Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1»68 Óskar Þorvarðsson í DAG verður til moldar borinn að Akurey í Vestur-Landeyjum Óskar Þorvarðsson, e.n hann and- aðist á Borgarspítalanum í Reykjavik hinn 7. ágúsit s.l. Vegna langra kynna og vináttu, langar mig til þess að minnast Óskars með nokkrum orðum. Óskar var fæddur að Eystri- Tungu í Vestur-Landeyjum 1. nóvember 1903, sonur hjónanna Þorvarðs Sigurðssonair og Mar- grétar Magnúsdóttur. Er for- eidrar Óskars fóru frá Eystri- Tungu, var Óskar þar eftir og ólst þar upp hjá Guðna Þorsteins syni og Ingibjörgu Vigfúsdóttur. Voru þau hjónin honum sem beztu foreldrar og minntist hann þeirra ávallt með mikilli virðingu og þakklæfi. Sömuleið- is var alla tíð mjög kært með honum og fóstursystkinum hans og þeirra börnum. Á heimili fósturforeldra sinna starfaði Óskar, unz hann stofn- aði sitt eigið heimili árið 1930, en það ár hinn 5. júlí gekk hann að eiga Lilju Einarsdóbtur frá Kálfssföðum í Landeyjum og hófu þau búskap að Ljótarstöð- um í Austur-Landeyjum. Þar tók hann á heimili sitt aldraða for- eldra sína, svo þau mættu njóta þar skjóls í ellinni. Var mikil hamingja hinna ungu hjóna og bjartar framtíðarvonir. En sorg- in barð að dyrum fyrr en nokk- urn varði, því Lilja dó skyndi- lega 16. júlí 1931, eftir aðeins eins árs sambúð. Óskar tók hörðum örlögum með karl- mennsku og æðruleysi, en mun þó hafa borið ógróna und í hjarta til æviloka, þó ekki blæddi hún svo aðrir sæu. Hann hugði aldrei til hjúskapar upp frá þessu, en gerðist mikiil verkmaður í ann- arra þágu. Árið 1940 fluttist Óskar að Bjargi á Seltjamarnesi og var þar í mörg ár hjá þeim sæmdar- hjónum Isak Vilhjáimssyni og Jóhönnu Björnsdóttur. ísak var hinn bezti drengur, umsvifa- mikill og hafði mörg jám í eld- inum, því heimilið var stórt og barnmargt. Þeim Óskari og ísak féil svo vel saman, að nálega voru þeir sem fóstbræður. Ósk- ar var að eðlisfari ákaflega barn- góður, eins og háttur er beztu manna. Hann lagði mikið ást- ríki á börn fsaks bónda og var þeim traustur vinur og huggari, jafnt í smáum raunum sem stór- um, enda var hann valmenni að t Guðmundur Gestur Kristjánsson, lézt 16. júlí sl. Útför hefur farið fram. Aðstandendur. t Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar míns og bró'ður okkar, Njáls Gunnlaugssonar. Sérstaklega þökkum við lækn um og hjúkrunarfólki, sem stundaði hann veikan. Guð Sigríður Sigurðardóttir, Hulda Gunnlaugsdóttir, Sigfús Gunnlaugsson, Jón Gunnlaugsson. t Eiginmaður minn og faðir, Þórður Jóhannesson frá Viðey, Álftamýri 34, andaðist að kvöldi 15. þ.m. t Sólveig Sigmundsdóttir og böm. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okk ar, tengdaföður og afa, t Guðjóns Þorsteinssohar trésmíðameistara, Hellu. Bálför móður minnar, Halldóru Gísladóttur, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. ágúst kl. 3 síðdegis. Þeim sem vilja minn ast hennar er bent á líknar- stofnanir. Gísli Ilaukur Jóhannsson. Kristrún Guðjónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Margrét Guðjónsdóttir, Óskar Karelsson, Sigurður Guðjónsson, Bjamhéðinn Guðjónsson, Pálmar Guðjónsson og barnabörn. t Bálför eiginmanhs míns, Sigfúsar Halldórs frá Höfnum fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. ágúst