Morgunblaðið - 05.02.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1970, Blaðsíða 14
14 MORjGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FBBRÚAR 1970 Otgefandi Frainkvæmdastjóri Ritstjórar RitstjórnarfuHtrúi Fréttastjóri Augiýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsia Auglýsingar Askriftargjafd kr. 165.00 I lausasölu H.f. Árvakur, Reykjavik, Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sfmi 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. kr. .10.00 ehvtakið. ER HÆGT AÐ DRAGA ÚR HÆTTUNNI? 17'yrir nokkru birtist hér í * blaðinu grein eftir Hall- grírn Jónsson frá Dynjanda. í grein þessari varpaði höf- undurinn, sem er greindur og athuguli vestfirzkur sjómað- ur og bóndi, fram þeirri spurningu, hvort ekki væri hægt að draga úr slysahætt- unni á sjónum. Hann minnti á það, að skipin væru orðin stór og búin fullkomnum tækjum, og allur aðbúnaður að sjómönnum allt annar og betri en áður var. Þrátt fyrir þetta linnti ekki sj óslysum, m.a. fyrir Vestfjörðum. Það væri því vissulega tímabært að reyna að gera sér ljóst, hvað hægt væri að gera til þess að koma í veg fyrir hin hörmulegu sjóslys. Oftraust- ið á stóru skipin væri hættu- legt. Skipstjórnarmenn fengju ágæta skólamenntun, en spumingin væri, hvort þeir lærðu meðferð skips í vondu veðri, en það væri atriði, sem hver einasti skipstjóri yrði að hafa þekkingu á, hversu stórt sem skip hans væri. Hallgrímur Jónsson ræddi sérstaklega um notkun lýsis og olíu til þess að lægja brot- sjói. Taldi hann, að nútíma- skipstjórar ættu að nota olíu miklu meira en nú væri gert. Nefndi hann dæmi þess, að smá vélbátar hefðu hreinlega bjargazt með því að nota olíu í fyrrgreindu skyni. Greinarhöfundur komst m.a. svo að orði um þetta: „Ég tel, að hvert fiskiskip ætti að vera þannig útbúið, að hægt sé með einu hand- taki í stýrishúsinu að dæla olíu í sjóinn, þegar skipstjórn armaður telur þess þörf.“ Hér er vissulega um at- hyglisverða ábendingu að ræða. Er ástæða til þess, að tilraunir verði gerðar með slík tæki. En margt fleira verður að taka til athugunar. Sjóslysin hér við land eru óhugnanlega tíð. Á hverri vetrarvertíð verða fleiri eða færri slys og tugir mannslífa glatast. Allar hugmyndir, sem fram eru settar um slysa varnir, verður að kryfja til mergjar, og taka alvarlega. Oftraustið á stóru skipin má ekki draga úr árvekninni. Verndun laxastofnsins TPin af þeim tillögum, sem lagðar verða fyrir fund Norðurlandaráðsins í Reykja vík er tillaga Sigurðar Ingi- mundarsonar og norska þing- mannsins Nils Jacobsens um verndun laxastofnsins í At- lantshafinu. í tillögu þessari er þeirri áskorun beint til ríkisstjórna allra Norðurland 'anna, að þær beiti sér fyrir samræmdum reglum um lax- veiðar í úthöfum og um verndun laxastofnsins. Það er ekki að ástæðu- lausu, sem tillaga þessi er flutt á Nprðurlandaráðsfundi. Síðustu ár hafa menn haft þungar áhyggjur af ofveiði á laxi við Grænland, úti fyrir ströndum Noregs, í Eystra- salti og við Færeyjar. Er talið, að afleiðingar rányrkju á þessum slóðum séu þegar famar að koma fram í minnk andi laxagengd í ám í þeim löndum, sem að Norður-At- lantshafinu liggja. Á alþjóðavettvangi hafa verið gerðar ítrekaðar til- raunir til þess að ná sam- komulagi um bann við lax- veiðum á Atlantshafi. Á fundi Norðaustur-Atlajitshafs nefndarinnar hlaut brezk til- laga um bann við laxveiðum í Atlantshafi tvo þriðju at- kvæða en þrjú lönd, Dan- mörk, Svíþjóð og Vestur- Þýzkaland greiddu atkvæði gegn tiíllögunni. Það er raunar ekki aðeins á Atlantshafssvæðinu, sem menn hafa áhyggjur af rán- yrkju á laxastofninum. Talið er, að einnig sé um ofveiði að ræða á Kyrrahafslaxinum, sem mokað er