Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 196« > — Skáli Sölufélags garðyrkjumanna heimsóttur SÖLUFÉLAG Garðyrkju- maawi'a hefur aðalaðsetur sitt í stóru gróðurhúsi, sem reist vair austan við sýningarhöll- ina. Gróðurhúsið er 330 fer- metrar óg hið fyrsta sinnar tegundar, sem reist er hér á landi. Það er úr gegnsæju báruplasti, ininfluttu frá Jap- an. Kostar fermetriin 500 kr. Engar stoðir eru í húsinu, heldur ber það sig sjálft líkt og hraggi. Nýtist því rýmið mjög vel. Húsið er mjög auð- byggt og mun fara um tíu dags verk í byggingu þess. í gróðurhúsinu eru sýnd ýmis garðræktartæki, bæði fyrir garðyrkjumenn og hina, sem rækta sjálfir garðinn sinm. Meðal merkustu tækja sem þar eru sýnd er dráttar- vél, svo lítil að margir halda að hér sé um að ræða barna- leikfang. Svo er þó ekki, held uir er hún til notkunar í skrúð görðum og grasflötum, þar sem óhægt er um vik að nota stærri vélar. Við dráttarvél- ina má tengja margs konar tæki, t.d. sláttuvél og snjó- blásara, sem hentugur er til að þyrla snjónum af gangstíg- um. Verð dráttarvélari-nnar er 60 þús. kr. Annað merkt tæki er svo- kal'laður loftari. Er hann bæði handknúinn og vélknúinn. Hann er mjög gagnlegur til þess að stinga göt á svörðinn svo að loft nái að ieika um. Er einn slíkur loftari nú til reynsilu á Hvanneyri. Margir halda því fram, að loftleysi að rótum grassins eigi vissa sök á kali, og ef svo er, þá er hér óneitanlega um að ræða Þessi dráttarvél er að vísu lítil, en hún er mjög hentug til notkunar í skrúðgörðum og grasflötum, t.d. golfflötum. Vél- in er 12 hestöfl. Frammi í anddyri sýnir Sölufélag Garðyrkjumanna garð- ávexti. Eins og sjá má á myndinni er þar margt girnilegt, sem menn vildu hafa á heimili sínu. tæki mjög þarf íslenzkum bændum. Auk þessa eru sýnd jurta- lyf ýmisskonar og áburður á garðplöntur og skrautjurtir. Ótalinn er þó einn höfuð- þáttur Sölufélags Garðyrkju- manna. Það er dreifing og sala á garðávöxtum félags- manna. Sýnir sölufélagið sýn- ishorn af vörum sínum í and- dyri Sýningarhallarinnar. Til fróðleiks verða hér birtar tölur um sölu þess á fram- leiðslunni 1967. Þá voru seld 300 tonn af tómötum. Fer sal- an á þeim vaxandi ár frá ári. 423 þús. stykki af agúrkum voru seld, 165 tonn af hvít- káli, 56 þús. hausar af blóm- káli, 26 þús. stykki af satlati, og 52 þús. búnt af steinselju. Auk þess nokkuð selt af rauð káli, hreðkum, seljurót, rauð rófum, næpum, rabbabara, blaðlauk, melónum, og gul- rófum, svo að dæmi séu nefnd. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun nemenda fyrir skólaárið 1968—1969 og námskeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 20.—28. ágúst k!. 10—12 og 14—17, nema laugardaginn 24. ágúst. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefjast mánu daginn 2. september. Við innritun skulu allir nemendur leggj a fram nafnskírteini og námssamning. Skólagjald kr. 400,00 og námskeiðsgjöld fyrir septembernámskeið kr. 200,00 fyrir hverja námsgrein skal greiða við innritun. Nýir umsækjendur um skólavist skulu auk þess leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla. FORSKÓLI FYRIR PRENTNÁM Verklegt forskólanám í prentiðn hefst mánudaginn 2. sept. Forskóli þessi er ætlaður nemendum sem eru að byrja nám í prentsmiðjum en hafa ekki hafið skólanám, svo og þeim er hyggja á prentnám á næstunni. Innritun fer fram á sama tíma og innritun í Iðnskólann. Námsgjald er kr. 400,00 og greiðist við innritun. VERKNÁMSSKÓLI f MÁLMIÐNAÐI OG SKYLDUM GREINUM Verknámsskóli fyrir þá sem hyggja á störf í málmiðnaði og skyldum greinum, verður starfræktur frá byrjun september til maíloka. Kennsla verður bæði verkleg og bókleg og miðast við að nemendur ljúki námsefni 1. og 2. bekkjar iðnskóla á skólaárinu. — Inntökuskilyrði eru að umsækjandi sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi. Iðnnámssamningur til þessa náms er ekki áskilinn. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu skólans á innritunartíma. Vegna breytinga á kennslutilhðgun er mjög mikilvægt að allir, sem ætla sér að stunda nám í Iðnskólanum í Reykjavík í vetur, komi til innritunar á ofan- greindum tíma. Til þess að reyna að stytta biðtíma nemenda innritunardagana, verða afhent af- greiðslunúmer frá skrifstofu umsjónarmanns og hefst afhending þeirra kl. 8 f.h. alla dagana. Skólastjóri. Gróður fslands er enn á undanhaldi — Sagt trá þeim, sem verja landið uppblœstri og eyðingu Gróðurlendi, landsing hefur minnkað um meira en helm- irvg frá því á landnámsöld og er nú aðeins lun fjórðungur af landinu. Þessi orð hljóma úr bás Landgræðslu ríkisins á landbúnaðarsýningunni. Er þar komið fyrir sýningarvél, sem sýnir myndir af starfi Landgræðslunnar og upp- blæstri, sem enn herjar gróð- urlendið. Með myndunum er sagður texti um starf Land- græðslunnar og minnt á þá hættu sem gróðurlendinu staf ar af uppblæstrinum. Sitt til hvorrar hliðar sýningarvélar- innar er komfð fyrir mynd- um af uppblæstri og síðan landgræðslu. Ennfremur er sýnt gróðurkort, þar sem merkt eru inn uppblásturs- svæðin, girðingar Landgræðisl unnar og er kortið grænt, þar sem einhver gróður er, en brúnt þar sem það er gróður vana. Landgræðslan hóf starf sitt fyrir 60 árum með friðun fok svæða. Síðan hefur starfsemi hennar aukizt og eru nú um 800 girðingar um 800 km, en girt land um 150 þús. ha. Nú er unnfð að græðslu Þjórsár- dals, sem hefur verið í auðn frá 12. öld. í básnum er einnig skýrt frá fjárveitinum til Land- græðslu frá 1942. Þær hafa farið vaxandi. 1942 voru þær 55.000.00 kr., en eru nú 9.330.000.00 kr. Þótt gróðurlendi fari enn minnkandi, sé í „hnignun“ eins og forráðamenn Landgræðslunnar segja í bás hennar á land- búnaðarsýningunni, hefur undanhaldið orðið hægara síðustu ár, mest fyrir tilverknað Landgræðslunnar. Það er stundum eins og Landgræðslan gleymist, en vonandi er slíkt að hverfa. Eitt er víst, að heill íslenzks landbúnaðar byggjast m.a. mikið á Landgræðslu ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.