Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 19
MORGUISrBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1970 19 Lsugavegi 37og S7 Opifi til M.4 alla laugapdaga ÞETTA GERÐIST í ÁGÚST 1970 VEÐUR OG FÆRÐ Júlím<ánuður var sá kaldasti í Reykjavík á þessari öld (5). Snjóar í fjöll á nokkrum stöðum norðan lands og austan (13). Kartöflugrös falla nyrðra (14). Blindhríð. á hálendinu norður af Tungnafellsjökli (16). Sólarhringsúrkoma um helmingur meðalúnkomu á Suðurlandi í ágúst- mánuði (36). ÚTGERÐIN íslenzkir sjómenn biðja um varð- skipsvernd vegna yfirgangs Rússa og Austur-Þjóðverja á grálúðumiðum (2) Árni Friðriksson og G. O. Sars í samræmdum rannsóknarleiðangri í Grænlandshafi (5). Síldveiðiskipin i Norðursjó seldu fyrir 105 millj. kr. í júlí (5). Afli togaranna góður undanfarið (7). Þorskblokkin hækkar vestan hafs (1/1). 45% aukning á útflutningi SH fyrstu sjö mánuði ársins (13). 95 erlendir togarar við ísland (15). Síldarútvegsnefnd og LÍÚ mótmæla undanþágu til síldveiða við S- og Vesturland (15, 20). Verð á stórufsa ákveðið (18). íslendingar stærstir í útflutningi á þorskflökum til USA (18). Guðmundur Jörundsson gerir árs- samning um sölu á afla Narfa í Brem erhaven (18). Aukið aflamagn Vestfjarðarbáta yf ir sumarmánuðina (20). Góðar sölu síldveiðibátanna í Dan- mörku (25) Hörpudisksmið 1 Breiðafirði rann- sökuð (29). MENN OG MÁLEFNI 22 ára sjómaður flýr af austur- þýzkum togara og gerist pólitískur flóttamaður (1). Ásgeir Magnússon kjörinn umdæm- isstjóri Rotary á íslandi (6). Norskt skógræktarfólk heimsækir ísland og íslenzkt Noreg (6, 18, 19). Jóhann Hafstein situr fund forsæt- isráðherra Norðurlanda (7). Gylfi ísaksson ráðinn bæjarstjóri á Akranesi (8). Efnahags- og samgöngumálaráð- herra Luxemborgar, Marcel Mart, í heimsókn (8). Sr. Felix Ólafsson lætur af prests- embætti í Grensássókn og flyzt til Noregs (9). Sr. Kolbeinn Þorleifsson hlýtur styrk til rannsókna á Grænlandi (12) Sverrir Júlíusson ráðinn fram- kvæmdastjóri Fiskveiðisjóðs (14). 20 danskir kennarar ferðast um landið (15). Dr. Unnsteinn Stefánsson ráðinn til UNESCO (15). Erik Bidsted ráðinn ballettmeistari Þjóðleikhússins (18). Brúðkaup haldið í Viðeyjarkirkju (20) Brezkur miðill læknaði fótmeiðsli Hermanns Gunnarssonar (25) Páll Sigurðsson, tryggingayfirlækn- ir, skipaður ráðuneytisstjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu (25). Samninganefnd fer til Spánar vegna skuttogarasmíði (25). Rúmlega þrítuigur maður ósjálf- bjarga eftir hassneyzlu (25, 26). Fulltrúar frá Æðsta ráði Sovétríkj anna í heimsókn (26). Steingrímur Gautur Kristjánsson skipaður dómari í stíflusprengingar málinu í Laxá (28). Alexander Bennett þjálfar íslenzka ballettdansara (29). Eggert G. Þorsteinsson, ráðherra, bjargar 10 ára dreng frá drukknun í Visby á Gotlandi (29). Borgarfulltrúar frá Helsinki í heim sókn hér (30). FÉLAGSMÁL Fyrsta ylræktarráðstefnan haldin hér (3, 11). Nýtt ungmennafélag stofnað í Vík í Mýrdal. Ævar Harðarson formaður (9). Fjármálaráðherrar Norðurlanda þinga hér (9). Óbreytt skipan bæjarfulltrúa við endurkosningu á Seyðisfirði (11). Prófkjör ákveðið við val á fram- bjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu alþingiskosning ar (12). Ludvig Storr formaður Félags kjör ræðismanna erlendra ríkja á íslandi (14). Viðræður milli stjórnarflokkanna um þingrof og haustkosningar (14). Aðalfundur SÍNE haldinn í Reykja- vík (20). Arinbjörn Kolbeinsson endurkjör- inn formaður Læknafélags íslands (21). 100 þátttakendur í Norrænu hús- mæðraorlofi (21). Norrænir iðnrekendur þinga hér (21). Ákveðið að haustkosningar til Al- þingis verði ekki (22). Nýir samningar milli Riithöfunda- sambandsins og Ríkisútvarpsins (23). 