Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 19«8 Sigurbára Jónsdóttir árabil á heimili Ingi'bjargar syst- ur sinnar, en síðustu 5 árin var hún á sjúkradeild elliheimilisins Grundar. Hannes Andrésson Álfhólum — Minning í DESEMBERMÁNUÐI grúfir skammdegismyrkrið yfir land- inu, en í gegnum myrkrið lýsir jólastjarnan og boðar okkur komu hátíðar ljóssins og vissuna um það, að innan skamms göng- um við aftur mót hækkandi sól. Þannig lýsir einnig í gegnum myrkur dauðans ljósið frá kær- leika guðs og boðar okkur bjart- ari og lengri dag að baki hinum skammvinna degi jarðlífsins. Frænka mín, Sigurbára Jóns- dóttir, andaðist að elliheimlinu Grund hinn 9. þessa mánaðar. Vegna þess, hve hún var mér kær, langar mig til að minnast hennar með nokkrum orðum. Sigurbára var fædd 11. októ- ber 1879, dóttir hjónanna Jóns Nikulássonar og Sigríðar Sigurð- ardóttur, er þá bjuggu að Sleif í Vestur-Dandeyjum, en fluttu fá- um árum síðar að Álfhólum í sömu sveit, þar sem þau bjuggu til æviloka. Þau Jón og Sigríður eignuðust 9 börn og af þeim náðu 7 fullorðinsaldri. Eru nú aðeins 2 þeirra á lífi, Valdimar, bóndi á Álfhólum og Ingibjörg húsfrú, búsett í Reykjavík. Þau Jón og Sigríður voru mik- ils metin í sveit sinni, vegna dugn aðar og mannkosta. Var við brugðið alúð þeirra og hjálpsemi við fátæka og þá er stóðu höll- um fæti í hinni erfiðu lífsbaráttu, sem þá var flestra hlutskipti. Erfðu börn Álfhólahjónanna hina góðu kosti þeirra í ríkum mæli, svo sem kunnugt er þeim er til t Eiginmaður minn Rögnvaldur Bjarnason múrari, Hjarðarhaga 23, Reykjavík sndaðist 15. des. Jarðarförin auglýst síðar. Elísabet Theódórsdóttir. t Utför konunnar minnar Guðrúnar Pálsdóttur, sem andaðist 12. þ.m. verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtud. 19. þ.m. kl. 1.30 e.h. Björn K. Þórólfsson. t Faðir okkar WiJliam Hansen trésmiður, sem andaðist að Hrafnistu 11. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. des. kl. 1.30. Janet Matthíasson, Arnfinn Hansen. t Siginkona mín og móðir Hallfríður Jónasdóttir Hraunbæ 98, andaðist í Roskilde 15. desember. Brynjólfur Bjamason, Elín Brynjólfsdóttir. þekkja, og var Sigurbára þar ekki undantekning. Hún hlýtur að verða minnisstæð þeirn, sem kynntust henni, ekki vegna þess að hún bærist mikið á, eða hefði mikil umsvif, heldur vegna þeirra góðu eiginleika, er henni voru í blóð bornir, eiginleika sem eru of sjaldgæfir í fari manna. Hug- ur hennar og hönd stefndi ævin- lega til þess að hjálpa, gefa og gleðja aðra. Hún var glaðlynd og gamansöm og^skemmtilegt var að heyra hana rifja upp atvik, er henni voru minnisstæð frá lið- inni ævi. Hún kunni ótrúlegan fjölda ljóða og sálma, enda hafði hún haft mikið yndi af söng og lestri ljóðabóka allt frá æsku- dögum. Sigurbára varð stoð og stytta foreldra sinna, einkum þó móð- ur sinnar, og var svo kært með þeim mæðgum, að þær máttu vart hvor af annari sjá. Dvald- ist Sigurbára því á Álfhólum og vildi ei þaðan hverfa, meðan móðir hennar lifði. Annaðist hún móður sína af fórnfýsi og um- hyggju og taldi það hafa verið sitt góða hlutskipti í lífinu, að hafa fengið að veita móður sinm þá þjónustu. Þá var og Valdi- mar, er tók við búskap að Álf- hólum eftir foreldra sína, sam- taka Sigurbáru í því að veita móður sinni sem bezta aðhlynn- ingu í ellinni. Sigríður á Álfhólum andaðist 1945, þá Orðin 94 ára gömul. Sig- urbára fóru skömmu síðar til Reykjavíkur, til þess að eyða elliárunum hjá einkadóttur sinni, Soffíu