Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1968 23 65 ára: Úlafur L. Lórusson 65 ám er í dag Ólafur S. Lár- usson, Vallarg. 6, Keflavík. Hann er borinn og barnfæddur Keflvíkingur og hefur átt hér heima alla tíð. Ættir hans verða ekki raktar hér, því þær eru mér ekki kunnar, nema hið næsta. Enda er hver mestur af sjálf- um sér og á það vel við um Ólaf. Hitt er ljóst að sterkir hljóta þeir að vera stofnamir, sem standa að svo heilsteyptum og vel gerðum manni sem ó'laf- ur er. Það er oft talað um aldamóta- mennima og þau afrek sem þeir áorkuðu í lífi sínu. Oft er það nokkuð óljóst, hvað aldamóta- kynslóðin teiur marga árganga. Margir munu þó álíta að hér sé átt við þá, sem komu til starfa rétt fyrir og eftir aldamótin. Víst unnu þær kynslóðir mikil afrek. Kynslóða skil mætti kalla að verði í lok stríðsins 1914-1918. Þá taka til starfa, þeir sem fædd ir eru næstu árin eftir a'ldamót. Þegar saga þeirrar kynslóðar skráð, tel ég að hún verði ekki ómerkari en hinna oÆt nefndu aldamótamanna. Ólafur S. Lárusson er í hópi þeirrar kynslóðar, sem fer að láta að sér kveða upp úr 1920. Hún var alin upp í ljómanum af lokabaráttunni fyrir fullveldinu sem hófst með tilkomu íslenzks ráðherra, sem búsettur var hér á landi og endaði með sambands- lagasamningnum 1918. Á þessum árum varð bylting í atvinnulífi þjóðarinnra. Togararnir og vél- bátamir koma ti'l sögunnar. Framleiðslan eykst en víða var þröngt í búi. Ekki nutu allir framfaranna í sama mæli. Ekkja með ungböm átti erfitt uppdráttar. Jafnvel þótt aldrað- iir foreldrar veittu skjól. Ólafur missti kornungui' föður sinn og ódst upp hjá móður sinni i skjóli afa síns og ömmu. Þótt draumur- inn um fullveldið yljaði um hjartaræturnar, var oft kallt í koti og norðan næðingurinn níst ir inn að beini. Þá er heilsunni hætt. Sumir bera þess áldrei bætuir. Ekki var margra kosta völ, þegar ólafur byrjaði að vinna fyrir sér. Sjávarplássin sóttu lífs afkomu sína í einn stað, feng- sæl fiskimið. Þangað lá leiðin. Þar biðu tækifærin fyrir dug- mikla og dáðrakka mannkosta menn. Ólafur hóf sjómennsku á unga aldri og stundaði sjóinn meðan heilsa leyfði. Manni með hans skapgerð var það ekki nóg að ná árangri sem mikill afla- maður. Hann vildi eignast bát. Sá draumur rættist, þegar hann ásamt með öðrum keypti bát var hann nefndur Jón Guðmundsson eftir afa Ólafs. Hann varð einka eigandi að þessum bát síðar. Fleiri báta átti hann með þessu nafni, og marga aðra. Hefir hann stundað umfangsmikla útgerð til þessa dags, ásamt með fiskverk- un og frystihúsarekstri. Miklar sveiflur hafa verið í þessum at vinnurekstri á imdanförnum ára tugum og hefir Ólafur að sjálf- sögðu ekki farið varhluta af því. Oft hefir verið erfitt en aldrei gefizt upp. Stálvilji hans er sliík- ur og heiðarleiki, að það hefur lyft honum yfir erfiðleikana og skapað honum traust og vinsemd þeirra, sem við er að skipta. Stendur hann í dag föstum fótum og traustum í sínum atvinnu- rekstri. Þótt margt sé andstætt í líf■ inu, er þó heilsuleysi verst við að glíma. Frá árinu 1942, hefir Ólafur dvalið 'langdvölum á Vif- ilsstöðum og vart fallið úr ár svo að hann hafi ekki þurft að dvelja þar einhvern tíma. Það hefur