Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1968 Fimmtugur í dag: Kristján Reykdal Kristjánsson ÞÓTT það kunni að koma held- ur ókunnuglega fyrir sjónir margra manna, að þú sért fimmt ugur í dag, þá er það samt satt og rétt. Þjóðskráin segir það af- dráttarlaust, að þú sært fæddur á Heiði í Sléttuhlíð, Skag. 27. júli 1918. Þeta er því ekkert um að villast. Þegar þú hafði fyllt þín fyrstu fjögur æviár, varstu búinn að eiga fjögur heimili: Heiði, Yzta- Hól, Laugaland og Tungu í Stíflu. Allt voru þetta góð og myndarlég heimili. Allt fyrir það er hrakningur kornbarns á milli þessara heimila, sagan af því, þegar maður yfirgefur unga konu sína, heilsulitla, allsvana með ungt barn þeirra. Er þarna vár komið þínu ævi skeiði hitti merkiskonan og ljós móðirin Sigríður Halldórsdóttir á Yzta-Hóli föður minn að máli. Hún spurði hann, hvort hann vildi bregðast drengilega við bón sinni, og taka þig, fjögurra ára sveininn, í fóstur, því að sér væri ekki sama hvernig færi fyr ir þér í lífinu. Fyrstu bros þín, er hún hafði hjálpað þér inn í þessa viðsjálu veröld, og árfð sem þú varst hjá henni, hafði unnið svo hjarta ljósmóðurinn- ar, að það olli henni sorgar að hugsa til þess ef þú þyrftir að eiga fleiri hraknings ár en kom in voru. Eftir eilitla ihugun svaraði fað ir minn, að þetta skyldi hann gera, en þó með einu skilyrði: að þú yrðir ekki tekinn af sér fyrr en þú værir orðinn sjálf- rá'ða og vildir sjálfur fara. Pabbi var framsýnn maður, og sá það fyrir, að það mundi verða sárt fyrir báða, að skilja, eftir að þið væruð búnir að vinna hvors ann ars hjarta. Þess vegna s^ti hann þetta skilyrði. Og hver getur láð honum það? Þessu þorði velgerð arkona þín ekki a'ð lofa, að móð ur þinni fjarstaddri. Málið virt- ist því komið í strand. En þá bregður frú Sigríður á það ráð að leika nokkuð djarfan leik. Hún segij við pabba: „Ef þú veitir mér ekki þessa bón, Eirík- ur, án allra skilyrða, þá mun ég aldrei bjóða þig velkominn í heimili okkar hjóna framar". Það gerði gæfumuninn á þess- ari stundu, að pabbi tók ekki orð Sigríðar, hvorki sem stóryrði né storkun, heldur sem tjáningu sundurmarins hjarta, er kenndi óendanlega djúpt til með móður og bami, sem áttu fárra kosta völ. Faðir minn svaraði henni stundarhátt: „Sendu mér þá strákinn". Þar með var málið af greitt. Vísast átir þú fjögurra ára stúf urinn, lítinn þátt í því, að þú komst á æskuheimili mit svo ung ur. En nú varstu kominn og það hafði komið eitthvað með þér. Það var bamshlátur svo kristalls tær að allir tóku eftir því. Heim ili okkar var anna'ð eftir þann dag. Ég þakka þér fyrir það, hvað þú gafst föður mínum marg ar gleði- og ánægjustundir og okkur öllum. Þegar hann var að leiða þig út um túnið, er þú varst að venjast nýja heimilinu, fann hann, hvað þér lét vel að leggja litla hönd þína í hans. Svona genguð þið báðir saman eins og fögur táknmynd farandi og komandi kjmslóðar. Þú viss- ir lítið um það, að á þeim stund Kristján Reykdal Kristjánsson. um fannst pabba, að hann væri búinn að fá full laun fyrir fóst ur þitt, hve langt sem það yrði. Víða gæti ég komið við. Þú manst að pabbi var djarfur sjó- sóknari jafnframt því að hann var bóndi. Ég minnist þess, að oft vitnaði hann í mann, sem hann hafði verið með á sjó og hafði verið öðrum mönnum ótta lausari í öllum veðnun. Þetta var móður-afi þinn, Jón Guð- varðarson, maður mörgum kunn ur norður þar í mínu ungdæmi. Þegar þú varst enn óharðnaður drenghnokki, frá 9 til 14 ára, fannst mörgum heima að pabbi fara óvarlega, er hann tók þig aleinan með sér í fiskiróðra. Þeg ar hann var varaður við þessu margsinnis, voru rök gamla mannsins altaf þau sömu: „Það er ekkert að óttast með þennan strák“, og áherzlan lá alltaf á sama orðinu „þennan“. Seinna skildi ég það, að gamli máður- inn var búinn að efnagreina þig á undan okkur öllum hinum á heimilinu, og hafði fundið lík- indi við það, sem hann hafði