kl. 3 e. h. — Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Þorbjörg Halldórs frá Höfnum. allri gerð. Þessi mörgu böm, sem hann lagði svo mikla ást á, nutu umhyggju hans og hjálpsemi til hans síðustu stundar. Mörg síðustu ár ævinnar átti Óskar við mikla vanheilsu að stríða, þótt hann væri við vinnu meðan unnt var. Bar hann þján- ingar sínar af karlmennsku og vildi sem minnst um veikindi sín tala og gat han-n jafnan haft gamanyrði á vör. Óskar var ungur að ámm, er fundum okkar bar fyrst saman fyrir meira en hálfri öld og hélzt með okkur vinátta upp frá því. Hann var allra manna trygg astur og brást aldrei, hvorki í gleði né sorg, en hann þekkti hvort tveggja. Að leiðarlokum þakka ég Ósk- ari trygga vináttu við mig og mitt fólk. Ég veit hann á góða ferð fyrir höndum yfir móðuna miklu. Ingi Gunnlaugsson. * Arni G. Eylands: Meira um kal og kalk í hinni miklu grein sinni: Er verið að gera Hvanneyrartil- raunina að þjóðtrú?, í Morgun- blaðiniu 3. ágúst, víkur Vignir Guðmundsson að smágrein eftir mig: Kalið og kalkið, sem kom í Morgunblaðinu 1. ágúst. V.G. telur að ég skjóti yfir markið í greinarkorni þessu, er ég ræði um að kalka nýræktarland jafn- óðum og það er ræktað, vegna þess að ég byggi „á rangri for sendu, þar sem er lítið annað en eiin tilraun á Hvanneyri og nið- urstöður hennar.“ Ég var að rembast við að skrifa stutt að þessu sinni, svo sem ritstjórar Morgunblaðsins vilja láta gera, og að vonum, þótt þeir brjóti nú stundum eig- in boðorð um það, og er ekki laust við að mér þyki V.G. vega í þann knérunn í þessari grein sinni, þótt margt segi hann þar réttilega. Ennfremur skilur (misskilur) V.G. ummæli mín þannig, að ég vilji „ofurselja túnin sem fyrir eru í landinu, eyðileggingu kalk skortsins, ein hugsa aðeins um nýræktirnar.“ Þriðja atriðið sem hann finnur að hjá mér, ef ég má nota það orðalag, er, að ég gæti þess að engu, „að of mikið kalk í jarðveginum getur skaðað uppskeruna." Þannig hefnist mér fyrir að skrifa of stutt, nú verð ég að bæta við, þar eð V.G. misskilur mína stuttarlegu framsetningu, og þá munu vafalaust aðrir gera það og miklu fremur. Skýt ég yfir márkið? — Tek ég of mikið tillit til Hvanneyrartilraunarinnar? Ef grein mín er lesin mieð athygli kernur fram greinilega, að ég byggi harla lítið og ekki neitt á Hvanneyrartilrauninini, þótt ég telji mikilsvert að það skuli koma þar fram sem tilrauna- sannindi, þetta sem við höfum vitað lengi, að það leiði til ó- farnaðar að nota kalksnauðain á burð ár eftir ár og það í mikl- um mæli. Ég byggi sem sé miklu meira á gömlum reynslusannind- um hieldur en Hvanneyratilraun inni — sem staðfestir þessi kunnu sannindi. Og ég geng svo langt að benda á að það sé tómt mál, að fana nú, með Hvanneyrartilnauinina í höndum, „að áminna bændur að fara nú að kalka túnin“. Málið er ekki svo einfalt. Kostn aðurinn girðir fyrir slíka stór- taka úrlausn, meðan kalk fæst ekki nema á einum stað á land- inu, og við háu verði í þokka- bót. Þetta árétta ég ennfremur með því að benda á, að,. það myndi kosta eigi minna en 24- 25 millj. króna að kalka ár hvert land það sem ræktað er sem nýrækt, ásamt því sem sam- tímis er endurræktað. Ég áætl- aði þetta um 5000 ha, eða