Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1069 17 Ötboö aö stækkun Áhuröarverk- smiðjunnar undirbúin - athugáð hvaða áburðartegundir verður hagkvœmast að framleiða INGÓLFUR Jónsson landbúnað- arráðherra svaraði í gær fyrir- spurnum á Alþingi um stækkun Áburðarverksmiðjunnar. Voru fyrirspurnirnar bornar fram af Jónasi Jónssyni, og fara þær hér á eftir ásamt þeim svörum er ráð herra gaf: 1. fyrirspurn: Hefur rikisstjórn in formlega samþykkt áætlanir Áburðarverksmiðjunnar um fyr- irhugaða stækkun? Svar ráðherra: Ríkisstjórnin hefur með bréfi til stjórnar Áburðarverksmiðjunna, dagjs. 17. þ.m., gefið heimild til að undir- búa framkvæmdir til stækkunar verksmiðjunnar. Er bréfið svo- hljóðandi: „Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stjórn Áburðarverk smiðjunnar h.f. geri þær ráðstaf- anir til að ganga frá tilboðum um stækkun verksmiðjunnar og gangi frá tæknilégum atriðum i sambandi við undirbúning stækk unarinnar". Það má segja, að þetta sé ekki formleg samþykkt, en þegar þessum þætti er lokið mun ríkisstjórnin taka þetta mál fyrir að nýju og ákveða frekar um aðgerðir. Hefur ríkisstjórnin ávallt verið í sambandi við stjórn verksmiðjunnar. Fonsætisráð- herra lýsti því yfir í okt. 1967 að ríkisstjórnin vildi beita sér fyrir því að Áburðarverksmiðjan h.f. yrði stækkuð, en stjórn verk- smiðjunnar hefur látið fram fara athuganir á því hvort slík stækk un væri þjóðhagtslega hagkvæm. Má segja, að þær athuganir séu nú það langt komnar, að tíma- bært sé að ganga frá útboðum á stækkun vei ksmiðjunnar. 2. fyrirspurn: Hvaða áburðar- tegundir er fyrirhugað að fram- leiða í áburðarverksmiðjunni eftir stækkunina? Svar ráðherra: Stjórn verk- smiðjunnar hefur baft samráð við bændavamtökin; Búnaðarfé- lag íslands, Stéttarfélag bænda og Rannsóknarstofnun landbún- aðarins. Það má segja, að á fram- komnum óskum frá Áburðar- verksmiðjunni h.f. til þessara að- ila um tiilögur þeirra varðandi hvaða áburð sé æskilegt að nota á íslandi, þá sameinuðust aðilarn ir um tillögur og ábendingar í þessu efni, sem felast í nefndar- áliti sem stjórn verksmiðjunnar hefur borizt frá þeim. Eftir að þetta álit banst hefur verið unn- ið að því í sambandi við undir- búning á stækkun verksmiðjunn ar að miða að því að framíeiða þann áburð sem að áliti sérfróðra manna er hentugastur fyrir ís- lenzkan landbúnað. 3. fyrirspurn: Hefur verið gerð nákvæm rekstraráætlun fyrir hina nýju verksmiðju? Og hver verður þá framleiðslukostnaður á hverri köfnunarefniseiningu í hverri áburðartegund, miðað við núgildandi verðlag? Og hvernig er hann borinn saman við verð- lag á samsvarandi áburði erlend- is? Svar ráðherra: Gerðar hafa verið rekstraráætlanir fyrir Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra. stækkaða verksmiðju fyrir hvert ár 1972 til 1980, og við það miðað að rekstur slíkrar verfesmiðju hæfist síðari hluta árs 1971, svo eftirspurn bænda eftir blönduð- um túnáburði verði mætt 1972. Það sem gera verður ráð fyrir, að mismunandi blöndur verði notaðar, er ekki unnt að áætla magn hverra tegundar áburðar- blöndu fyrir sig. Hefur því rekstrarkcnstnaður verið reiknað ur fyrir eina blöndu, sem talin er vera sem næst samnefnara fyrir þær blöndu tegundir sem líklegast þykir að notaðar verði. Væri kostnaðarverð köfnunarefn is í slíkri blöndu reiknað hið sama og í eingildum kornuðum kjarna, er það áætlað árið 1971 sem næst 14.5% lægra en meðal- kostnaðarverð á þessu ári. Á hverja köfnunarefniseiningu í eingildu köfnunarefnistegundum sem fluttar hafa verð til landsins á sl. árum, þá er áætlað fram- leiðslukostnaðarverð á blönduð- um áburði lægra en verð á sam- svarandi blöndu innfluttri af hverri einingu áburðar í slíkri innfluttri blöndu, er verðlögð á einingarverði sem lægst getur fengizt í eingildum innfluttum tegundum. 