Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1908. SVEINN BENEDIKTSSON: Síldarverksmiðjurnar á Norður- og Austurlandi árið 1967 og horfur Grein þessi er tekin úr Æg^ ' riti Fiskifélags Islands, og er birt með leyfi höfundar: Á ÁRINU 1967 brást síldveiðin fyrir Norðurlandi og Austfjörð- um hrapallega. Samfara afla- brestinum varð gífurlegt verð- fall á síldarlýsi og mikið verð- fall á síldarmjöli. Síldarsöltun var hverfandi lít- il á venjulegum sötttunartíma, vegna aflabrests á heimamiðum. Fór söltunin aðallega fram í október og nóvembermánuði, þegar síldargöngurnar höfðu nálg ast landið. Heildarsöltunin var minni en árið 1966, en útflutn- ingsverð miðað við tunnu var að mestu leyti svipað og það hafði verið árið áður. , Síðastliðið sumar veiddist síldin nær eingöngu á fjarlæg- um miðum og það var ekki fyrr en komið var fram um 10. sept- ember, að þess var vart, að síld- in tæki sig upp af miðunum norður undir Svalbarða í 800 til 900 sjómílna fjarlægð frá fs- landi og færi að ganga til suð- urs og suðvesturs í áttina til landsins, öfugt við það, sem hún gerði í júní og júlímánuði. Mjög mikill aukakostnaður og aflatap varð hjá síldveiðiflot- anum við það, að lengra varð að sækja ,en nokkurn tíma fyrr. Ef ekki hefði notið síldarflutninga- skipanna tveggja, m.s. Hafarn- arins og e.s. Síldarinnar, myndi íslenzki síldveiðiflotinn vart hafa sótt á hin fjarlægu síldar- mið, allt að fjögurra til fimm sólarhringa siglingu hvora leið, og aflabresturinn orðið miklu meiri en raun varð á, eða síld- veiðarnar jafnvel stöðvazt á miðju sumri. Vorið 1967 hafði verð á síld- arlýsi og síldarmjöli þegar fall- ið svo mjög, þótt verðið félli ennþá meira síðar, að augljóst var að ekki myndi vera unnt að komast hjá því að lækka bræðslusíldarverðið mjög mikið frá því sem það hafði verið sumarið 1966, en þá hafði verðið verið kr. 1.71 fyrir kíló bræðslu- síldar frá 10. júní til 30. septem- ber, en kr. 1.15—1.34 fram til 9. júni. Vegna verðfalls afurðanna var það verð, sem unnt myndi hafa verið að greiða fyrir hina mögru bræðslusíld í maímánuði svo lágt, að stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins þótti það ekki frambærilegt. Samþykkti verksmiðjustjórnin því að senda út svohljóðandi til- kynningu hinn 3. maí 1967: „Á undanförnum árum hefur síldveiði fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum oftast verið lítil sem engin í maimánuði og sú síld, sem veiðzt hefur til bræðslu, hefur skilað mjög lág- um hundraðshluta af lýsi og minna mjölmagni miðað við ein ingu en síðar á vertíðinni. Af þessum sökum og vegna gífurlegs verðfalls á bræðslu- síldarafurðunum, síldarlýsi og síldarmjöli, frá því um þetta leyti í fyrra, er augljóst, að af- urðir úr síld, sem veiðast kynni nú í maímánuði, myndu vera svo rýrar og verðlitlar, að ekki 'yrði hægt að greiða nema mjög lágt verð fyrir síld til bræðslu og mikið tap fyrirsjáanlegt, bæði á rekstri síldarverksmiðj- anna og síldveiðiflotans í maí- mánuði. Loks er æskilegt að nota þenn an mánuð til þess að búa verk- smiðjurnar undir reksturinn í sumar og fram til n.k. áramóta. Stjórn Síldarverksmiðja rík- isins hefur því ákveðið að verk- smiðjurnar hefji ekki móttöku bræðslusíldar fyrr en 1. júní nk. Verksmiðjustjórinn hefur öeint þeirri ósk til Verðlagsráðs sjávarútvegsins, að það ákveði verð