Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25/ SEPT. 1970 Prófkjör í Reykjaneskjördæmi; Frambj óðendur kynntir í GÆR birtist í Morgimblaðinu fyrri hiuti kynningar frambjóð- enda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og svör- uðu níu frambjóðendur þar spurningunni: Hver er afstaða þín til þjóðmálanna og starfa Alþingis. Hér á eftir fara svör hinna níu framhjóðendanna við sömu spurningu. * Oddur Olafsson læknir, 61 árs, Reykjalundi. Maki: Ragnheiður Jóliannesdóttir. Eftir meira en 30 ára starf á Vífilsstöðum og Reykjalundi eru mér heilbrigðis-, félags- og atvinnumál efst í huga, er ég á að láta i ljós viðhorf mitt til þjóðmála. Náin kynni af stórum, litrík- um hóp þegna á öllum aldri, á þessum stofnunum, hefur óhjá- kvæmilega léitt til þekkingar á högum fólksins í landinu. Heilsuleysi og félagsleg vanda mál hrjá fjöldann af fjölskyld- um. Skjót og markviss úrbót slíkra áfalla er ómetanleg þjón- usta og þjóðfélaginu hið mesta verðmæti. Heilbrigðismál eru nú í sviðs- ljósinu, stórstígar framfarir og nýjungar krefjast árvekni og samstarfsvilja allra þeirra mörgu starfshópa, er að þeim vinna. Hér er af mörgu að taka og margt vandamálið óleyst, þótt vel hafi verið unnið i ýmsum greinum. Nauðsyn aukinnar þjónustu á sviði félagsmála er bein afleið- ing af breyttum þjóðfélagshátt- um. Þéttbýliskjamar skapa aukna þörf fyrir sérmenntun starfsfólks, er vinnur í sveitar- félögunum að lausn fjölskyldu- vandamála, áður en í óefni er komið. Nátengt félagslegum vandamál um er atvinnuleysi fólks með skerta starfsorku. Hér er um að ræða aldraða og öryrkja með vinnugetu. Þessi hópur atvinnu- leysingja fer ört stækkandi vegna hækkandi meðalaldurs og nauðsyn aukinnar afkastagetu í iðnaðinum. Hér þarf nauðsyn lega sérstakar aðgerðir til úr- bóta. Lausn atvinnumála þessa hóps myndi bæta hag hvers sveitarfélags, auk þess sem það mýndi gæða líf þessara einstakl- inga nýju innihaldi, breyta lífs- leiða í lífshamingju og skapa fleiri aðilja til að axla skatta- byrðamar. Atvinna fyrir alla, sem einhverja vinnugetu hafa, er réttlætismál. Um störf Alþingis mun ég fá- orður. Mér finnst sá mikilvægi réttur einstaklingsins, að hafa leyfi til þess að tjá sig, sé ekki alltaf í hávegum hafður í sölum þess. Ég álit, að störf Alþingis mundu ganga greiðar og verða árangursríkari, ef það starfaði í einni deild. Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri, 38 ára. Garðahreppi. Maki: Ragna Bjarnadóttir. Viðhorf mín til þjóðmálanna byggj ast á sjálfstæði þegnanna, frelsi þeirra til athafna og þar með að framtak þeirra fái notið sín. Sjálfstæði þjóðarinnar er þegar fengið, en halda þarf vörð um það fjöregg. Hins vegar skortir nokkuð á, að framtak einstaklinganna fái notið sín sem skyldi. Til þess að á því verði ráðin bót þarf Sjátfstæð- isflokkurinn aukið fylgi. í kjöl- far þess mundu fylgja þær breyt ingar, sem duga, til þess að bætt verði lífskjör almennings. Ég nefni þessar: Breytingar á stjórn kerfinu í landinu eru nauðsyn- legar sem undanfari annarra. Af tiu ára starfsreynslu að sveitar- stjórnarmálum er mér ljóst að efla þarf sjálfstæði sveitarfélag- anna, kveða skýrar á um verk- efnd þeirra, fækka þeim mála- flokkum, sem ríki og sveitarfé- lög annast í sameiningu, draga þannig úr hinum sívaxandi af- skiptum ríkisins en færa ákvörð- unarvaldið heim í héruðin þar sem staðarþekking er fyrir hendi. Af bættum hag fyrirtækja, hvort sem þau starfa að sjávar- útvegi, landbúnaði, iðnaði eða þjónustu ýmiss konar leiðir vax andi