Morgunblaðið - 16.10.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1970, Blaðsíða 3
MORGUNHLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1970 3 Samningar um360mill j. kr. lán til hraðbrauta — imdirritaðir við Alþjóða bankann — Hraðbrautir opnaðar í árslok 1972 SL. mánudag var undirritað- ur samningur um lántöku ís- lands hjá Alþjóðabankanum að upphæð 360,8 milljónir ís- lenzkra króna til fram- kvæmda við vegagerð. Láns- fé þetta nemur helmingi áætlaðs kostnaðar eftir 1. september 1970 við lagningu hraðbrautar frá Reykjavík austur að Selfossi og frá Höfðabakka að Mógilsá í Kollafirði, en helmingur kostnaðar verður greiddur af ráðstöfunarfé Vegasjóðs. Lánið er til 20 ára án afborg- ana fyrstu 4 árin og eru vext- ir 71/3%. Verksamningar hafa verið undirritaðir við Aðalbraiít sf. um hluta Vesturlandsvegar og við Þórisós sf. um tiltek- inn áfanga Suðurlandsvegar. Jafnframt mun íslenzkt verk- fræðifyrirtæki annast eftirlit með framkvæmdunum, en það nefnist Mat sf. Gert er ráð fyrir, að hinar nýju hraðbrautir verði opnaðar til umferðar í árslok 1972. Hér fer á eftir fréttatil- kynning samgönguráðuneyt- isins um þetta mál: Mánudaginm 12. þ.m. var und- irritaður í Washington samning ur um lán.t öku Islands hjá Al- þj’óðabankanuan, að upphæð 4,1 mil'ij. Bandaríkjadollarar, eða 360,8 milllj. isi. krónur til fram- kvaeimda við vegagerð á Islandi. Magnús V. Magnússon, am- bassador íslands i Washington, undirrifaðd samninginn af Is- lands hálfu, í umboði fjármála- ráðherra, en Burke Knapp, bankastjóri í Alþjóðabankanum, fyrir bankans hönd. Lánsfé nemur heimingi áætl- aðs kostnaðar eftir 1. septem- ber 1970 við ilagningu hraðbraut ar frá Reykjavík auistur að Sel- fossi (á Suðurlandsvegi) og frá Höfðabakka að Mógilisá í Kolla- firði (á Vestiurlandsvegi), en helminguir kostnaðar verður greiddur af ráðstöfunarfé Vega- sjöðs. Þá mun bankinn einnig. lána liðlega 45 millij. kr. tii kaupa á tækjum til vegaviðhalds, að mestu fyrir malarvegi. Lánið er til tuttuigu ára, án afborgana fyrstu 4 árin, og eru vextir 7%%. Athuganir, sem gerðar voru á vegum samgönguráðuneytis- ins, með aðstoð Seðlabanka Is- lands og Efnahagsstofnunarinn- ar, meðal annars heildarathug- un danska fyrirtækisins Kamp- sax, árið 1968, sýndu fram á, að fjárfesting i varanlegri vega gerð, aðallega á höfuðleiðunum i kringum Reykjavík, væri mjög arðbær. Þannig töldu sérfræðing ar Kampsax, að með fjárfest- ingu í Vestiurlandsvegi, frá Höfðabakika upp í Kollliafjörð, myndi þjóðfélagslegur hagnaður vegna minna stits á farartsékj- um og greiðari umferðar, jafn- giida því, að heildarfj'árfesting- in gæfi af sér yfir 40% vexti. Samsvarandi tala var 23% á Suðurlandsvegi að Selfossi. Það virtist því ekki leika vafi á því, að þessar fram'kvæmdir væru þjóðfélagslega mjög hag- kvæmar. Hins vegar var djóst, að með fjárráðum Vegasjóðs einum saman myndi ekki unnt að ljúka verkinu á æskilegum tima. Yrði þvi að koma til sér- stök lánsfjáröflun. Fultrúar Islands á ársfund- um Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjöðsins ræddu mögu- leika á lánveitingu til hrað- brautalagninga hér við Alþjóða- bankann, bæði 1968 og 1969, og var þeirri málaleitan tekið vei, einkum eftir að skýrslúr Kamp- sax lágu