bræðslusíldar frá 1. júní til 30. sept .n.k. eins fljótt og það telur fært“. Hinn 8. maí varð síldarleitar- skipið m.s. Hafþór vart nokkurr- ar síldar um 350—380 sjómílur austur af landinu. Stóð síldin á 120—200 faðma dýpi en kom þó upp á 12—20 faðma skamma stund um lágnættið. íslenzku síldveiðiskipin fóru ekki á síldveiðar fyrr en um mánaðamótin maí til júní, að undanteknu einu skipi, m.s. Reykjaborg, sem fór á veiðar hinn 19. maí. Fékk skipið um 70 tonn 150 sjómílur NA af Fær- eyjum hinn 26. maí og landaði aflanum í Færeyjum. Skipstjóri var Haraldur Ágústsson. M.s. Harpa RE 342 .skipstjóri Árni Gíslason, landaði fyrsta aflanum, 265 tonnum, á Seyðis- firði hinn 3. júní. Hafði síldin veiðzt um 0 gráðu lengdarbaug- inn frá 65°40‘ til 67°45‘ N br. Aflinn fékkst á 2 dögum. Átta færeysk síldveiðiskip bú- ín hringnót og kraftblökk stund- uðu síldveiðar í maímánuði við Færeyjar og á þeim slóðum, sem íslenzku síldarleitarskipin höfðu orðið síldar vör, en öfluðu lítið eða um 300 tonn á skip að meðal tali í maímánuði og var síldin mjög mögur. Sannaðist því af reynslunni, að það myndi hafa verið óhagstætt fyrir íslenzka síldveiðiflotann að fara fyrr á veiðar en gert var. Helmingi minni afli samfara mikilli verðlækkun Alls nam bræðslusíldarveiðin á djúpmiðum NA af landinu og úti af_ Austfjörðum, er landað var á íslandi: 293.182 tonnum á móti 605.676 tonnum 1966. Framleiðsla síldarlýsis og síld armjöls alls í landinu nam: Ár: Sildarlýsi: Síldarmjöl: 1967 : 65.300 tonn 75.600 tonn 1966: 120.000 — 134.500 — Útflutningsverðmæti síldarlýs- is og síldarmjöls: Árið 1967 um kr. 777 milljónir Árið 1966 um kr. 1.700 milljónir Útflutningsverðmæti bræðslu- síldarafurðanna, síldarlýsis og síldarmjöls, hefur þannig rýrn- að um rúmlega 54 af hundraði frá árinu 1966 til ársins 1967, samfara því sem kostnaðurinn við síldveiðarnar og vinnsluna í landi hefur vaxið verulega. Þar sem saltsíldarframleiðslan íór einnig minnkandi varð um stórkostlegan hallarekstur að ræða hjá síldarútveginum á sjó og landi. Áhrifanna af þessum gífurlega taprekstri síldarútvegs ins gætti í afkomu þjóðarbúsins í heild og átti mikinn þátt í því að auka greiðsluhalla landsins í viðskiptum við útlönd. Hræðslusildarverðið Framkvæmdastjóri og stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hafði áætlað að unnt myndi vera að greiða kr. 1.00 fyrir hvert kíló bræðslusíldar, ef fellt væri nið- ur um helmingur af lögleyfðum fyrningarafskriftum, en með því að fella niður allar fyrningar- afskriftir kr. 1.10 fyrir kílóið. Samkomulag um verðið varð ekki í Verðlagsráði sjávarútvegs ins. Hinn 31. maí úrskurðaði yfir- nefnd Verðlagsráðsins með odda atkvæði forstjóra Efnahagsstofn unarinnar, Jónasar Haralz, og með atkvæðum fulltrúa sjó- manna og útvegsmanna en gegn atkvæðum fulltrúa verksmiðj- anna ,að verð bræðslusíldar frá 1. júní til 31. júlí skyldi vera kr. 1.21 fyrir kílóið. Síðar var þetta verð fram- lengt frá 1. ágúst til 30. septem- ber og síðan frá 1. október til áramóta. í aprílmánuði 1967 ákváðu Norðmenn bræðslusíldarverðið N. kr. 22.50 fyrir hektólíter mið- að við 18% fitu. Er þetta verð sem næst Isl. kr. 1.42 fyrir kíló- ið reiknað með gengi ísl. krón- unnar fram til 25. nóvember sl. Hinn 10. okt. lækkuðu Norð- menn verðið niður í N. kr. 14.29 fyrir hektólíter eða í sem næst 90 aura