1845 nemendur innritaðir í Háskól- ann fyrir næsta vetur (23). Hátíðahöld á Húsavík af tilefni ell efu hundrað ára byggðar á Húsavík (25, 26). Norrænt bankamannamót haldið hér (26). Gerðardómur úrskurðar að laun yf irmanna á kaupskipunum skuli hækka um 20% (26). Fundur formanna norrænna æsku lýðssambanda haldinn hér (29). Norrænir búvísindamenn þinga hér (30). Aðalfundur Stéttarsambands bænda haldinn í Bifröst (30). BÓKMENNTIR OG LISTIR Ung íslenzk stúlka, Unnur María Ingólfsdóttir, hlýtur einróma lof fyr ir leik sinn með norrænni unglinga- hljómsveit (2). Ný skáldsaga, Innansveitarkróníka, eftir Halldór Laxness væntanleg í haust (13). Leikfélag Reykjavíkur hyggst hafa frumsýningar utan Reykjavíkur á næsta leikári (23). FRAMKVÆMDIR Tilboð í hraðbrautir á Suðurlands vegi og Vesturlandsvegi opnuð (1). Áfengisvérzlunin flytur úr Nýborg í nýtt húsnæði (6). Nýtt fjölskylduheimili reist að Kumbaravogi (6). Ákveðið að önnur vatnsleiðsla verði lögð til Vestmannaeyja næsta vor (6). Stálvík smíðar skuttogara fyrir Sigl firðinga C7, 14). 30 nýjar brýr smíðaðar 1 sumar (7). Álframleiðslan í Straumsvík 15.456 lestir fyrri helming ársins (11). Flugfélagið Þór h.f. fær nýja sex sæta flugvél (13). Vatnamælingar hafnar vegna Aust urlandsvirkjunar (13). Tónlistarhúsi ákveðin staður við Sigtún í Reykjavík (14). Ríkisstjórnin heimilar að samið sé um smíði skuttogara við Slippstöð- ina, Pólverja og Spánverja (15). Sæluhús reist við Snæfell (15). Framkvæmdir að hefjast við stækk un Kleppssptíalans (15). Skagfirðingar gera brú á Jökulsá eystri við Austurbug (16). Hitatæki h.f. hyggja á smíði sport báta fyrir bandarískan markað (16). Kirkjugarðurinn í Fossvogi stækk aður (19). Staðfesting fengin á aðalskipulagi Sauðárkróks (20). Bændur úr Bárðardal heyja 1000 hesta í Flatey á Skjálfanda (20). Hafnargerð hafin í Breiðdalsvík (20) 68 millj. kr. varið til framkvæmda við sjónvarpsstöðvar hér á þessu ári (22). Nýr golfvöllur vígður á Akureyri (25). Fyrsta skóflustungan tekin að nýju Veðurstofuhúsi (29). Dettifoss, nýju vöruflutningaskipi Eimskips, hleypt af stokkunum í Ála- borg (30). SLYSFARIR OG SKAÐAR íbúðarhúsið að Skeggjabrekku í Ól afsfirði skemmist mikið í eldi (6). Tvær kýr drepast af raflosti á Egils stöðum (14). Nýja flugvél Þórs h.f. eyðileggst í lendingu á Keflavíkurflugvelli (18). Bræðurnir Barði og Jón Brynjólfs synir frá Akureyri drukknuðu, er bíll þeirrá lenti í síki við Árfarsbrú í Þingi (22). Vélbáturinn Flosi RE 66 sekkur við Ólafsvík (25, 26). íbúðarhúsið að Ósi í Skógarstrandar hreppi brennur (25) Mývetningar rjúfa skörð í stíflu í Mið-Kvísl í Laxá (26, 27) Vélbáturinn Marz VE 204 strandar á Fagradalsfjöru í Mýrdal (28). ÍÞRÓTTIR Herdís Hallvarðsdóttir og Anna Har aldsdóttir úr ÍR setja íslandsmet í 1500 m hlaupi kvenna, 5:37,1 mán. (1). ísland tekur þátt í knattspyrnu- keppni næstu Olympíuleika (5). Guðmundur Gíslason, Á, setur ís- landsmet í 200 m fjórsundi, 2:20,4 mín. (5). ísland leikur landsleiki við flestar sterkustu handknattleiiksþjóðir heims n.k. vetur (6). Erlendur Valdimarsson, ÍR, setur íslandsmet í kringlukasti, 58,26 m (7). Forystumenn knattspyrnumála á Norðurlöndum þinga hér (11). KR sigraði í 5. sinn í bikarkeppni FRÍ (18). Þorbjörn Kjærbo, GS, íslandsmeist ari í golfi (18). Fjórir beztu frjálsíþróttamenn ís- lands fara utan til keppni (19). íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Keflavík—Akureyri IX) — Valur—ÍBV 0:1 (1). — Akranes—Víkingur 2X) — Akureyri—KR 6:3 — Fram—Keflavík 1:2 (11). — ÍBV—Fram 0:2 (13). — KR —Valur 1:1 (14). — Keflavík—ÍBV l.*0 — Fram—Víkingur 5:1 — Akureyri— Akranes 0:0 (18) — Akureyri—ÍBV 1:1 (20). — Valur—Fram 3:1 (21). — ÍBV—Akureyri 0:3 (25) — Keflavík— Víkingur 1:0 — KR—Akranes 1:2 (25). — Valur—Akureyri 6:5 (26). — Vík* ingur—KR 2:1 (28).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.