Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1969 t Systir okkar María Eiríksdóttir Krosseyrarvegi 3, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi 19. jan. Guðrún Eiribsdóttir, Eiríkur Björnsson, Margrét Bjömsdóttir, Jón Björasson. t Faðir minn Jón Þorsteinsson, lézt á sjúkradeild Hrafnistu sunnudaginn 19. jan. Benedikt Jónsson. t Faðir okkar Sveinn Sveinsson Litlu-Völlum, Garðahreppi anda'ðist að St. Jósefsspítala 18. þ. m. Sveinbjöra Sveinsson Sigurður Sveinsson. t Elskuleg eiginkona mín Lára Bjömsdóttir andaðist 17. janúar s.L á sjúkradeild HraJnistu. Jón Jónsson. t Bróðir okkar Carl Otto Anderson andaðist 3. jan. 1969 í West Paim Beaeh Florida. Fyrir hönd fjarverandi eigin- konu og dóttur. Bengta Andersen Axel Andersen Helga Andersen Aima Leifsson. t Systir okkar Guðlaug Benediktsdóttir Hverfisgötu 112, andaðist að morgni 19. jan. 1 Borgarsjúkrahúsinu. Fyrir hönd bræðranna. Steinólfur Benediklsson. t Eiginmaður minn Hallvarður Einar Árnason Hátúni 4 andaðist mánudaginn 20. jan. í Borgarspítalanum. Guðrún Kristjánsdóttir, börn, tcngdabörn og barna- böra. — Halldór Jónsson Framliald af bls. 11 ar staðhætti og láta þá „redda málunum" fyrir sig. Síðan verða íslendingarnir að láta sér lynda, að þeir útlenzku ^kammti sér það úr hnefa, sem þeir síðar- nefndu kjósa. Verða oft litlir vinaskilnaðir að lokum. Það er kannske ekki svo frá- leit hugmynd að íslenzk verk- takafyrirtæki fari og gerist skatt borgarar í öðrum löndum til þess að geta boðið í verk hér heima. Þaðan gætu þeir keppt á jafn- réttisgrundvelli við þá útlenzku með staðarþekkingu íslendings- ins framyfir. Svar við spumingunni: Mjög tvísýnt. t Konan min og móðir okkar Ásta Jónsdóttir Stangarholti 4, andaðist á Landspítalanum 20. þ.m. Hjörtur Jónsson og börn. t BróðÍT okkar Halldór Jónasson frá Hrauntúni ándaðist 18. janúar áð Hrafn- istu. Elísabet Jónasdóttir Bjarni Pétur Jónasson. t Hjartkær eiginmaður minn Ólafur Þórðarson skipstjóri, Linnetstíg 6, Hafnarfirði, lézt að morgni 20. jan. Guðrún Eiriksdóttir. t Móðir min Jónfríður Halldórsdóttir Hverfisgötu 45, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Hafnar- fjarðarkirkju miðvikudaginn 22. þm. kl. 2 síðd. Blóm af- beðin, en þeir sem vildu minnast hennar, láti Hafnar- fjarðarkirkju e<ða líknarstofn anir njóta þess. Fyrir hönd o/kkar systkin- anna og annarra vandamanna. Haraldur Sigurjónsson. t Utför Christian Jensen Elliheimilinu er andaðist 14. jan. á Sól- vangi í Hafnarfirði fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 22. jan. kl. 3. Vandamenn. HUGMYNDIR UM FRAM- TÍDARSKIPULAG ATVINNU- VEGANNA Eyjólfur Konráð Jónsson gaf fyrir skemmstu út bók, 3em fjall ar um rekstrarform hlutafélaga, og nýjar leiðir í atvinnumálum. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert lagalegt sé því til fyrir stöðu, að hér geti starfað almenn ingshlutafélög, að frátöldu þvi, að skattakerfið tvískattar þann pening, eem menn leggja í fyrir- tæki, en sleppi sparifé. Hér er að vísu um næga ástæðu til þess, að einginn óvit- laus maður leggur fé sitt í fyrir- tæki, sem hann ætlar ekki að hafa beina atvinnu af. En fleira kemur þó til Jónas Haralz ritar skömmu síð ar í Morgunblaðið um bókina. En hann svarar ekki fremur en Eykou þeirri spurningu, hvers- vegna ekki rísi hér upp almenn- ingshlutafélög. En hversvegna ekki? Er ekki hér um að kenna, að verðbólgan, skatturinn og reynsl an eru búin að kenna þorra ai- mennings þá einföldu lexíu, að ö’.i íslenzk fyrirtæki virðast vera t Guðbjörg Ágústa Þorsteinsdóttir frá Ytri-Þorsteinsstöðum lézt á Landsspítalanum þ. 19. janúar. Systkinin. t Systir okkar Margrét Jónsdóttir frá Prestbakkakoti andaðist að Sólvangi 16. þ-m. Útförin hefst frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 23. þ.m. kl. 1,30 e.h. Jarðsett verður í HafnarfirðL Blóm afbeðin. Eirikur Jónsson Sveinn Jónsson Hallgrímur Jónsson. t Ég þakka innilega öllum, nær og fjær, sem auðsýndu sam- úð og vináttu við andlát og útför konu minnar, Lydíu Pálsdóttur Hofsnesi. Guð blessi ykkur öll. Bjarni Sigurðsson. t Innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og útför móður okkar og tengda- móður Guðrúnar Egilsdóttur. Þórdís Daníelsdóttir Sigurður Skúlason Marta Daníelsdóttir Lárus Astbjömsson Guðrún Eiríksdóttir Egill Danielsson Lára Guðmundsdóttir Stefán Richter. dauðadæmd fyrr eða síðar. Þvl sé miklu betra að fjárfesta í í verðtryggðum spariskirteinum ríkissjóðs