svip- að eins og hin árlega nýræktun er nú. En mér skilart að V.G. hafi sézt yfir það, að ég nefni nýræktun og endurræktun í sömu andránni, enda er það eðli legt, svo lauslega tók ég á þessu. Nú verð ég um að bæta. Hin mjög svo laualega áætl- uin og — „vel væri hugsamlegt“ tillaga mín, um að kalka um 5000 ha árlega byggist einfald- lega á þeirri trú minni, að það sé mjög vænlegt til ræktunar- bóta að kalka nær allt lamd Sem ræktað er sem nýrækt til túna. Mest er það mýrlendi sem rækt- að er og þar yrði kalkgjöfin nær undantekningarlaust til bóta. Og svo er það endurrækt- unin. Við skynsamlega endur- ræktun lélegra túna má segja að kölkunin sé sjálfsögð, og um leið er það nauðsyn, að eitt- hvað íé gert til þess að gera bændum kleift að kalka tún sem þeir endurrækta til betri frjó- semdar. Þeim sem hafa lagt það á sig að lesa það sem ég hefi skrifað um ræktunarmál hin síð ari ár, mun vera það vel kunn- ugt, að ég held því fram að nú sé svo komið, að miklum fjölda bænda sé meiri mauðsyn og hag- ur að bæta ræktiun þeirra túna sem fyrir eru hjá þeim, heldur en að auka ræktaða landið að víðáttu. Mesta umbótasporið sem hægt sé að stíga í íslenzkri jarðrækt (túnrækt) nú á næst- unni, sé að hefja skipulega end- urræktun mjög mikils hluta allra þeirra túna sem bændur hafa hraðræktað með flýtisrækt un og á svo ófullkominn hátt undanfarin 15-20 ár, að það á varlia skilið nafnið ræktun, og sízt af öllu nafnið góð ræktun. Eg tel að nú eigi bl'átt áfram að draga stórlega saman seglin um nýræktun um sinn, og í stað nýræktarframkvæmdanma eigi að koma mikil endurræktun eldri nýræktartúna, með nýjum og bættum ræktunarháttum, sem ég ætla ekki að lý^a, en þar verð ur plógurinn og mykjan að vera aðalatriðið. Til þees að nefna einhverjar töíur teldi ég sæmi- legt þótt nýrækt næstu ára yrði ekki nema um 1000 ha á ári, ef endurræktun eldri túna kæm ist um leið upp í um 4-5 þús- und ha á ári. Með því móti mætti takast að endurrækta al'lt að því helming allra túna á land inu á 10-12 árum. Væri þá farið að saxast á nýræktartúnin lé- legu, sem nú setja svo mikið svip á túnræktina og valda erf- iðleikum í búskap bænda. En til þess að slík siðabót komist á í túnræktinni verður hér miklu að breyta: löggjöf, leiðbeiningaþjónustu og búnað- arfræðslu. Enn bólar því miður ekkert á þeim sinnaskiptum, sem eru óumflýjanlegur undanfari slíkrar siðabótar og nýrra rækt- unarhátta. Því er nú miður. Athugi menn þessar kenning- ar mínar og hafi þær í huga er ég ræði um að kalka nýræktir og endurræktunarflög, svo sem ég gerði stuttlega í Morgun- blaðsgreininni 1. ágúst, verður ljóíst, að ásökun V.G. um að ég geri ekki ráð fyrir, „að ofur- selja túnin sem fyrir ieru í land- inu, eyðileggingu kalkskorts- ins“ —. Ég ráðlegg ekki að stefna þá leið, heldur að hefja sígandi skipulega sókn til rækt- unarbóta, og þar er kölkun lands, sem er endurræktað á skynsamlegan hátf, eitt megin- atriði. Að búa til vandamál. — En nú munu margir segja: Hér er um annað og meira að ræða, isn það hvað Á.G.E. „tel- ur rétt vera“ — „heldur“ og „er sannfærður um“. Hér verða vísindin og rannsóknirnar að koma til og vísa bændumum leið, hvað gera skal og hvern- ig. Ekki dettur mér í hug að neita þessu, en er