Morgunblaðið - 16.10.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1970, Blaðsíða 17
MORG-UNBLAÐIÐ, FÖiSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1976 17 Ótrúleg breyting í Yietnam Hljóðlát straumhvörf: Herlið Viet Cong á barmi upplausnar Ef tir P. J. Honey Greinarhöfundiir, P.J. Honey, lektor í víetnöniskum fræðum við Lundúnaháskóia og: einn fremsti sérfræðingur heimsins í víetnömskum mftl efnum, er ekki einn um þft skoðun, að straumhvörf kunni að hafa orðið i stríð- inu í Víetnam, enda þótt um- heimurinn hafi varla veitt því nokkra eftirtekt. í eftir- farandi grein ieiðir hann rök að því, að „friðunarað- gerðir“ og „víetnamísering“, það er aukin iilutdeild Suð- ur-Víetnama sjálfra i stríðs- rekstrinum, beri góðan ávöxt og ftrangurinn sé sá, að hern- aðarástandið hafi gerbreytzt Suður-Víetnömum í vii og stórum aukið öryggi lands- manna. Skæruliðar Viet Cong, segir hann, eru hund- eltir, og barftttuhugur Suð ur-víetnamskra hermanna hefur aldrei verið meiri. alla flutninga og samgöngui Viet Cong háskalegar og jafn vel ógerlegar. Þorpsráðum hef ur verið komið á fót í svo að segja öllum héruðum að undan gengnum bæja- og sveita stjórnakosningum, og þessi ráð stjórna vörnum þorpanna og hafa auk þess á hendi alla venjulega stjórnsýslu, stjórna félagslegum og efnahagslegum umbótum og framkvæmdum, skipa lögreglulið og svo fram- vegis. Þessi bylting að neðan er á góðri leið með að leggja grundvöll að jafnvægi og ör- yggi, sem Viet Cong reynist ógerningur að raska. Og raun ar búa þeir skæruíiðar Viet Cong, sem enn eru á ferli, við skort á matvælum, vistum og peningum, baráttuhugur þeirra er lítill og allstór hópur svikst stöðugt undan merkjum. í hverju þorpi er haldin spjald- skrá yfir virka kommúnista í hverju umdæmi og spjöld með myndum af eftirlýstum mönn- um eru fest upp á áberandi stöðum. HREINSUNAR- Djúptækar breytingar hafa átt sér stað í Suður-Víetnam á undanfömum árum og ger- breytt öllu hernaðarástandinu, en umheimurinn gerir sér að- eins örlitla grein fyrir því sem heíur gerzt. Breytingamar hafa verið hægfara og eru ár- angur samfelldra og samstilltra aðgerða, pólitískra og hernað- arlegra. Þær hafa því ekki vakið mikla eftirtekt enda hafa erlendir fréttaritarar, sem hafa fasta aðsetu í Saigon, stöðugt einblínt á þá þætti þróunarinn ar, sem liggja meira í augum uppi. Engu að síður hafa ekki gerzt markverðari tiðindi það sem af er stríðinu. Á fyrstu mánuðum ársins 1969 reyndu Suður-Víetnamar að ná sér eftir áhrif Tet-sókn- arinnar og hinna geysiöflugu árása, sem fylgdu í kjölfar hennar. Árásunum var hrund- ið, og kommúnistar biðu mikið afhroð, en Suður-Víetnamar sóttu í skyndi inn í þorpin á landsbyggðinni, drógu þjóðfán ann að húni og treystu áhrif stjórnarinnar. Skæruliðar Viet Cong létu þó enn mikið, að sér kveða og voru stöðugt á ferli að næturlagi til þess að inn heimta skatta, reka áróður og safna nýliðum. Jarðsprengjur á vegum og fyrirsát kommún- ista gerðu þó að verkum, að umferð var enn hættulegri, og vöruflutningar voru hættuleg- ir og ótryggir sem áður. Núna er þetta gerbreytt. Umferð er örugg og með eðlilegum hætti um mestan hluta landsins, þorpsbúar geta sofið óhræddir i rúmum sínum á nóttunni, og það eru skæruliðar Viet Cong sem eru hundeltir. Ástæðan fyr ir þessari áhrifamiklu breyt- ingu eru „friðunaraðgerðir", eins og Bandarikjamenn kalla það, eða „Binh Dinh“, eins og aðferðirnar eru kallaðar af Víetnömum sjálfum. Þessar aðgerðir eru allflókn ar og margþættar. Mikilvæg asta ráðstöfunin, sem hefur ver ið gerð til þess að tryggja auk ið öryggi, er myndun sjálfs- varnarsveita í þorpum á lands- byggðinni. Þessar sjálfsvarnar sveitir ganga undir nafninu „Dan Ve“, eru aðallega skip- aðar ólaunuðum sjálfboðaliðum úr þorpunum, og klæðast þeir svörtum einkennisbúningum og eru vopnaðir léttum vopnum. Þeir standa vörð umhverfis þorpin á hverri nóttu, liggja í leyni fyrir skæruliðum og gera Sérþjálfaðir suður-víetnamskir hernienn á fjallasvæði nftlægt Kambódiu. Aðgerðirnar í Kanibódíu liafa framar öðru orðið til þess að auka sjálfstraust suður-víetnamskra iier- manna og traust Bandaríkjamanna tii þeirra, að dómi suður-víetnamskra lierforingja. AÐGERÐIR Þessi framför varð ekki möguleg fyrr en hinum víð- tæku árásum kommúnista var hrundið árið 1968 og eftir að deildir úr meginliðsaflanum voru neyddar til að hörfa til svæðanna hjá landamærum Laos og Kambódíu. Sumar deildir héldu vissulega kyrru fyrir á byggðum svæðum, og sömu sögu var að segja um skæruliða Viet Cong, en mörg- um hefur nú verið útrýmt og hinar eru hundeltar og tor- tímt með skipulegum hætti af suður-víetnamska fastahernum. 