heldur en í atvinnu- fyrirtækjum, sem aðrir vinna við. Hver verður því þróunin? Verður hún ekki isívaxandi út- þensla ríkisafskipta og meiri sósíalismi? Vissulega verður lýðræðisleg- Ur meirihluti landsmanna að ráða því, hvaða tegund hagkerfis við munum nota í framtíðinni. En hvert stefnum við? Veltum því fyrir okkur hvert og eitt hvað atvinna sé. Verður hún ekki til við starfsemi fyrir- tækja ýmiskonar? Myndast ekki aukin atvinna einungis við stöð- uga útfænslu atvinnfyrirtækj- anna til sjávar og lands. Þ.e.a.s. gróða þeirra? Fyrirtæki geta eflst bæði með því að vera ríkiseign, sbr austantjaldslönd eða með því að vera f einkaeign almenn- ings í landinu eða jafnvel sameign almennings og útlend- inga, og ganga kaupum og sölum eins og hverjar aðrar eignir. Sé síðari kosturinn valinn, þá fer aðeinis vel hafi almenningur áhuga fyrir því, að leggja sína fjármuni í arðvænleg fyrirtæki. Og það fær hann aðeins með því, að fyrirtæki geti grætt, borg- að arð og stigið í verði. Að mínum dómi er fátt, sem getur hvatt fólk í dag, til þess að leggja fé sitt í íselenzkan at- vinnurekstur. Kemur til almennt lífsskilyrðaleysi íslenzikra fyrir- tækja, sem orsakast af verð- bólgu ranglátri skattalöggjöf gagnvart hlutabréfum og arði og þarafleiðandi skortur á almenn- um verðbréfamarkaði. Öllu þessu getum við breytt með einu pennastriki. Leyfum fyrirtækjuim að endurmeta eign- ir með tilliti til endurkaupverðs. Breytum sikattalögunum til skyn semdar og látum fólk finna ann- ars konar penin.galykt af fyrir- tækjum en þá sem einskorðast ■við hærri kauptaxta. Sú króna, sem tekin er af hagstæðum rekstri fyrir tækja og þarfafleiðandi hagstæð- um rekstri þjóðarbúsins alls verð ur alltaf betri eign en fölsk ávís- un á túkall, fengin með verk- föllum eða skattofbeldi. HVAR SKAL BYRJA? Orð eru til alls fyrst. Eintómt svartagallisraus og krepputal leið ir ekki til neins. Bók Eyjólfs Kon ráðs ber að fagna, hún er já- kvætt framlag til nýrra umræðna um framtíð íslenzkra atvinnu- vega. Bkki veitir af. Hér er mjög brýnt verkefni fyrir höndium fyrir alla þjóð- ina að fást við, miklu brýnna en nýjar Seðlabankabyggingar, Skarðsbókarkaup og fornsagu- lestur. Sem sé, að finna fram- tíðarlífsgrundvöll fyrir okkar vaxandi þjóð. Og orð eru til alls fyrst. Komum á stað almenn- um umræðum um þessi mál og reynum að gera upp við okkur hvert við eigum að stefna. Ég á ekki við það, að þeir Jónas og Jóhannes skuli vera einir um að flytja erindi yfir þessum og hin- um hópi manna. Heldur skulutn við fá aðra til þess að tala líka. Fáum sem flesta dugnaðar- og greindarmienn til þess að koma í útvarp, sjónvarp og blöð til þess að sekja okkur hinum, að hagfræðingum og stjórnmálamönnum meðtöld- um, hvað þeiri leggi til málanna. Ég hygg að margir þeirra manna, sem staðið hafa af sér 50 ár í ís- lenzku athafnalífi, lifað kreppur og velgengnistíma, þolað Ey- stein og vinstri stjórn, og standa jafnvel enn, kunni ýmis sannindi að segja okkur, sem er ekki síður vert að heyra heldur en ekólabók arlærdóm hagfræðinganna. Það er að minnsta kosti áreið- anlegt, að fari svo, að allt sofni hér niður i ráðleysi og kreppu, og íslendingar lifi sinn „Exodus", þá er það okkur sjálfum að kenna og engum öðrum. Það þýðir ekkiert að benda á pólitíska andstæðinga og segja: Það var allt ykfcur að kenna. Þjóðin í heild hefur hagað sér eins og drukkinn maður áratug- um saman og það verður að taka afleiðingunum af því. Orð verða til alls fyrst. Við get um öll sagt okkar álit og gert okkar tillögur. Almennur kjós- andi á gjarnan að segja sitt álit oftar en með páruðum krossi að indíánavísu við hin óumflýjan- legu nöfn á kjörseðlinum á fjög- urra ára fresti. Mergurinn málsins er, að við gerum okkur ljóst hvert við stefnum og hvað við viljum í at- vinnumálum. Annað hvort skul- um við allir verða ríkisstarfs- menn eða efla annars konar rekstrarform. En þá þýðir engin hálfvelgja, hún leiðir beint til sósíalismans. Halldór Jónsson, verkfræðingur. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar Sigurbjargar K. Frímann, Hátúni 3. Bjarni Jónsson og aðrir aðstanendur. Þeim, sem sýndu mér vim- semd á sjötugsafmælinu með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum, þakka ég af heilum huga. Kristvaldur Eiríksson AlafossL Aðalskrifstofan TJARNARGÖTU 4, verður /ofcuð r dag frá hádegi, vegna jarðarfarar Happdrætti Háskóla íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.