðli eða þvílíku. Svo oft sem ég farið flatt á þessari „velgjörðastarfsemi", að ég undrast, hve börn eru orðin frökk í smáþjófnuðum. Hver á sökina? Heimilin? Skólarnir? Hver? En hér er þörf úrbóta. Ég er orðinn langeygður eftir svörum, því að aldrei vill neinn við neitt kannast. Ekki að ég sjái endilega eftir aurun- um, því að ekki mundi ég hika við að styrkja Barnaspítala- sjóð Hringsins eða Mæðra- styrksnefnd ef svo má hjálpa, en það er sálarástand þessara barna sem eitthvað er bogið við. -A Saknaði bóka og blaða Margt prýðisgott er í sjón varpinu, en eitt er það, sem ég sakna: Bókaþáttar, þar sem bókum og bókmenntum eru gerð skil. Ég veit með vissu, að bókin heldur sínu gildi þrátt fyrir sjónvarp og kvikmyndir, eftir samræður við fólk af öll- um aldri, kynjum og stéttum. Enginn getur hugsað sér Is- land bókalaust land, né íslend- inga bókalausa þjóð. Ekki sofna ég vel án þess að kíkja í bók fyrst. Ég man hversu erf- itt það var í hótelinu í París að róa hugann eftir erilsaman dag, þegar hinn tryggi föru- nautur, íslenzka bókin, var ekki til staðar. Eða hve undrandi og jafnframt feginn ég varð í hóteii í London, þegar stúlkan færði mér Morgunblaðið með morgunkaffinu (hafði þá ein- hver rekizt með það inn um morguninn og skilið eftir, og var það reyndar 14 daga gam- alt!) og las ég það með áfergju, enda ekkert heyrt að heiman alla ferðina í útlönd- um. ★ H-dagur Nú er H-dagurinn 26. maí eins og sumir vita (!) og í því tilefni datt mér eftirfar- andi í hug: Horft er fram að há-degi, hann mun koma um síðir. Vagneklana við segi: „Verið þið nú blíðir!“ Ásamt mínum beztu kveðj- um til þín, Velvakandi, sem hefur veitt oss svo margháttaða skemmtun og fróðleik, vil ég árna þér allra heilla í starfi og óska þess að þjóðfélagið verði einhverntíma svo gott að eng- inn þurfi að kvarta. Virðingarfyllst, Jón Lýðsson". Undir þessa dsk tekur Vel- vakandi af heilum hug, þótt uppfylling hennar geti kostað hann atvinnuna. if Vilja læra að matbúa grænmeti Velvakandi góður! Fyrir skömmu komum við saman nokkrar húsmæður. Að sjálfsögðu barst talið að mat og matreiðslu, þar sem það er okkar, „aðaldjobb“. Okkur kom saman um það, að við gætum gert ýmislegt til þess að gera starfið skemmtilegra og eftirsóknarverðara. T.d. með því að auka fjölbreytni í matargerðinni. Ektamakarnir eru farnir að borða grunsam- lega oft úti og láta okkur eftir að sitja heima við snarlið og krakkana. Nú viljum við reyna ein- hverjar nýjar leiðir til þess að halda körlunum heima, a.m.k. á matartímum. Þeir kvarta margir hverjir um slappleika og slen eftir vet- urinn. Okkur datt í hug að reyn- andi væri að útbúa einhverja rétti úr nýju grænmeti, þar sem nú er sá tími að mikið af því er að koma á markaðinn, og þeir falla alltaf fyrir því, sem er fjörgandi og vítamín-auk- andi, að ekki sé nú minnst á línurnar. Hjá flestum okkar er það þannig, að við þvoum gulræt- urnar, og setjum þær svo á borðið, og söxum salatblöðin og hellum yfir þau skyrsósu. Þetta virðist ekki vera nógu freistandi, þegar til lengdar læt- ur. Við höfum haft spurnír af því, að á Heilsuhælinu í Hvera gerði og í matstofu Náttúru- lækningafélags Reykjavíkur í hótel Skjaldbreið séu fram- reiddir réttir úr ýmiss konar grænmeti, nýju og niðursoðnu. Nú langar okkur til þess að koma þeirri beiðni á framfæri við forráðamenn þessara stofn- ana, að okkur verði gefinn kost ur á að kynnast þessari teg- und matreiðslu. Við leggjum til að komið verði á sýnikennslu í meðferð grænmetis og tilbúningi græn- metisrétta. Æskilegt væri, að það væri framkvæmt af mat- reiðslukonum þeim, er sjá um tilbúning þessara rétta á fyrr- greindum stöðum. Við viljum bera fram þær tillögur, að sýni kennsla fari fram á matstofu N.L.F.R. í hótel Skjaldbreið frá kl. 4 til 6 einu sinni í viku og spáum því, að aðsókn verði nóg til þess að hægt verði að halda því áfram til haustsins, en þá kemur aftur til greina niður- suða á grænmeti til vetrarins. Við teljum ekki heppilegt að hafa fleiri í einu en átta til tíu húsmæður eða þátttakendur, til þess að hafa af því full not. Við erum reiðubúnar að greiða allan kostnað, sem af þessu leiðir. Okkur finnst, að þetta muni verða góð auglýsing fyrir græn metisseljendur. — Þeir myndu ef til vill láta okkur hafa hrá- efnið með einhverjum afslætti. Þetta myndi verða áhrifarík auglýsing fyrir þessar græn- metisstofnanir. Við húsmæðurnar beinum eindregið áskorun til þeirra, sem þarna ráða málum, að verða við óskum okkar. Með þökk fyrir birtinguna, Húsmóðir". Fæst nokkurt ætt grænmeti hér? Annars er hugmyndin ágæt, ef úr einhverju er að moða. En seint hyggur Vel- vakandi, að afsláttur fáist hjá ríkismónópólinu, sem höndlar með grænmetið. STÓRFELLD VERDLÆKKIIN Ný sending af HUDSON Pasalong sokkabuxum komin í verzlanir. Úrval lita — lægra verð. HUDSON-merkið tryggir meiri vörugæði. DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO. H.F. Símt 24-333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.