Morgunblaðið - 22.09.1970, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.1970, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1970 31 V íkingarnir kvöddu 1. deild Töpuðu fyrir Val 2-1 SÍÐASTI leikur Víkings í I. deild að þessu sinni var leikinn á sunnudag og mættu Vikingar þá Valsmönnum. Valur sigraði með tveim mörkum gegn einu, en í hálfleik hafði ekkert mark verið skorað. Víkingur leikur í 2. deild að ári liðnu, og er sann- arlega eftirsjá af þeim úr 1. deild. Veður á sunnudag var mjög gott, en áhorfendur sára- fáir. Ekki var leikurinn vel leik- inn, en þó sáust góðir kaflar á báða bóga. Valsmenn voru öllu ákveðnari, og sóttu meira allan leikinn en Víkingar áttu ednnig snarpar sóknir inn á milli. Ekk- ert mark var skorað í fynri hálf- leik, en strax á 8. mín. seinni hálfleifcs tóku Valsmenn forustu. Alexander átti skot á mark Vík- ings, sem Diðrik markvörður esar Eðvaldssonar, sem skoraði 2—0. Á 32. mín. skoraði Víkingur. Hafliði Pétursson sendi fyrir markið og Eiríkur Þorsteinsson, sem fékk boltann á markteig, skoraði 2—1. Sem fynr segir var leikurinn ekki mjög vel leikinn, en þó voru Valsmenn mun ákveðnari og það gaf þeim sigurinn. Vík- ingarnir virtust margir hverjir þegar búnir að setja upp 2. deild ar grknuna, og tóku þennan leik ekki mjög alvarlega. Lang bezt- ur í liði þeirra var Guðgeir Leifsson, og langskot hans voru aldeilis frábær. Hann er einhver sá skemimtilegasti leikmaður, sem fram hefur komið í mörg ár. Gurrnar Gunnartsson var einn ig góður, en honum hættdr til að leika of framarlega og þé ger- ir hann það á hlut varnarinnar. Helgi Björgvinsson og Halldór Síðasta mark Víkings í 1. deild að sinni. hélt ekki, og Ingi Björn Alberts- son, sem fylgdi vel á eftir, fékk boltann og skoraði. Á 19. mín. hálfleiksinis mynd- aðist mikil þvaga í vítateig Vík- ings og boltinn barst til Jóhann- Einarsson vo|u beztir í vöm Vals en Jóhannes Eðvaldsson var að venju góður en leikur of gróft'. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn og gerði það vel. — g-k — Hola í höggi 1 KEPPNI milli Golfklúbbs Ness og Shangri Lai sló Jón Thorla- cius holu í höggi á 9. braut vall arins. Braut þessi er 130 metra löng og er þetta í fyrsta sinn sem hún er leikin í einu höggi. Ársþing FRÍ ÁRSÞING FRl. 1970 fer fram í Reykjavík 14. og 15. nóv. Þau mál og tillögur, sem sam- bandsaðilar ætla að leggja fyrir þingið, þurfa að berast tveimur vikum fyrir þing. Lið Everton. — Englandsmeistararnir. 23 millj. kr. leikmaður leikur hér í næstu viku Keflvíkingar fengu mikið lof fyrir leik sinn í Englandi í keppni milli golfklúbbanna sigraði Golfklúbbur Ness 10 manna sveitarkeppni G. N. leik- menn 850 högg, Shangri Lai leik menn 862 högg, keppendur 55. KEFLVÍKINGAR eru nú komn ir heim úr vellieppnaðri Eng- landsför og leik gegn enska meist araliðinu Everton, sem Keflvík ingar töpuðu fyrir með 6:2. En liði ÍBK er hrósað í enskum blöð um og BBC sendi leikinn út síð ar sama kvöld og farið var með lofsamleg ummæli um Keflvík- inga, sérstaklega markvörðinn Þorstein Ólafsson, sem talað var um ýmist sem „hetju leiksins" eða „stjömu leiksins“. Nú eru Keflvíkingar í óða önn að undirbúa síðari leikinn sem verður leikinn í Laugardal mið vikudaginn 30. september. Verð- ur leikurinn að hefjast kl. 5,30 síðdegis vegna birtunnar, en það er von Keflvíkinga að áhorfend ur fjölmenni til leiksins og meti á þamn hátt, að ekki var samið um báða leikina erlendis, eins og auðvelt var, en þá hefðu knatt- spyrnuunnendur hér orðið af því að sjá þetta fræga enska lið. Stjarma liðsins er Alan Ball sem féiagið keypti á 23 millj. íal. kr. og sér ekki eftir því hann er- nú talinn líklegur til að taka við fyrirliðastöðu í enska landsliðinu af Bobby