íslenzka fyrir kílóið. Var þetta lækkun frá vori til hausts 1967 um 36.5% og ef mið- að er við árið 1966 um 57%. Sveinn Benediktsson Mjög mikill taprekstur hjá verksmiðjunum Hjá síldarverksmiðjunum hér á landi varð um mjög mikinn taprekstur að ræða, þrátt fyrir lækkun bræðslusíldarverðsins. Þannig nemur tap Síldarverk- smiðja ríkisins auk fyrninga kr. 33.647.971,01 á sl. ári og er það langóhagstæðasta árið í rekstri verksmiðjanna á 37 ára tímabili. Upp í þetta tap hefur Síldar- verksmiðjum ríkisins nú verið greiddar kr. 8.289.966,00 úr geng ishagnaðarsjóði, sem myndaðist við gengisbreytinguna í vetur. Styrkleikahlutföll íslenzku og norsku síldarinnar í skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar, sem undirrituð er af Jakobi Jakobssyni hinn 28. apríl sl., telur hann styrkleikah)lut- föllin í síldaraflanum norðan- lands og austan hafa verið þessi á undanförnum árum: Ár: ísl. síld: Norsksíld: 1962 ..... 53 % 47 % 1963 ..... 29 % 71 % 1964 ..... 13 % 87 % 1965 ......... 6,5% 93,5% 1966 ..... 3 % 97 % 1967 ...... 0,8% 99,2% Rannsóknir íslenzku fiskifræð inganna benda eindregið til þess, að síld sú, sem veiðist á þessu ári NA og A af landinu muni verða nær eingöngu af norskum stofni. Þátttaka í veiðunum Alls tóku þátt í veiðunum 148 skip á móti 186 skipum 1966. 20 skip stunduðu veiðar nær eingöngu sunnan og SV-lands. Þrjú þeirra lönduðu þó síldar- afla frá Hrollaugseyjum á Aust- fjörðum, en þrjú fengu engan afla. Alls stunduðu því 168 skip veiðar í lengri eða skemmri tíma á móti 205 skipum 1966. 67 skip héldu sig eingöngu á NA og A slóðum, en 84 skip fengu einhvern afla á báðum aflaslóðunum. Heildarsíldveiðin Hér er talin síld, sem landað var á höfnum frá Bolungavík norður um land til Djúpavogs og bræðslusíld flutt með e.s. Síldinni til Reykjavíkur: Ár: I bræðslu, tonn Uppsaltaðar tunnur Austansíld söltuð sunnanlands í frystingu, uppmældar tunnur Útflutt síld, ísuð uppm. tunnur Landað beint ur veiðiskipum er- lendis. Veiðisvæði fyrir Aust- fjörðum, við Færeyjar og í Norðursjó, tonn Afurðir Áætlað er, að úr bræðslusíld, sem landað var á Norðurlandi, Austfjörðum eða umskipað í flutningaskip, hafi fengizt um 51.700 tonn af síldarlýsi og um 58.000 tonn af síldarmjöli. Framleiðslan sunnanlands og vestan nam um 13.600 tonivum af síldarlýsi og um 17.600 tonn- um af síldarmjöli. Alls voru framleidd í landinu um 65.300 tonn af síldarlýsi og um 75.600 tonn af síldarmjöli. Af öðru lýsi voru framleidd um 4.100 tonn, af þorskmjöli 15.300 tonn, loðnumjöli o.fl. 16.400 tonn og af karfamjöli um 4.200 tonn. Alls eru því framleidd af lýsi um 69.400 tonn og af mjöli um 111.500 tonn. Verð á síldarlýsi og síldarmjöli Verð á síldarlýsi hafði hækk- að í örfáa daga í fyrrihluta des- ember 1966 úr um £ 50-0-0 cif og komst upp í £ 65-0-0 tonnið cif. en snemma á árinu 1966 hafði talsvert magn verið selt á £ 76-0-0 til £ 80-0-0 cif. í árs- byrjun 1967 var verðið um £ 50-0-0 pr. tonn cif. Þegar kom fram á vorið 1967 fór eftirspurn eftir lýsi minnkandi og verðið féll ennþá meira. Meðal söluverð á síldarmjöls- framleiðslu ársins 1966 reyndist hjá Síldarverksmiðjum ríkisins 18 shillingar og 2 pence pr. proteineiningu í tonni cif. Verð- ið fór ört lækkandi fyrrihluta ársins 1967. f áætlun þeirri, sem S.R. lögðu fram í Verðlagsráði sjávarútvegs ins í