fyrir, en Kampsax hafði áður gert svipaðar heild- arathuganir í öðrum löndum, sem bankinn hefur veitt lán til samgöngubóta, og naut þar trausts. Vorið 1969 sendi Alþjóðabank inn sérfræðing hingað til við- ræðna við sérfræðinga Vegagerð ar ríkisins, sém þá þegar höfðu gert frumáætfanir að fram- kvæmdunum. Lokahönnun þessara fyrirhuig uðu framkvæmda hófst haustið 1969 hjá Vegagerð ríkisins, sem sá um hana, með aðstoð Al- menna byggingafélaigsins h.f., sem hannaði þann hliuta Vestur- landsvegar, sem byggja á í fyrsta áfanga, og Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen, sem hannaði hluta af Suðurlandsvegi. ■ Fyrri hluta vetrar 1969—1970 fóru fram viðræður milli Vega- gerðar ríkisins og verkfræðinga Alþjóðabankans urn ýmis fram- kvaamdaatriði, aðalllega þó um forval væntanilegra verktaka. Forvaiisgögn voru send út 15. febrúar 1970, og var skilafrest- ur tii 6. apríl. í forvali tóku þátt 5 erlend verktakafyrirtæki, þar af eitit í samvinnu við is- lenzkt fyrirtæki, og þrjár ísltenzk ar verktakasamsteypur, þar af tvær, sem endanlega hiutu við- urkenningu. Á tímabilinu frá 27. apríl til 16. maí þ.á. dvaldi hér fjögurra manna viðræðunefnd frá Al- þjóðabankanum, og voru þá rædd öll atriði málsins, er snertu hönnun og fjármál fram- kvæmdanna. Hinn 31. maí þ.á. voru útboðs- gögn fyrir fyrstu áfanga verks- ins send hinum forvölldu verk- tökum, og voru tiiboð opnuð 31. júlíí þ.á. Fjögur tiliboð bárust í Vesturlandsveg og fjögur i Suð- urlandsveg, tvö islenzk og tvö erlend í hvorn veg. Vitað var, að Aiþjóðabankinn setur mjög ströng skilyrði varð andi eftirlit með veiktökum, og var því þegar snemma á síðast- liðnu s-umri byrjað að vdnna að samvinnu íslenzkra verkfræð- inga, með það fyrir augum, að innlendir aðilar gætu tekið eftir litið að sér i sem ríkustum mœli. Lauk málinu með þvi, að þau ráðgefandi verkfræðifyrirtæki, sem hlut áttu að máli, stofnuðu sameiginlegt félaig, Mat s.f., sem annast mun eftirlit með framkvæmdum. Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins annast alilar rannsókn ir á jarðvegi og efni til vega- gerðarinnar og meðferð þeirra. Dagana 17.—19. ágúst fór svo íslenzk samninganefnd til Wash ington tii viðræðna við fulltrúa væntanlegs iánveitanda um láns kjör o.fL 1 nefndinni voru Brynj ólfur Ingólfsson, ráðuneytis- stjóri í samgön.guráðuneytinu, Bjöm Tryggvason, aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka Islands, og Sigurður Jóhannsson, vega- málastjóri. 1 viðræðunum náðu aðilar fufMu samkomulagi um orðalag lánssamnings, að áskildu sam- þykki íslenzku ríkisstjómarínn- ar og bankastjórnar Alþjóða- bankans. Hinn 27. ágúst þ.á. samþykkti rikisstjórnin yfrir sitt leyti orða lag væntanlegs lántökusamnings og einniig val tveggja ísHenzkra verktaka, þeirra sem lægst buðu í verkin. Voru vetksamn- ingar umdirritaðir 21. f.m. við Aðalbraut s.f. (um hliuta Vest- urlandsvegar) og Þórisós s.f. (um tiltekna áfanga í Suðurlands vegi). Framikvæmdir hófust nökkrum dögum síðar. Hinn 6. þ.m. samþykkti stjóm bankans síðan Hániveitinguna formliega, og var liánssamning- urinn undirritaður 12 þ.m., eins og fyrr er sagt. Gert er ráð fyrir, að unnt verði að opna hinar nýju hrað- brautir fyrir urnferð í árslok 1972. ÞESSAR VÖRUR KOMU í VIKUNNI: DÖMUDEILD: PEYSUR - BLÚSSUR LAKKLEÐURSLÍKIS- KÁPUR - LOÐFÓÐF RÚSKINNSPILS LAKKLEÐURSI.