Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MAf 1998 Jflfottttiitirlgfeifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. HAGNÝTING ORKULINDANNA ]\Tú hefur verið ákveðið, að Laxárvirkjun reisi í sum ar gufuaflstöð við Námafjall í Mývatnssveit. Hér er um að ræða 2500 kw. stöð, sem er fyrsti áfangi hugsanlegs gufu orkuvers sem mun verða stærra í framtíðinni, ef góð reynsla fæst af þessari fram- kvæmd. En jarðgufuvirkjanir má stækka í viðráðanlegum áföngum, t.d. 5—10 þúsund kw. hverju sinni og þrátt fyr ir það er álitið, að vírkjunar- kostnaður á hvert uppsett kílówatt verði stórum lægri en í hagstæðustu vatnsafls- virkjun, eins og fram kom í viðtali við Svein Einarsson, verkfr., hér í blaðinu fyrir skömmu. í viðtalinu kom og fram, að dýrmæt reynsla við jarðgufuveitur í köldum lönd um hafi fengizt við gufuveit- una, sem nú er starfraékt við Mývatn vegna Kísilgúrverk- smiðjunnar. En hingað til hef ur engin meiri háttar jarð- gufuvirkjun utan íslands ver- ið gerð í kaldara landi en Ítalíu. Jarðboranir ríkisins munu sjá um borun eftir guf unni vegna gufuaflstöðvarinn ar við Námafjall, en Jarðgufu veita ríkisins leiða gufuna að stöðvarvegg og selja hana Laxárvirkjun. Stórþjóðimar leggja nú mikið fjármagn fram til gerð ar kjarnorkuaflstöðva, en sá tími nálgast óðum, að þær verði samkeppnisfærar við vatnssaflstöðvar. Enn er mik ill orkuforði ónýttur á íslandi en með hinum miklu fram- kvæmdum við Búrfell er gert stórátak til þess að virkja hann. Bygging álverksmiðj- unnar í Straumsvík gerði kleift að ráðast í það stór- virki, þar eð orkuneyzla verk smiðjunnar lækkar heildar- verð raforku frá Búrfellsvirkj un til landsmanna. Árið 1969 er áætlað, að fram kvæmdum verði lokið við Búrfell og í Straumsvík. En ný viðfangsefni blasa við til nýsköpunar í íslenzkum iðn- aði, er munu tryggjan örugg- an hagvöxt. Á mörgum svið- um er unnið að rannsóknum í þeim tilgangi að auka fjöl- breytni iðnaðarins. Rætt hef- ur verið um byggingu olíu- hreinsunarstöðvar, en í tengsl um við hana mætti hefja margvíslegan efnaiðnað, og sjóefnavinnslu, þar sem hag nýttar yrðu hitaorka og raf- orka, svo og biksteinsvinnslu og perlusteinsvinnslu. Um- ræður eru á byrjunarstigi um fosforvinnslu, er þar yrði um stórframkvæmdir að ræða. Þá má búast við að ál- vinnsla aukist í landinu, þeg ar hafin verður framleiðsla hrááls hér. Ljóst er, að íslendingar verða í nánustu framtíð, að kanna til hlítar möguleika til fullnýtingar orkuforða lands- ins. Gufuaflstöð við Náma- fjall er áfangi á þeirri leið, með henni er stigið nýtt skref og enn ein orkulindin beizluð. HRYÐJUVERK KOMMÚNISTA í VÍETNAM ¥ styrjöld eins og Víetnam- * stríðinu eru framin voða verk af hálfu beggja stríðs aðila og enginn heldur því fram, að Bandaríkjamenn herji þar grimmdarlaust. En hryðjuverk kommúnista um síðustu helgi, er þeir drápu 5 blaðamenn og skutu sendi- ráðsritara Vestur-Þýzkalands í hnakkann, eftir að hafa bundið fyrir augu hans og hendur fyrir aftan bak, eru svívirðilegri en flestir þeir glæpir, sem framdir hafa verið í Víetnam. Þau minna á herferð þeirra í Hué, þar sem enn er verið að grafa upp fjöldagrafir í líkingu við það, sem var í Þýzkalandi eftir seinni heimsstyrjöldina. Stórsókn kommúnista í Víetnam um þessar mundir er sögð gerð til þess að styrkja stöðu þeirra í samn- ingaviðræðum við Banda- ríkjamenn, er hefjast í Par- ís n.k. föstudag. Erfitt er að gera sér í hugarlund, hvern- ig morð saklausra manna