velmegun. Ein leiðin til að bæta hag fyrirtækja er breytt skattalöggjöf, löggjöf sem gerir þeim kleift að hafa hagnað af starfsemi sinni. Þannig verður vöxtur þeirra örari og þau fær- ari um að greiða starfsmönnum hærri laun. Réttlátari skattlagning á ein- staklinga er höfuðnauðsyn. í því sambandi nefni ég nokkra hækkun fasteignaskatta, en for- sendur hennar eru leiðréttingar á útsvarsstígunum. Þetta þýðir ekki almenna skattahækkun, held ur réttlátari skiptingu, sem auk þess leiðir til arðbærari fjárfest- íngar í þjóðfélaginu. Hér er ekki rúm til að rekja fleiiri viðhorf en af málefnum, sem ég hef áhuga á, nefni ég skólamál, heilbrigðismál og mál- efnd æskufólks. Að þessum mál- um hef ég unnið og mun vinna áfram sem sveitarstjóri. Störfum Alþingis er ég ekki nægiilega kunnugur tii að setjast í dómarasæti. Starfshættir þess hafa þróazt á þúsund árum, ekki þó í svo fastar skorður, að þeim megi ekki breyta. Ef þar sitja á hverjum tíma hæfir rnenn, verða störf þess til heilla fyrir land og lýð. Nú hefur almenningur tæki- færi til að hafa bein áhrif á val fulltrúa. Slíkt tækifæri ber hverjum manni að nota. Þannig verða allir virkir og virðing fyr- ir Aiþingi eykst. Viðhorfum frambjóðenda þurfa þó kjósend- ur að fá að kynnast betur en mögulegt er, með þeim hætti einum, sem hér er á hafður. Páll V. Daníelsson forstjóri Hagdeildar pósts- og síma, 55 ára, Hafnarfirði. Maki: Guðrún Jónsdóttir. Ég hefi kynnzt fjölda fólks til lands og sjávar í dreifbýli og þéttbýli, fólki, sem vinnur hin margvíslegustu störf í einka- rekstri og opinberri þjónustu. Þessi kynni mín hafa ekki vald- ið því, að ég glataði æskutrú minni á land og þjóð. Fólkið hef undantekningalítið reynzt dug- andi, kjarkmikið, starfssamt, til- litssamt og heiðarlegt. Hefur þetta sannað mér æ betur, að einstaklingurinn er búinn góð- um eiginleikum og að hann á rétt á frelsi til orðs og athafna. 1 frjálsu framtaki einstaklings- ins nýtist bezt orka hans til að komast hraðar að settu marki á framfarabraut. Á það við bæði menningarlega og efnahagslega. Hlutverk stjórnmálamanna á að vera það, að sníða stakkinn þannig, að einstaklingurinn hafi olnbogarými og orka hans nýt- ist sem bezt, án þess hann gangi á rétt annarra þegna þjóðfélags- ins. Slik stjórnun er vandasam- ari en sú að taka völdin i sín- ar hendur, drepa allt í dróma ríkisforsjár, gefa fyrirmæli og beita refsingum, þegar ekki er hlýtt. Það er leiðin til ánauðar. Þess vegna þurfa leiðtogar lýð- ræðis þjóðskipulags að vera stöð ugt á verði og gæta sín á því að ganga ekki of langt í höml- um skriffinnsku og hafta. Skoðanir mínar á þjóðfélags- málum, grundvallast því á frelsi og framtaki einstaklingsins. Hann á að hafa möguleikana til að byggja upp og viðhalda at- vinnulífinu. Opinberi aðilinn á ekki að fara inn á það svið nema tímabundið, þegar óvenju- legir atburðir gerast. Hins veg- ar þurfa stjórnvöld að móta stefnuna þannig, að einstakling- urinn velji sér á hverjum tíma þau viðfangsefni, sem mesta hagsæld og velferð skapa í þjóð- félaginu. Á sama hátt og ég tel atvinnu rekstrinum bezt borgið í höndum einstaklinga og félagasamtaka þeirra, tel ég að stjórn og fram- kvæmd ýmissa sameiginlegra mála sé í mörgum tilvikum bet- ur komin i höndum byggðarlag- anna en rikisvaldsins. Og það þurfi að gerast í rikari mæli en nú er. Að sjálfsögðu verður oft að vera samvinna milli sveitar- félaga til að tryggja betri og hagkvæmari framkvæmd mála. En stjórnendur byggðarlaganna hljóta að þekkja betur til mála heima fyrir, en