Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1969 3 Per Asplin horfir yfir Keykja vík. (Ljósm. Ól. K. M.) Leikari, söngvari, píanóleikari, trúður? Norðmaðurinn Per Asplin skemmtir Reykvíkingum PER ASPLIN hefur stundum verið kallaður Danny Kay Norðurlanda og sumir álíta hann bezta skemmtikraftinn á Norðurlönduim. Og víst er að vel var honum tekið á hátíða- kvöldvöku Norrænu félaganna í fyrrakvöld og vafalaust verða margir til að taka und- ir söng hans í Norræna hús- inu í kvöld. — Ég veit ekki hvort ég á að kalla mig söngvara, leik- ara, píanóleikara eða trúð. Ég geri sitt lítið af hverju, seg- ir Asplin sjálfur. Einhverjir minnast hans vafalaust frá því hann kom hér fyrir 17 árum ásamt fjór- um félögum og skemmti í Aust urbæjarbíói. — Ég hef sungið og leikið frá því ég man eftir mér og kom fyrst fram 5 ára gamall. Eftir stúdentspróf byrjaði ég í háskóla, nam sögu og var einnig við tónlistarnám. En tíminn til námsins var lítill því að ég var alltaf einhvers staðar að leika og svo var ég með eigin jazzhljómsveit. Á endanum gaf ég háskólanám- ið upp á bátinn, en lauk tón- listarkennaraprófi og sá ég ekki eftir því. Síðan hef ég verið á ferðinni, með ferða- tösku og hattana míná, sung- ið og grínazt, bæði heima í Noregi og erlendis — á Norð- urlönduim, Bandaríkjunum, Japan og Þýzkalandi. — Þegar ég hef komið fram erlendis hef ég reynt að finna út hvað hæfir bezt á hverj- um stað. Reynsla mín er sú að það er það sama, sem fólk vill heyra og sjá, hvort sem það býr í Japan eða á Islandi og ég held að ég nái því með þeim stíl, sem ég hef tileink- að mér. Per Asplin er ekki alltaf einn á sviðinu. Hann kemur öðru hverju fram sem gestur í söngleikjum, t.d. lék hann Tony í West Side Story, er söngleikurinn var sýndur í Osló. Einnig ferðast hann all- mikið um á veguim SAS, ásamt Alice Babs frá Svíþjóð og Svend Asmussen frá Dan- mörku. Komu þau fram á há- tíðahöldum í sambandi við opnun nýrra flugleiða og vill SAS þannig sýna að Svíar, Danir og Norðmenn starfi ekki eingöngu saman í flug- málum. Auk þessa hefur Asp- lin sungið inn á fjölmargar plötur. — Vörumerki mitt, ef svo má segja er lagið „En glad calypso om vaaren“, segir Asp lin. Platan með því lagi er stöðugt ofarlega á vinsældar- listanum heima og ég enda oft á þessu lagi og taka álieyrend ur yfirleitt undir. Viðlagið er auðlært og textinn einnig og á hátíðakvöldvökunni í Nor- ræna húsinu tóku gestir hressi lega undir hjá mér. Per Asplin fer heim til Nor egs á morgun. Um páskana ætlar hann að dv.eljast á fjalla hóteli ásamt fjölskyldu sinni, hvíla sig og njóta fjölskyldu- lífsins áður en hann leggur upp í næstu ferð. KRON reynir að kaupa sér vinsæld ir með blekkingum — Raunverulegt vöruverð og þjónusta við neytendur rœður úrslitum hvar verzlað er — segir Ssgurður Magnúss., fran kvœmda- sfjóri Kaupmannasamfetkanna Að undanförnu hefur aJ- menningur mjög verið hvatt- ur til þess að beina viðskipt- um sínum til verzlana Kaup- félags Reykjavíkur og ná- grennis (KRON) á þeirri for- sendu, að fyrirtæki þetta hafi ákveðið að greiða aukna verð Jagsuppbót á laun. Mbl. sneri sér í gær til Sigurðar Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Kaupmanna- samtakanna, og innti hann álits á þessu máli. Sigurður Magnússon sagði, að síðustu reikningar, sem hann hefði undir höndum yfir rekstur KRON væru frá árinu 1966. Það ár hefði fyrirtæki’ð talið sér til tekna 702 þúsund krónur vegna sölu á fasteignum og með því móti hefði endar náðst saman á reikningunum þannig að þeir sýndu 626 þúsund krónur í hagn að það ár. AFKOMA ANNARRA KAUPFÉLAGA Sigurður Magnússon kvaðst ennfremur hafa undir höndum skýrslu um afkomu 10 kaup- félaga á árinu 1966, sem ein- göngu hefðu með höndum verzl- unarrekstur fyrir neytendur, þ.e. tækju ekki landbúnaðarvörur til vinnslu og hefðu þessi kaupfélög þá rekið 64 verzlanir. Velt þess- ara kaupfélaga nam á árinu 1966 475 milljónum króna en gjö'ld umfram tekjur námu 11,4 milljón um króna. Frá þessum tíma, sagði fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna, og