Morgunblaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 15
MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3«. MAÍ 11970 15 Sex ára börn í skóla Aukið námsef ni yngri deilda bar naskólastigsins * — segir Asgeir Guðmundsson skólastjóri Á hádegisverðarfundi er Sjálf- stæðiskvennafélagið Hvöt hélt fyrir nokkru, var Ásgeir Guð- mundsson, skólastjóri Hlíðar- skólans fenginn til þess að flytja framsöguerindi og nefndi hann erindi sitt: „Væntanlegar breyt- ingar á skólagöngu og á náms- efni barnaskóla.“ Að erindinu loknu báru fund arkónur fram fjölmargar fyrir- spurnir, sem skólastjórinn leysti greiðlega úr. Vegna þess að skólamál er efni, sem varðar allan almenn- ing mjög mikið og hefur verið mikið á dagskrá undanfarið fór um við á fund Asgeirs og rædd- um við hann um erindi hans og einnig bar fleira á góma, eins og vill verða þegar vinsælt efni er tií umræðu. HELZTU BREYTINGARNAR -— Hverjar verða helztu breýtingar, sem væntanlegar eru á námsefni barnaskóla? — Þær helztu verða að farið verður að kenna ýmsar náms- greinar fyrr en nú er gert. Til- raunakennsla í eðlisfræði er haf in og hefur farið vel af stað. >á er í ráði að hefja tungu- málakennslu miklu fyrr en verið hefur, jafnvel í 10 ára bekkjum. Verður þá danskan líklega tek- in fyrst og enskan á eftir. Vegna þessa er eðlilegt að breyta niðurröðun námsefnis í bekkjardeildunum, til þess að koma nýjum námsgreinum fyrir. — En með nemendafjöldann í deildunum. Er hentugt að hafa jafnfjölmennar deildir og verið hefur? — Komið hefur fram að óheppi legt er að hafa of marga nem- endur í hverri bekkjardeild, sérstaklega í yngstu aldursflokk unum. Bezt væri að setja ákveð- ið hámark, þannig að ekki yrðu fleiri en 23—26 í hverjuim békk yn,gri deilda. Eg las nýlega grein i sænsku blaði eftir kennara þar í landi, að heppilegast væri að hafa aðeins 15 í hverri deild, en svo róttækar breytingar verða vart hér á næstunni. í rauninni sköpum við okkur sjálfir vandamálin með því að hafa of marga nemendur í hverri bekkjardeild, sérstaklega ef miðað er við hinn stutta bók- lega skólatíma hvem dag. Nú er daglegur skólatími 7 ára barna ekki nema 113 mínútur, þ e. sá tími sem fer í bóklegt nám og gefur auga leið að erfitt og mjög vandasamt er að ná góðum árangri á þeim tíma í fjölmenn um bekkjum. 6 ÁRA DEILDIRNAR — Hvað getið þér sagt um fyrirhugaða skólagöngu 6 ára barna? — Reykjavíkurborg sótti um heimild til Menntamálaráðuneyt isins til að kenna 6 ára börn- um og hefur það nú loks verið ákveðið að hefja kennslu næsta haust. Rætt hefur verið hvern- ig fyrirkomulag verði hentugast með þessa kennslu, hvort fóstr- ur eða kennarar ættu að ann- ast þessar deildir, eða jafnvel hvort tveggja. Væri það vafa- laust bezta lausnin. Mér þykir rétt að taka það fram að þótt þessi kennsla verði tekin upp er tæplega hægt að reikna með að hún komi í staðinn fyrir 7 ára deildirnar, a.m.k. ekki í byrj un, heldur verði eins konar undirbúningur fyrir bömin að hefj a raunverulega skólagöngu, kennslu í lestri o.fl. — Er rými fyrir þessa kennslu fyrir hendi? — í sumum skólanna tel ég líklegt að megi finna kennslu- rými fyrir hana, því „grisjun- in“ í eldri borgarhverfunum er nokkuð mikil. SAMSTARF HEIMILA OG SKÓLA — Hvað viljið þér