geta bætt samningsaðstöðuna. Þá er einnig rétt að minnast þess, að samningaviðræður um frið í Kóreu á sínum tíma tóku tvö ár og bardag- ar geisuðu af grimmd allan tímann. Haldi kommúnistar áfram hryðjuverkum í þeirri mynd, sem þeir nú hafa gert, á meðan friðarviðræður um Víetnam fara fram, til þess að styrkja málstað sinn í viðræðunum, mun mörgum verða fórnað vegna þess. Kommúnistar hafa jafnan haldið því fram að Banda- ríkjamenn fremdu glæpa- verk nær daglega í Víetnam en sjálfir berðust þeir fyrir háleitum hugsjónum. Morðin á blaðamönnunum fimm og þýzka sendiráðsritaranum sýna glögglega að kommún- istar svífast einskis í baráttu sinni gegn Suður-Víetnam. Leikrit hans eru vel skrifuð París. TERENCE Rattigan er einn af vinsælustu leikritahöfundum Breta á þessari öld. Eftir hann liggja m.a. leikritin „French Without Tears“ „The Winslow Boy“ og ,,Separate Tables“, sem öll hafa náð mikilli hylli leikhúsgesta. Samkvæmt sjálfsævisögu Rattigans er hann eini höfundurinn sem hefur skrifað tvö leikrit, sem sýnd hafa verið yfir þúsund sinnum í einni lotu. En þekkt asta persóna Rattigans — a.m. k. með löndum hans — er ekki úr leikritum hans, held- ur greinum. Hún er kölluð Edna frænka. — Ég hef harmað það alla tíð að hafa skapað hana, sagði Rattigan og andvarpar. „Hún var upphaflega tákn ákveðins hóps áhorfenda. Edna frænka ver’ður stórhrifan af þessu, en þið ekki“ skrifuðu sumir gagn rýnendur. Ég varð að kála henni í næstu grein minni. En satt bezt að segja lifir Edna frænka enn góðu lífi og kom m.a. til tals í leiklistar- gagnrýni í brezka blaðinu „The Guardian“ fyrir nokkru. „Edna frænka hefur tekið miklum framförum upp á síð- kastið." Framfarir Ednu frænku koma Rattigan ekki á óvart. — Ég hef alltaf verið þeirr- ar skoðunar, að Edna frænka mundi streyma í Royal Court. Edna frænka hefur ekki kom ið mér á óvart nema í því að verða hrifin af Beckett. Rattigan er ekki hrifinn af Beckett. ,,Hann ruglar mig í ríminu. Ég er þeirrar sko'ðun ar, að bezta leikrit hans gengi út á það að láta tjaldið fara frá og síðan fyrir aftur eftir stutta stund, án þess nokkur persóna hefði komið fram né nokkuð hefði gerzt á sviðinu. Með því að búa til Ednu frænku var Rattigan ekki að lýsa venjulegri enskri smá- borgarkonu, eins og flestir töídu. Hann kveðst hafa átt við hina almennu ensku áhorf endur. — Ég var að benda á, a'ð áhorfendur hafa ekkert breytzt og gera það ekki. Þeir eru nákvæmlega eins nú og þegar þeir sátu á steinhellum í leikhúsum Aþenu og sögðu „Er þetta ekki ágætt, alltaf má nú treysta honum Sófókles gamla.“ Terence Rattigan er búsett- ur á Bermudaeyjum, en hefur dvalið í París nokkurn tíma. Fyrir átján árum ýtti hann all Terence Rattigan. harkalega við mönnum, er hann lýsti því yfir, að leikhús ið væri ekki staðurinn til að lýsa hugmyndum og tilfinning um. Þessi staðhæfing kom Bernard Shaw til að bregðast við skjótt og vitna síðan í Rattigan sem skynsaman snill ing. — Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti að uppgötva að Shaw var á lífi, segir Ratti gan. — Nú orðið verður fólk undrandi þegar það heyrir að ég er enn á lífi. Um og eftir 1950 var Ratti- gan helztur leikritahöfunda Bretlands, verk hans voru í tízku. En í undirbúningi var byltingin, sem hófst í leikhús lífinu með leik Osbourne „Horfðu reiður um öxl“. Skyndilega stóð Rattigan uppi með það, að menn litu á hann sem gamaldags og úreltan leik ritahöfund. Hann var höfund ur vel skrifuðu leikritanna. Hann