Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAt 1068. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jórisson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. VERÐGÆZLA OG SAMKEPPNISHÖML UR k aðalfundi Kaupmannasam taka íslands, sem hald- inn var síðari hluta febrúar- mánaðar, var samþykkt álykt un þar sem segir m.a.: „Aðal- fundur Kaupmannasamtaka íslands beinir þeirri áskorun til hæstvirtrar ríkisstjórnar íslands, að hún beiti sér fyrir því eigi síðar en á komandi hausti, að lagt verði fyrir Al- þingi frumvarp til laga um verðgæzlu og samkeppnihöml ur, er leyst geti af hólmi það handahófskennda fyrirkomu- lag, sem nú er í gildi við verð lagningu vara. Bendir fund- urinn á, að undir forustu ráðu neytisstjórans f viðskiptamála ráðuneytinu og með aðstoð er lends sérfræðings, er "hafi langa og haldgóða reynslu í þessum efnum, hafi verið unn ið mikið undirbúningsstarf í þessum tilgangi á s.l. ári og geti það verið grundvöllur nýrrar lagasetningar fyrir verðlagningu á vöru og þjón- ustu“. Ástæða er til þess að vekja athygli á þessari ályktun, vegna þess m.a., að hún sýnir • glögglega skilning kaup- manna á nauðsyn þess, að komið verði við hinni einu eðlilegu verðgæzlu þ.e.a.s. að þess sé gætt, að frjáls sam- keppni fái að njóta sín til hins ítrasta til hagsbóta fyrir neytendur. Um leið undir- strikar þessi ályktun Kaup- mannasamtakanna þá stað- reynd, að þau sjónarmið, sem ríkt hafa í sambandi við verð lagnirfgu á vörum, og álagn- ingarhlutfall eru gjörsamlega úrelt. Verzlun og iðnaður hafa lengi búið við verðlags- ákvæði, sem gera fyrirtækj- um gjörsamlega ókleift að byggja upp heilbrigðan fjár- hagsgrundvöll, og afleiðing áratuga rangrar verðlags- stefnu hefur að sjálfsögðu komið fram í mjög erfiðum hag atvinnufyrirtækjanna í landinu. Kaupmenn hafa með þess- ari ályktun aðalfundar síns sýnt, að þeir skilja nauðsyn þess, að eitthvert eftirlit sé með verðlagsmálum í land- inu, en þeir hljóta einnig að gera kröfu til þess, að það verðlagseftirlit gæti eðlilegra hagsmuna neytenda, en sé ekki við það miðað að koma atvinnufyrirtækjunum á kné. Þess vegna er ástæða til að taka undir þá ósk Kaup- mannasamtaka íslands til rík isstjórnarinnar, að hún beiti sér fyrir því á næsta Alþingi, að lagt verði fram lagafrum- varp um verðgæzlu og sam- keppnishömlur og er æ§kilegt að sem víðtækust samstaða geti náðst um það mál. FISKVEIÐAR Á N-AT LANT SHAFI ITm þessar mundir er hald- ^ inn hér á landi fundur Fiskveiðinefndar Norð-austur Atlantshafsins, og eru hingað komnir á þann fund, fulltrúar frá þeim ríkjum, sem eiga mestra hagsmuna aé gæta á þessu hafsvæði, en formaður þessarar alþjóðlegu nefndar er Davíð Ólafsson, Seðla- bankastjóri. Ber kjör hans í þetta mikilsverða trúnaðarl starf glöggt vitni því áliti, sem íslendingar njóta á al þjóðavettvangi í fiskveiðimál um. Hlutverk þessarar nefndar er að fylgjast með ástandi og viðhaldi allra fiskistofnanna á þessu hafsvæði, sem er ríkt af gjöfulum fiskimiðum eins og kunnugt er. Nefndin bygg ir ályktanir sínar og aðgerðir á vísindalegum niðurstöðum rannsókna, sem framkvæmd- ar eru á vegum Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins. Á fundi þeim, sem haldinn er hér í Reykjavík um þessar mundir, verður meðal annars rætt um aðferðir til takmörk unar á veiðum, þegar þurfa þykir og lokun ákveðins svæð is fyrir togurum, en á fundi nefndarinnar í París í fyrra lagði ísland fram tillögu um lokun