Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 13 Þjóðnýting Fróðlegt hefur verið að lesa Þjóðviljann undan farnar vikur. Þar hafa allt í einu skotið upp kollinum umrœður nokkrar og deilur um landbúnaðarmál. Hing að til hafa vinstri blöðin ávallt talið sér trú um, að þau þyrftu ekki að taka tillit til bærida og dreifbýlis, en ættu auðveldan leik á borði: að tala sífellt upp í eyrun á neytendum og fólki í þéttbýlinu. Undanfarnar vikur hefur Tíminn tekið þátt í þessu kapphlaupi vinstri blaðanna og hamrað á þvi, hvað landbúnað- arstefna ríkisstjórnarinnar sé slæm og þá ekki sízt vegna þess, að reynt hefur verið að taka til- lit til bænda, svo að þeir sitji að minnsta kosti við sama borð og aðrir launþegar i landinu, þegar kaupgjald er ákveðið. Þetta aðalmálgagn Framsóknar- flokksins og söngur þess hefur vakið menn til nokkurrar um- hugsunar úti um landsbyggðina. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem undanfarið hefur ferðazt um og hlustað á tal manna i sveitum viðsvegar um landið. Þar heyrast m.a. þær raddir að Framsóknarflokk- urinn hafi eignazt allsherjar- lausn á öllum vandamálum land búnaðarins og styðjist hún við nýjustu kenningar Lysenkos þeirra Framsóknarmanna: að unnt sé að framleiða ull og gær- ur án þess að framleiða kjöt. Þannig verði í eitt skipti fyrir öll unnt að ráða bót á svokall- aðri offramleiðslu í landbúnaði! Bændur ætluðust satt að segja til annars af Framsóknarflokkn- um og málgagni hans en tekið væri undir áróðurinn gegn þeim og starfi þeirra. En Framsókn- arflokkurinn þarf að vera bæði með og móti öllum málum, eins og kunnugt er, og þess vegna liggur það í hlutarins eðli, að Tíminn getur ekki einungis ver- ið með bændum, heldur þarf hann auðvitað einnig að vera á móti þeim, að minnsta kosti þeg- ar þarf að keppa við innantóm- an áróður vinstri flokkanna og níða þá landbúnaðarstefnu, sem reist hefur íslenzkan landbúnað úr rústum og gefið honum marg- vísleg tækifæri til þess að dafna jafnvel þó að illa ári eins og raunin hefur orðið á, til dæmis á óþurrkasvæðunum í fyrra og öskusvæðunum nú. Aðstoðin við bændur á öskufallssvæðunum kemur vafalaust í góðar þarfir. Harðærisnefnd hefur lagt til, að bændur fái greidd 60% af því tjóni, sem þeir, samkvæmt skýrsl um og upplýsingum telja sig hafa orðið fyrir. Er hér um veru lega aðstoð að ræða, enda nauð- synlegt að sjá svo um, að áföll verði ekki til þess að draga byggð of mikið saman, eða auka flótta úr sveitunum. Það vekur nokkrar vonir, að fénaður gekk vel fram á öskufallssvæðunum og mun betur en bændur þorðu að vona. Hver sá sem til dæmis var í Undirfellsrétt í Vatnsdal, þegar göngumenn komu með safnið af heiðum, hlýtur að hafa orðið reynslunni ríkari að hlusta á bændur dást að fé sínu, hversu það væri vel á sig komið. Raunar heyrðust þær raddir, að það hefði gengið betur fram en árið áður. En vafalaust er þetta ærið mis- jafnt á öskufallssvæðunum. Stangast hvað á annars horn Fróðlegt hefur verið að Iesa deilurnar um landbúnaðarmálin í Þjóðviljanum undanfarið. Þar stangast auðvitað hvað á annars horn, eins og gefur að skilja, þar sem enginn veit hver stefnan er, enda hefur aldrei nein stefna verið túlkuð í Þjóðviljanum í landbúnaðarmálum nema óábyrgt orðagjálfur, sem hljóma á fallega í eyrum neytenda. Þess ar umræður í blaðinu hafa sýnt svart á hvitu það ábyrgðarleysi, sem einkennir stjórnarandstöð- una á flestum sviðum. Þegar hún þarf að horfast í augu við staðreyndir, leysa vanda, hryn- ur öll spilaborgin, svo að undir tekur í áróðurshöllum hennar. Fréttaritari Þjóðviljans í Mý- vatnssveit og væntanlegur fram- bjóðandi segir meðal annars svo í samtali i Þjóðviljanum 11. september s.l.: „Við erum and- vigir Gljúfurversvirkjun, en það er mikilvægast þó, að við teljum, að allt sem gert verður þurfi að undirbyggja á þann hátt að viðurkenndur sé okkar ský- lausi réttur til eigna okkar ...