Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1966 4 K ■ Árni C. Eylands Kalið og úrræðin MIKIÐ er ritað og rætt um kalið oig harðindin norðan lands enda mtm ekki ofsagt um þann vanda sem þar blasir við. Hér skail ekki vikið að orsök- um kalsins, eins og það nú hef- ít komið okkoir í koil, langt um- fram það sem eðililegt miætti telja eftir óvenjulega harðan vetur og vor. Ekki mun ég held- ur víkja að þeim úrræðum til umíbóta, sem ná til lengri fram- tíðar, þótt það sé raunar aðal- vandi þessa vandræða máis. Það er næst sem næst er, hvað hægt er að gera tiil úrbóta á þessu ári, fyrir komandi haust og áður en næsti vetur gengiur í garð. Hvað er hægt að gera tii að forða því að fjöldi bænda neyðist tiil að farga fénaði són- um í haust, vegna lítiás heyskap ar 1 sumair, litill hlýtur hann að verða, það er þegar fiullvíst. — Verði bændur að skerða bústofn sinn mjög á komandi hausti, er ekfcert framundan hjá þeim nema stóraukið og vonlaust skuldabasl og bráðllieg uppgjöf. Nú munu þeir sem klifa á því, að landbúskapurinn sé þjóð hagsleg byrði, senniiega gráta þurrum tárum þótt kalið leiði til samdráttar í búskap bænda og fækkunar þeirra sem við bú skap fást Samkvæmt kenni- setningum sem fram hafa verið settar ætti kalið jafnvel að leiða til hagsbóta og blessunar fyrir þ j óðarbúskapinn! Vonandi eru hinir þó ffleiri, sem vilja að reynt sé að spyma við fótum og bjarga því sem bjargað verður. Útlit um svo góðan heyskap sunnanlands í sumar að mikið geti orðið um heysöiu norður er því miður ekki veruileiki. Sú hjáip dregUT ekki nægilega langt, það er fyrirsjiáanlegt. — Ekki verður fénaðurinn fóðr- aður á fóturbæti einum þótt bændur kgjipi hann — í skuld, eða með hjálp úr ríkissjóði. Graskögglasala frá Gunnars- holti norður í land er merkileg nýjung í sambandi við kalið og lélegan heyskap, og góð hjáip það sem hún nær, en það er því miður mjög takmarkað. En sú nýjung bendir ef til vill til úr- ræða sem meira getur munað uim. Innflutningur á töðu frá Nor egi (Þrændalögum) var í eina tíð ráð sem gripið var til hér á landi. Ég man þá tíð að kýrnar á ríkisbúinu á Vífiilsstöðum voru að nokkru leyti fóðraðar á töðu frá Noregi, en þá var mjólkurskortur hér í Reykja- vík. Hætt er við að yfirmenn sem fást við búfjársjúkdóma muni gretta sig við tillögum um inn- flutning á heyi frá Þnændalög- um, en þaðan er mikil heysala í flestum árum, enn sem fyrr. Þó fæ ég eigi séð að af sMkiu myndi stafa meiri sjúkdóma- ihætta en mörgu því sem nú er látið viðgangast varðandi inn- flutning og fólksffliuninga, enda ekki hægt um vik við að kljást. En hvað um að flytja inn grasköggla í nokkuð miklum mæli? Einn til tveir skipsfarmar af graskögglum væri töiuverð hjálp í verst stöddu sveitunum nyrðra, það væri sennilega á við 5—10 skipsfarma af heyi. Danir framleiða nú orðið svo mikið af graskögglum, að vel er hugsanlegt að þaðan mætti fá heila skipsfarma af kögglum. Úr Þrændalögum er einnig hugs anlegt að fá þessa vöru, frá verk smiðjunni á Yrjum, og hvað um Suður-Svíþjóð? Smithætta? — Graskögglar