reynt mikið á sálarstyrk hans að þurfa sífellt að hverfa frá heimili og starfi, hvernig sem á hefur staðið og taka upp glímuna við hvíta dauðann. Auk hjúkrunar og læknis lyfja hafa honum reynst bezt í þeirri glímu viljastyrkur hans og lífs- löngun, sem hvort tveggja er hert í óbilandi trú hans á almátt ugum guði. Trú hans á guðlega forsjón, hefu verið hans mikli styrkur í lífsbaráttunni. Trú hans á framhaldslíf er falslaus og hefur hann mikinn áhuga fyr ir sálarrannsóknum. Ólafur hefur ekki haft mikil afskipti af félagsmálum. Ekki er það þó fyrir það að hafi ekki á- huga fyrir því, sem er að gerast í kringum hann. Hann er mjög vel heima í málefnum líðandi stundar. Hann mun að upplagi vera einfari, sem ekki vi'll láta á sér bera. Hann sýndr þakklæti sitt, fyrir góðar gjafir skapar- ans sér ti'l handa með því að hlúa að mörgum sem bágt eiga. Hann veit að faðirinn, sem er á himnum veit það. Árið 1925 giftist Ólafur konu sinni Guðrúnu F. Hannesdóttur. Hefur þeim orðið 12 bama auð- ið. Af þeim dóu tvö í æsku, en hin tíu eru uppkomin og öll gift. BLADBURDARFOLK OSKAST í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes (Skólabraut) — Fálkagötu — Háuhlíð — Laugavegur frá 1—33 — Breið- holt I — Hverfisgata I — Sogavegur frá 71-224. To/ið v/ð afgreiðsluna i sima 10100 Flutt í útlegð Er það hiran myndarlegasti hóp ur, 5 stúlkur og 5 drengir. Það má ljóst vera að oft hefur mik- ill þungi hvílt á þessari konu með þennan stóra barnahóp og sársjúkan eiginmann. Vinnudag urinn var oft langur og svefn- tímiran slitróttur. Aldrei hefur verk úr hendi fallið og óþreyt andi hefur hún verið að hlú að bónda og börnum. Umhyggjusemi hennar fyrir heilsu þeirra og völ líðan á sér engin takmörk. Há'lft hans lán er því hennar verk. 1 dag fagnar Ólafur 65 ára af mæli sínu. Ekki mun honum ætíð verið hugað svo langt líf, þótt 65 ár teljist ekki hár aldur nú á tímum. En guð einn veit og guð einn skilur. Og vonandi eig- um við eftir að vera honum sam- ferða um langa tíð. Hann getur þó í dag horft yfir farinn veg og glaðst yfir því, sem hann hef ur áorkað með hjálp guðs og góðra manraa. Ég vil að lokum þakka Ólafi, tengdaföður mínum, fyrir allt það, sem hann og reyndar þau hjón bæði, hafa mér gott gert. Ég vil leyfa mér að segja það og vona að ég mæ'li þar einnig fyrir munn annarra tengdabarna hans, og viðkynningin við hann hefur sannað okkur, að góður maður er gulli betri. Til hamiragju með daginn. Ásgeir Einarsson. Á ANNAN í jó'lum varð Valgarð- ur Stefánsson á Akureyri, sjötug ur. Hann er fæddutr að Fagra- stoógi við Eyjafjörð, sonur hjón- anna Stefáns Stefánssonar aliþirag ismianns og Ragnheiðar Davíðs- dóttur frá Hofi í sömiu srveit. Eftir venjulegan lifsundirbún- irag þeirra tíma, setti hann á stofn eigin heildverzlun 1933 á Akur- eyri, sem í dag er þjóðkunn. Það má segja, að litfsfilosofi Val garðs endursipeglist að raokkru leyti í verzlun hans, þar er eragan óþarfa að finna, eingöragu brýn- ustu nauðsynjar. Álagnirag lögurai samkvæmt Glingur og glys fæst ekki. Valgarður fellur engan vegiran inn í þá mynd, sem almenningur hefur dregið upp af heildsölum í dag: Fátækir í anda en ríkir að fé, Hér mætti snúa reglunni