Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1970 Örin bendir á uppfyllinguna þar sem skemma Eimskipafélagsins á Akureyri á að rísa. — (Ljósm.: Mats Wibe-Lurud, jr.) byggja nýtt farþegaskip, verð- um við að hafa fulla vissu fyrir að rekstur skipsins verði á traustum grundvelli. Farþega- skip hafa aðeins næg verkefni hér yfir sumarið. Á vetrum hðf- um við svo verið að reyna að senda Gullfoss í ýmsar skemmti- ferðir. Sem dæmi um erfiðleikana á rekstri farþegaskipa, má geta þess, að lagt hefur verið báðum skipum Sameinaða gufuskipafé- lagsins, sem tekin voru í notkun á s.l. ári til ferða með farþega milli Álaborgar og Kaupmanna- hafnar. Flugið hefur tekið mik- ið af farþegunum og önnur sam- keppni komið til, og var ekki hægt að reka skipin nema með miklu tapi. Við verðum að vera vel á verði og gæta þess að verkefni sé fyrir farþegaskip, áður en það er smíðað. Skip, sem er held ur stærra en Gullfoss kostar 6 til 7 hundruð milljónir íslenzkra króna og áður en smíði skipsins lýkur, þarf að leggja út 120 til 140 milljónir króna. Það þótti sumum nóg um, þegar við lögð- um í þá fjárfestingu, sem þurfti til að smíða 3 vöruflutningaskip og vörugeymsluhús að auki. Áð- ur en ráðizt verður í þá stór- framkvæmd, sem smíði farþega- Hagur Eimskipaf élagsins er hagur allrar þjóðarinnar Samtal við Óttarr Möller, forstjóra Eimskipafélag Islands á nú von á tveimur nýjum skipum á næstunni. Dettifoss kemur heim í byrjun desember, systurskip hans, sem enn hefur ekki verið gefið nafn, í vor, og ekki er langt síðan nýi Goðafoss bætt- ist í skipaflotann. Einnig eru töluverð umsvif hjá félaginu við byggingu nýrra vöruskemma i Reykjavík og á Akureyri. Morg- unblaðið leitaði af því tilefni eft- ir viðtali við forstjóra Eimskipa félagsins, Óttarr Möller og ræddi við hann um rekstur og afkomu fyrirtækisins og framtiðarhorf- ur. — Jú, það er rétt. Dettifoss er væntanlegur 5. til 6. desem- ber og kemur með vörur frá Rotterdam, Hamborg og Felix- towe í þessari fyrstu ferð, sagði Óttarr, er fréttamaður var setztur með blokk og penna í skrífstofu hans. Dettifoss er mjög fullkomið skip, líkt Goða- fossi, nema hvað í því ér auka millidekk og vökvaknúnar lúg- ur. Dettifoss er byggður fyrir einingalestun á vörum, á vöru- pöllum eða í geymum (contain- ers), og getur tekið 70 20 feta geyma. Einnig er skipið mjög hagkvæmt til bilaflutninga vegna millidekkjanna. Þessu nýja skipi er ætlað að verða í föstum áætlunarferðum til meg- inlandsins og Bretlands, en við höfum um skeið haldið uppi reglulegum ferðum vikulega til Hamborgar, Felixtown og Rott- erdam. — Svo fáið þið annað skip sams konar í vor, er það ekki? smíði þessara skipa, því í lok ársins 1968 var hægt að ná góðu verði og kjörum. Síðan hefur verðið hækkað um 30%. — En hvernig er með nýju pakkhúsin? Eru þau langt kom- in? Fyrri áfangi Faxaskála var tekinn í notkun í marz 1969 og sá síðari upp úr síðustu áramót- um. Er húsið tvílyft stein- hús með bilageymslu á þakinu eins og kunnugt er. Hefur þetta hús komið í góðar þarfir og reynzt afar vel. Ráðgert er að stækka þetta hús til mjög veru- legra muna, þegar hagur félags- ins leyfir. Þessi stækkun verður reist þar sem Austurskálinn svo kallaði stendur nú, en hann verður væntanlega fluttur inn í Sundahöfn. 1 þessari viðbótar- byggingu við Faxaskála er gert ráð fyrir að verði, auk vöru- geymslu, viðgerðarverkstæði og mötuneyti fyrir starfsmenn vöru afgreiðslunnar. — Framkvæmdir við vöru- geymslu á Akureyri hafa tafizt um eitt ár. í ljós kom að undir- stöður byggingarinnar höfðu sig ið, heldur Óttarr áfram. Þetta sig virðist hafa stöðvazt, og svo framarlega sem haldið verður áfram með bryggjusmíðina þarna næsta vor, og lokið fyrir haustið, munum við reisa vöru- geymsluna á næsta sumri. Upp- haflega átti þessi vörugeymsla að vera tvær hæðir eins og Faxaskálinn, en henni hefur ver ið breytt þannig, að hún verður ein hæð á stærri grunnfleti en upphaflega var ráðgert. 