ÍKIS- JAKKAR KÁPUR POKABUXUR O. FL. HERRADEILD: PEYSUR - SKYRTUR STAKIR JAKKAR FÖT M. VESTI BINDASETT LAKKLEÐUR- JAKKAR STAKAR BUXUR SJÓN ER SÖGU RÍKARI STAKSTEIIVAR V íxlhækkanir I>að kom fram í sjónvarpsvið- tali við Jóhann Ilafstein, for- sætisráðherra, si. þriðjudag, að á döfinni er nú að gera sérstak- ar ráðstafanir til þess að unnt verði að varðveita þann bata, sem orðið hefur í efnahagsstarf- semi þjóðarinnar. En ljóst.er, að þær vixliiækkanir kaupgjalds og verðlags, sem átt liafa sér stað að undanförnu, stuðla að veru- legri verðbólguþróun, ef ekki verða gerðar ráðstafanir af ein- liverju tagi. í áðurnefndu sjón- varpsviðtali benti forsætisráð- herra á, að til íhugunar væri að koma á einhvers konar verð- stöðvun. Þau viðfangsefni, sem við glím um nú við í efnahagsmáhujum, eru af mjög svipuðum toga spunn in og þau vandamál, sem bæði Danir og Svíar fást nú við, þð að þær ráðstafanir, sem hér verða gerðar, miði fyrst og fremst að þvi að tryggja eifna- hagsbatann. Vandinn er sá, að koma í veg fyrir að launahækk- ana gæti eins í verðlaginu eins og verið hefur, og auka skiln- ing á því, að raunhæfar launa- hækkanir geta ekld farið fram úr greiðslugetu atvinnuveganna. Danir og Svíar Svenska Dagbladet ræddi fyr- ir nokkru um þessa efnahags- erfiðleika Dana: „Hvers vegna hefur ríkisstjórnunum mistekist? Það hefur alltaf verið óstöðugur þáttur í dönskuin stjórnmálum, sem fyrr eða síðar hefnir sin. Það er þó sjálfsagt ekki höfuð- ástæðan. Hin sjálfvirka dýrtíð- arskrúfa, verðtrygging launa, sem er fólgin í samningunum á vinnumarkaðnum, hefur hins veg ar stuðlað í ríkum mæli að þessu erfiða ástandi. Þeir hafa verið eins konar verðbólguvaldur. Hver verðhækkun hefur svo smámsaman leitt til dýrtiðar- hækkana á laimin. Síðan hefur þetta hækkandi verðlag leitt til nýrra sjálfvirkra launahækk- ana. Engri ríkisstjórn hefur tek- izt að hefta þessa þróim. Ríkis- stjóm sú, er nú situr, setti fram tillögur s.I. vor, sem a.m.k. um stundarsakir áttu að stöðva þetta stöðuga kapphlaup lanna og verðlags. En lannþegasamtökin höfnuðu tilboðinu. Þau geta vit- anlega staðhæft, að þau treysti ekki á getu stjórnvaldanna til þess að stöðva verðbólguna. En nú ættu forystumennimir að hafa komizt að raun tim, aðþað er tilgangslaust að halda áfram þessum leikaraskap með dýrtíð- aruppbætur. Danmörk er annars ágætis dæmi, sem er þess virði nú fyrir sænska stjórnmálamenn og forystumenn liagsmunasam- taka að kynna sér, og sýnir fram á, að það er tilgangslaust að nota uppbótakerfi til þess að vinna bug á verðbólgu eða efna- hagskreppu." Aþekkur vandi Það er ljóst, að okkar efna- hagsvandi er áþekkur þeim vanda, er bæði Danir og Sviar glíma nú við. Kapphlaupið um launahækkanir í krónutölu hef- ur leitt til þess, að ekki hefur verið hugað að því sem skyldi að tryggja raunhæfar kjarabæt- ur. Það viröist því vera mjög brýnt verkefni, að efla almenn- an skilning á því, að á hverjum tíma verði að Imga að mögulegu raungildi launaha>kkaina. I þessu kapphalupi er tilgangslaust nð spenna bogann svo hátt, að um raunliæfar kjarabætur getí ekki orðið að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.