þeir sem fjær búa. Sagan er okkar arfur og ég dáist að þeim, sem þegar hafa lokið stórbrotnu lífsstarfi. Og ég sé í anda mikið verk til umbóta og framfara. Og æskan er enn söm við sig, hún vill frelsi til átaka. Alþingi á að njóta virðingar alþjóðar og alþingismenn eiga að lyfta sér yfir alla lágkúru- mennsku og gefa gott fordæmi. Það er í lagi að deila hart, ef ekki er vikið af vegi þekkingar, raunsæis og drengskapar. En til að leysa mál af þekkingu þarf mikla vinnu, aiþingismaður þarf því umfram allt að vera starfs- samur. Salome Þorkelsdóttir húsmóðir, 45 ára, Reykjahlíð, Mosfellssveit. Maki: Jóel Kr. Jóelsson. Mörg stór átök hafa verið gerð í þjóðmálum, sem stefna að bætt um lífskjörum, þrátt fyrir þá erf iðleika í efnahagsmálum, sem steðjað hafa að þjóðinni á und- anförnum árum. Það hefur verið lögð áherzla á alhliða uppbyggingu atvinnu- veganna. Heilbrigðismálin eru i örri þróun, þar er stefnt að bygg ingu læknamiðstöðva úti um landsbyggðina. Fræðslu- og menntakerfið er í endurskoðun og nú þegar er farið að gæta áhrifa hennar. Vitanlega eru næg verkefni framundan óleyst, t.d. þarf að endurskoða tryggingalöggjöfina, með bættum kjörum aldraðra, ör yrkja, ekkna og einstæðra for- eldra fyrir augum. Það þarf að jafna aðstöðumun dreifbýlis og þéttbýlis varðandi fræðslulög- gjöfina og svo mætti lengi telja. Hvað viðkemur störfum Al- þingis, hef ég litlu til að svara, þar sem ég er þar lítt kunn- ug, af eðlilegum ástæðum. Auðvitað finnst mér fyrir neð- an allar hellur að ekki sé nema ein kona á þingi. En við erum óðum að vakna til meðvitundar um hæfileika okkar og skyldur, svo að vonandi stendur það til bóta. Ég tel það eitt höfuðatriði fyr ir hina einstöku þingmenn að þeir séu í sem nánustum tengsl- um við fólkið og bæjar- og sveit- arstjórnirnar, sem eiga bezt að þekkja þarfir þegnanna. Islendingar eru ein minnsta þjóð heims. Vegna smæðarinnar er augljóst, að stjórnsýslu- og hagkerfi annarra þjóða henta okkur ekki alltaf sem bezt. Við verðum að sníða okkur stakk eft ir vexti. Fámennið skapar okkur ýmsa erfiðleika, sem aðrar þjóðir þurfa ekki að glíma við. Þess vegna þarf hver einstakling- ur að hafa meiri ábyrgðartilfinn ingu gagnvart landi sínu en al- mennt gerist meðal stærri þjóða. Leiðtogar þjóðarinnar þurfa að ganga þar á undan með góðu fordæmi. Ég tel hag íslenzku þjóðarinn ar bezt borgið undir forystu þeirra, sem byggja stefnu sína á frelsi einstaklingsins, þ.e. Sjálf- stæðisflokksins. Sigurður Helgason viðskipta- og lögfræðingur, 39 ára, Kópavogi. Maki: Gyða Stefánsdóttir. Svör við þessum spurningum hljóta eðlilega að vera mjög af- mörkuð, þar sem svo yfirgrips- miklir málaflokkar snerta þjóð- mál okkar almennt og eðlilega verður Alþingi á hverjum tíma að starfa í þeim anda, er tekur tillit til þeirra strauma, sem hæst bera í þjóðmálum og menn ingarmálum og ætla má að bygg ist á eðlilegri þjóðfélagsþróun. Ég vil leggja áherzlu á, að alltaf geta og hljóta að koma upp ný viðfangsefni, sem verða efst á baugi á hverjum tíma og órnögu legt er að sjá fyrir i dag, og einnig gleymast mál er sízt skyldi, og með þetta í huga, þá mun ég áræða að halda áfrarp, Hyrningarsteinn lýðræðisins á hverjum tíma byggist á þvi, að með þau sé farið af trúmenp^ku og réttsýni og jafnframt fylg/.t með þróun þeirra hvar sem ér í heiminum, og reynslan heimfærð hér eins og bezt verður á kosið eftir itarlegar rannsóknir og samanburð miðáðan við aðstæð- ur. I þessu sambandi vil ég. nefna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.