Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1968 l& Loftleiðir í viku frá fljúga 38 ferðir Íslandi í sumar SAMKVÆMT flugáætlun Loft- leiða, sem gildir frá 1. mai til 31. október verða famar 19 viku legar ferðir fram og aftur milli New York og Keflavíkur og 15 vikulegar ferðir fram og aftur milli Keflavíkur og Luxemborg ar. Ein ferð verður farin fram og aftur milli Lundúna og Glas- gow og þrjár vlkulegar ferðir fram og aftur til Oslóar og Kaup mannahafnar, en tvær til Gauta- borgar. Frá og með gildistöku sumar- áætlunarinnar verður sú megin breyting á áætlunarferðum Loft leiða, að í sumar verða til þeirra eingöngu notaðar t flugvélar af gerðinni Rolls Royce 400. Síðasta áætlunarferð Loftleiða með flugvél af gerðinni DC 6B verða Jóhannes Markúss. og Ol- dagsmorguninn 3. maí, og verð- ur það „Þorfinnur karlsefni." Flugstjóri í þeirri ferð verður Fróði Björnsson. * Fyrsta Rolls Royce áætlunar- flugferðin til Norðurlanda verð- ur farin héðan laugardagsmorg- uninn 4. þ.m. Flugstjórar héðan verða Jóhann Markússon og Ol- af Olsen. „Leifur Eiríksson" heit ir sú Rolls Royce flugvél, sem fer þessa ferð. Fyrsta Rolls Royce áætlunar- / flugið til Lundúna verður farið þriðjudaginn 7. maí, og flýgur Magnús Guðmundsson þeirri flug vél.' Með komu Rolls Royce flug- vélanna til áætlunarferða milli fslands, Stóra-Bretlands og Skandinavíu, styttist flugtíminn verulega, en hann verður nú rúm ar 2 klst. til Glasgow og 3 til Óslóar. Loftleiðir hafa nú eigin skrif stofur í 11 borgum erlendum og, auk þess aðalumboðsskrifstofur í 28 borgum. í hinni nýju sumaráætlun er vakin athygli á margvíslegum af sláttargjöldum á flugleiðum Loftleiða, og ber þa? einkum að nefna hinar nýju fargjaldalækk anir til Bandaríkjanna og innan þeirra, sem nýlega er búið að samþykkja í því skyni að auka ferðamannastraum til Bandaríkj anna. Þá er einnig vakin athygli á hagkvæmum kjörum í sólar- hrings viðdvöl Loftleiða í Lux- emborg, en félagið býður þar nú upp á sams konar kjör, og þau, sém í boði eru, þeim er vilja eiga sólarhrings viðdvöl hér á íslandi, á leið austur eða vest- ur yfir Atlantshafið. Þar að auki eiga farþegar hér einnig kost á að velja annan sólarhring með sérstökum kjörum, og hefir þess um viðdvalargestum Loftleiða fjölgað mjög að undanförnu. Fyrri daginn af tveim er farið í kynnisför um Reykjavík, en hinn síðari til Hveragerðis. Hinn 1. júní verður sú breyting á ferð síðari dagsins, að þá verður far- ið til Gullfoss, Geysis, Þingvalla og Hveragerðis. Tæplega 300 manns verða í flugliði Loftleiða á sumri kom- anda, þar af um 180- flugfreyj- ur. Mynd þessi var tekin við brottför Þorfinns Karlsefnis frá Keflavíkurflugvelli til Glasgow og London. Þetta var síðasta áætlunarflug Loftleiða með DC 6B flugvél. — Ljósm. Heimir Stígsson. Framkvæmd tilkynningarskyldu skipa og Varúð á vegum EIFTIRFARANE*I tillögur voru samþykktar á 14. landsþingi S.V.F.Í.: / I. Vegna tillagna þeirra, er fram hafa komið um tilkynning- arskyldu íslenzkra skipa, ályktar 14. landsþing S.V.F.Í. eftirfar- andi: 1. Öll íslenzk fiskiskip skulu tilkynna stöðu sína og áformaðar ferðir a.m.k. einu sinni á sólar- hring. Tilkynningar þessar skulu vera í því formi, er nánar verð- úr ákveðið í reglugerð. Gert verði heildarkort af hafinu um- hverfis land og því korti síðan skipt í tilkynningarsvæði. Við tilkynningum af þeim svæðum taki síðan ákveðin strandarstöð og að jafnaði sú verstöðvartal- stöð, er bezt liggur við svæðinu. Telji talstöðvarvörður að ástæða sé til eftirgrennslunar, leitar eða björgunar, skai hann þegar gera Björgunarmiðstöð S.V.F.,1 í Reykjavík aðvart. 2. Þegar skip kemur inn á til- kynningarsvæði eða fer út af því, skal að jafnaði tilkynna það viðkomandi eftirlitsstað og geta um leið áætlana. sinna um veiði eða ferðir. 3. Önnur skip en fiskiskip skulu tilkynna þeirri strandar- stöð, er þeim hentar bezt, um stöðu sína og ferðaform til næsta tilkynningartíma. 