1 hvert sinn sem tekizt hefur að brjóta á bak aftur megin herstyrk kommúnista á til- teknu svæði og bækistöðvum þeirra hefur verið náð, er fylk- isherliði falið það verkefni að annast svokallaðar hreinsunar- aðgerðir, síðustu leifar and- spyrnunnar eru brotnar á bak aftur, handtökur fara fram og loks er svæðið hertekið. Við þetta eru víglínusveitir stjórn arinnar lausar allra mála, þær geta tekið þátt í frekari hern- aðaraðgerðum á öðrum stöðum, og sagan endurtekur sig. Fylk- isherliðin halda áfram að út- rýma hermönnum kommúnista með aðstoð hinna vopnuðu borgarasveita sjálfboðaliðanna úr þorpunum á landsbyggðinni. „Dan Ve“. I hvert sinn sem sjálfboðaliðarnir komast í tæri við hersveitir sem þeir ráða ekki við, kalla þeir fylkisher- liðið á vettvang gegnum tal- stöð og lætur því í té allar nauðsynlegar upplýsingar um fjölda óvinahermanna staðsetn ingu þeirra og vigbúnað. Hernaðaraðgerðir með þessu sniði hafa staðið yfir í marga mánuði með þeim árangri, að mestur hluti byggðra svæða i Suður-Víetnam hefur verið hreinsaður af hermönnum kommúnista. Friðunaraðgerðun um hefur miðað svo vel áfram, að nýlega þegar ég var á ferð í Suður-Víetnam, gat ég farið með fylkisstjóranum í Thua Thien-héraði, þar sem aðalborg in er Hué sem svo hart varð úti í árásum kommúnista, í kvöldeftirlitsferð, sem stóð frá kl. 9 til kl. 1 eftir miðnætti. Fyrir einu ári hefði ferð af þessu tagi verið óhugsandi, en það versta.sem fyrir okkur kom var, að við rákumst á tvo sof- andi varðmenn í stöðvum sín- um, en í sjálfu sér ber þetta vitni um þá öryggistilfinningu sem er ríkjandi. Viss uggur er látinn í ljós um þann möguleika, að meðlim- ir úr neðstu lögum kommún ista haldi kyrru fyrir í þorp- unum og bíði aðeins eftir hent- ugu tækifæri til þess að hefja aðgerðir að nýju. Slíkir neðan- jarðarútsendarar geta ekki valdið neinum erfiðleikum í bráð, ef þeir fyrirfinnast í raun og veru, en yfir stendur hernaðaraðgerð, sem gengur undir nafninu Phoenix og á að veita tryggingu gegn því, að kommúnistar hefjist handa að nýju í framtíðinni. Embættis menn, sem starfa á vegum Phoenix-áætlunarinnar, fá í hendur og rannsaka skýrslur frá venjulegum borgurum um meinta starfsemi útsendara kommúnista, handtaka borgara, sem nægar sannanir eru gegn, og framkvæma ítarlegar rann- sóknir á starfsemi þeirra. Breytt viðhorf suður-viet- namska heraflans til brottflutn ings bandaríska herliðsins er álíka áberandi og aukið öryggi. Suður-vietnamskir hermenn horfast nú I augu við það að þurfa að berjast einir síns liðs gegn kommúnistum áður en langt um líður. Margir banda- rískir hermenn hafa þegar ver- ið fluttir á brott, og stór land- svæði, þar á meðal allt ósa svæði Mekong fljótsins, sem myndar IV herstjórnarumdæm- ið, heyra nú að öllu leyti und- ir víetnamska heraflann. Þeg- ar ég átti tal við Di hershöfð- ingja, yfirmann 9. herfylkisins, sem stundar um þessar mundir aðgerðir á óshólmasvæðinu, ját aði hann að nærvera banda- rískra deilda hefði fyrrum haft neikvæð áhrif á baráttudug suður-víetnamskra hermanna. Biásið í lúður fyrir árás suður-víetnaniskrar stórsveitar 33. herdeildarinnar ft stöðvar Viet Cong nálægt Cantho. Sjftlfstraust suður-víetnamskra liermanna liefur að dómi s-víetnamskra herforingja aukizt við það að þeir komust að raun um að nútímatækni, sem Bandaríkjamenn hafa beitt í stríðinu, var ekki eins nauðsynleg og áður var taiið. „Þegar við fylgdumst með um- angsmiklum og flóknum birgða flutningum Bandaríkjamanna, loftárásunum,-sem voru gerðar nær samstundis og mætt var harðnandi viðnámi, stórskota árásum, birgðaflutningum með þyrlum og svo framvegis," sagði hann, „vissum við, að við gætum aldrei komizt með tæm- ar þar sem Bandaríkjamenn höfðu hælana hvað þetta snerti, og þetta hafði þau áhrif að baráttudugur Víetnamanna tók að dvína. En svo fóru Banda- ríkjamenn burtu, og öll ábyrgð in lenti á okkar herðum. Fljót- lega komumst við að raun um, að svona stórfelldur stuðning- ur var ekki lífsnauðsynlegur. að við gátum fyllilega stað Fratnhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.