upp við vest- urströnd Bandaríkjanna og Kanada. En laxveiðiþjóðir við Norður-Atlantshaf hljóta að gefa þessu máli sérstakan gaum og leggja áherzlu á al- þjóðleg samtök um að vernda laxstofninn, þennan dýrmæt- asta fisk veraldar. Þess vegna er það ánægjulegt, að mál þetta skuli koma fyrir fund Norðurlandaráðsins hér í Reykjavík og að íslenzkur þingmaður á þar hlut að máli. Hér er ekki fyrst og fremst um hagsmunamál að ræða, heldur og ekki síður náttúru- vemdarmál. Laxveiðiár víða um lönd hafa verið eyðilagð- ar og almennur vilji hjá mörgum að bæta fyrir slíkt. I þessu sambandi má minna á merku tillögu, sem Ólafur Jóhannesson hefur flutt á Al- þingi um varnir gegn skað- legri mengun í lofti og vatni og er vonandi að hún nái fram að ganga. M EFTIR BJÖRN VIGNI SIGURPÁLSSON KVIKMYNDAGAGNRÝNENDUR í ná- grannalön-dum olldkar haifa undanfarnar vikur verið að birta hugfleiðingar sínar uim framleiðsluna á síðasta ári, og birta lista yfir þær myndir, er þeir telja hvað athyglisverðastar. Á öllum þessum llist- um er yfirleitt að finna þær tvær mynd- ir, sem hér verður fjallað um á eftir — „Ádaíilein ‘3<1“, etftiir sænsika leiilkstjóirainin Bo Widerberg og „Easy Rider“, eftir þá Denniis Hopper og Peter Fonda. ADALEN ’31 Höifiundur „Adalen ’31“ — Bo Wider berg — er ísienZkuim kvikmyndahúss- gestum að góðu kunnur fyrir „Elvira Madigan", sem sýnd var í Hafnarfirði á sínum tíma. Bo Widerberg er tvímæla- laust í hópi hæfustu leikstjóra Evrópu, og er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann vaikti strax í upphafi ferilis síns sem kviíkmyndagerðarmaður at- hygdi fyrir að sfeapa sér sjálfstæðan stíl — í stað þess að tfylgja uppsikrift Berg- mans, eins og tíðkaðist meðal sænslkra starfsbræðra hans, og snerist öndverður gegn nýsiköpuninni, sem fylgdi í kjöl- farið. „Widerberg mun sennilega ávallt synda gegn straumum síns tíma“, segir brezfeur gagnrýnandi, en sjálfur segir hann, að hann langi til að gera ástarlífs- mynd, „bara til að sýna þessum fyrir- ferðarmiklu piltum hvemig fara eigi að“. En víkjum að „Adalen ’31“. Fyrir þá mynd hefur Widerberg verið ásafeaður af ýmisum ötflum ungs fólks í Svíþjóð að vera hægri sinni, því að hann leytfir sér um leið og hann flettir ofan af grálynd um kapítaiistum í bænum Adalen að láta þá halda virðuleik sínum, auk þeas sem myndin er augnayndi. í Bandarílkj- unum, þar sem sýningar ganga jafnvel en betiur en í heimalandinu, er Wider- berg atf mörgum talinn argasti komimi. Myndin fjallar um verfeifall í Adalen árið 1931, sem leiddi til falls hægri- stjómarinnar í Svíþjóð, er fereppan var í hámarfei. Við gerð hennar naut Wider berg aðstoðar fjölda manna, sem þarna áttu hlut að miáli, auk þess sem ýmsir þeirra tófeu beinan þátt í gerð myndar- innar. „Ég lagði öll ósfeöpin á mig tii að gera eins og gömlu miennirnir vildu“, segir Widerberg. „ÍÞegar við mynduðum t.d. kröfugönguna, sem lyktaði með því að fimim menn vom skotnir, vom gömlu miennirnir stöðugt að grípa fram fyrir hendurnar á mér. „Nei, nei“, sögðu þeir, „þessi maður var ekki skotinn á þess- um stað, heldur aðeins meira til vinstri, rétt hjá trénu þarna. Og skotið lenti í tfótlegg hans, ekki handlegg". Svona gekk þetta allan tímann. Atvinnuleikar arnir í hlutverfeum myndaxinnar vildu Oíta út eins og leiktmenn, en leifemenn- irnir eins og atvinnumenn. Þeim fannst sem þeir væm að leggja eitthvað af mörfeum til sagmfræðinnar og allt yrði að vera sem náfevæmast. Stundum var næstum ótframlkvæmanlegt að fylgja fyr irsögn þeirra, en eimhvernveginn tókst það“. Widenberg segir, að hann hafi efeki fegrað myndina af ásettu ráði. „Ég not- aði einungis náttúrlega liti og ljós. Ég get eklki að því gert, að