Morgunblaðið - 07.07.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.07.1970, Blaðsíða 17
MORGUNIBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚL.Í 1970 17 Hver er munurinn á utanríkis- stefnu brezka íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins? EFTIR MAX BELOFF, PRÓFESSOR f grein þessari frá Forum World Features reifar Max Be- loff, prófessor, þau viðfangs- efni, sem blasa við hinni nýju ríkisstjórn Bretlands á sviði ut- anríkismála. En Beloff, sem er prófessor í stjómarfarsfræði við Oxford-háskóla, hefur fjallað um brezk utanríkismái á vís- indalegum grundvelli. Hvað varðar aðild Bretlands að 'Efnahagsbandalagi Evrópu telur hann, að svo geti farið, að Verkamannaílokkuriinn kunni að reyna að komast aftur til valda með því að gera banda- lag við andstæðinga aðildar- innar innan fhaldsílokksins. Hann býst við því, að ríkis- stjórn Heaths taki upp viðræð- ur við ríkisstjórnir Malaysiu, Singapore, Ástralíu og Nýja- Sjálands um hugsanlega mynd- un nýs öryggiskerfis fyrir aust an Suez — en hann telur frem ur ólíklegt, að unnt verði að hverfa frá fyrri ákvörðun um að kalla herlið heim frá Persa- flóa. Beloff, prófessor, er þeirr ar skoðunar, að ákvörðunin um að selja fsraelsmönnum ekki skriðdreka verði tekin til end- urskoðunar. Hann sér engar líkur á því, að í nánustu fram- tíð verði gengið til samninga við ríkisstjórn Smiths í Rhodesiu, hins vegar megi bú- ast vtð því, að aftur verði farið að selja vopn til Suður-Afríku. FWF London — Valdataka íhaldsmanma að nýju í Bret- landi og Sir Alecs Douglas- Homes í utanríkisráðuneytinu hlýtur að vekja menn til um- hugsunar um það, hvað fram- undan sé í utanríkismálum, einkum vegna þess að kosninga baráttan snerist nær eingöngu um innanlandsmál. Aðild Bretlands að Efnahags bandalaginu er að sjálfsögðu mikilvægasta málið á sviði ut- anríkismála. Valið á Anthony Barber, sem er náinn samstarfs- maður forsætisráðherrans, til þess að anmast samningaviðræð urnar, sýnir, að áhugi Heaths á þessu máli hefur ekki minnk að. Hér verður ekki stefnu- breyting hjá hinni nýju ríkis- stjórn frá því sem var, en hinn mikli munur kann að verða fólg inm í því, að stjórnarandstað- an, þ.e. Verkamannaflokkurinn, kynni að freistast til þess að taka höndum saman við and- stæðinga aðildarinnar innan íhaldsflokksins með það fyrir augum að komast þannig aftur til valda. En þetta mun fram- tíðin leiða í Ijós. Þegar litið er til samskipt- anna við aðra hluta heimsins, sem Sir Alec verður að fjalla sérstaklega um sem utanríkis- ráðherra, verðum við að hafa í huga að stjórnarskipti hafa ekki skyndilega í för með sér aukið ríkidæmi Bretlands. Að svo miklu leyti, sem ný stefna yrði kostmaðarsamari einkum á sviði varmarmála, hlýtur nýja ríkisstjórnin að þurfa að taka upp nýja stefnu um eyðslu rík- issjóðs og einnig að lækka skatta, eins og hún lofaði fyrir kosningarnar — kjósendurnir búast eindregið við að þetta loforð verði efmt. Hin nýja stjórnarstefna kann því fremur að koma fram í nýjum stjómarháttum og að- ferðum en algjörri stefnubreyt- ingu. í>að verður vafalítið erfið ast að standa við þá skuldbind ingu Edwards Heaths að breyta þeirri stefnu Verkamanna- flokksins, sem miðaði að nær algjörum brottflutningi hers af svæðinu austan Suez. Fögnuður inn í Malaysiu og Singapore yf ir úrslitum kosninganna sýnir, að þar búast menn við því, að staðið verði við þessa skuld- bindingu. Og við megum búast við því, líklega innan fremur skamms tíma, að ríkisstjórnin reyni að koma af stað viðræð- um við rikisstjómir tveggja fyrrgreindra ríkja og Ástralíu og Nýja-Sjálands um nýtt öryggiskerfi á þessu svæði. Það, sem gert verður, mun að verulegu leyti byggjast á því, hvernig