Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1908 KOSNINGASKRIFSTOFUR STUÐNINGSMANNA GUNNARS THORODDSENS í REYKJAVÍK AÐALSKRIFSTOFA: Pósthússtræti 13, sími 84500. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA: Aðalstræti 7, sími 84533. ÞJÓÐKJÖR: Afgreiðsla, sími 84530. — Ritstjórn sími 84538. SAMTÖK UNGRA STUÐNINGSMANNA: Vestur- gata 17, sími 84520. SAMTÖK STUÐNINGSKVENNA: Hafnarstrgeti 19, sími 13630. HVERFISSKRIFSTOFIJR VESTUR- OG MIÐBÆJARHVERFI: Vesturgata 40, sími 84524. MELAHVERFI: K.R. heimilið, sími 23195. AUSTURBÆJARHVERFI: Hverfisgata 44, sími 21670. HLÍÐAHVERFI: Mjölnisholt 12, sími 42755. LAUGARNESHVERFI: Hraðfrystíhús Júpíters og Marz, sími 84526. LANGHOLTSIIVERFI: Sólheimar 35, sími 84540. KRINGLUMÝRARHVERFI: Háaleitisbraut 58—60 (Miðbær), sími 84525. SMÁÍBÚÐARHVERFI: Háaleitisbraut 58—60 (Mið- bær), sími 82122. ÁRBÆJARHVERFI: Hraunbær 18, sími 84541. BÍFAR Á KJÖRDAG Þeir sem vilja lána bíla á kjördag eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við aðalskrifstofuna, sími 84500 eða hverfisskrifstofurnar. AÐALSKRIFSTOFUR UTAIM REVKJAVÍKUR AKRANES: Skólabraut 21, sími (93)-1915. BORGARNES: Sæunnargata 2, sími (93)-7346). PATREKSFJÖRÐUR: Brunnum 5, sími (94)-1121. BOLUNGAVÍK: Völusteinsstræti 16, sími 199. A kjördegi: f skrifstofuhúsnæði Einars Guð- finnssonar, sími 4 (4 línur). ÍSAFJÖRÐUR: í húsi kaupfél. ísfirðinga, sími 699. BLÖNDUÓS: Húnabraut 27, sími 53. SAUÐÁRKRÓKUR: Aðalgötu 14, sími (95)-5450. SIGLUFJÖRÐUR: Aðalgötu 28, sími (96)-71670. AKUREYRI: Strandgötu 5, símar (96)-21810 og 21811. HÚSAVÍK: Garðarsbraut 9, sími (96)-41234. EGILSSTAÐIR: Lagarási 12, sími 141. SEYÐISFJÖRÐUR: Austurvegi 30, sími 116. NESKAUPSTAÐUR: Hafnarbraut 24, sími 327. ESKIFJÖRDUR: Ásbyrgi. VESTMANNAEYJAR: Drífanda v/Bárugötu, sími (98)-1080. SELFOSS: Austúrvegi 1, sími (99)-1650. HVERAGERÐI: Gamla læknishúsið, sími (99)-4288. KEFLAVÍK: Hafnargötu 80, sími (92)-2700. NJARÐVÍK: Önnuhús v/Sjávargötu, sími (92)-1433. HAFNARFJÖRÐUR: Góðtemplarahúsinu v/Suður- götu, símar 52700 og 52701. HAFNARFJÖRÐUR: Ungir stuðningsmenn: Vestur- götu 5, sími 52705. GARÐAHREPPUR: Breiðási 2, símar 52710, 52711 og 52712. KÓPAVOGUR: Melgerði 11, sími 42650 og 42651. KÓPAVOGUR: Ungir stuðningsmenn, Hrauntungu 34, sími 40436. KÓPAVOGUR: Samtök stuðningskvenna, Meltröð 8, sími 41822. KÓPAVOGUR: Á kjördegi í Félagsheimili Kópa- vogs. Upplýsingar Melgerði 11, símar 42650 og 42651 Bílarsímar: 42720 og 42721. SELTJARNARNES: Skólabraut 17. Sími 42653. MOSFELLSHREPPUR: Sólbakki, sími 66134. J. Margrét Eiríksdóttir, Haga — Minningarorð Menn korna og fara. Allir marka spor mieð lífi sínu og starfi, þótt þau verði samferða- mönnum misjafnlega greinileg. Áhrifin. af lífsstarfi manna eru bundin við lítinn hring eða stóran eftir aðstöðu þeirra, hæfi leikum, áhuga og áræði. Þó ná sumir þeim árangri, þrátt fyrir erfiða aðstöðu, að hefja sjálfa sig til þess flugs, að af atfylgi þeirra og fordæmi hefjist sam- ferðamaðurinn til stærri og stælt ari átaka sjálfum sér og öðrum til þroska og vaxtar. Eina slíka konu kveðjum við í dag. Jóhanna Margrét Eiríksdóttir, húsfreyja í Haga í Gnúpverja- hreppi, andaðist í sjúkrahúsinu á Selfossi sl._ sunnudag eftir stutta legu. Útför hennar er gerð frá Stóra-Núpi í dag. Hún var fædd að Fossnesi í Gnúpverjahreppi 12. júní 1886 og var því fullra 82 ára þegar hún lézt. Foreldrar hennar voru Eiríkur bóndi Jónsson prests á Stóra-Núpi Eiríkssonar og kona hans Guðrún Jónsdóttir bónda- 1 Efra-Langholti í Hrunamanna- hreppi Magnússonar. Margrét í Haga var snemma framsækin og hugrökk, svo sem hún áttikyn til. Hún hafði skarpar námsgáf- ur og réðst ein og óstudd til náms í Fliensborgarskóla