Morgunblaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 19«». Rauðarárstig 31 Simi 22-0-22 eftlr folcun sími 40381 ~~ SÍM11-44-44 U I tT*T tTtT mnum Hverfisgötu 103. Sími eftir lokon 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Slgnrður Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRALT NÝIR VW 1300 SENDUM StMl 82347 Sholphreinsun Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðix. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. Skiptafundur verður haldinn í þb. Hús- gagnaverzlunar Austurbæjar hf., Skólavörðustíg 16, sem úrskurðað var gjaldþrota 24. f. m., föstudaginn 24. þ. m. kl. 2 e.h. í skrifstofu borgar- fógetaembættisins að Skóla- vorðustíg 12. Ákvörðun verður tekin um ráðstöfun eigna búsins. Skiptaráðandinn í Reykjavík, 20. 5. 1968. Sigurður M. Helgason. Ungur verzlunar- skólagenginn piltur óskar eftir vinnu. Er vanur afgreiðslu- og skrif- stofustörfum. Hefur bíl til umráða. Tilboð merkt „8695“ sendist Mbl. fyrir 26. maí. ÍT Ný gerð ísbrjóta Ásgeir Þorsteinsson, verk- fræðingur, skrifar: „Af tilefni leiðara Mbl. 15. þ.m., um ísbrjót, til að tryggja siglingar í ís með ströndum fram, má benda á, að í Kanada er í uppsiglingu ný gerð ís- brjóta, sem vekur mikla at- hygli. Venjulegir ísbrjótar eru gerð ir þannig, að þeir leggjast of- an á ísspöngina og brjóta hana niður og undir sig. Þeir agnúar eru á þessari aðferð að sjórinn undir ísnum veitir gífurlega mótspyrnu, sem bagar jafnvel stærstu ísbrjóta. Skip, sem sigla í kjölfar þeirra, verða þá oft fyrir tjóni af jakaburði í rásinni. Kanadamaðurinn Scott Alex- ander fer öfuga leið í tilhögun sinni. Tæki hans er ætlað að fara undir ísinn og spenna hann upp og til hliðar. Er um eins konar plóg að ræða, ekki ósvipað venjulegum snjóplóg, sem veltir snjónum til beggja handa. ísplógurinn er sjálfstætt tæki, sem er sett framan á pramma. Honum er ýtt undir ísspöngina, sem brotnar á trónu hans og veltur upp eftir hliðum hans og út á spöngina til beggja hliða. Þannig myndast auð renna í ísinn, eftir breidd plógsins. í tilraunatæki, sem ýtt var af dráttarbáti með 1320 hestafla vél, myndaðist 10 metra breið renna í ís, sem var samfelldur og 35 sentimetra þykkur. Báturinn gat farið með 2ja til 3ja mílna hraða og í hring jafnt og beint. Með not- kun 2500 ha skips getur plógur- inn ráðið við allt að eins met- ers þykkan ís. Þessari nýju til- högun er spáð góðri framtíð og kann að gera ísbrjóta nútímans úrelta. Á. Þ.“. ir Lærið að matbúa grænmeti Ágæti Velvakandi! í dálkum þínum þ. 8. maí s.l. las ég grein undirskrifaða af Kappreiðar Sörla í Hafnarfirði á fimmtudag hefjast kl. 3. Meðal keppenda í skeiði er Hrol'lur Sigurðar Ólafsson, í 300 m stökki eru Gula-Gletta, Hringur og Faxi. Komið og sjáið hörkuspennandi keppni. Auglýsendur! M orgunblaðið kemur úf á mánudag! í því blaði verða m. a. fréttir og myndir af umferðabrey tingunni á H-degi. Þeir, sem vilja auglýsa í þessu blaði eru vinsamlega beðnir að láta vita sem fyrst og skila handritum ekki síðar en fyrir hádegi á laugardag í auglýsingaskrif- stofuna. „Húsmóður". Er þar komið á framfæri ágætri hugmynd, en því miður er víst lítil von um, að hún verði framkvæmd. S.l. febrúar var gefinn út bæklingur með uppskriftum fyrir húsmæður, sem Ib Wess- mann, yfirmatsveinn í Nausti, skrifaði. Þessum bæklingi var vel tekið af húsmæðrum og gaf það tilefni til framhalds. Er nú annað hefti væntanlegt í verzl- anir í þessum mánuði. Sölufé- lag garðyrkjumanna hefur óskað eftir að fá að standa að þriðju útgáfu, sem kemur út í júní n.k. og verða í hénni upp- skriftir grænmetisrétta. Ib