Morgunblaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DES. 1968 drepið hana? Hann svaraði því engu en gekk til dyra. — Vegna þessarar rúðu? Hún hikaði ofurlítið á þessari setningu. — Hlýtur rúðan að hafa brotn að þennan dag, sem þér sögðuð? — Hversvegna spyrjið þér? Langar yður að sjá þau fara í fangelsi? — Ekkert væri mér kærara. En nú þegar ég hef sagt yður allan sannleikann.. .. Hún sá eftir þessu. Fyrir einn túskilding, hefði hún viljað taka allan framburð sinn aftur. — Þér gætuð alltaf farið í járn vörubúðina, þar sem hann keypti rúðuna og kíttið? — Þakka yður fyrir bending- una. Hann stóð stundarkorn og beið eftir bfl, úti fyrir búðinni þarna, bara ekki sú rétta. — Akið til Bæjargötu. Það var engin ástæða til að láta Torrene og manninn frá lögreglunni í Neuilly vera að standa þarna lengur. Honum datt í hug hrekkurinn, sem Ernestin hafði gert honum í Tunglgötu forðum og fannst hann bara ekk ert fyndin*, en fór hinsvegar að hugsa um hana. Því að það var hún, sem hafði komið honum I þetta. Og hann hafði verið kjáni að vera nokkuð að hlusta á það. Hann hafði bara gert sig að við- undri í skrifstofu lögreglustjór- ans um morguninn. Pípan hans var súr. Hann kross lagði fæturnar og rétti úr þeim aftur. Rúðan milli hans og ek- ilsins var opin. — Akið eftir Longchamps-göt unni. Ef járnvörubúðin þar er enn opin, þá bíðið mín þar fyrir utan. Þetta var upp á von og óvon. Og skyldi verða síðasta tenings kastið hans. Væri búðin lokuð, skyldi hann ekki fara þangað aftur, hvað sem Ernestine og Dapra Frissa liði. Og hvaða sönnun hafði hann eiginlega fyrir því, að Alfred hefði nokkurntíma brotizt inn í þetta hús? Hann hafði að vísu farið að heiman á hjólinu sínu og í dög- un hafði hann hringt til kon- unnar sinnar. En enginn var kom inn til að segja hvað þeim hefði farið í milli. — Hún er opin. — Já, járnvörubúðin, auðvit- að. Hávaxinn ungur maður í gráum slopp birtist Margret, inn an um b'likkfötur og bursta. — Þið seljið rúðugler hérna? — Og kítti? — Já, vissulega. Hafið þér málið? Þetta er ekki fyrir mig. Þekkið þér herra Swrre? — Tannlækninn? Já, vissulega. — Verzlar hann hérna hjá ykk ur? — Já, hann er í reikningi hérna. — Hafið þér séð hann nýlega? - Ég hef það nú ekki, af því að ég kom úr fríinu mínu í fyrradag. En ég get hæglega séð það með því að líta í bókina. Búðarmaðurinn spurði ekki um neina ástæðu fyrir þessu, en gekk inn í hálfrökkrið í búðinni og opnaði bók, sem lá þar á háu púlti. — Hann keypti hér rúðu í vik unni sem leið. — Getið þér sagt mér hvaða dag? — Já herra. — Föstudag. Þrumuveðrið hafði verið á föstu dagsnóttina. Eugenie hafði haft á réttu að standa og frú Serre sömuleiðis. — Hann keypti líka hálfpund af kítti. — Þakka yður fyrir. En fyrir tilviljun og fyrir ó- sjá’lfráða hreifingu unga manns ins, sem mundi flýta sér að loka búðinni, tók málið á sig annan svip. Hann var að fletta eitt- 23 hvað meira í bókinni, líklega aðeins fyrir siða sakir. — Hann kom tvisvar í vikunni. — Hvað? — Líka á miðvikudaginn. Þá keypti hann rúðu af sömu stærð 42x65 og líka hálfpund af kítti. — Eruð þér viss um þetta? — Já, og ég get meira að segja bætt því við, að þetta var snemma dags, því að það er fyrsta inn færslan þann dag. — Hvenær opnuðuð þið? Þetta var áríðandi atriði, því að samkvæmt framburði Eugenie sem hóf vinnu klukkan níu voru allar rúður í lagi, þegar hún kom, á miðvikudagsmorgun. — Ja, ég kem nú klukkan níu en húsbóndinn kemur alltaf klukkan átta til að opna búðina. — Þakka yður fyrir. Þér eruð greindar piltur. Greindarpi'lturinn hlýtur að hafa velt því fyrir sér á eftir, að þessi maður, sem var svo fá- látur þegar hann kom inn, var kominn í ágætis skap þegar hann fór. —- Það er víst engin hætta á, að neinn fari að eyðileggja blöð in í þessari bók, er það? — Til hvers ætti nokkur að reyna það? — Það er von að þér spyrjið. En engu að síður ættuð þið að gæta hennar vel. Ég ætla að senda mann á morgun til að ljós mynda þau. Hann tók nafnspjald upp úr vasa sínum og fékk unga mann- inum, sem las, sér til mikillar furðu: PERSTORP-harðplastið ávallt fyrirliggjandi í meira en 60 litum og munstrum. Mjög hagstætt verð PERSTORPplastskúffur í eldhús og fataskápa, ýmsar gerðir og stærðir. SMIÐJUBÚÐIN við Háteigsveg — Smi 21220. Trygging á góðum