eru framleiiddir við svo hátt hitastig, að um smit- hættu ætti alls ekki að vera að ræða, sízt meiri en við innflutn ing á kornvörum og fóðurbæti, nema síður sé. Möngum mun sennilega þykja hart undir tönn að ræða um innfflutning á heyi í einu eða öðru formi, þegar litið er til alls þess lands sem ræktað hef- ir verið síðustu áratugina. En hvað skail gera? Er nokkuð verra að flytja inn töðu í saman þjöppuðu formi en kornfóður til skepnueldis, í óhófi? Og sem fyrr er sagt, fénaðurinn verður ekki fóðraður á eintómum fióð- urbæti. En ef athuga skal um inn- flutning á graskögglium verðiur að gera það án tafar, það þolir enga bið, má aUs ekki dragast þangað til komið er undir haust. Ef til vill eru forráðamenn bænda búnir að athuga þetta, svo að ekki þarf um að tala? Brattahlíð, 18. júlí 1968. Árni G. Eylands. Tel Aviv, 25. júlí. AP. ÞRJÁR egypzkar MIG-þotur flugu yfir Sinai-skaga í morgun, en ísraelskar herflugvélar hröktu þær aftur yfir Suezskurð án þess að til bardaga kæmi, að því er tilkynnt var í Tel Aviv í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem fréttir hafa borizt um að egypzk ar flugvélar hafi flogið austur yfir Súezskurð síðan í styrjöld- inni í fyrra. Blaðafréttum um, að ísraelskar Mirage-þotur hafi flog ið yfir Egyptaland nýlega hefur verið vísað á bug. Hugsunarvilla — prentvilla NÝ VERZLUN Nœg bílastœði Laugavegi 164 .. 122-24 130280-32262 UTAVER Teppi — teppi Bclgísk, þýzk og ensk gólfteppi. Verð pr. ferm. frá kr. 255,— Góð og vöuduð teppi. Nýtt — nýtt Somvyl veggefni Somvyl klæðning er mjög góð hita- og hljóðeinangrun. Vönduð vara gott etni Klæðning hf. Litaver Laugavegi 164 Sími 21444. Grensásvegi 22 og 24. Sími 30280. VORT líf er ein allsherjar prent villa og það finnst mér alltaf dálítið ískyggilegt umhugsunar- efni og eitthvað til að æsa sig útaf, en ekki þó að brenglist orð í blaðagrein, sem enginn les eftir þann dag sem blaðið kemur út, Mér finnst líka, ef allar að- stæður eru athugaðar, að menn ættu heldur að furða sig á, að hér skuli vera hægt að gefa út blöð með nokkru nema prent- villum, heldur en vera sífellt að Bkammast yfir þeim. En þetta er nú lenzka. Fólk, sem skrifar langar greinar, sem eru ein hroða leg hugsunarvilla frá upphafi til enda, hótar að drepa fjölda ágæt is manna á blaði fyrir stafvillu í orði, sem hvort eð er er ljótt orð og oft kemur svo stafurinn ! leitirnar síðar í grein- inni, kannski ekki á sem heppi- legustum stað, en honum hefur þó verið haldið til haga. Það vantaði enn á fimm stöðum í grein eftir mig um daginn, og mér var ekki farið að lítast á blikuna, fólk gæti haldið að ég þekkti ekki nema kvenkynið, en hvað kom svo ekki á daginn. Ég fann öli ennin síðar, þrjú á öðrum staðnum en tvö á hin- um, þar sem engin enn áttu að vera. Þannig er þetta eins og eðlisfræðin segir: „Það tapast aldrei neitt, heldur breytist.