4. fyrirspurn: Með hvaða verði á raforku til verksmiðjunnar er reiknað? Svar ráðherra: Tekið skal fram. að enn hafa ekki verið gerðir samningar um orkuverð til Áburðarverksmiðjunnar h.f. eftir að hin nýja Búrfellsvirkjun tekur til starfa, en í áætlun er reiknað með að öll orka sem verkcmiðjan fær, verði seld á sama verði og álverksmiðjunni í Straumsvík, eða 2,5 mill, sem svarar til 22,0 aura á 'hverja kgwst. — Garðahieppur Framhald af bls. 12 af fullorðnu fólki í hreppnum. Þar eru íbúamir liðlega 2000, en um 47 prs. eru 16 ára og yngri. Hreppsnefnd Garðahrepps er skipuð fimm mönnum. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur hreinan meiri hluta, 3 menn, en Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn hafa svo sinn fulitrúann hvor. Alþýðubandalaginu tókst eftir mikið brambolt að koma saman framboðslista við síðustu sveit- ar stjórnarkosningar, en hafði ekki árangur sem erfiði, þar sem listinn hlaut aðeins fá atkvæði. Gott samstarf mun hafa verið milli fulltrúa flokkanna þriggja í hreppsnefndinni, og samstaða um afgreiðslu flestra meiri hátt ar mála. Undir traustri forvstu Sjálf- stæðismanna hefur byggðin í Garðahreppi vaxið jafnt og þétt siðustu árin og framkvæmdir hafa verið þar mjög miklar, eink um á sviði gatnagerðar- og skóla mála. Kom t.d. fram í ræðu sveitarstjóra, að íil byggingar barnaskólans hefur hreppurinn varið 17 millj. kr. á s.l. fjórum árum. Athygli vekur einnig hvað nýjar götur hafa verið fullgerðar á tiltölulega skömm- um tíma, og hversu snyrtilega húseigendur ganga frá húsum sínum og lóðum. Sem kunnugt er, er lang stærsti hluti húsa í Garða- hreppi einbýlishús og kom fram í svari sveitarstjóra við fyrir- Bpurn á fundinum, að sömu stefnu yrði haldið í framtíðinni. Sam- kvæmt skipulagi h öfuðborg- arsvæðisins, er nær tii árisns 1983, er gert ráð fyrir að þá verði Garðahreppur orðinn 7—8 þúsund manna bær. — stjl. Bonnað að eitra fyrir refi og minka í gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um eýðingu refa og minka. Kveður frumvarpið á um að fresta skuli að framkvæma ákvæðum laganna um eitrun fyr- ir refi og minka næstu 5 írin. Jafnframt verði bannað að eitra fyrir þessi dýr á sama tímabilí. í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með lögum frá 1964 um breytingu á lögum frá 1957, um eyðingu refa og minka, var svo fyrir mælt að fresta skyldi að framkvæma ákvæði lag anna um eitrun fyrir refi og minka næstu 5 ár. Jafnframt var bannað a'ð eitra fyrir þessi dýr á sama tímabili. Að athuguðu máli þykir rétt að fresta fram- kvæmd ákvæða téðra laga um önnur fimm ár og banna jafn- framt að éitra fyrir refi og minka á sama tímabili. Blaö allra landsmanna Bezta augiýsingablaöiö - GARÐAHREPPUR Framhald af bls. 13 FRAMLÖG TIL GATNAGERÐAR Sveitarstjóri vék síðan að gatnagerð- armálum hreppsins og sagði: Til vega- mála er áætlað að vera 9,3 millj kr. Þar af eru framkvæmdir við