4. Fiskibátar, sem eigi eru bún ir talstöðvum, skulu tilkynna viðkomandi eftirlitsstöð eða þeim, er hún tilnefnir, brottför sína, áformaðar ferðir og komu. 5. Þegar Björgunarmiðstöð S.V.F.Í. hefur borizt tilkynning um að skip hafi ekki gefið sig fram á tilskyldum tíma, skal hún þegar í stað gera þær ráðstafan- ir, er íu'in telur þörf og hafa þar samráð við alla þá aðila, er að- stoð geta veitt, við eftirgrennsl- an, leit eða björgun. II. Vegna framkominnar til- lögu frá Björgunarfélagi Horn- firðinga, beinir 14. landsþing S.V.F.Í. þeim tilmælum til Lands síma íslands, að hann komi á hlustvörzlu á Hornafirði allan sólarhringinn, sérstaklega vegna hinnar áformuðu tilkynningar- skyldu skipa. III. 14. landsþing S.V.F.Í. felur stjórn félagsins að annast um, að þær bifreiðir, sem starfa að stað- aldri í þjónustu björgunarsveita og búnar eru talstöðvum fái hið fyrsta þær tíðnir, sem björgunar sveitunum eru nú heimilar. IV. Vegna framkominnar til- lögu frá Kvennadeildinni Vörn á Siglufirði, beinir 14. landsþing S.V.F.Í. því til stjórnar félagsins, að hlutast til um að Landssím- inn komi upp öryggistalstöð á Siglunesi, en þangað er mjög ótryggt símasamband, en hins vegar brýn nauðsyn fjarskipta- sambands vegna öryggis ílbúanna þar, svo og sæfarenda. V. Vegna framkominnar tillögu svd. Drafnar á Stokkseyri og Bjargar á Eyrarbakka og Mann- bjargar á Þorlákshöfn, ályktar 14. landsþing S.V.F.Í., að óhjá- kvæmilegt verði að endurskoða allt talstöðvarkerfi verstöðvanna með tilliti til væntanlegra til- kynningaskyldna fiskiskipa. Við þá endurskoðun treystir lands- þing S.V.F.Í. því, aðstjórn félags ins komi á framfæri óskum fé- lagsdeildanna, eftir því, sem hún telur henta tiikynningarskyld- unni. Tillögur umferðarmálanefndar. 1. 14. landsþing S.V.F.Í. heim- ilar, að félagið taki að sér íram- Tkvæmdir ákveðinna verkefna V.Á.V., ef þess er óskað og samn ingar gerðir þar um. Greinargerð: Vegna framkominnar tillögu stjórnar S.V.F.Í. hefur Umferðar málanefnd samþ. að leggja fyrir þingið ofangreinda tillögu. í ljós hefur komið, að Varúð á vegum hefur ekki fengið nægi- legt fé frá aðildarfélögum sínum til öflugrar starfsemi að um- ferðaslysavörnum. Því hefur ver ið bent á, að heppilegt væri, að S.V.F.Í. tæki að sér m.a. fram- kvæmd á verkefnum, sem sam- tökin V.Á.V. marka stefnu um. Með slíkri aukinni samvinnu myndu nýtast margfalt betur þeir fjármunir, sem til þessara mála renna og því betri árangurs að vænta. Umferðarmálanefnd telur því rétt að heimila stjórn féiagsins að semja um slíka aukna samvinnu. II. 14. landsiþing StV.F.Í. vill enn minna á mikilvægi öflugra umferðarslysavarna í nútíma- þjóðfélagi. Fagnar þingið því aukna átaki, sem gert hefur ver- ið á undanförnum mánuðum til eflingar umferðarmenningar og lýsir þeirri von sinni, að þetta starf beri ríkulegan árangur. Þingið telur, að eitt meginverk- efni Slysavarnafélags íslands hljóti að vera að efla og við- halda umferðarmenningu í land- inu með skipulögðum áróðri, fræðslustarfsemi og ábendiivgum til einstaklinga og yfirvalda. Stjórn félagsins er því falið að leggja mikla áherzlu á þennan þátt slysavarnastarfsins í náinni framtíð. III. Vegna þeirrar örlagaríku breytingar, sem framundan er í umferðarmálum þjóðarinnar, er hægri umferð verður tekin upp hér hinn 26. maí n.k., vill 14. landsþing S.V.F.Í. eindregið skora á alla landsmenn, jafnt í þéttbýli, sem í dreifbýli, að hver um sig leggi sitt lóð á vogarskál ar til að þessi breyting geti far- ið fram slysa- og áfallalaust. Áríðandi er, að hver einstakling- ur geri sér far um að kynna sér áhrif breytingarinnar í sínu dag- lega umhverfi og fullvissi sig um það, íiver séu hin réttu við'brögð. Hvetur þingið alla til að kynna sér og fylgjast með ábendingum og fyrirmælum H-nefndarinnar og yfirvalda og fylgja þeim í hví vetna. Ef einbeittur vilji og góð samvinna ríkir milli yfirvalda, félagasamtaka og einstaklinga, er öruggt, að engu þarf að kvíða í þessum efnum. Full ástæða er til að vona, að breytingin geti orðið grundvöllur að nýrri og betri um ferðarmenningu þjóðarinnar í framtíðinni og leitt til aukins ör- yggis allra vegfarenda. IV. 14. landsþing S.V.F.