ekki gert full mikið að því að bíða í hálfgerðu úrræðaleysi og kalla á vísindi og rannsóknir? Búa menn sér ekki til vanda og erfiðleika á sumum sviðum, þar sem litill og jafnvel enginn vandi er á ferð- um? Er það ekki svo um tún- ræktina, að verulegu leyti? í stað þess að vinna að ræktun- inni með gamalkunnum og reyndum tökum, sem í áratugi hafa gefið góða raun, eru menn alltaf að „spekúlera" í að stytta sér leið í ræktunarmálunum, og svo er keldan vaðin beint af augum og árangurinn verður allt of viða eftir því. Hin nýja tækni hefir ekki veæið samrýmd gamalli ræktunarreynslu sem skyldi. Þótt heilsa beri árangri vís- indaathugana með gleði, og öllu því sem verða má til bóta við ræktun með aukinni tækni, finn mér, eftir 50 ára sýsl við rækt- unarmúl, að í raun og veru sé fremur einfalt og auðgert að rækta íslenzka jörð til túna, ef menn búa sér ekki til vanda, en gefa sér tíma til að gera það sem rétt er og reynt að góðu, á réttan hátt. En það þýðir sem sagt að flýta sér hægar heldur en gert hefir verið nú um siran. Stóru tökin og flýtisverkin hafa verið réttmæt að nokkru og víða þau hafa fleytt bændum yfir kreppuhjalla ræktunarleysis og lítilla fanga. En nú er kominn tími til að gera betur. Það er auðveldlega hægt, ef ráðamienn fara að hlynna að þeirri stefnu, í stað þess að einblíinia á meiri ræktun — meiri víðáttu lélegra túna. Það kostar að bæta fyrir af- glöpin í áburðarmálinu. Best verður það gert með skipulegri endurræktun hinna harkarækt- uðu túna — með mykju og plógi, og um leið með kölkun mjög víða. i Og loks kemur framtíðarlausn in, sem þarf að flýta svo 9em mögulegt er, — það er að frarn- leiða og láta bændunum í té til notkunar tilbúinn áburð sem ekki sýrir jarðveginn og veld- ur uppskerugöllum og voða. Ofmikið kalk. — Ég lengi ekki mál mitt með því að ræða spumimguna um of mikið fealk í jarðvegi, svo að það geti skaðað uppskeruna. Á slíku mun óvíða hætta hér á landi, getur þó komið fyrir á sandjörð helst nærri sjó. Ég ætla leiðbeinendum í jarðrækt svo mikinn hlut, að þeir forði þeim fláu bændum, sem í hlut eiga, frá þeim afglöpum að kalka slíka jörð. Læt svo útrætt um þessi mál, en þeim sem vilja kynna sér það hieilzta sem ég hefi ritað um „endurræktunarsteflnuna" í jarð ræktinni, ef ég má nefna það svo, vil ég benda á ritgerð í Andvara 1967, og aðra í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands sama ár. Reykjavík, 9. ágúst 1968 Árni G. Eylands ------------------ i LEIKKONA RÆND. London, 15. ágúst (AP') ÞJÓFAR brutust í nótt inn í íbúð leikkonunnar Nathalie Woods, þar sem hún býr í sum- arleyfi sínu í London, og stálu þaðan um 100 þúsund dollara (5,7 millj. kr.) viPði af skartgrip- um og loðfeldum. Nágirannar kölluðu lögreglu á vettvang þegar þeir sáu að stigi hafði verið reistur við húsið að glugga á annari hæð. Þjómuistu- stúlka leikkonumm.ar sat og las í herbergi sínu þegar ránið var framið, og varð einskis vör fyrr en lögreglan kom. Sjálf var ledk- konan í matarveizlu 'hjá vina- fólki. Innilegar þakkir, færum vfð hjónin öllum þeim, er sendu okkur heillaskeyti og hlýjar árnaðaróskir, vegna gullbrúð- kaups okkar, þann 14. júM sl. Helga D. Jónsdóttir, Steingr. Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.