maímánuði var verð á lýsi áætlað £ 48-0-0 pr. tonn cif. og verð á síldarmjöli 15 sh. og 9 pence pr. proteineiningu í metrictonni cif. Þegar kom fram á sumarið og haustið lækkaði afurðaverð enn- þá meira á erlendum markaði. Komst lýsisverð sl. vetur niður í um £ 33-0-0 pr. tonn cif og mjölverð niður í um 14 sh. fyr- ir proteineiningu í tonni. ís- lenzkt síldarlýsi mun þó ekki hafa verið selt undir £ 36-0-0 pr. tonn cif og síldarmjöl ekki lægra en 14/6 einingin. Enn munu vera óseldar birgðir af síldarlýsi frá fyrra ári um 25.000 tonn, en síldarmjölið er allt selt. Síðustu vikurnar hefur verð á síldarlýsi farið hækkandi, en 1965: 1966: 1967: 544.551 605.677 293.182 403.961 383.815 317.656 6.765 57.892 51.428 27.611 22.263 7.917 2.805 ennþá er verðið 10—15% laegra en það var á sama tima í fyrra, reiknað í sterlingspundum, þrátt fyrir gengisfall pundsins. Hinsvegar hefur síldarmjölið hækkað í sterlingspundum, sem nemur falli pundsins gagnvart dollar. Síldarleit aukin Alls stunduðu 4 skip síldar- leit og náði leitin til miklu stærra hafsvæðis en nokkurn tima áður. Hinn 17. september hóf m.s. Árni Friðriksson, skipstjóri Jón B. Einarsson, og leiðangursstjóri Jakob Jakobsson, síldarleit. Skipið er byggt skv. almennri áskorun útgerðarmanna, sjó- manna og kaupenda bræðslusíld ar pg fersksíldar. Byggingar- kostnaðurinn um 45 milljónir króna ,verður borinn uppi af 0,2 til 0,3% útflutningsgjaldi af síld arafurðum, en reksturskostnað- urinn er hins vegar greiddur úr ríkissjóði. Jakob Jakobsson hafði eftirlit með smíði skipsins. Miklar vonir eru bundnar við þetta skip og nytsemi þess fyrir síldarútveginn á komandi árum. Framhald á bls 21 7.801 *) Þessi tala mun ekki vera nákvæm. Móttekin bræðslusíld hjá einstökum verksmiðjum árið 1967, talin í tonnum: Síldarverksmiðjur ríkisins, Siglufirði .......... 55.703 1) —„— — Húsavík ............... 2.892 —— Raufarhöfn ............................. 42.078 —>,— — Seyðisfirði .......... 45.998 —„— — Reyðarfirði ........... 5.619 2) 152.290 Hraðfrystihús Ólafsfjarðar, Ólafsfirði ................ 1.307 Síldarbræðslan h.f., Dalvík ........................... 1.052 Síldarverksmiðja Akureyrarkaupstaðar, Krossan.......... 7.237 Síldarverksmiðj an, Þórshöfn .......................... 2.578 Síldarverksmiðj an h.f., Vopnafirði ................... 15.029 Síldarverksmiðjan, Borgarfirði eystra ................... 181 Hafsíld h.f., Seyðisfirði ............................ 22.921 Síldarvinnslan h.f., Neskaupstað ..................... 32.033 Hraðfrystihús Eskifjarðar h.f. Eskifirði .............. 16.120 Fiskimj ölsverksmiðj an, Fáskrúðsfirði ................. 6.656 Saxa h.f. Stöðvarfirði ................................ 2.557 Síldariðjan h.f., Breiðdalsvík .......................... 796 Búlandstindur h.f., Djúpavogi ......................... 2.327 Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan, Reykjavík .......... 28.183 3) Einar Guðfinnsson, Bolungavík, ......................... 1.700 Samtals 292.967 4) IX Þar af flutti m.s. Haförninn 52.062 tonn. 2) Þar af flutti m.s. Haförninn 102 tonn. 3) Þetta magn er allt flutt með e.s. Sildinni. 4) Auk þessa landað af erlendum skipum 413 tonn. 215 tonn af bræðslusíld, sem veiddist eystra, voru flutt í verk- smiðjur á SV-landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.