segja um samstarf heimila og skóla hér á landi? Er það nægilega gott og mikið? — Þótt ekki fari hátt um sam- starf einstakra kennara og for- eldra er það töluvert og afar mikilvægt. En hið opna samstarf í formi fundahalda og opinberra angur og á það ekki síður við uim kennslu en önn'ur störf En nú má reikna með aukinni fagkennslu í barnaskólunum með breyttu og þá auknu námsefni. ■— Hefur komið til tals að auka skólagöngu barnaskól©- stigsins frá því sem nú er og stytta þar með þetta langa sum arfrí íslenzkra skólabama? — Það er nýbúið að lengja hana úr 8 mánuðum í 9 í eldri deildum bamaskólanna og er mér ekki kunnugt um frekari Ásgeir Guðmundsson Þessi mynd er frá fyrsta ksnnsludegi i vorskóla 6 ára barna, þ.e. þeirra, sem verða skóla- skyld í haust. foreldrafélaga er vart þekkjan- legt. Það er mjög mikilvægt að þetta samstarf sé aukið á ein- hvern hátt, með kynningu á starfi skólanna, vandamálum þeirra og möguleikum til að leysa þau. Markmiðið er að nem- endur fái sem bezta skóladvöl og forðast allan misskilning, sem oft vill bera á, ef samskipti foreldra og skóla eru ekki náin. f Hlíðarskóla var tekið upp breytt fyrirkomulag í haust og vetur. Efnt var til kynninga- fundar fyrir foreldra ákveðinna aldursflokka í haust, en síðan er ákveðinn viðtalstími hjá kenn urunum hálfsmánaðarlega. Hef- ur þetta gefizt mjög vel. Áhugi almennings hefur ekki verið svo ýkja mikill á málefn- iuim gkólanina, en óneitanlega ’hefur hann glæðzt og er enn að glæðast, sem betur fer. SLAKIR OG GÓÐIR SAMAN í BEKK — Hver er yðar sikoðun á nið- unrröiðun nemenda í bekkj’ar- deildir eftir námsárangri? — Um það mál hafa verið ákaflega skiptar skoðanir. en ég tel heppilegra að hafa „bland- aða“ bekki. Það hefur komið í ljós að þeir beztu fá notið sín fullkomlega og þeir sem seinfær ir eru hafa hag að því að vera innan um sér fljótari nemendur. En kennarar þurfa að þjálfa sig upp í vinnutækni, sem nauðsyn legt er að viðhafa í blönduðum bekkjum. Til þess að gera kenn- urunum þetta auðveldara, höf- um við, s.l. 4—5 ár, farið út á þá braut, að „stöðva" kennara, ef svo mætti að orði komast við ákveðin aldursstig, þannig að hver kennari kenni t.d. sama bekknum í 3 ár, síðan taki ann- ar við. Greinilegt er að meiri þjálfun í starfi gefur betri ár- stofnanir hafa jafnmikla mögu- leika til að annast þessa starf- semi og skólarnir. En þá verður að veita þeim aðstöðu til að sinna þeim málum. FÉLAGSLEG AÐSTOÐ — Er tekið tillit til mismun- andi félagslegrar aðstöðu nem- enda í skólunum, t.d. er greini- legt' að nemendur sem búa við þröngan húsakost og eiga mörg yngri systkini eiga erfiðara með allt heimanám heldur en þeir sem hafa rýmri húsakost og eru jafnvel einkabörn. efni og fjölmörgum öðrum, þyrfti — Nei, því miður. Það er ekki að auka starfslið þeirra að mikl tekið nægilegt tillit til þessa mis um mun. munar. Það stafar e.t.v. af þvi Þeir þyrftu aukið og sérþjálf- að starfslið við ýmsa þjónustu, svo sem í sambandi við náms- ráðgjöf, félagsmálaráðgjöf, sál- fræðiþjónustu og félagslíf nem- enda o.m.fl. Vil ég hér nefna sálfræðiþjón ustu, sem er mjög nauðsynleg og er raunar starfrækt hér í Reykjavík fyrir barnaskólastig- ið og hefur gefið góða raun. Allir starfskraftar skólans eru fullhlaðnir