Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Stjórnarnefnd EBE gagn- rýnir ráóstafanir Frakka alvarlegasta deila Efnahagsbanda- lagsins sprottin upp Pierre Elliot Trudeau, forsætisráðherra Kanada á fundi með blaða mönnum, eftir að Ijóst var að flokkur Jians, Frjálslyndi flokku rinn, hafði unnið mikinn kosningasigur á þriðjudag. Briissel, 28. júní. AP. NTB. STJÓRNARNEFND Efnahags- bandalags Evrópu tók í dag af- dráttarlausa afstöðu gegn efna- hagsráðstöfunum þeim, sem franska stjórnin hefur ákveðið að grípa til. Nefndin lýsti því yfir, að franska stjórnin hefði ekki heimild til þess að gera þessar Ný innflytjendalög taka gildi í USA Lundúnum 28. júní AP-NTB. NK. MÁNUDAG taka gildi í Bandaríkjunum ný innflytjenda- lög, sem munu næstu tvö árin stcmma mjög stigu fyrir flutn- ing lækna og vísindamanna frá Bretlandi og öðrum v-evrópsk- umlöndum til Bandaríkjanna. Bretar hafa U'ndanfarin ár kvartað mijög yifir hve margir læknar, vísindamenn og aðrir tækniþjálfaðir menn flyttust bú- N-Vietnamar um Khe Sanh: Sýnir ófarir Bandaríkjanna París, 28. júiní — AP — BLAÐAFULLTRÚI samninga- nefndar N-Vietnam á Parísair- fundunum, Nguyen Thanh Le, sagði á fundi með fréttamönn- um í París í dag, að ákvörðun Bandaríkjamanna um að jafna herstöðina við Khe Sanh við jörðu, bæri vott um alvarlegan hernaðarlegan ósigur. Schoeman brottrækur úr Bretlandi London 28. júní. NTB-AP. FYRRVERANDI einkaritara heimspekingsins Bertrand Russels, Ralph Sehoeman, var | í dag vísað úr landi í Bret- Iandi og hann settur upp í1 flugvél til Parísar, en sú vél I átti síðan að halda áfram til | New York. Sehoeman var handtekinn | í gær og fluttur á lögreglu- ®töð í London, þar sem hann ’ var um nóttina. Síðan var honum birt sú ákvörðun inn- anríkisráðherrans James Call | aghan, að hann væri brott- rækur gerr úr landinu.1 Schoeman var sviptur banda- riskum rikisborgararétti á sin um tíma, vegna óleyfilegra ferða hans til N-Vietnam, og úr Bretlandi var honum vísað I vegna þess áð persónu- og ferðaskilríki hans væru ófull- nægjandi. Ákvörðun innanríkisráð- herrans olli talsverðri óánæg i ju meðal vinstri sinnaðra , þingmanna, einkum í röðum Verkamannaflokksins. Fulltrúinn sagðist hafa boðað til fundarins vegna þess að 3.000. bandaríska flugvélin hefði ver- ig skotin niður yfir N-Vietnam þann 25. júní, um 50 km norður af hlutlausa beltinu. Vélin hefði verið af gerðinmi Phaintom F4d, báðir flugmennirnir hefðu beðið bana. Hins vegar dvaldist blaðafull- trúanum mun meira við frá- sagnir af hrakförum Banaaríkja- manna í Vietnam og sagði, að skýring baindarískra sérfræðinga í þá átt, að herstöðin hefði ekki lengur neitt hernaðarlegt gildi, væri fáránleg og minnti helzt á söguna um refinn og berin. Þegar refnum hefði ekki tekizt Framh. á bls. 17 ferlum til Bandarikjanna vegna betri launa Og starfsskilyrða sem þeim buðust þar. Umrædd lög afnema kvótakerf ið, sem igilt hefur um fjölda inn- flytjenda frá hverju landi, og hér eftir munu Bandaríkin veita 200 þús. innflytjendum landsvist- arleyfi á ári, 170 þús. frá vest- rænum löndum og 120 þús. frá Austurlöndum. Verða leyfin af- greidd eftir röð, en ekki eftir 'hverju landi fyrir sig og mun jafnt ganga yfir alla. Bandaríska ræðismannsskrif- stofan í Lundúnum hefur undan- farna 2 mánuði verið opin nær allan sólarhringinn og afgreiddar allt að 260 umsóknir á dag. Hafa stundum verið langar biðraðir fyrir utan sendiráðið. í löndum sem haft hafa lágan kvóta er nú gif'urlegur fjöldi á biðlista og munu þeir ganga fyr- ir skv. hin.um nýju lögum, því að umsóknirnar verða afgreiddar skv. dagsetningunni sem þær eru skráðar. Vegna þessa mun verða mikil breyting á þjóðerni inn- flytjenda næsta ár. Sl. ár voru flestir