ísleifsdóttur. Sigur- bára hafði aðeins dvalist í Reykja vík í 2 ár, er hún varð fyrir því þunga áfálli að missa dóttur sína. Bar hún harm sinn í hljóði, en heilsu hennar fór eftir það hnign andi. Dvaldi hún um nokkurt t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma Ingibjörg Þórðardóttir frá Bolungarvík anda'ðist að Hrafnistu 16. þ. m. Enika Enoksdóttir Guðmundur Sveinbjörnsson. t Systir okkar Guðbjörg Árnadóttir hjúkrunarkona, lézt á Landspítalanum að morgni 16. desember. — Fyrir áönd okkar og f jarstaddra syst kina. Steinunn J. Árnadóttir, Þórhallur Árnason, Ingibjörg Á. Einarsson. t Hugheilar þakkir færum við öllum fjær og nær sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför litlu dóttur okkar og systur Guðlaugar Vilhelmsdóttur Granaskjóli 6. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Barnaspítala Hringsins. Alda Sigurvinsdóttir, Vilhelm Guðmundsson, Kristín Vilhelmsdóttir, Guðmundur Vilhelmsson. Elskulega móðursystir mín. Er þú nú hefur kvatt þennan heim, með, hartnær níutíu ár að baki, hlýt ég að gleðjast með þér að hafa hlotið hvíld, svo mjög sem þú varst farin að heilsu og kröft- um, en hugurinn fyllist jafnframt trega. Elfur tímans rennur stöð- ugt áfram og hefur á brott með sér svo margt, er menn sakna. Mér ef efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnzt þér og átt með þér góðar samverustundir. Glað- værð þín og góðsemi, hógværð þín og hjartahlýja gerðu öllum svo ljúft að vera í návist þinni. Er þú í dag verður lögð til hvíldar heima í sveitinni þinni, er þér var svo kær, á ég þess ekki kost að fylgja þér síðustu sporin til grafar, en- í huganum sendi ég þér mína hjartans kveðju. Sömu- leiðis hefur Bjarni dóttursonur þinn, er nú er staddur erlendis og getur ekki verið viðstaddur, beðið fyrir kveðju til þín. Far þú í friði. Minningin um þig mun geymast heið og hlý í hugum þeirra, er þekktu þig. Soffía Ingadóttir. Sonarminning Frá móður og föður. F. 29/11. Fórst með Þráni NK-70, 5. nóv. 1968. Sonur minn, ég sárt þín sakna. Sár er dagsins vökustnd. — Á •morgni hverjum verða að vakna og vita að næ ei þínum fund. — Hann — með ljáinn beitta, bitra, birtist, — dagur varð að nófct. Sjónutm hvarfst þú kæri sonuir í kalda gröí — svo varð alt hljótt. Ég minnist þín er varstu í vögigu, hve vænt mér þótt um brosið þitt, — Sporin fyrstu. — Árin áfram einatt glöddu hjarta mitt. Þú varðst áfram eftir heima er æsku töldusf liðin ár. — Mamrna og pabbi eru orðin ein. — Nú ríkir hryggðin sár. Við þökkum sonur ástúð alla alla gleði og brosið þiitt. Ég á helga hjartans minning sem huggar særða geðið mitt. Samverunnar sælustunda sífellit geymist minning björfc. Hún linar sviða innri unda — að ending hveirfuir nóttin svört. Þökk sé Guði er gaf þig sonuir. — Hann gefi þrek á reynslustund. Hann gaf og tók, hans verði vilji. — Þig vinur, fel hans kærleiiks muind. Sofðu rótt. í kaldri hvílu Kristur vakir yfir þér. — Góða nótt, unz Guð oss kallar að ganga í lífsins dýrð hjá sér. (Björk). Grétar Skaptason og skipshöfn hans GRÉTAR Skaptason, skipstjóri og skiphöfn hans, sem fórust með m/b Þráni. Frá mágkonu þinni og fjöl- skyldu, Skagaströnd, Grétar minn, þökkum allar stundir með þér. Þegar húmair hausts að kveldi hugur reika fer, eru margar minningamar mætar í huga mér. Kæri vinur kveðju sendi kólgu yfir yztu höf. Dveldu sæll í drottins hendi hans dásemd signi þína gröf. Þjóðólfur Lyngdal Mánudaginn 16. des var jarð- settur Þjóðólfur Lyngdal Þórð- arson. Hann