þó sérstaklega á sl. ári hefur þróunin í tekjumyndun verzlunarinnar verið mjög óhag- stæð. Er ekki fjarri lagi að ætla að þar sem hallareikstur var 1966, sé hann allt að tvöfallt meiri 1968. SKOLLALEIKUR Þess vegma kemur mér ákvörð Sigurður Magnússon un stjórnar KRON um vísitölu- greiðslurnar ákaflega spánskt fyrir sjónir og maður veltir því fyrir sér hver tilgangurinn er. Hann vir’ðist vera sá að afla sér vinsælda út á eitthvað annað en vöruverð, vörugæði og vöruúr- val. Fyrir einu og hálfu ári var Framhald á bls. 27 Tilboð vikunnar >f >f er þetta sófasett á krónur 2 0 0 0.— úf cg 2000.— á mánuði Skoðið þetta fallega og vandcða sófasett Kaupið núna það horgar sig, M-M <=>í í i \rt JLL » I Simi-22900 Laugaveg 26 STAKSTEIMAR Umræður í borgar- stjórn Reykjavíkur Andrés Kristjánsson, ritstjóri Tímans, skrifaði fyrir nokkru at- hyglisverða hugleiðingu í blað sitt um fundi borgarstjórnar Reykjavikur. Þótt skoðanir séu I vafalaust skiptar um þau sjónar- mið, sem hann setur þar fram, er enginn vafi á því, að nauð- synlegt er að breyta starfshátt- um borgarstjórnar. Andrés Kristj ánsson segir m.a. í grein sinni: „Ég hef nú hlýtt á umræður í borgarstjórn Reykjavíkur meira og minna í 20 ár. Á þeim tíma hefur Reykjavík stækkað um helming, bæði að flatarmáli og fólksfjölda. Þar hafa orðið stór- breytingar í félagslífi og fram- kvæmdum, ný verkefni komið til, önnur lagzt til svefns í sögunni. Ný sjónarmið og félagshættir komið til. Samt er bæjar- eða þorgarstjórn alltaf furðulega lík sjálfri sér. Hún hefur svo að segja ekkert breytzt. Mér finnst < stundum, að hún hafi staðið af 1 sér allar breytingar tímans, sé j hið eina óforgengilega í starfs- háttum sínum og svip í þessari borg . . . En það sem vekur jafn- an mesta undrun mína á borgar- stjórnarfundum, er þessi óhagg- anlegi ræðubragur, sem stend- ur eins og klettur í breytinga- straumi timans. Jafnframt er at- hyglisvert það algera tómlæti, sem borgarar sýna störfum borg arstjórnar. Þar sézt svo að segja aldrei sála á áheyrendapalli, sem j þó er hinn þægilegasti í borgar- stjórnarsal. Þeir einu sem þar j sjást eru einstaka starfsmenn ! borgarinnar, eða nefndarmenn sem telja sig verða að fylgjast með umræðu um mál er þá snert ir. Endrum og eins ber út af þessu, þegar öldur risa hátt i deilum um atvinnu- og kjara- mál. Þá kemur fyrir, að hópur manna kemur á pall, en hinn al- menni borgari lætur sig engu skipta meðferð almennra borg- ^ armála í borgarstjórn. Þessi al- deyfa er enn meiri í Reykjavík en í öðrum bæjarstjórnum á landinu að ég held.“ Langar ræður Síðan segir Andrés Kristjáns- son: „En víkjum aftur að ræðu- höldum og þessum furðulega löngu ræðum borgarfulltrúanna hvers yfir öðrum, þó að þeir hlusti sjaldan sæmilega hver á annan. Ég drep til að mynda á síðasta borgarstjórnarfund. Þar I var á dagskrá margrætt mál — j Bæjarútgerð Reykjavíkur og ít- j arlegt nefndarálit um rekstur hennar — mikið mál og merkt en engan veginn flókið. Fram- sögumaður flutti klukkustunda » ræðu, að miklu leyti upplestur úr nefndarálitinu, sem lá á borði hvers fulltrúa. Annar borgarfull i trúi talaði einnig í fulla klukku- ! stund, aðrir skemur en voru þó langorðir. Umræður stóðu hátt á fjórðu klukkustund og hafði þó fátt verið sagt sem hver áheyr- andi vissi ekki. Slíkar langræð- ur eru hið algilda umræðuform i í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar eru nær aldrei stutt og snögg orðaskipti, aldrei biður maður' um að taka fram til leiðrétting- ar.“ * Breytt fundarsköp í log hugleiðinga sinna segir* Andrés Kristjánsson: „Borgar- stjórn Reykjavíkur er ekki fjöl- mennari en hæfilegur hringborðs fundur. Þar þarf að breyta fund- arsköpum í því skyni að gefa umræðum hærri tiðni. Borgar- fulltrúar þurfa að vera samtaka um að leggja af langhlaupin en iðka Wtur spretthlaupin og stefna að því að láta borgarstjórn arfundi fylgjast mcð almennri þróun fundarhalda og nálgast j h rin gborðsf ormið.“ t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.