“ Hér talar þessi ágæti bóndi allt í einu um „eignir okkar“, eins og honum sé ekki kunnugt um það, að sú stefna, sem hann hef- ur gengið á hönd, er fyrst og fremst fólgin í því að koma í veg fyrir að nokkur maður eignist eitt eða neitt og allra sízt bænd- ur. Það er beinlínis á stefnu- skrá kommúnista um allar jarð- ir, enda hafa þeir framfylgt því rækilega að sjálfstæð bænda- stétt sé ekki til, heldur skuli bændum safnað saman í svo- Unnið að heyliirðingu með heybindivél. Reykjavíkurbréf Laugardagur 24. okt. nefnd samyrkjubú og þar séu þeir tíundaðir eins og dilkar í réttum. Enginn rússneskur bóndi getur talað um „eignir sínar". Eignarréttur bænda er ekki heldur á stefnuskrá þess blaðs, sem Starri í Garði skrifar fréttir fyrir, hvað þá þess flokks, sem hann af einhverjum ástæðum hefur gengið á hönd. Saga rússnesku byltingarinnar, og raunar saga annarra komm- únistaríkja einnig, sýnir svart á hvítu að bændum er ofaukið í kommúnísku þjóðskipulagi. Þar gegna þeir sama hlutverki og kýrnar: mismunurinn er bara sá, að hér eru kýrnar mjólkaðar, en í kommúnistalöndunum bænd urnir. Ummæli fréttaritarans í sam- talinu í Þjóðviljanum sýna, svo að ekki verður um villzt, hversu lítið sumir þeir menn, sem geng- ið hafa á hönd svokölluðu Al- þýðubandalagi, vita raunveru- lega um markmið og stefnu þess flokks, sem þeir af einhverjum misskilningi halda að þeir eigi samleið með. Undir kommúnísku þjóðskipulagi mundi enginn bóndi tala um eignir sínar, hvað þá að bændur mundu dirfast að mótmæla virkjunarframkvæmd- um hins opinbera. Ef kommún- istar réðu á íslandi, mundi hvorki Starri í Garði né aðrir verða spurðir um það, hvort Mývatnssveit yrði sökkt vegna framkvæmdaákefðar ríkisvalds- ins eða ekki. Sem betur fer eru bændur í Mývatnssveit enn svo sjálfstæðir vegna þess þjóð- skipulags, sem þeir búa við, að þeir hafa bolmagn og kraft í sér til að mótmæla því, sem þeim lík ar illa og finnst miður fara, hvort sem er af hendi hins opin- bera eða fyrirtækis eins og Lax- árvirkjunar. „Ekki fyllilega ánægður4 1 samtali við annan bónda, sem birtist daginn eftir í Þjóðviljan- um, er minnzt á mál, sem sýnir hvað þeir dreifbýlismenn, sem styðja Alþýðubandalagið, hafa látið bjóða sér á undan förnum árum: Bóndinn, Jón Buch, frá Einarsstöðum í Reykjahverfi „segist þó ekki vera fyllilega ánægður með starf Alþýðubanda lagsins, og sem bóndi telur hann að landbúnaðarmálin hafi verið of afskipt!" Bragð er að þá barnið finnur! Sagt er, að bóndi þessi hafi verið í samtökum Is- lenzkra kommúnista frá unga aldri. Mikið langlundargeð hef- ur hann sýnt, enda getur hann ekki orða bundizt: „Einhvern tíma ætlaði Alþýðubandalagið að efna til sérstakrar landbún- aðarráðstefnu, en úr því varð nú aldrei.