við. Vinir Valgarðs senda árnaðar- Moskvu, 16. des. (NTB) FRÚ Larissa Daniel, dr. Pavel Litvinov og þrír meðfangar þeirra í Leforto-fangelsinu við Moskvu, voru í dag flutt þaðan til útlegðar austast í Sovétríkj- unum. Voru fimmmenningarnir dæmdir í október fyrir háreysti og friðarröskun á almannafæri hinn 25. ágúst sl., en þann dag komu þau saman á Rauða torg- inu í Moskvu til að mótmæla innrásinni í Tékkóslóvakíu. Hlutu þau öll útlegðardóma. Dr. Pavel Litvinov er 29 ára og sonarsonur Maxims Litvinovs, fyrrum útanríkisráðherra. Var hann dæmdur til fimm ára út- legðar í Cíhita, sem er fjallahér- að norð-austur atf Mongólíu. Frú Larissa Daniel er gift rithöfund- iraum Juli Daniel, sem einnig situr í fangelsi. Var hún dæmd til fjögurra ára útlegðar á Ir- kutsk-svæðinu fyrir norðan Mongólíu. Auk þeirra eru svo Konstantín Babitsky, miálfræð- ingur, sem á að dveljast í þriggja ára útlegð í Omsk í Vestur-Síbe- ríu, rithöfundurinn Vadim De- lone á að dveljast í tvö ár og tíu óstoir á þessum tímamótum og minnast litriks persónuledka. F. S. mánuði á Murmansk jryæðinu við Barentshaf ,og iðn-verkamað urinn Vladimir Dremljuga í þrjú ár í Tiomene fyrir austan Ural. Ekki er vitað hvort útlagarn- ir verða fluttir flugleiðis á áfangastaðina eða með járnbraut arlestum. Talsmaður dómsyfir- valdanna í Moskvu lýsti því hins vegar yfir, eftir að dómarnir voru upp kveðnir í október, að útlagarnir fengju að velja sér störf í útlegðinni, þeir fengju að hafa fjölskyldur sínar hjá sér, og þeim væri ekki meinað að hafa bréfasambönd við vini sína. — Keflavíkurvöllur Framhald af hls. 19 flugvöllurinn, sem talinn er mjög fullkominn millilandaflugvöllur. Að enginu vil ég ítreka, að varnarsamningurinn verði endur skoðaður sem allra fyrst og það leiði til frekari hlutdeildar, ábyrgðar og áhrifa íslendinga í rekstri herstöðvarinnar. Kæmi þá eðlilega til að fæktoa verulega í varnarliðinu frá því sem nú er, en íslendingum yrði fjölgað nokkuð á herstöðinni og þar yrðu t. d. 200—300 manns þjálfaðir í almannavörnum, sem síðan myndu skipuleggja þau mál á þéttbýlissvæðunum. Það er okkur til nokkurrar van virðu að taka ekki virkari þátt i öryggismálum okkar, en raun ber vitni, og það gerir okkur óþarflega háða Bandarikjunum á vissum sviðum, hveru skeyt- ingar- og ábyrgðarlausir við höf- urn verið í þessum efnum. Eng- inn má þó skilja orð mín svo, að ég ætli íslendingum að hervæð- ast í gegnum almannavarnir. — Þeir sem unnið hafa á herstöð- innj vita vel, að mikill meiri- ’hluti þeirra starfa sem þar eru framkvæmd eru ekki hernaðar- legs eðlis og það eru öll slík störtf sem íslendingar sjálfir eiga að sjá um. Kristján Pétursson. AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8Q Afmæliskveðja FLUGELDAR ÚRVALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA NÝTT ! FALLHLIFARAKETTUR Eldflaugar TUNGLFLAUGAR ST J ÖRNURAKETTUR SKIPARAKETTUR Handblys RAUÐ — GRÆN BENGALBLYS JOKERBLYS REGNBOGABLYS RÓMÖNSK BLYS F ALLHLÍ F ARBL Y S SÓLIR — STJÖRNULJÓS — STJÖRNULJÓS — BEN G ALELD SPÝTUR VAX-ÚTIHANDBLYS, loga % tíma— VAX-GARÐBLYS, loga í 2 tíma. — HENTUG FYRIR UNGLINGA — Verzlun O. Ellingsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.