var fæddur 12. júli 1946, dáinn 8. des. 1968. Ég minnist þín kæri vinur og þakka þér okkar góðu samveru- stundir, sem við áttum saman á þinni stuttu lífsleið. Ég votta öllum aðstandendum og þó sér- staklega hjartkærri eiginkonu Sigurborgu Pétursdóttur, syni Pétri Gunnari og aldra'ðri móður, fyllstu samúð og byð guð að styrkja ykkur öll á þessum sorg- artímum. Það er svo margs að minnast í muna á kveðjustumdu æsku daga ungra, yndis frá störfum og leik man ég brosin þín björtu bamslega hreina lundu varmann frá voniglöðu hjarta, þessi vinhlýja engan sveik. Unga drengi dreymir, þeir draumar ei allir rætast á örfleygri ævistundu okkur er mörkuð leið. Við skiljum ei skapadóm lífsins, skammsýn hjörtun grætast. Fífill hló friður að morgni, en var fallinn um miðaftans skeið. Öldur hafs um ykkur kveða ávallt sorgarljóð er byltast þær að bröttum klett- um í bjarma af sólarglóð því drottimn heim nú hefur kallað hetjur sjálfar burt af leið. í faðmi hans þeir fái að hvíla Frelsarans Jesú þess ég bið. M. K. Það dimmir yfir dölum jarðar, og dofnar sérhvert gleðiljós. Við dranga brotna bámgarðar, og bliknuð liggur sumarrós. Vor hjörtu sveipuð húmsins klökkva, við helga von sinn trega slökkva. En innra fyrir sjónum sálar, við sjáum átök lifs og hels. Á hafsins vegum brimið bálar, og boðar komu hinzta éls. Þar siglir gnoð til heimahafnar, og heilög þrá í brjóstum grær. En þar sem þrek og diirfska dafnar, hver daguir nýja gleði fær. En ferðin endar fyrr en varir, og fæstir þekkja leiðarlok. Er frískir menn við feigðarskarir, ei foxðast mega skaparok. En hljóta títt í vök að verjast, í veðragný og ógnum grands. Við krappan sjó þeir kunna að berjast, en koma ei alltaf þó til land-s. í djúpsins ró und bárum bláum, er búin hinzta hvíla þeim. Sem fyrr var meðal fríska sáum, en fengu ei lokið sigling heim. Þeirra minning mun ei deyja, meðan hér við eigum tötf. Verið sælir synir Eyja, signi drottinn ykkar gröf. K. H. Samúðarkveðjuir til allra að- standenda. Þá er að kveðja og þakka, þakka liðnu árin, fyrst hefur Kristur kallað, þig kæri úr jarðvist hér. Ég bið hann böl þitt bæta, ég bið hann lækna sárin, um eilífð hans voldug vemdin vaki yfir þér. S.K. Guðmundur Ottósson. t t Stefán Ásgrímsson verður jarðsunginn mfðviku- daginn 18. des. kl. 1.30 frá Fíladelfíu, Hátúni 2. — Þeim sem vildu minnast hans er bent á kristniboðssjóð Fíla- delfíu. — Fyrir hönd bama, tengdabarna, barnabama og systkina. Ásgrímur Stefánsson. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konunnar minn- ar, móður, örnmu og lang- ömmu Sigrúnar Júlíusdóttur Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Helgi Guffbjartsson. - ASI Framhald af bls. 5 hann sakar þá miðstjórnarmenn sem ekki vildu lengur draga að hefja viðræður við ríkisstjórnina í atvinnumálum, um að brjóta samþykktir alþýðusambandsþings — Alþýðusambandsþingið krafð ist tafarlausra aðgerða í atvinnu málum. Og gatnvart atvinnu- lausu fólki er allur dráttur að- gerða í þessum málum óverj- andi. Þeir, sem telja sig veikja ríkisstjórnina með ábyrgðarlausu framferði í atvinnuleysismálum nú, fara villir vegar. Þeir ger- ast hennar beztu stuðningsmenn. Það verður tafarlaust að koma ljós, hvort rikisstjómin ætlar að halda að sér höndum í atvinnu- málum, eða láta hendur standa fram úr ermum. Þess vegna ber miðstjóm Al- þýðusambandsins að hefja at- vinnumálaviðræður við ríkis- stjórnina án minnstu tafar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.