innflytijendur frá Bretlandi eða 29.056, V-Þýzkaland 22.899, Pólland 6488 og Ítalía 5.666. — Næsta ár er áætlað að flestir innflytjendur verið frá Ítalíu, eða 20.000, Grikklandi, einnig 20.000“ Portugal 19.600, Formósu 19.000 og Fillippseyjum 13.000 Akveður toppfundur örlög Tshombes? Algeirsborg, 28. júní — NTB — ÁREIÐANLEGAR heimildir í A1 geirsborg herma, að Alsírstjórn hafi í hyggju að leggja örlög Mo- ise Tshombes, fyrrv. forsætisráð herra Kongó, undir toppfund Afríkuríkja. Fundur þessi verð- ur haldinn um miðjan septem- ber n.k., en þá koma einingar- samtök Afrikuríkja saman til fundar. Nú er eitt ár liðið frá því að Tshombe var rænt, þar sem hann var um borð í einkaflug- vél og hann fluttur til Algeirs- borgar. Hæstiréttur Alsír hefur mælt með að Tshombe verði fram seldur yfirvöldum í Kongó, en þar hvílir yfir honum dauðadóm ur fyrir landráð. Forseti Alsír Hourari Boumedienne, hefur þó enn ekki gefið samþykki sitt fyrir framsalinu. Enn er ekki vitað hvort Alsír muni leggja mál Tshombes fyr- ir sem eitt af opinberum málum toppfundarins, eða hvort mál hans verður afgreitt með einka- viðræðum hinna ýmsu fulltrúa. Ákveði fundurinn að Tshombe verði látinn laus er talið víst að Kongóstjórn muni krefjast skrif legrar yfirlýsingar um, að hann komi aldrei aftur til Kongó, né standi fyrir andspjrrnuaðgerðum gegn núverandi stjórn og stjórn- arfari Kongó. Fregnir frá Alsír herma að Tshombe sæti góðri meðferð, þar sem hann situr í fangelsi einhvers staðar í Alsír. ráðstafanir upp á eigin eindæmi og án þess að ráðgast við hin bandalagslöndin. Nefndin leggur til, að ráðherrafundur verði kvaddur saman í skyndi og er gert ráð fyrir að það verði í næstu viku, og því ekki fyrr en eftir að ráðstafanir frönsku stjórnarinnar ganga í gildi, þann 1. júlí n.k. Stjórnarnefndin hélt fund í gærkvöldi um málið og í morgun var ályktunin birt opinberlega. Segir þar, að mjög sé dregið í efa réttmæti þess að franska stjórnin megi grípa til þessara ráða og hljóti þau að brjóta í bága við 108. grein Rómarsamningsins. Nefndin fagnar því að Frakkar muni leitast við að virða fyrri samþykktir um tollalækkanirnar og hún kveðst vera sannfærð um, að Frakkar reyni að takmarka efnahagsaðgerðirnar eftir föng- um, eins og það er orðað í til- kynningunni. Allir meðlimir stjórnarnefndar innar sátu fundinn, utan þess hollenzka. Ekki er kunnugt um, hvort einhver fulltrúa greiddi at- kvæði gegn samþykkt nefndar- innar. Frakkar höfðu áður lýst sig þeirrar skoðunar, að þeir hefðu fulla heimild til að grípa til þess- ara efnahagsaðgerða vegna þess, að fjárhagsöngþveiti hefði ella blasað við. Nefndin vísaði þessu á bug og benti á að gull- og gjald- eyrisforði Frakka sé um sex milljarðar dollara. Gengi franska frankans var mjög lágt á erlendum mörkuðum í dag og þrálátur orðrómur á kreiki um, að það yrði fellt. Tals- maður frönsku stjórnarinnar og embættismenn utanríkisráðu- neytisins báru þær sögur ein- dregið til baka. Prag: Ekki hroðoð Iýðræðiseflinp Prag 28. júní. NTB. FORSÆTISNEFND tékkneska kommúnistaflokksins hafnaði í Framh. á bls. 17 Sigfús Jónsson lætur af framkvæmdastjóra- starfi við IMorgunblaðið Sigfús Jónsson fram- kvæmdastjóri Morgunblaðs- ins á í dag sjötugsafmæli. Mun hann nú um mánaða- mótin láta af framkvæmda- stjórastörfum við blaðið sök- um heilsubrests. Sigfús Jónsson hefur verið gjaldkeri frá árinu 1923, fram kvæmdastjóri Morgunblaðs- ins síðan árið 1942, samtals í 45 ár. Hefur hann unnið frá bært starf í þágu blaðsins. Árnar Morgunblaðið hon- um allra heilla og blessunar á sjötugsafmælinu. Sigfús Jónsson verður að heiman í dag. I forustugrein blaðsins er nánar minnzt starfa hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.