áður þekkt hjá afa þínum. Manstu eftir því, þegar þið þrír á litlurn báti, lentuð í austan veðrinu og voruð búnir að brjóta allar árarnar nema eina, og náð u'ð fyrir Guðs mildi upp í „Kollu víkina"? Og þegar við sem á landi vorum og höfðum fylgzt með hrakningum ykkar, komum í fjöruna, um leið og þið kom- uð í gegnum ólgandi landbrotið, hljópstu skellihlægjandi upp úr bátnum og sagðir: „Þetta var nú aldeilis ævintýri". Og gamli mað urinn glotti þar sem hann stóð hinum megin við bátinn t sjó- volkinu. Seinna sgðir þú mér, að ein- mitt á þessu tímabili bernsku þinnar, hefðir þú átt þér draum, sem enginn vissi um nema hjarta þitt. Það var draumurinn um það, að finna lifandi samband við ei- lífan Guð. Svo var það eitt sinn eftir að þú hafðir lengi gengið með þessa dreymnu hugsun, að þú varst á ferð á hesti milli bæja og heyrðir Guð tala til þín þesum orðum: „Kristján, sjá, Guðs lambið, er ber synd hekns ins“. Þetta gaf þér alveg nýja hugsun og nýjan skilning: „Synd heimsins"? Þá hlýtur mín synd að vera þar innifalin. Kristur hef ur þá líka borið mina synd. Og um leið og þú hugsáðir svona, spratt gleðin upp í hjarta þínu eins og lind. Á sama andartaki varstu sem nýr maður, og allir hlutir í kringum þig urðu sem nýir. Allt varð miklu hreinna og fegurra en áður var, jafnvel gras ið varð grænna á jörðinni, og fuglarnir sungu fegurra en fyrr. Þú skildir, að þú varst endur- fæddur. á varstu aðeins 12 ára gamalL Ég hef heyrt um það talað, að þetta væri sennilega sérstæðasta innlifun, sem þekktist á íslandi, að 12 ára gamallt bam hefði end urfæðzt á hestbaki, á milli bæja, þar sem engin mannleg vera var viðstödd. Og ekki hefur þetta verið nein ofskynjun, því að gleð in yfir fyrirgefningu synda þinna, er þér gafst á sömu stundu og þú trúðir, hefur var- að við síðan í 38 ár. Oftsinnis hef ég hugsað um það, að lik- lega hafi þessi reynsla þín á bamsárum þínum, orðið lykill- inn að því, hvað þú hefur elsk- áð sunnudagaskólastarfið og það hefur látið þér vel alla tíð og hvar sem þú hefur verið. Sá skilur bömin bezt, sem bezt man bernsku sína. Og hér var innlif- un bams, sem aldrei gat gleymzt, en gaf þér stöðugan innblástur í líf og þjónustu. Páll postuli sagði við sinn kæra vin og trúbróður, Tímóteus: „Ég rifja upp fyrir mér hina hræsnislausu trú þína“. Þannig hefur mér farið um sinn. Eg hef rifjað upp trú þína frá bernskuárum þínum. Ég hef rifj að upp og raðað minningunuim saman á fleti kyrmingar, sem al- drei hefur borið neinn skugga á. Kynning srunra minnir á gest, sem alltaf er að fara, lengra frá manni. En kynning við aðra er eins og þeir séu alltaf að koma, koma manni nær. Þeir kveðja að vísu eins og allir aðrir menn, en óðara en þeir hafa kvatt, fer mann að langa til þess að þeir komi aftur. Hvernig kvað gamla konan að orði, hún fóstra þín, sem gekk þér í öllu í móðurstað, þegar þú þurftir þess mest með, og er nú stödd einhversstaðar í heiðarbrekku hins tíunda tugar — jú, ég get haft orð hennar eft ir, en ekki sagt þau eins og hún: „Hvenær ætlar þú að koma næst, Kristján minn“? Vfðimiðun þess ara orða er gildur sjóður góð- leika í atvikum og atlætum, er varð henni alltaf svo viðkvæmt hverju sinni, er þú kvaddir. — Á þesum degi þakka ég þér fyr- ir hennar hönd. Ég vitna aftur í Pál. Hann er að skrifa hópi manna opið bréf, og segir: „Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Drottin“. Þetta boðorð hefur þér ekki ver- ið erfitt að halda, það vitum við sem þekkjum þig. Þegar þú, vin ur minn, í dag, gengur fram hjá hálfrar aldar vör’ðunni, geri ég þessi orð guðsmannsins að mín- um og gef þér þau. Og þegar þú Framliald á bls. 21 ÞRIGGJA DAGA ÞJOÐHATIÐIEYJUM 2r4. ágúst Flugfélagið veitir 25% afslátt af fargjöldum til Vestmannaeyja í tilefni af þjóðhátíðinni 2.- 4. ágúst. ILJlGiD MEÐ FUJGFÉJIiAGINU Á ÞUIGGJA ÐAGA ÞJÓÐHÁTIÐ Í EYJUM'!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.