“ Ekki þarf frekari vitnanna við. Þessi fulltrúi á að- alfundi kjördæmaráðs Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra hefur tekið af skar- ið svo um munar. Hann lyfti grímunni af Alþýðu- bandalaginu og þá kom í ljós — að andlitið vantaði. „Hver er stefna Þjóðviljans“ Þá er enn grein eftir Jónas Magnússon, bónda, Strandar- höfða, og birtist hún í Þjóðvilj- anum 18. september s.l. 1 grein þessari virðist þessi Alþýðu- bandalagsbóndi þrumu lostinn yfir afstöðu blaðs síns til bænda stéttarinnar, enda ekki að ástæðulausu. Segja má um hann, að augu hans hafi opnazt vonum seinna — eða hafa þau opnazt? „Þjóðviljinn átelur stefnuna í landbúnaðarmálum eða stefnuleysið, og hann er ekki einn um það. En hver er stefna Þjóðviljans?" spyr bóndinn. Er von að hann spyrji! Stefna Þjóð viljans og þeirra Alþýðubanda- lagsmanna i landbúnaðarmálum hefur auðvitað verið hin sama og á öðrum sviðum: ábyrgðar- leysið uppmálað. Bóndinn segir ennfremur: „Senn verður gengið til kosninga, og væri nú ekkl reynandi fyrir Alþýðubandalag- ið að vera áður búið að marka skýra stefnu í landbúnaðarmál- um. Stefnu sem væri eitthvað meira en innantómt glamur, og benti á raunhæfar leiðir, sem bæði bændum og neytendum gæti orðið til gagns.“ Mikil er sú trú -— að flokkur þeirra, sem hafa það efst á stefnuskrá sinnl að leggja niður sjálfstæða bændastétt á Islandi skuli ein- hvern tíma geta eignazt „stefnu, sem væri eitthvað meira en inn- antómt glamur og benti á raun- íhæfar leiðir"! Af þessum umræðum í Þjóð- viljanum mætti ef til vill ætla, að augu margra séu farin að opnast fyrir því ábyrgðarleysi, sem einkennt hefur málflutning vinstri blaðanna jafnt í land- búnaðarmálum sem öðrum mál- um. En þó væri það kannski til of mikils mælzt. Menn sitja uppi hver með sinn flokk af gömlum vana, á sama hátt og dálkar Austra eru orðnir kækur, sem Þjóðviljinn getur ómögulega vanið sig af, en um helztu ein- kenni þessa kæks er fjallað í tnnansveitarkroniku þegar taiað er um að menn „beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum . . . en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Blaðið verður auðvitað að sitja uppi með þennan kæk á sama hátt og bændurnir, sem fyrr er vitnað til, verða áreið- anlega að sitja uppi með sömu landbúnaðarstefnu og Alþýðu- bandalagið hefur hingað tilhaft, þ.e. stefnu þess „innantóma glamurs", sem Jónas í Strandar- höfða minnist réttilega á. Ýmislegt fleira mætti tína til úr þessum nýstárlegu skrifum stuðningsmanna Alþýðubanda- lagsins úr bændastétt um stefnu flokks síns, en hér skal látið staðar numið. Þó vekur athygli að sjá I grein, sem Skúli Guð- jónsson á Ljótunnarstöðum ritar í blað sitt 16. september síðast liðinn, að hann vill heldur búa við skipulagsleysi það, sem hann telur vera i okkar landbúnaði en fá yfir sig þá stefnu, sem virðist vera markmið og hugsjón Alþýðubandalagsmanna, þ.e. að bændum verði framvegis lofað, að þeir verði undanþegnir „öll- um skráveifum og uppákomum af náttúrunnar hendi.“ Síðan bendir Skúli Guðjónsson rétti- lega á, að fsland verði allt að byggja, ástæðulaust sé að færa byggðina svo til í landinu, að stór svæði verði óbyggð, fúlsar meðal annars við þeirri fullyrð ingu, að Borgarfjarðarhérað eitt gæti séð Stór-Reykjavíkursvæð- inu fyrir mjólk o.s.frv. Öll eru þessi skrif hin hjákát- legustu, en sýna þó svart á hvítu inn fyrir pótemkíntjöld fagurgalans í stefnuskrá Alþýðubandalagsins og raunar annarra vinstri flokka hér á landi. Stefna þeirra í landbún aðarmálum er raunar ábyrgðar- leysið eitt og stefnuleysið. Það ættu dreifbýlismenn og bændur að vera farnir að skilja, að minnsta kosti mundu þeir verða fljótir að skilja það, ef þeir þyrftu einhvern tíma að búa við þá raunverulegu stefnu, sem kommúnistar hafa í landbúnað- armálum og kostaði meðal ann ars 6 millj. rússneskra bænda lífið á sínum tíma. En þó að segja megi að bragð sé að þá barnið finni, er varla við því að búast að áhangendur Alþýðubandalags ins, sem eiga hagsmuni sína og lífskjör undir góðri og öflugri landbúnaðarstefnu, láti sér segj