gatnagerð 8,4 millj kr. í nýjar götur og lagnir er ætlað að verja 865 þús. krónum og er þar um að ræða götu í Hofstaðalandi. Til fram halds gatnagerðar í því hverfi er einn- ig áætlað 1,1 millj. kr. Til framkvæmda á Flötunum er áætl- að að verja 3,5 millj. kr. Stendur til að fullgera Lindarflöt og Garðaflöt en þar á eftir að setja efra olíumalarlag- ið á. Einnig er áætlað að fullgera Haga flöt, en þar voru steyptir renr.usteinar á s.l. ári, en eftir er að steypa gang- stéttar, ganga frá grasköntum og slit- lagi á götuna. Þá er ráðgert að taka fyrir göturnar Bakkaflöt Tjarnarflöt og Móaflöt ásamt stígum við Móaflöt. Einnig eru ætlaðar lagfæringar við Markarflöt og Sunnu- flöt. í Arnarnesi er áætlað að unnið verði fyrir 850 þús. kr., mest við göt -una Haukanes. Ennfremur er svo áætl ð leggja slitlag á Faxatún og hluta Löngufitar og Hraunhóla. VÍFILSSTAÐAVEGUR Þá er gert ráð fyrir að unnið verði við Vífilstaðaveginn. Hann er nú mjög illa farinn og hefur sveitarsjóði verið falin viðhald þessa vegar, en til þess fáum við fé úr þéttbýlissjóði. Ekki er ákveðið hvað gert verður við veginn. Tvennt kemur til greina, annað hvort að malbika kaflann frá Hafnarfjarðar- vegi að Stekkj arflöt, þar sem umferð er mest, eða að setja olíumalar'lag enn á veginn, þótt vitað sé, að umferð sé meiri, en olíumöl þolir. 4.5 MILLJ KR. TIL VATNSVEITU- FRAMKVÆMDA Að lokum vék sveitarstjóri að eigna- breytingareikningi, en stærsti liður hans er framlag til vatnsveitu 4,5 millj. kr. Gert er ráð fyrir að byggður verði 2000 m3 stálgeymir við vatnsbólið ' Vífilsstaðavatnsbotnum og er áætlaður kostnaður við þá framkvæmd 3,6 millj. kr. Þá þarf auk þess að leggja há- spennulínu að vatnsbólinu og mun hún kosta 500 þús. kr. Alls er stofnkostn- íður við vatnsveituframkvæmdirnar áæti aður 5 millj. kr. AÐEINS LÍTILL HLUTI TEKNA TIL FRJALSRAR RAÐSTÖFUNAR Sveltarstjóri lauk framsöguræðu sinni með þessum orðum: Að sjálfsögðu kunna menn að hafa ólíkar skoðanir á því, hvernig verja skuli því fé, sem áveitarsjóður hefur til ráðstöfunar hverju sinni, þótt hrepps- nefndarmenn hafi ekki greint á um það. En þátt niðurstöðutala fjárhagsáætl- unar sé allhá upphæð, eða rúmlega 37 millj. kr, fer því þó fjarri að hrepps- nefndin geti ráðstafað því fé að vild. Ef miðað er við ninar föstu tekjur sveitar sjóðs, þ.e. útsvör, aðstöðugjöld, fast- eignagjöld, jöfnunarsjóð og fl. þá telst mér til að um 50prs. af þeim tekjum sé ráðstafað af löggjafarvaldinu, og sá hluti fer sífellt vaxandi með setningu ýmsra laga, sem leggja sveitarfélögum fjárhagslegar byrðar á herðar, um leið og tekjustofnar þeirra eru bundnir. Ef gatnagerðargjöldin eru tekinn inn í dæmið, kemur í ljós að 82prs. af tekj- um sveitarsjóðs eru ekki til frjálsrar ráðstöfunar.Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga, þegar ólokin verkefni blasa við og menn spyrja hvers vegna ekki hafi verið hafizt handa. FYRIRSPURNIR Er sveitarstjóri hafði lokið máli sínu gafst fundargestum kostur á að spyrja hann um hin ýmsu áhugamál sín er varða sveitarfélagið. Verður hér á eft- ir brugðið upp mynd af fyrirspurnun- um og svörum við þeim: Kjartan Júlíusson: Ég vil spyrja sveit arstjóra eftir hvaða reglum sé farið með framkvæmdir í einstökum hverfum, og hvort eitthvað hafi verið gert til þess að fá auknar ferðir almenningsvagna um hreppinn? Sveitarstjóri: Við röð