vindli - er hinn nýi BIPIO SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY BY APPQINTMENT TO THE ROYAL DANISH COURT DIPLOMT 380 A — Ef þú ekki hættir að reka tunguna famaní hana mömmu þína, segi ég honum pabba þínum það. Margret, yfirfulltrúi í lögregl- unni, Aðallögreglustöð Parísarborgar — Hvert nú? spurði ekillinn. — Stanzið þér sem snöggvast í Bæjargötu. Þér sjáið þar kaffi- hús hægra megin. .. . — Þetta er nægt tilefni að fá sér einn bjór. Hann var næst- um búinn að kalla á Torrence og hinn lögreglumanninn og bjóða þeim upp á einn, en sá sig uin hönd og bauð aðeins eklinum með sér. — Hvað viljið þér fá? — Þakka yður fyrir hvítvín og sódavatn. Sólin gyllti allt atrætið. Þeir gátu heyrt goluna þjóta gegn um greinarnar á stóru trjánum í Boulongskóginum. Þarna var svart járngrinda- hlið ofar í götunni, með gras- bletti fyrir innan og húsi, sem virtist jafn ró'legt og vel haldið og væri það klaustur. Einhversstaðar í þessu húsi var gömul kona sem líktist mest abbadís og svo einskonar sól- dánn, sem Maigret átti við ó- uppgerða reikninga. Það var gott að vera til. 5. KAFX.I. Síðari hluta dagsins voru við- burðirnir sem hér ségir: Fyrst drakk Maigret tvö stór glös af fcjór með bílstjóranum, sem drakk aðeins eitt glas af hvítvíni og sódavatn. Það var farið að verða svalara, og þegar hann steig aft ur upp í leigubílinn, fékk hann þá hugdettu að aka til gistihús- ins þar sem Maria van Aerts hafði hafzt við í heilt ár. Hann átti í rauninni ekkert sérstakt erindi þangað, heldur var hann aðeins að fylgja vana sínum að snuðra um heimili fólks til þess að fá réttan ski'lning á því. Veggirnir voru rjómagulir. Allt var þarna rjómagult og hreinlegt eins og í mjólkurbúð og húsmóð- irin með mélugt andlit, leit út eins og kaka með ofmikilli syk- urleðju á. — Já, hún var ágætis mann- eskja, hr. Maigret. Og hvílík á- gætis eiginkona hún hlýtur að hafa verið manninum sínum. Og hana langaði svo mikið til að giftast. — Þér eigið við að hún hafi verið að svipast um eftir eigin manni? — Dreyma ekki allar ungar stú’lkur um væntanlegan brúð- guma? — En hún var um það bil fjörutíu og átta ára, þegar hún var hérna, ef mér skjátlast ekki. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Haltu fast í peninginn. Blandaðu geði við aðra og kynnztu hjálpsömu og skemmtilegu fólki. Gerðu upp við ættingjana. Nautið 20. apríl — 20. maí Einhverjar breytingar eru á vinnuskilyrðum, sem þú streit izt á móti. í einkalífi reynir þú að breyta til og mætir mótþróa Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Vinna þín getur lagazt, en þú átt annríkt. Þú átt eftir að meta hið óþekkta. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Dagurinn byrjar ruglingslega, en með samvizkusemi og skyn- semi má kippa ýmsu í lag. Láttu aðra um að trana sér fram, meðan þú vinnur. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Persónulegar þarfir þínar þvælast fyrir fólki og viðskiptum. Vlnir þínir koma með uppástungur sem rétt er að reyna. Meyjan 23. ágúst — 22. september Haltu þig við viðskiptin. Þér ætti að bjóðast eitthvert tækifæri á að bæta aðstöðu þína. Taktu mark á því. Vogin 23. september — 22. október Reyndu að losna úr daglegu amstri og já-bræðrum! Leitaðu hlautlausra ráða og tæknilegra álita. Endurskoðaðu síðan skipu- lagið og leggðu í hann. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Hægt er í dag að fara samningaleiðina með skatta og trygg- ingar svo hagkvæmt sé. Sameignir má auka með varfærni. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Gerðu ráð fyrir árekstrum í dag. Síðan skaltu taka upp þráð- inn að nýju og halda áfram skemmtilegum degi. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Sinntu skyldustörfum þínum með varúð og nákvæmni. Fáðu viðurkenningu fyrir gæði og hæfni. Fáðu ráð sérfróðra um heilsu far þ'tt. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Frumlegar hugmyndir standast á. Skapandi málefni þrifast vel einkum ef fólk í fjarska hefur áhuga. Þér reynist erfitt að taka ákvarðanir. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Auktu og varðveittu varasjóði. Gaktu hreint og beint til verks. Láttu ekki tilviljanir eða tilgátur ráða neinu. Reyndu að ljúka störfum í fyrra lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.