Moore. Forsala aðgöngumiða hefst á morgun við Útvegsbankann í Reykjavík og í Sundhöll Kefla- víkur. Miðar kosta 200 krónur í stúku, 150 í stæði og 50 kr. fyr ir börn. Er það mun lægna en Hinn „dýri“ Alan Ball er oft í ham. Hann skipar mönnum sín um látlaust fyrir allan leikinn og er oft óblíður. gerist erlendis á slíka leiki. T.d. kostaði sæti að leik Everton — Keflavík kr. 315. Á síðustu árum hefur ekkert knattspyrnufélag í Englandi náð jafngóðum árangri og Everton. Sl. 10 ár hefur liðið ávallt verið fyrir ofan 6. sæti í 1. deild, að undanteknu einu sinni er það varð í 11. sæti. Sl. 10 ár er því tímabil, sem félagið er hreykið af, því auk þess að hafa unnið meistaratitil inn 1963 og 1970, hafa þeir tví vegis á þessu tímabili verið í úr slitum bikarkeppninnar þ.e.a.s. 1966 er þeir unnu bikarinn og 1968, en þá voru þeir í úrsliitum. Er félagið almennt talið eifct sterkasta félagslið í heimi. Þekktustu leikmenn Evertona eru landsliðsmenrúrnir 4 er allir léku með enska landsliðinu í Mexico í heimsmeistarakeppn- inni á þessu ári, Alan Ball, Brian Labone, Tommy Wright og Keith Mexieo í heimsmeistarakeppn- þekktra leikmanna Evertons eru 5 leikmenn enska landsliðsins undir 23 ára: Howard Kendall, Colin Harvery, John Hurst, Joe Royle og Jimmy Husband. Þá hefur markmiaður þeirra verið á litinn einn bezti markvörður í Englandi og var valinn til Mexi co-farar með enska landsliðinu sl. sumar, en afþakkaði vegna heimilisástæðna. Leikir 19. september 1970 i X 2 lilliFii Eram — KJt. / 2 - 0 Arsenal — W.B.A. / 6 - 2 Blackpool — Everton 2 0 - 2 Coventry — Chelsea 2 0 - 1 Crystal P. — Tottenham 2 0 • i Derby — Bumley / 1 - 0 Ipswicb — Man. TJtd. i - o Leeds — Southampton i 1 - o Liverpoo! — Notth. For. i 3 - 0 Man. City — Stoke i l* - 1 West Ham — Newcastte 2 O •• z Wolves — Huddersfieid i i - i Fram fær frönsku meistarana fyrst Punktamót í golfi Á LAUGARDAG fór fram „punktaimót" í golfi hjá Golf- klúbbi Ness. Sigurvegari varð Kon.ráð R. Bjarniason með 37 punkta, annar Kristinn Bergþórs íson 34 punkta og 3. Hreinn M. Jóhannsson 33 pumfcta. Keppendur voru 26. í Evrópukeppni karla í handknattleik ÍSLANDSME’ISTARAR Fnam í handknattleik karla O'g kvenna taka þátt í Evrópu- keppni félagsliða í vetur. Um helgima var dregið um það í Madrid hvaða lið lenda saman í karlaflokki og únslitin urðu þau að mótherjar Framara í 1. umferð verða Frakklands- meistararnir U. S. IVRY sem er lið frá útborg Parísar. Dreg ið verður um lið í kvenna- flokki síðar í vifcunni. Þetta franska lið hefur um nokkurra ára skeið hlotið Frakklandismeistaratitilinn í handknattleik og þanniig sýnt sig að vera sterkasta lið Frakklands og nokkuð „stab- ilt“. í liðinu eru fjórix af liðs- mönnum Frakka í HM-keppn inni síðustu og bera þeir uppi liðið. íslendingar og Frakkar sýndu mjög likia getu í HM- keppninni og þar sem í Fram eru einnig nokkrir af beztu landsliðsmönnum íslamds, má búast við mjög jafnri keppni og möguleikar Fram eiga alls ekki að vera lakari en Frakk Framliðið hefur æft mjög vel og piltarnir staðráðnir í að gera hlut Fram sem mest an í þessari keppni og ekki gat 1. umferðin orðið meim spennandi en raun er á með Frökkum sem mótherja. 13 með 11 rétta 170 með 10 rétta ÞÁTTTAKENDUR í Getraun um voru ótrúlega getspakir um þessa helgi þrátt fyrir nokkur mjög óvænt úrsiit. — Alls voru 13 með 11 réttar lausnir óg 170 áttu seðla með 10 réttum. í pottinum voru nú um 250 þús. krónur, eða svipað og í síðustu viku. Þar sem svo margir voru með 10 réttar lausnir náðu 2. verðlaun ekki 1000 krónum á seðil og verða því ekki greidd 2. verðlaun en öll upphæðin skiptist milli 1. verðlaunahafa og koma utn 19 þúsund krónur á mann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.