hafsvæða út af Norð- Austurlandi fyrir togveiðum nokljEum hluta ársins í því skyni að vernda ungfiskinn á þessum slóðum. Þess er að vænta, ,að fund- ur þessi verði árangursríkur og það er íslendingum ánægjuefni, að hann skuli haldinn hér á landi og þó ekki síður, að þessi samtök bera vitni góðri samvinnu fisk- veiðaþjóðanna við Atlants- hafið, sem okkur íslendingum hlýtur að vera mjög mikils- verð. HEIMSSÝNING í JAPAN í árinu 1970 verður haldin **■ mikil heimssýning í Os- aka í Japan, og munu hinar Norðurlandaþjóðirnar þegar hafa ákveðið þátttöku í þess- ari heimssýningu. Hins veg- llkkZ' UTAN ÖR HEIMI Peter Wilby skritar um: Rúmenskan prest, sem var klefafélagi Patrascanu London. SÉRA Richard Wurmbrand, rúmenski presturinn, sem sat í fangeisi kommúnista í fjór- tán ár, hefur skýrt frá því í London, að hann hafi verið klefafélagi Lucretiu Patrasc- anu árið 1947. Patrascanu var fyrrverandi dómsmálaráð- herra landsins en hann var dæmdur til dauða og líflátinn árið 1954, en hefur nú verið „endurreistur“. Séra Wurmibrand drepur á, að Patraseanu hafi verið einn af stofnendum og upphafs- mönnum rúmenska kommún- istaflokksins og því hafi fang- elsun hans verið haldið leyndri í nokkur ár. Öðru hverju var hann fluttur úr klefanum til að halda fyrir- lestra í lagadeild háskólans. Þrátt fyrir fangelsunina, var Patrascanu áfram .trygg- ur og sannfærður komimún- Lsti. Ráðherrann fyrrverandi og lúterski presturinn voru ólíkir félagar. „Fangar sem sem höfðu mjög andstæðar skoðanic voru oft hafðir saman í klefum“ segir prest- urinn. „Þá var vonazt til, að þeir veittust hvor að öðrum með ásökunum." Wurmbrand gaf nýlega út bókina „I undirheimum drott- ins“ sem er áhrifamikil og hrífandi frásögn um reynslu hans í fangelsinu. Hann lýsir þar rökræðum þeirra Patrasc anu um Marxisma og kristna trú. Til að gefa ráðherranum fyrrverandi nokkra innsýn í trúna fór hann m. a. með trú- arjátninguna. Patrascanu endurgalt honum með því að draga saman trúarjátningu Marxista i setninguna. „Við kommúnistar trúum, að við munum stjórna heiminum.“ „Skömmu síðar var Patrasc- anu fluttur burtu úr klefan- um. „Ég sá hann ekki aftur. Með okkur hafði orðið vin- átta þessa viku, sem við vor- um saman, Mér fannst, að margt það sem ég sagði, hefði snortið hann, en auðvitað var það andstætt öllum hans skoð unum, og því féllst hann ekki á að viðurkenna það, ekki einu sinni fyrir sjálfum sér.“ Glæpur Patrascanu var sá einn — samkvæmt frásögn sóra Wurmbrands — „að hann var fyrst Rúmeni og því næst kommúnisti. Hann var alltaf nokkuð utanveltu í flokknum af þeim ástæðum og fleirum“. Flestir félaga hans og samistarfsmanna voru af snauðu fólki komnir, en Patrascanu var sonur auðugs landeiganda. Séra Wurmbrand binduir litlar vonir við nýafstaðna at- burðir í Rúmeníu. „Ég veit, að þessar breytingar bera að- ystumenn mótmælenda svo og grísk-kaþóiskira í Rúmeníu sitja enn í fangelsi eða í stofu- fangelsum á heimilum sín- um. Helmingur kaþóilskra kirkna hefur verið lokað, ög tveimþriðju baptistakirkna. Meira að segja hefur nýi tékkneski leiðtoginn Dubceck ekkUleyst úr haldi einn ein- asta prest, sem setið hafa í fangelsum þar í landi.