“ Það er mín skoðun að af þeirri þrenningu sem almennt stendur að blaðavillum, höfundi, setjara og prófarkalesara, sé höf undinum villugjarnast og hann getur farið alveg útúr kortinu. Ég hef fyrir þessu mjög á- reiðanlegar heimildir. Það var um daginn, þegar mér fannst að ekki ætlaði að jafna sig út, tilfærslur á stöfum, orðum og setningum, að ég fór að hugsa um hvort ég ætti að hringja og rífast svolítið. Ég hafði ekki lokið við að bræða þetta með mér, þegar síminn hringdi. Það var kurteis maður í sím- anum, en þó fannst mér ein- hvern veginn að ég myndi eiga í vændum voveifleg tíðindi, það vottaði fyrir óhugnalegum hreim Hann sagði: — Þú fórst skakkt með nafnið mitt í blaðinu. •— Ein helv. . . . prentvillan enn, sagði ég, svei mér, ef ég veit, hvað á að fara að gera við þessa setjara og prófarka- lesara. Prent . . . Hér greip hann framí fyrir mér og nú leyndi sér ekki að honum var lítið hlýtt til mín. — Prentvilla. Ef þetta er prent villa þá er hún örugglega af verra taginu það stendur í blað- inu, að ég heiti Ellert Kristjáns- son . . . — Já, er það ekki ágætis nafn? — Jú, það getur verið, en ég heiti bara Elliði Nordal Guð- jónsson. Það var hljóður og hógvær maður, sem lagði símann á mín meginn. Allar prentvillurnar í greininni jöfnuðust ekki á við þessa villu, sem ég hafði sjálfur gert. Það vai Elliði, sem fann upp eða smíðaði rafdrifnu skakvind- neitt um það, hvort önnur vinda sé ekki til jafngóð Elliðavindu, en hitt hef ég kynnt mér, að vindur Elliða þykja góðar. Raf- drifinni vindu fylgir sá kostur að stanza má aðalvél og ljósa- vél, mér skilst að henni nægi una. Nú vil ég ekki fullyrða rafgeymarnir. Elliði smíðar og framleiðir vind ur sínar að Lindarflöt 37 í Garða hreppnum, en þar hef ég alltaf haldið að væri einhverskonar mormóna samfélag. Það hljóta að vera einhverjar trúarlegar for sendur fyrir því, að þessi húsa- þyrping var ekki byggð í áfram- haldi af Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði. Mér þykir leitt að ég skyldi brengla þessu eins og ég gerði, en það er nú svo að ef maður drepur mann í ógáti, þýðir lítið að biðja líkið afsök- unar. Ég átti mér þó nokkra af- sökun. Ég var nefnilega svo vit- laus að spyrja vitlausan mann nærstaddan, hvað sá héti, sem smíðaði rafknúnu vinduna og trúa þessum manni. Ásgeir Jakobsson. Mynd af Elliða-vindunni Sumarhátíðin í Húsalellsskógi um verzlunarmannahelgina HLJÓMAR - ORION og Sigrún Harðardóttir Skafti og Jóhannes. — Dans á 3 stöðum — 6 hljómsv. Táningahljómsveitin 1968. — Hljómsveitasamkeppni. Skemmtiatriði: Leikþættir úr „Pilti og stúlku“ og úr „Hraðar hendur“. Alli Rúts — Gunnar og Bessi — RÍÓ-tríó — Bítlahljóm lcikar. — Ómar Ragnarsson. Þjóðdansa- og þjóðbúningasýning — glímusýning — kvikmyndasýning. Keppt verður í knattspyrnu, frjálsíþióttum, glímu, körfuknattleik, handknattleik. — Fimleikasýning. Unglinga- og fjölskyldutjaldbúðir Bílastœði við hvert tjald Kynnir Jón Múli Árnason Verð aðgöngumiða kr. 300,00 fyrir fullorðna, kr. 200,00 fyrir 14—16 ára og 13 ára og yngri ókeypis í fylgd með foreldrum sínum. — Gildir að öllum skemmtiatriðum. Sumarhátíðin er skemmtun fyrir alla U. M. S. B. Æ. M. B. ------------------------------------—,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.