ast, þvert á móti. Þeir sitja áreiðanlega flestir við sinn keip af gömlum vana. Á Sauðárkróki gerðist það einhverju sinni, að ungur drengur kom til gamals blinds manns og bað hann að kaupa af sér blað. Bóndinn sagði: „Nei, drengur minn. Ég get ekki lesið það, þvi að ég er blindur." Þá svaraði dreng- urinn: „Það gerir ekkert til, þú getur skoðað myndirnar." Enginn vafi er á þvi, að dreif- býlismennirnir í Alþýðubanda- laginu halda áfram að skoða myndirnar. Þeir hafa alizt upp I svartnætti kommúnískra kenn- inga. Þeir eru ekki óvanir myrkrinu. Þó er athyglisvert, að Skúli á Ljótunnarstöðum, gáfað* ur maður og gegn á margan hátt, sér betur en flestir þeir Alþýðu bandalagsmenn, sem ástæða væri til, að hefðu gleggri sjón en hann. Upplýsingastarf landbúnaðarins Enda þótt það hafi verið stefna vinstri manna að ala á hatri og tortryggni milli svo- nefnds þéttbýlis og dreifbýlis, hefur sá áróður sem betur fer fallið í grýtta jörð. Á sínum tíma töluðu Framsóknarmenn um Reykvíkinga, sem „Grimsbylýð" og reyndu að skapa hatur sveita fólksins í þeirra garð. Þessi her- ferð bar ekki árangur, sem bet- ur fer. Ofstækismenn Fram- sóknarflokksins, sem þá réðu, höfðu ekki erindi sem erfiði. Enri er þvi miður reynt að ala á þessari óvild og enn sér fólkið I landinu, sem betur fer, í gegn- um áróðursvefinn. Bændur og bæjarbúar geta ekki verið hvor- ir án annarra. Islenzkt þjóðfé- lag er ein heild og eðlileg verka skipting getur ein komið á nauð- synlegu jafnvægi. Samt sem áð- ur er ávallt reynt að efna til óvinafagnaðar í hvert skipti, sem verð landbúnaðarvara er ákveðið, rétt eins og mönnum finnist sjálfsagt, að allir beri nokkuð úr býtum, nema fólkið í sveitunum. Til að koma í veg fyrir, að þessi áróður geti borið árangur, ættu bændasamtökin I landinu, sem bæði eru fjárhags- lega öflug og eiga ítök í öllum flokkum, að stórefla útbreiðslu- starfsemi sína, svo að engum haldist uppi að ala á tortryggni milli bænda og bæjarbúa. Bændur eiga afkomu sína undir því, að fólkið í bæjunum kaupi vörur þeirra, og skilningur ríki milli dreifbýlis og þéttbýlis. Án þessa skilnings hljóta kjör sveitafólks mjög að versna. Bændur ættu að krefjast þess, að samtök þeirra, sem eyða miklum fjárfúlgum í margvíslega starfsemi, verji nokkru fé til að upplýsa þjóðina um störf þeirra, kjör og kaupgjaldsmál, og þá ekki sízt hve lengi þeir verða að bíða eftir endanlegu upp- gjöri á afurðum sínum. Slíkt upplýsingastarf ætti að gera fólki glögga grein fyrir því, hvað bændur bera sjálfir úr býtum, þegar landbúnaðarvörur hækka, hversu mikið af hækk- uninni fer til milliliða og í hvað þeir verja fénu. Ef þessi upp- lýsingastarfsemi væri á traust- um rökum reist og styddist við góðar heimildir, er enginn efi á, að hún mundi mjög efla skiln ing á störfum og kjörum bænda og sveitafólks og auka sam- úð með stéttum, en ekki sundr- ung; t.d. kæmi þá i ljós hve gif- urlega verðmæt hráefni land- búnaðurinn getur látið íslenzk- um iðnaði í té svo sem í ull og gærum. Þá sæist einnig svart á hvítu, hvert peningar neyt- enda renna, þegar þeir kaupa afurðir bænda, auk þess sem slík upplýsingastarfsemi væri nauðsynlegt aðhald fyrir þá milliliði, sem bændaverzlun annast. Enda þótt miklar fram- farir hafi orðið í landbúnaði á Islandi og kjör bænda hafi stórlega batnað, búa of margir við lélega afkomu. Bændur bera síður en svo of mikið úr býtum fyrir störf sín og framleiðslu, Upplýsingaskrifstofu bændasam takanna ætti að vera auðvelt að færa mönnum heim sanninn um það. Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.