1 öðr- um enda vörugeymslunnar verð ur frystirúm, sem taka mun um 350 tonn af frystum fiski, og skrifstofur og sérgeymslur verða hinum megin húsinu. Bryggjan og vörugeymslan verða mikil lyftistöng fyrir at- vinnulíf Akureyrarbæjar og á Norðurlandi, því að Akureyri hefur skort góða bryggju og vörugeymsluaðstöðu. Við leggj- um áherzlu á, að útlit hússins verði stílfagurt, þar sem það stendur á áberandi stað í hinum fallega og hlýlega höfuðstað Norðurlands. — Svo við víkjum aftur að skipunum, hvaC um nýtt farþega skip? Er nýr Gullfoss á dag- skrá? — Um þetta er oft spurt og við verðum alltaf að gefa sama svarið. Þetta mál er stöðugt í at- hugun, en áður en hægt er að skips, til viðbótar þvi, sem áð- ur er nefnt, þá verðum við að hafa ákveðið hve stórt farþega- rýmið á að vera og hve mikið vörurými, og hafa vissu fyrir því að rekstrargrundvöllur skipsins sé traustur. Viljinn er sem sagt fyrir hendi, en getan ekki enn sem komið er. — Fækkar farþegum yfirleitt, sem ferðast með skipum? —- Já, t.d. með farþegaskipum, sem sigla í reglubundnum áætl- unarferðum yfir Atlantshafið. Jafnvel skemmtiferðaskipum, sem komu hér árlega, eins og Argentína og Brasil, hefur ver- ið lagt. Þeir sem hraða þurfa ferð sinni, ferðast að sjálfsögðu með flugvélum, en hinir, sem hafa nægan tíma og eru í fríi, óska gjarnan að sigla yfir hafið. Nú þykir mörgum flutnings- gjöldin liækka mikið. Hvernig stendur á því að þau hafa hækkað? Um 65% af rekstrarútgjöldum okkar er kostnaður erlendis, þ.e. olía, tryggingai varahlutir og viðgerðir að veruiegum hluta, lestunarkostnaður innifalinn i flutningsgjaldi, hafnargjö'd o.s. frv. Olía hefur hækkað í verði um 60% á þessu ári, vátrygging- argjöld hafa margfaldazt á síð- — Jú, systurskip Dettifoss kemur væntanlega í apríl eða maí 1971. Bæði þessi skip eru byggð þannig, að þau mæti kröfum tímans eins og áður seg- ir. En einnig verður að hafa í huga, að siglingar við strendur íslands eru erfiðar og skipin þurfa að vera traustbyggð og styrkt til siglinga í ís. Við þurf- um ávallt að læra af öðrum þjóð um við smíði nýrra skipa, en einnig að hafa í huga sérstæður lands okkar. — Árið 1966 gerðuð þið fram- kvæmdaáætlun til 1970. Hvernig hefur hún staðizt? — Hún hefur staðizt. Þá var ákveðið að bæta við skipastól félagsins 2 til 3 nýjum vöru- flutningaskipum á árunum 1968 til 1970. Goðafoss er kominn, Dettifoss kemur fyrir áramótin og þriðja skipið í vor. Við vor- um lánsamir, þegar samið var um Dettifoss í skipasmíðastöðinnl ustu árum og hafnargjöld og lestunarkostnaður hækkar stöð- ugt. En sem kunnugt er, er mik- il verðbólga í þeim löndum, sem við siglum til. Þegar flutnings- gjöldin hækka hjá okkur er það því ekki hvað sízt vegna hækk- unar á kostnaði erlendis, en að sjálfsögðu einnig vegna kostnað arhækkunar innanlands. Til fróðleiks má geta þess að flutn- ingsgjöld á stykkjavöru miðað við erlendan gjaldeyri stóðu í stað frá 1966 til 1970, en á sama tíma stórhækkuðu flutnings- gjöld hjá erlendum skipafélög- um. Ég held líka að það sé ein.s dæmi í víðri veröld að flutnings Óttarr Möller. gjöld séu háð verðlagsákvæðum eins og á íslandi á sér stað um stykkjavöruflutninga. — Stundum er talað um ein- okunaraðstöðu i sambandi við Eimskip? — Það er mesta fjarstæða, svaraði Óttarr. Við þurfum að keppa við innlenda og erlenda aðila og höfum harða samkeppni. Það eru óskráð lög, að ef við siglum til Hollands, Engiands eða annarra landa, þá hafa skipa eigendur í þessum löndum sama rétt til að sigla hingað. Skip ann arra þjóða héldu uppi reglu- bundnum ferðum hingað til skamms tíma, en eru hætt því. Það kemur þvi i ljós, að íslenzk skip veita þjónustu, sem erlend- ir aðilar treysta sér ekki til að keppa við hvað gæði og verð snertir. — Geti íslenzkir skipaeigend- ur sýnt fram á, að þeir flytji varning fyrir sama verð eða minna en erlendir keppinautar, þá eiga þeir að njóta þess, held- ur Óttarr áfram. Væri svo, myndu þeir endurnýja og byggja skipastól sinn upp örar en nú gerist. Undanfarna ára- tugi hafa margar aðrar þjóðir styrkt skipafélög sin og veitt þeim fjárhagsaðstoð, en íslenzk- um skipafélögum hefur á sama tíma verið iþyngt. — Hvernig er aðstaðan til sigl inga á ströndina hér heima? — Þar er hlutur skipafélag- anna fyrir borð borinn miðað við önnur flutningatæki. Til að kanna þetta mál til hlítar, fól Eimskipafélagið kunnáttumönn- um í þjónustu félagsins að gera könnun um gjöld til hins opin- bera af flutningum með skipum annars vegar og einkanlega vörubifreiðum hins vegar. Niður staðan af þessari rannsókn sýn- ir Ijóslega hversu mikils misræm is gegnir um opinber gjöld af flutningum með framangreind- um flutningatækjum í formi vörugjalds, söluskatts af út- og uppskipun- og í hafnargjöldum á móti þungaskatti. Auk þess er mér ekki kunnugt um að bílar Framhald á ||b. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.