brezku stjórninni tekst að standa við fyrri fullyrðingar leiðtoga hennar — en þegar þeir voru í stjórnarandstöðu fullyrtu þeir, að munurinn á kostnaðinum við að hafa brezkt herlið í Asíu og kostnaðinum við að flytja það þangað í neyð artilvikum væri sáralítill. Þeir sögðu einnig, að þær upphæð- ir, siem hér væri uim að ræða, væru smámunir miðað við við- skipti Breta og fjárfestingu á þessu svæði, er byggist fyrst og fremst á því, að þar ríki ör- yggí- SAMSKIPTIN VIÐ BANDARÍKIN Eins og á svo mörgum öðrum sviðum verður stefna Bretlands í þessu máli að taka mikið mið af þeim erfiðu ákvörðunum, sem Bandaríkin verða að taka varðandi útbreiðslu stríðsins í Indókína. Augljóst er, að samúð hinn- ar nýju stjórnar í Bretlandi verður með Bandaríkjunum. Ríkisstjóm Heaths skilur fylli- lega, hversu erfitt er að kom- ast að viðunandi samkomulagi við stjómina í Norður-Víet- nam. Henni er einnig ljóst, að erfitt er að finna leiðir til að varna því, að þetta svæði kom- ist undir yfirráð kínverskra kommúnista, ef Bandaríkin draga sig þaðan. Raunar átti þetta einnig við um stjórn Verkamannaflokksins, og Michael Stewart, utanríkisráð- herra, varð oft að heyja harða baráttu fyrir þessari stefnu við eigin flokksmenn. Á þessu stigi er ekkert unnt að fullyrða um það, hvort vinstri-armi stj órnar andstöð- unnar muni vaxa fiskur um hrygg og hvort leiðtogar Verka mannaflokksins muni snúast til einhverrar andstöðu við Bandaríkin. En sé litið á málið í heild, má fullyrða, að ríkis- stjórn íhaldsmanna kann að verða erfiðara að vera hliðholl Bandaríkjunum en Verka- mannaflokksstjórn, án þess að vekja upp miklar deilur. Það er mjög ólíklegt, að horf ið verði frá þeirri stefnu að flytja heim herliðið við Persa- flóa. Hér ríkja allt aðrar að- stæður en í Malaysiu og Singa- pore, þar sem ríkisstjórnir landanna vilja hafa brezkt her lið. Pólitísku öflin við Persa- flóa, sem sækja afl sitt til þjóð- ernissinnaðra Araba og fylgja írakskri úitþenslustefnu, enu andvíg brezku herliði. Það er Eftir Max Beloff, prófessor Sir Alec Douglas-Home, utan- rikisráðherra íhaldsflokksins. Michael Stewart, utanríkisráð hei ra Verkamaunaflokksins. ólíklegt, að stjórn íhaldsmanna vilji vekja á sér hatur með því að viðhalda herliði undir þeim afarkostum að þurfa að lýsa yf ir stuðningi við einhverja smá- stjórn þarna. Það, sem máli skiptir, er, að íhaldsmenn munu miklu frem- ur líta á það sem ógnun við brezka hagsmuni og hag vest- rænna ríkja yfirleitt, að Rúss- ar virðast staðráðnir í því að skapa sér valdaaðstöðu á Rauðahafi og Indlandshafi. Hér má hafa í huga, að Lord Carr- imgton, nýi varnarmiá'la'ráðlherr- ann, var áður flotamálaráð- herra, og hann mun ekki þola það, að hefðbundnum siglinga- leiðum sé ógnað með hervaldi. SKRIÐDREKAR TIL ÍSRAELS Einnig má búast við þvl, að nýja ríkisstjórnin verði meira á varðbergi, hvað varðar áhrif þess á ástandið fyrir botni Mið jarðarhafs, að Sovétríkin hafa tekið við vörnum Egyptalands, og fylgzt verður gaumgæfilega með hugsanlegum tilraunum Sovétríkjanna til að opna Súez- skurð aiftiur — en Rússland er eina stórveldið, sem myndi hafa hag af því. Að sjálfsögðu mun Bretland aldrei aftur komast til forystu fyrir botni Miðjarðarhafs. Nýja ríkisstjórnin mun ekki frekar en fyrri stjórn feta í fótspor Fakka á þann veg að hverfa frá stuðningi sínum við ísrael og taka upp stuðning við Araba í þeirri von, að óvin- sældir Bandaríkjanna meðal Araba vegna stuðnings þeirra við ísrael bitni ekki á henni. Þvert á móti kann að koma til þesis, að tekin verði til endur- skoðunar sú ákvörðun, að ísra- elsmönnum skuli ekki verða seldir brezkir skriðdrekar, þar sem mönnum er ljóst, að stöðug leiki á þessu svæði byggist á