Wessman mun velja uppskrift- ir þessar, og ætti það að vera trygging fyrir, að vel sé gert. Það er rétt að benda á, að Sölu- félag garðyrkjumanna leggur í mikinn kostnað við kynningu þessa, og er það sannarlega virðingarvert. Með þökk fyrir birtinguna, Óskar Lárusson“. ÍT Náttúrulækn- ingafræði Árni Ásbjarnarson skrif- ar: „Kæri Velvakandi! í þáttum þinum 8/5. s.l., er húsmóðir að kvarta yfir því, að ýmsir eiginmenn kjósi frekar að borða í Matstofu NLFR eða öðrum matsöluhúsum og láta þær (eiginkonurnar) sitja heima. Um þetta virðist mér, ef rétt er, mega segja, að æskilegra og hyggilegra væri fyrir þessa eig- inmenn að taka konur sínar með til máltíða í Matstofunni, því að auk þess sem það myndi gleðja þær, yrði það efalaust til þess að auka áhuga þeirra á að líkja eftir því sem þar er fram- reitt. Af öðru leyti er gleðilegt til þess að vita, að fleiri og fleiri virðast fá skilning á gildi hollr- ar fæðu fyrir heilsu og vellíðan, og ekki viljum við náttúrulækn ingafólk láta okkar hlut eftir liggja, að sú þróun megi halda áfram. Vil ég gleðja þessa hús- móður og aðrar sem líkt eru þenkjandi, með því að láta þær vita að ráðskona Heilsuhælis NLFÍ, frk. Pálína Kjartansdótt- ir, byrjaði sýnikennslu á síð- asta vetri og mun halda því áfram. í Matstofu NLFÍ hefir þetta verið fyrirhugað frá upphafi, en ýmsir byrjunarörðugleikar hafa valdið því að það hefir ekki komið til framkvæmda. Vonandi verður ekki langt að bíða að svo verði, Árni Ásbjarnarson“. •Ar Dýr var sinu- bruni sá Sveinn Valfells, verk- fræðingnr, skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég vildi gjarnan skýra frá einkennilegu atviki, sem gerð- ist, er ég fylltist vorhug og fékk óviðráðanlega löngun til að hreinsa til í garði mínum. Ég rakaði saman laufi og sinu, eins og venja er, kveikti ég í því úti á miðjum bletti og taldi enga eldhættu af stafa, enda blanka-logn og lítið brennt í einu. Einhver elskulegur nágranni hefur enn verið, haldinn mykri vetrarins í sálu sinni og séð eldglæringar, því að fyrr en varði voru komnir á staðinn fjórir brunabílar, einn sjúkra, bíll og einn lögreglubíll. Hvort sá elskulegi nágranni hafi hugsað út í, hver kostnað- urinn er af slíku ævintýri, ef- ast ég um, en hafi laufabruni minn angrað hann á einhvern hátt, hefði verið ódýrara að snúa sér beint til mín. Ekki veit ég, hvort bannað er að brenna rusli í sínum eig- in garði, ef nægilegar öryggis- ráðstafanir eru gerðar, en það er allavega alþekkt venja bæði hérlendis og erlendis, þar sem ég hef verið búsettur. Væri for- vitnilegt að heyra um það frá viðkomandi aðilum. Einnig væri frólegt að vita, hvort þeir, sem vísvitandi kalla út slökkvi- lið að ófyrirsynju, séu ekki að einhverju leyti ábyrgir gjörða sinna. Eftir þetta þori ég varla að kveikja mér í pípu úti í garði eða glóðarsteikja í sunnudags- matinn úti á svölum og þannig óafvitandi auka skattabyrði borgaranna. Sveinn Valfells, verkfr., Gunnarbraut 30, Reykjavík“. — Fróðlegt væri að fá upp- lýst af hálfu lögreglunnar, hvort ruslbrunar séu bannaðir í görðum eða ekki. Sumarbústaður til sölu í nágrenni Reykjavíkur. Vatn með silungsveiW. Upplýsingar í síma 83450. Auglvsing um lögtök Samkvæmt beiðni Ríkisútvarpsins dagsettri 15. marz 1968 úrskurðast hér með, að lögtök fyrir ógreiddum afnotagjöldum útvarps- og sjónvarps- tækja, sem féllu í gjalddaga 6. maí 1968, svo og eldri afnotagjöldum, fara fram að átta dögum liðn- um frá birtingu þessa úrskurðar. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 20. maí 1968.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.