Í. vill enn ítreka, að frumskilyrði góðr- ar og öruggrar umferðarmenn- ingar er stöðug, vakandi og hald- góð umf.erðarfræðsla, er einkum nái til barna og ungmenna. Þing- ið vekur athygli á, að enn skort- ir allmikið á að lögboðin um- ferðarfræðsla í barna- og ung- lingaskólum sé komin í viðun- andi horf. 'Hvetur þingið til að- gerða, er bæti skjótt þar úr, og felur stjórn félagsins að fylgja því máli eftir. Þá vill þingið ennfremur minna á þá hættu, sem er sam- fara leik ungbarna í umferðinni. Telur þingið, að þessi hætta verði ávallt fyrir hendi, meðan gatan er aðalleikvangur barnanna. Því skorar þingið á yfirvöld borga og bæja að skapa skilyrði fyrir auknu öryggi þessara yngstu borgara með aukinni barnagæzlu og fleiri og betri leiksvæðum. Þingið lýsir ánægju sinni yfir stofnun umferðarskóla fyrir börn undir skólaskyldualdri, sem búsett eru á Reykjavíkur- svæðinu og hvetur yfirvöld um land allt til að hlutast til um, að þessi umferðarfræðsla megi ná til allra yngri barna á landinu. V. 14. landsþing S.V.F.Í. fagnar stofnun umferðaröryggisnefnda um land allt og þeirri samvinnu, sem þar hefur tekizt rneðal þeirra, er að umferðarslysavörn- um vinna. Þingið þakkar ómetan legt átak við stofnun nefndanna og telur mjög mikilvægt að starf þeirra haldi áfram, eftir að starf- sémi þeirra vegna breytingar yf- ir í hægri umferð er lokið. Fel- ur þingið stjórn S.V.F.Í. að hafa forgöngu um áframhaldandi starfsemi nefndanna og hvetur slysavarnafólk til að stuðla að öflugu starfi þeirra um alla fram tíð. VI. 14. landsþing S.V.F.Í. telur, að lagning svokallaðra hrað- brauta í auknum mæli hér á landi kalli á sérstakar aðgerðir til að tryggja örugga umferð á þessum brautum. Væntir þingið þess, að yfirstjórn samgöngu- og vegamála hafi ströngustu kröfur um öryggi í huga við lagningu slíkra brauta. Jafnframt skorar þingið á löggjafa og viðkomandi yfirvöld að setja ítarlegar og strangar reglur um umferð og akstur á slíkum brautum, sem miði að því að draga úr slysa- hættu. VII. 14. landsþing S.V.F.Í. fel- ur stjórn félagsins að beita sér fyrir því við viðkomandi stjórn- völd, að eftirfarandi ráðstafanir verði gerðar í því skyni að draga úr hinum tíðu og ógnvekjandi slysum við akstur dráttarvéla. 1. Notuð verði heimild 18. og 19. gr. umferðarlaga nr. 26, 1958, til almennrar skoðunar á drátt- arvélum. 2. Fyrirskipað verði, að á allar dráttarvélar skuli sett örugg og sterk stálgrindarhús. 3. Strangari ákvæði verði sett um aldur og hæfni þeirra, er dráttarvélum aka. Geðtenglaröskun og taugaveiklun barna Barnaverndarfélag Reykjavík- ur efnir til kynningar- og fræðslufundar um orsakir geð- röskunar og taugaveiklunar hjá börnum. Röskun í tilfinningalífi ungs barns getur leitt til alvar- legrar truflunar og hegðunar- vandkvæða, þó að hún virðist lítilvæg í fyrstu. í þjóðfélagi okkar aukast með hverjum ára- tug kröfur, hraði og spenna í lífi fullorðinna, en við þær að- stæður er börnum og unglingum einmitt hætt við þeirri röskun geðræns jafnvægis, sem við al- mennt nefnum taugaveiklun. Um það eru dæmin mörg. Þess vegna er geðvernd og lækning tauga- veiklaðra barna oröin mjög að- kallandi. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Form. Barnaverndarfélags Reykjavíkur, dr. Matthías Jón- asson, býður gesti velkomna. 2. Karl Strand yfirlæknir flyt- ur erindi: Móðursvipting. 3. Stefán Júlíusson rithöfund ur sýnir og skýrir kvikmynd um taugaveiklað barn og lækningu þéss. 4. Guðrún Tómasdóttir syngur nokkur lög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Fundurinn verður haldinn í samkomusal Melaskólans,fimmtu daginn 9. þ.m. kl. 8.30 e.h. Áhugafólki um barnavernd og börnum er heimill aðgangur rtieð an húsrúm leyfir. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.