varnarmætti ísraels. Það kann að marka smávægileg skref í þessa átt, að Lord Caradon verður ekki lengur fulltrúi Breta hjá Sameinuðu þjóðun- um, og bróðir hans, Sir Dingle Foot, sem er óþreytandi stuðn- ingsmaður Nassers, tapaði þing sæti sínu. Enda þótt íhalds- flokkurinn muni stefna að því, að sættir náist við Araba, þá verður meiri gaumur gefinn að þætti Sovétríkjanna í deilunni og e.t.v. meira tillit tekið til varnaðarorða ísraelsku ríkis- stjórnarinnar. Það er aðeins óskhyggja ým- issa háværra stuðningsmanna íhaldsflokksins, að valdataka íhaldsmanna muni leysa deil- una við Ian Smith og hirta Rhodesiu til hlýðni líkast því sem töfrasprota sé veifað. Nú- verandi ríkisstjórn mun e.t.v. ekki vera eins heittrúuð og fyr irrennari hennar á gildi við- skiptabanns og líta öðrum aug- um á framkvæmd þess, á með- an samkeppnislönd Breta græða á því. En það er mjög ólíklegt, að Bretland muni hafa samþykktir Sameinuðu þjóð- anna og vilja meirihluta sam- veldislandanna að engu. Sir Alec Douglas-Home er eins mikill fylgismaður „hinna fimm forsendna" fjrrir samning um við stjórn Smiths og hver annar, og eins og hverjum öðr- um hlýtur honum að vera það ljóst, að það enu engar líkur á því, að Smith muni ganga að þeim. Það er ekki unnt að stöðva tímans rás. Öðru máli gegnir um sam- skiptin við Suður-Afríku. Flest ir leiðtogar íhaldsmanna hafa litlu meiri ást á aðskilnaðar- stefnunni en keppinautar þeirra í Verkamannaflokknum. Eini munurinn er sá, að þeir hafa ímu'gust á sumum helztu andstæðingum ríkisstjórnar Suð ur-Afríku i Bretlandi, sem telja sér hentugra að minnast ekki á kynþáttamisrétti og pólitísk- ar kúganir í kommúnistalönd- unum og þriðja heiminum. Meirihluti íhaldsmanna er þeirr ar skoðumar, að þarna verði ekki breyting nema meirihluti hvítra manna í Suður-Afríku skipti um skoðun, og þeir trúa því ekki, að títuprjónastunigur dugi til þess. VIÐRÆÐUR VIÐ SUÐUR—AFRÍKU Þeir munu ekki telja þetta mál eins aðkallandi og aukin umsvif Sovétríkjanna á Ind landshafi, en hér er um að ræða samniinginn, sem kenndur er við Simonstown, og siglinga- leiðina fyrir Gróðrarvonahhöfða. En búast má við viðræðum við Suður-Afríku um Simonstown- samninginn og vopnasölu. Nýju ríkisstjórninni er ljóst, að hún verður að útskýra þessa stefnu fyrir samveldislöndun um, einkum þeim, sem eru í Afríku. Von hennar verður sú, að þessi lönd skoði þetta ekki sem afturhvarf frá hugmynd- inni um samveldi allra kyn- þátta. Skipun svo frjálslynds manns sem Reginalds Maudl- ings í innanríkisráðherraemb- ættið er trygging þess, að stj órnarskiptin hafa ekki áhrif á baráttuna fyrir réttlátri með ferð á innflytjendum frá sam- veldislöndunum og afkomend- um þeirra í Bretlandi, hverjar sem kröfur hægri-arms íhalds- flokksins verða. fylgzt með moskvu Hvað varðar deilumál aust- urs og vesturs almennt kunna íhaldismenn að verða nokkru stífari en fyrirrennarar þeirra, að minnsta kosti til að byrja með. Það var einstaklega óvið- eigandi af sovézku stjórninni að bjóða Wilson í heimsókn til sín í miðri kosningarbaráttunni, því áð það sýndi, að Rússar töldu sigur hans vísan. Það líktist jafnvel klaufalegri íhlut un. Það er ólíklegt, að Heath fýsi að fara til Moskvu í bráð. En í reynd er munurinn á skoð unum hans í þessu tilliti og fyr irrennara hans smávægilegur. Að lokum munu samningar milli risaveldanna gera út um þessa hluti, og Bretar munu fylgjast með því af mikilli athygli, hver verður framvinda SALT-við- ræðnanma (um takmörkun á kjarnorkuvopnabúnaði), og hvað kemur nýtt fram á 24. þingi rússneska kommúnista- flokksins, sem haldið verður seinna á þessu ári. (FWF — einkaréttur Morgunblaðsins)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.