framkvæmda í hinum einstöku hverfum hefur fyrst og fremst verið farið eftir aldri þeirra og íbúafjölda. Hvað varðar ferðir almenn ingsvagna þá held ég, að það sé skoðun flestra að ekki sé æskilegt að þeir gangi í gegnum íbúðarhverfin. Menn eru sam mála um að slíkt valdi aukinni slysa- hættu. Hins vegar hefur lengi verið reynt að fá fjölgað ferðum Vífilsstaða- vagnsins og trúi ég ekki öðru en það komist í gegn bráðlega. Hallgrímur Sæmundsson: Lítur sveit- arstjóri á þennan fund sem almennan borgarafund. Það er aðeins ætlunin að svara fyrirspurnum en borgurunum gefst ekki kostur að skýra sín sjónarmði. Sveitarstjóri: Ég lít á þennan fund sem almennan hreppfsund, sem er boð- aður til þess að upplýsa um þau mál sem eru á dagskrá hjá sveitarfélaginu og heyra fyrirspurnin og óskir borg- aranna. Það kemur vissulega til greina að halda fund þar sem menn geta kom- ið og haldið ræður ég er ekki í vafa um að hreppsnefndarmenn eru reiðu- búnir að taka þátt í slíkum fundi. Rjörg Helgadóttir: Ég vil spyrja hvað sé fyrirhugað í verzlunarhúsmáli í Silf- urtúni? Sveitarstjóri: Þetta mál var á dag- skrá þegar ég kom fyrst í hreppinn fyrir 9 árum og hefur verið það stöð- ugt síðan. Fyrst og fremst hefur staðið á því að finna þann aðila sem hefði fjárhagslegt bolmagn til þess að reisa verzlun þarna. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga, en gugnað þegar til átti að taka. Ég vil skjóta hér fram þeirri hugmynd, hvort möguleiki væri á því að íbúar ' hverfinu mynduðu hlutafélag um slíka verzlun. Höskuldur Jónsson: Það finnst mörg- um gálli að þurfa að sækja til Hafnar- fjarðar eftir læknishjálp. Hefur nokkuð verið gert í því að fá heimilislækna til starfa í hreppnum? Sveitarstjóri: Það rtiá segja að lækna- þjónustan sé hið mesta vandamál. Hér- aðslæknirinn hefur reynt að fá lækna til að gerast sjúkrasamlagslækna hér, en það hefur ekki tekizt hingað til. Þá höfum við átt viðtöl við formann Lækna félagsins og farið þess á leit að íbúar Garðahrepps gætu haft Reykvízka lækna að sínum heimilislæknum. Vinsamlega hefur verið tekið í þá málaleitan, en erfitt er að koma þessu við, sérstak- lega næturþjónustunni. Þá hefur komið fram sú hugmynd, að þeir læknar, sem eru búsettir hér í hreppnum tækju sig saman og rækju hér læknaþjónustu. Til gamans má geta þess að hér eru nú bú- settir, eða eru að flytja hingað, 20 læknar. Steingrímur Hermannsson: Ástæða er til að.spyrja um hvort eitthvað hafi verið gert til þess að tryggja að íbúar á Arnarnesi fengju betra neyzlu- vatn. f öðru lagi langar mig til að spyrja um hvort ekki standi til að laga eða -breyta innakstrinum á Nesið og þá jafnframt hvort ekki standi til að laga þær skotgrafir sem grafnar hafa verið skammt frá henni? Sveitarstjóri: Kvartanir um óhreint neyzluvatn á Arnarnessvæðinu komu okkur á óvænt í fyrstu. Rannsókn leiddi í ljós, að vatnslögn hafði slitnað og óhreinindi komizt þannig inn i lögnina. Reynt hefur veirð að skola hana út svo sem hægt er og ætti því vatnið að hafa batnað. Innaksturinn á Nesið á í fram- tíðinni að vera á há hálsinum. Ekki hefur þótt ráðlegt að sinni að breyta honum, þar sem það er talið skapa aukna slysahættu. Fyrirhugað er að lýsa betur innaksturinn þar sem hann er nú. Hvað „skotgrafirnar“ varðar verða þær jafn aðar í sumar og svæðið lagað. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.