eins og er. Þess vegna er ýmsum málefnum skólans ekki sinnt eins og vera ætti. Mér finnst t.d. að skólaráðgjafar séu bein nauðsyn í Reykjavíkurskól unum nú. — Að lokum, skólastjóri, — þessi klassíska spurning: Hvað finnst yður um æskuna í dag? — Ætli hún sé ekki svipuð og hún hefur alltaf verið, gáskafull og ærslafengin, stöðugt lifandi. Það eru til í dag vandamál, sem alls ekki voru til fyrir fáum ár- um og er óþarft að nefna þau. Uppeldishlutvehk foreldranna er mjög erfitt og ekki metið. Þeir geta ekki fremur en ýmsar stofnanir gert sér fulla grein fyr ir uppeldisáhrifum utanáðkom- andi aðila, sem lifa á að lokka unglíngana til sín. Það sem einn byggir upp rífur annar niður. Það verður að fyllgja eftiir þeim lögum, sem í gHdi eru og æskan hefur ekki síður en full- orðið fólk þörf fyrir ákveðnar reglur sem henní ber að fylgja, sagði Ásgeir Guðmundsson, skólastjóri að lokum. — A.Bj. að ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um nemandann og aðstöðu hans almennt. Til þess lengingu. Álitið er að íslenzk- um börnum veiti hreint ekki af sínu sumárfríi til þess að safna ikröftum undir hinn laiiga og oft _ , ,. stranga vetur. Ekki er fráleitt a3 skolarnlr Setl slnnt ÞV1 mal að kennétrar hafi einnig þörf fyr ir fraimangreint frí, en fjöldi þeirra sækir námskeið á þessum tíma. Ég tel hins vegar sjálfsagt að athuga hvort ekki beri að lengja skólaár allra framhalds- skóla í fulla 9 mánuði á ári. FELAGSLIFID í SKÓLUNUM — Hvað um félagslífið? — Ég álít að félagslíf á skóla skyldualdri ætti að færast sem allra mest inn í skólana og þurfa opinberir aðilar að styrkja félagsstarfsemina í skólunum meira en gert er, því engar Landshappdrœtti Sjáifstœðisflokksins Dregið í kvöld CERID SKIL Landshappdrœtti Sjálfstœðisflokksins ( I Iver ge tur 1 kosið j á, j * ^ ia nei, nei • Þegar kjósandinn gengur að kjörborðinu hefur hann gert upp hug sinn um það, hvað hann ætlar að kjósa, hvaða flokki hann veitir stuðning sinn. En kjósandinn á einnig heimtingu þess, að þeir stjórnmálaflokkar, sem sækjast eftir fylgi hans skýri honum afdráttarlaust frá því, hvernig þeir ætla að beita því valdi, sem kjósandinn veitir þeim með stuðningi sínum. Annar stærsti stjórnmálaflokk- ur íslands, Framsóknarflokkur- inn, hefur sýnt það síðustu ár og ekki sízt í þeirri kosningabaráttu, sem lýkur með kosningunum á morgun, að hann hefur brugð- izt meginhlutverki sínu. Honum ber að skýra kjósendum afdrátt- arlaust frá því, hver sé stefna hans. Þetta hefur flokkurinn ekki gert. í kosningabaráttunni hefur framsókn verið á báðum áttum. Málflutningur málgagna hennar og talsmanna hefur ein- kennzt af ósamrýmanlegum þver ekki síður vandamál allrar stjórn málabaráttu í landinu. Hvernig getur skapazt heilbrigt stjórn- málastarf hér á landi, á meðan stærsti stj órnarandstöðuf lokkur- inn reikar um stefnulaus og sjálf um sér sundurþykkur í öllum meginmálum? Þess er krafizt af okkur öllum, kjósendum, að við g“rum upp hug okkar, þegar við göngum að kjörborðinu. Hver getur bent á stæðum. Þetta er ekki einungis þann mann, sem leysir þann alvarlegt vandamál fyrir Fram- vanda með því að segja bæði sóknarflokkinn sjálfan, þetta er | já, já og nei, nei?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.