tók umskiptunund með stillingu. Hann bendir á, að erfitt og seint muni kve'ðin niður vel skriifuð leikrit og nefnir máli sínu til stuðnings, að flestir þeir höfundar sem hafa lifað af þróun og breytingar, skrif- uðu „vel-skrifuð leikrit". Leik rit Tjekovs eru vel skrifuð og leikrit Ibsens eru vei skrifuð, segir hann. Af samtímahöfundum hefur Rattigan mestar mætur á Os- bourne og Albee og er stórhrif inn af Anouillh. „Pinter“ segir hann ,,er þó eftirlætishöfund- ur minn, og það veit sá sem allt veit, að hans leikrit eru svo sannarlega vel skrifuð." — Ég fór með Rex Harrison að sjá „Húsvörðinn. Við vor- um báðir yfir okkur hrifnir. Ég útbjó mér samstundis þá kenningu, a'ð vitskerti bróðir- inn væri guð Gamla Testa- mentisins, hinn bróðirinn guð Nýja Testamentisins og að hús vörðurinn væri mannúðin. Skömmu síðar hitti ég Pinter og segi við hann „jæja, þú þarft ekki að segja mér um, hvað leikritið er. Vitskerti bróðirinn er guð Gamla Testa- mentisins, hinn bróðirinn er guð Nýja Testamentisins og húsvörðurinn er mannú'ðin.“ ,,Nei,“ sagði Pinter. „Leik- ritið er um tvo bræður og húsvörð". Og ég held, að hon um hafi verið alvara. Þegar Rattigan var í Ox- ford á sínum trma, lék hann í Gielgud uppsetningu á Rómeó og Júlíu, og honum til óblandins angurs var alltaf rekinn upp roknahlátur, þegar hann fór með eina tilsvar sitt. Sem leikritahöfundur er hann einkar hugulsamur við leikarana. Stjörnur á borð við sir Laurence Olivir og Peggy Asschroft hafa sótzt eftir að koma fram í leikritum hans. —• Leikritahöfundur má ekki gera leikurunum of erfitt um vik, segir hann. — Það er fráleitt að ætla leikara að opna kampavínsflösku og segja brandara samtímis. Ég feyni að hafa þa'ð hugfast, að þetta er að hálfu persóna, að hálfu leikari. Það er ekki bara einhver og einhver, sem situr í stól inn í stofu. Hann situr uppi á leiksviði. Síð^sts leikrit, sem komið hefur frá hendi Terence Ratti- gans er „Man and Boy“ árið 1963. Gagnrýnendur voru þeirrar skoðunar, að um ótví- ræðar framfarir og gæfuleg- an þroska væri að ræða. Leik- ritið væri vel skrifað, tækni höfundarins augljós, en hann segði ekki allt berum orðum, hann leyfði áhorfendum að fara úr leikhúsinu án þess að hafa skilið til fulls, hvað fyrir höfundi vakti. (Endursagt úr International Herald Tribune). Sýning á íslenzkam þjóðbáning- um í Bogasalnum 12.-27. októbei SÝNING verður haldin á ís- lenzkum þjóðbúningum í Bogasal Þjóðminjasafnsins dagana 12.-27. október. Verður hún haldin á vegum Þjóðminjasafnsins, en Æskulýðssambandið mun standa straum af nokkrum hluta kostn- aðar. Skipulagðar verða ferðir framhaldsskóla í Reykjavík á sýninguna, svo og á vegum skóla og félagasamtaka í nálægum byggðariögum. Reynt verður að stuðla að sem almennastri að- sókn. Sýningarskrá verður gefin út í sambandi við sýninguna, sem jafnframt á að verða kynningar- rit um íslenzka þjóðbúninga og mun frú Elsa Guðjónsson annast það á vegum safnsins, en Æsku- lýðssambandið mun standa straum af kostnaði. Fáist opin- ber tilstyrkur, er ætlunin að dreifa ritinu út um framhalds- skóla landsins og þeirra félags- samtaka er láta til sín taka. Vorið 1967 sendi þing Æsku- lýðssamabnds íslands frá sér ávarp og reyndi að hvetja til þess, að íslenzki þjóðbúningur- inn yrði ekki látinn fyrnóist eða líða undir lok; verðá að safn- grip eingöngu. Var kosin nefnd Framhald á bls. 16. Gamall íslenzkur búningur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.