og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1904. Á árunum 1904 til 1910 var hún kennari 1 Hrunamanna- hreppi við miklar vinsældir nem enda og foreldra þeirra, því að hún þótti vera afburða góður kennari. Hún var kröfuhörð við sjálfa sig og bjó sig af alúð og vandvirkni undir starf sitt. Því sótti hún kennaranámiskeið í Reykjavík 1909, svo að hún mætti halda ferskum og frjóum anda sannrar menntunar innan skóla síns og stutt nemendur sem bezt á fyrstu göngu þeirra á menntabraut þeirri leið, sem hún taldi alla þurfa að feta sem lengst. Vorið 1910 urðu þáttaskil í lífi Margrétar er hún giftist Stefáni Sigurðsyni, frænda sín- um frá Hrepphólum. Þau hófu búskap í Haga í Gnúpverja- hreppi þá um vorið. Ungu hjón- in voru samhent og vonglöð, sem settu hér saman bú, með fangið fullt af áformum um umbætur í búnaði, félagsmálum og fræðslu málum. Og þótt ætla mætti að hinni ungu komu þætti í nóg að horfa að taka við búsforráðum á stórri jörð og mannmörgu heimili, þá stóð hugur hennar enn til þess að miðla öðrum af þekkingu sinni og menntun og var hún drengilega studd til slíkra starfa af manni sínum. Þau réðust í að hafa skóia á heimili sínu þegar færi gafst, eða árin 1910-1911 og aftur 1914 1916. Lengra varð ekki haldið á þessari braut. Önnur viðfangs efni og önnur störf tóku nú tíma hennar. Þau hjón eignuðust 7 börn Guðrún, f. 12. nóvember 1911. Hún lézt á fyrsta ári hinn 17. júní 1912. Guðrún, f. 19. marz 1914, hús freyja í Haga til þess er hún lézt hinn 25. febrúar 1943. Sigurður f.3. febrúar 1916, d. 29. nóv. 1916. Sigurður f. 25. apríl 1918, d. 21. sept. 1921. Jóhanna f. 27. ágúst 1919, hús freyja í Reykjavík. Eiríkur f. 19. júní 1921, skrif- st.stj. í Reykjavík. Gestur, f. 8. desember 1923, verkfræðingur. Starfaði hérlend is um skeið, en einnig erlendis um iengri tíma. Mann sinn missti Margrét 18. maí 1927 en hélt áfram búi í Haga alllt til ársins 1935, að hún fékk dóttursinni og tengda syni jörðina í hendur. Nokkrum mánuðum eftir að Stefán í Haga dó, tók Margrét til fósturs systurson Stefáns að eins 10 vikna gamlan, Ágúst Haf berg, f. 30. júní 1927, framkv. stj. í Reykjavík, og setti hann við hlið barna sinna og stóð áveðuns við hann eins og þau, meðan þörf var á. Þegar þær staðreyndir eru skoðaðar og metnar, sem hér hafa í stuttu máli verið skráðar, mætti ætla að flestum hefði þóft um nóg að hugsa og það verk- efni ærið að sjá sér og sínum farborða. En Margrét í Haga var um margt sérstæð. í hinum harða éljagangi lífsins, missti hún aldrei sjónar á því við- horfi, að menning, menntun og mannúð væri þær eigindir, sem mestu máli skipti að þroska í mannheimi. Hún hóf starf sitt ung að ár- um. Var aðeins 18 ára að aldri er hún hóf kennslu ungmenna eins og áður er að vikið. Keunsla hennar var með þeim hætti, að greinilegt var að það var rétt- ur maður á réttum stað. Um það ljúka nemendur hannar upp ein um munni. Ástæða er til að minna sérstaklega á það, hversu frábær skriftarkennari hún var. Um það vitna nemendur hennar frá.þessum árum. Sjálf hafði hún afburða f agra rithönd, enda var hún vandlát um að allur ár- angur í þeim efnum sem öðrum væri isnyrtilegur og vandaður. í ánslok 1908 stofnaði Mar- grét Ungmennaffélag í Heima- sveit sinni, Gnúpverjahreppi og var formaður þess fyrstu árin. Af gjörðabókum þess félags má greina að hönd þóss sem stjórn aði, var styrk og menningar- bragur á athöfnum þess og um ræðum á fundum. Okkur, sem samleið áttum með Margréti í Baga, þykir það skaði, að hún átti þess ekki kost að helga sig óskipt kennslu og félagsmálastarfsemi, en erum þakklát fyrir hennar skerf, sem er undra stór, þegar litið er til erfiðleika hennar og anna. Börnin fæddust hvert af öðru og veikindi og dauði herjaði fjölskyldu hennar. En ekkert