“ Wurmbrand gagnrýnir þögn og sinnuleysi manna í vest- rænum löndum ,um aðbúð ná unga þeirra í Austur-Evrópu. „Ég verð ekki var við nein mótmæli frá Bretlandi og Bandaríkjunum, þót't kirkj- um okikar sé lokað og þjónum þeirra varpað í fangelsi. Sam vizka yðar sefur. Eg hef séð kristna Rúmena liggja í hLekkjum á bæn nótt eftir nótt — þeir hafa beðið, að OBSERVER eins vitni um nýjan kafla í endalausri valdabaráttu og togstreitu innan flokksins. Ceausescu, núverandi leiðtogi kommúniistaflokkisins var meðlimur stjórnmálaráðsins í 24 ár og var jafnan litið á hann sem einn af dyggustu stuðningsmönnum Cherghiu- Dej, sem hann fordæmir nú af miklum ofsa.“ „Það er eins og að eigin- maður uppgötvaði það allt í einu eftir 24 ára hjónaband, að konan hans er ljót. Nei, Ceausescu er ekki hótinu betri en hinir — ég hefi setið í fangelsi með mönnum, sem voru handteknir samkvæmt beinum skipunum frá hon- um.“ „Hann hefur alltaf átt í erjum við sovézka félaga sína. En gagnvart kristinni trú, fylgir hann sömu línu. For- hjáLp kæmi frá Bretlandi. En ég bið ekki um hjálp, ég bið aðeins um að þér hjálpið ekki kúgurum okkar.“ í djúpum augum prestsins endurspegiast hin löngu þján- ingaár. Hefur hann fyrirgef- :ð? „Þegar ég varð kristinn, fyrirgaf ég öllum þeim, sem einhvern tíma myndu gera mér illt. Ég hata stjórnskipu- lag kommúnista á sama hátt og ég hata eiturlyfjaneyzlu. En ég elska kommninistann á sama hátt og ég elska eitur- lyf j aneytandann. Við verðum að Títa á mann- eskjuna alla. Ég man fögur augu kvaiara minna og varir, sem konum hefði verið nautn að kyssa. Þeir hefðu orðið fyrirmyndareiginmenn." (Þýtt og endunsagt, ÖLI réttindi áskilin). ar er ekki enn afráðið um þátttöku íslands í sýning- unni. ísland tók þátt í heimssýn- ingunni í Kanada á sl. ári ásamt hinum Norðurlanda- þjóðunum. Enginn vafi er á því að þátttaka okkar þá varð mjög gagnleg ekki sízt vegna þess, að í vitund þeirra, sem heimsóttu sýning- arskála Norðurlandanna er fsland nú tvímælalaust eitt af Norðurlöndunum, en Norð- urlöndin hafa sem kunnugt er aflað sér mikils álits á al- þjóðavettvangi bæði vegna þeirra menningarþjóðfélaga, sem þar eru og ekki síður fyrir margvíslegar fram- leiðsluvörur, sem eru heims- þekktar að gæðum. Aðild íslands að sameigin- legri sýningu Norðurland- anna hefur m.a. borið þann ávöxt, að íslenzkar fram- leiðsluvörur verða kynntar, ásamt framleiðsluvörum frá hinum Norðurlöndunum í stórum vöruhúsum í Banda- ríkjunum og Kanada, sem hafa vöruhús út um allt og veitir þessi kynning mögu- leika á útflutningi íslenzkra íðnaðarvara. Að undanförnu hefur nokk uð verið rætt um nauðsyn þess, að íslendingar leitist við að afla frekari markaða í Japan, en á sl. ári keyptum við af Japönum vörur fyrir um 300 millj. króna, en seld- um þeim vörur fyrir einung- is 1 milljón krórna. Að öllu þessu athuguðu og með þá staðreynd í huga, að við eig- um þess kost nú að verða að- ilar, að sameiginlegum sýn- ingarskála Norðurlandanna í Osaka í Japan, væri vissulega illa farið, ef ákvörðun yrði tekin um það, að ísland tæki ekki þátt í heimssýningunni, ekki sízt vegna þess, að kostn aður okkar við þá heimssýn- ingu mundi verða mjög tak- markaður og sáralítill miðað við þá möguleika, sem sú þátttaka mundi veita okkur. Teheran, 7. maí NTB—Reuter MANNRÉTTINDARÁÐSTEFNA Sameimuðu þjóðanna, sem hald- in er í Teheran, samþykkti I dag tillögu, þar sem Israel er gagnrýnt og farið er fram á rann sókn á aðbúð þeirri sem Arabar á ísrael'skum landssvæðum búa við. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm. Tutt- ugu og fimm ríki greiddu ekki atkvæði. Tillagan var borin fram af fulltrúum Saudi-Ara- bíu, Spáni og Súdan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.