Adalen er falleg ur staður". Hann heldur því fram að bezti áróðurinn sé 'hinn duldi. „Hafði ég gert, alla verkamennina að emglum og aill'a forstjórana að sadistum hefði mér eflaust tekizt að vinna hylli hóps manna, en þetta er efeki mín aðferð. Ég dkoða fólkið — og fæ hugmyndirnar í gegnum það“. Næsta veifeietfni Widerbergs er „Joe Hill wiho wrote Songs“, sem hann ætlar að gera í Bandarílkjunum með aðstoð sænsfera tæfenimanna. Joe Hill var far- andsömgvari, sem féll fyrir skotum af- tökusveitar í tfangelsiisgarði í Utah. — Hann var dæmdur fyrir að hafa ráðið kaupmanni í Salt Láke City bana, en dómsniðurstaðan hefur verið véfengd til þessa dags. Olli dómurinn milklum úlfa- þyt vestra á sínum tíma, og þúsundir manna um heirn allan stofnuðu til mót mælaaðgerða. Og þegar Joe Hill stóð andspænis aiftökusveitinni, varð hann sjáltfur að gefa henni skipun um að skjóta — hermennina brast kjarkinn. „Heillandi viðfangsefni", segir Wider- berg. „EASY RIDER“ „Easy Rider er orðtafe í Suðurrifejun- um, og merikir: Vinur ákæfejunnar. Eklki „allionis“ eða hórmangari, beldur flagari, sem býr með stúlku og þiggur blíðu hennar ólkeypis. Og þannig eru Banda- rílkin í dag. Fredsið er orðið að skækju og við gegnuim hlutverfei flagarans". Þann ig farast Peter Fonda orð um titil síð- ustu myndar sinnar, sem hann er hötf- undiur að ásamt Dennis Hopper og Terry 'Southern. Fonda, sonur kvikmyndaleife- arans Henry Fonda, er framleiðandi, og fer jafnframt með aðalhlutverkið, Hopp er er leikstjóri og leikur jafnframt ann- að helzta hlutvenk myndarinnar, en Southern á heiðurinn af handríti og titli myndarinnar. Fáar myndir hafa vakið meiri athygli vestan hafs en einmitt þessi. Hún var afar ódýr í gerð, á þar lendan mælilkvarða, en sýningartefejurn- ar hafa orðið þekn mun meiri. „Easy Rider“ segir frá tveimur piltum — Fonda og Hopper — sem geysast um landið þvert og endilangt í leit að frelsi tfyrir sjálfa sig. Þeir lenda í ýmsu á leið- inni, og reyna sitt af hverju. Myndin leggur þó enga dóma á það, sem fyrir þá ber, getfur engar vonir eða fyrirheit í lolkin. Fonda segir, að almenningur hafi sfcil ið myndina, eins og til var ætlazt. „Þess- ir piltar eru efelki hamingjusamir" hefur Fonda eftir gagnrýnendum, „og það er efeki ætlun ofekar, að þeir séu það“. „Myndin fjallar um sfeortinn á frelsi", segir hann ennfremur, „en ekki fre'lisið sjállft. Hetjur myndarinnar fara efeíbi réttu leiðina að marlki sánu, þeir fara villur vegar í leit sinni. Undir lokin eé ég efeki annað úrræði en að deyða þann, ®em ég leík. Ég tfrem sjálfsmorð. Hið sama gerir Amerílka að mínum dómi“. „Við gefum engar upplýsingar eða látum slkína í meiningar í samtölum myndarinnar", heldur hann átfram. — „Söguþráðurinn er laus í reipunum, efek ert, sem hægt er að byggja á. Áhonf- endur geta elfeki séð fyrir fram hvað ger ast muni, og islíkt Ikemur illa við marga. Þeir vilja, að spilin séu lögð á borðið í réttri röð, þannig að þeir séu undir- búnir að imeðtaka hvert atriði". Fonda full'lyrðir að myndin sé á allan hátt, einis og höflundarnir ætluðuist til að hún yrði — með einni undantefeningu þó. Þeir ætluðu að nota sönginn „Its ali right“ etftir Bob Dylan í lökaatriði mynd arinnar. Dylan vildi ékfei tfallaist á það og var trúr sinni köllun: „Þetta er efeki rétt hjá yfclkur. Þið verðið að getfa fól'k- inu von“, sagði hann. í myndinni er lelkin aragrúi pop-laga, því að höfund- arnir tfengu ýmisar þefelktustu j>op-hljóm sveitir Bandarikjanna til að semja tón- liist tfyrir myndina og flytja hana — þ. á. m. The Band, sem þykir hvað at- hyglisverðust þarlendra hljómsveita á þesisu sviði. fú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.