gat bugað hug hennar oghetju lund. Og þegar hún stendur ein, eftir missi manns síns, erkjark- ur ennar samur og áður og fóm arlund hennar nægilega rík til þess að taka við frænda sínum móðurlausum og veita honufn skjól. Og árin liðu. Börnumsín- um fékk hún þá menntun sem bezta var að fá og heilsa þeirra leyfði. Synir hennar og fóstur- sonur luku stúdentsprófi og há- skólaprófi og Guðrún dóttir hennar kennaraprófi. Af þessu má enn sjá trú hennar og skiln- ing á þýðingu lærdóms og mennta. Þegar Guðrún dóttir hennar deyr frá fjórum kornungum dætrum, þá er Margrét ennnær stödd og veitir þeim skjól og studdi þær til þroska. Og þegar vernd þegar mest lá við og Jóhanna dóttir hennar, semjafn an var við valta hieilsu, þurfti hennar aðstoðar við, á stóð Mar grét við hlið hennar og studdi hana og heimili hennar meðan kraftar leyfðu. Þrátt fyrir öll þessi störfnáði hugur hennar langt út fyrir næsta venzlafólk hennar. Það virtist vera henni nauðsyn að rétta hjálparhönd þeim, semhöll um fæti stóðu og andróður og erfiðleikar vbru að buga. Þá var og áhugi hennar fyrir vel- ferð lands og þjóðar vakandi og ákafur, fremur en margra annara, sem betra tækifæri áttu til áhrifa og afskipta. Til minningar um Guðrúnu dóttur sína stofnaði Margrét Ekknasjóð Gnúpverja, sem hún sá eflast til muna og vonaði að mætti með árunum veita frek- ara öryggi þeim, er bæri upp á sker. Hún beitti sér fyrirfram- förum í búnaðarmálum oghvatti til snyrtimennsku og forsjálni meðal bænda í sínu sveitarfé- lagi. Og þegar hrundið var fram byggingu stúdentagarða í Reykjavík, þá var hún einnig þax í verki og með fulltingi frændkomu sinnar, frú Elínar Melsteð og systkinna sinna var greitt fyrir eitt herbeirgi þar með fjárframlagi. Og svona munum vfð Mar- gréti í Haga, ungir og gamlir, sem af henni höfðu kynni: Vak- andi í starfi, frjó í hugsun og vekjandi alla þá til dáða, sem komust í snertingu við hana. Höfðingi í raun og stærst þegar mest lá við. Hún var sönn hetja. Sagt er að ellin halli öllum leik. Margrét í Haga mótti að sjálfsögðu hlíta því eins og aðr ir hin allra síðustu ár. Og þeg- ar kraftarnir tóku að þverra, sat hún heima í Haga í skjóli tengdasonar sína Haralds Ge- orgssonar og seinni konu hans Jóhönnu Jóhannsdóttur. Harald ur kom á heimili Margrétar þeg ar hann var innan við ferming- araldur_ og átti þar heimili æ síðan. Ég veit að hann á þeim hjónum, Margréti og Stefáni, margt að þakka frá unglingsár- um sínum og uppvaxtar í Haga svo og stoð Margrétar og styrk, er fyrri kona hans, en dóttir hennar féll frá. Haraldur og kona hans hafa líka veitt henni það er hún þurfti þessi síðustu ár. Veitt það á hljóðlátan hátt eins og Margrét kaus sér helzt. Þar gekk hún um og gladdi sig við böm dótturdóttur sinnar, sátt við erfiðleika lífs síns og þakklát guði og mönnum fyrir allt hið góða er hún hafði notið á vegferð sinni í þessum heimi. Þakklát forsjóninni, að henni skyldi auðnast að hafa hið næsta sér börn sín öll er yfir lauk, einnig soninn yngsta, er dvalið hafði langdvölum erlend is en komið heim fyrir fáum dög um og sat nú hjá henni síðustu stundirnar. Hér var ekkert ó- unnið og lagt upp í nýjan á- íanga. Að skilnaði vil ég þakka Mar gréti í Haga vináttu hennar við mig og ættfélk mitt allt og tryggð, sem aldrei brást. Ég þakka Alföður líf hennar og starf og bið þesis að hann blessi för hennar fram á leið. Börn hennar og annað venzla- fólk bið ég hann að styðja, þeg- ar hin styrka og stolta móður- hönd nær ekki lengur til þess að lækna mein og þerra tár. Steinþór Gestsson. Hárgreiðsiusveinar Hárgreiðslusveinar óskast 1. ágúst. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Hátt kaup — 8242“ fyrir mánudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.