Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUMTBIiAÐíÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVBMIBER 1970 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kiistinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. NAUÐSYNJAVÖRUR LÆKKA í VERÐI 7VTú hefur verið tilkynnt um verðlækkun á smjöri. Smjörið lækkar um 35 af humdraði og kemur þessi lækkum í kjölfarið á lækkun mjólkurverðs um 2 krónur og 70 aura. Þanmig er þegar far- ið að gætia í verðiagi þeirra efnahagsráðstafana, sem rík- isstjómin hefur beitt sér fyrir. Vegna hinna miklu víxl- hækkama kaupgjalds og verð- lagis, sem fyrirsjáanlegt var að fylgdu í kjölfar kjarasamn inganna frá sl. sumri, var auðsætt að grípa yrði til sér- sfcakra ráðstafana til þess að sfcemma stigu við þessari þróum. Auk þeirra lækkana, sem þegar hafa orðið, er gert ráð fyrir í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um stöðugt verðlag og atvimmuöryggi að tii komi niðurgreiðslur á fleiri búvörum. Til viðbótar niðurgreiðslum á he'lztu lífs- nauðsynjavörum almennings koma svo stórauknar fjöl- skyldubætur. Það er augljóst, að ráðstafanir þessar koma sér fyrst og fremst vel fyrir þá, er lægst hafa launin. Með þessum ráðstöfunum er kaup- máttur launa þeirra tryggð- ur, em að öðrum kosti hefði raumgildi launanma farið stöð ugt minnkandi vegna verð- bólguþróumar. Þegar til lemgd ar lætur er stöðugt verðlag keppikefli, hvort sem séð er frá sjónarhóli atvinnurek- enda eða launþega. Það sem skiptir mestu máli nú er, að þær ráðstafanir, sem gerðar eru tryggi jafn-1 vægi í eímahagslífinu, þann- ig að kaupmáttur launa hald- ist og atvinmuöryggi verði tryggt. Hitt liggur í augum uppi, að til þess að ná þess- um markmiðum verður að hnika ýmsum atriðum til, svo sem fyrirhugað er. Frest- að verður greiðslu tveggja vísitölustiga og önmur vísi- tölustig þurfa ekki að koma ti'l framkvæmda vegma auk- inna niðurgreiðslna á nauð- synjavörum og hækkunar á fjöiskyldubótum. Þamnig er gert ráð fyrir, að varið verði allt að 650 milljómum króna í niðurgreiðslur og trygg- ingabætur. En fjármagns til þessara ráðstafana er aflað með launaskatti og auknum framlögum ríkissjóðs. Það h'lýtur að teljast fyllsta ábyrgðarleysi að stamda í vegi fyrir aðgerðum af þessu tagi, enda hafa andstæðingar þeirra ekki bent á önnur úr- ræði, sem tryggja, að þau markmið náist, sem að er keppt. Andstæðingar ríkis- stjórnarinmar, sem barizt hafa á móti þeim ráðstöfum- um, er nú er verið að gera, hafa ekki getað hrakið þá staðreynd, að á þemnan hátt verði unnt að tryggja kaup- mátt launa og stuðla að jafn- vægi í efnahagsh'finu. En þetta eru þau atriði, sem rnáii skipta í þessu sambandi. Launþegar mumu vafalaust brátt sjá, að það er eimmitt þeirra hagur, að þessar ráð- stafanir verði að veruleika. Þær verðlækkanir á nauð- synjavöru, sem þegar hafa orðið benda ótvírætt í þá átt. Raunveruleiki þessara að- gerða er þannig að koma í Ijós smám saman. íslenzk samheitaorðabók Á Háskólahátíð 24. október ■*"*■ síðastliðinn barst Há- skóla íslands gjafabréf frá hjónunum Margréti Jónsdótt- ur og Þórbergi Þórðarsyni, rithöfundi. í gjafabréfi þessu færðu þau hjónin Háskólan- um þrjár íbúðir í Reykjavík, en af andvirði fasteignanna á að mynda sjóð, sem nota skal til þess að styrkja samningu og útgáfu íslenzkrar sam- heitaorðal jkar, rímorðabók- ar og íslenzkrar stílfræði. Hér var um að ræða ein- staklega höfðinglega gjöf, enda brýn þörf á, að af út- gáfu slíkra rita geti orðið. Þessi sjóðstofnun og sú starf- semi, sem sjóðurinn kemur til með að styrkja mun vafalaust ífcuðla að eflingu Háskólans >g þess starfs, er þar er unm- ið. Að hirnu leytinu er þessi gjöf einnig merkileg að hún sýnir fram á, hversu djúpum rótum Háskóli íslamds stend- ur í þjóðfélaginu; því aðeins berast honum slíkar gjafir. Þessi merka gjöf á að verða þjóðinmi fordæmi og hvatn- img til þess að standa ávallt vörð um Háskólann, sem er hormsteimn sjálfstæðrar menn ingarþjóðar. Þegar háskólarektor, Magn- ús Már Lárusson, veitti gjöf þessari viðtöku, sagði hann m.a.: „Gjöf þessi og tilgamg- urinn með henni eru svo merk, að eimföld orð, mælt af mimni fram, í auðmýkt og þakk'læti, fá eigi emdurgoldið, en Háskó'l íslamds er lamg- minnug stofmum og þakklæti hans mun vera uppi ög þessi viðburður eigi gleymast.“ UMFERÐARREGLUR OG RASSSKELLA í RAUÐUM SOKKUM NÚ er víða í tisku að semja pólitísk leikrit, áróðursleikrit, þar sem hvers kyns siðaiærdómur er barinn inn i áhorfendur, að vísu með misjöfnum árangri, Leikri't Ármanns Kr. Einarssonar Krakkar i klípu, er kennsluleikrit, til- ganigur þess að rifja upp umferðarregl- ur og festa þær i minni barna. Leikritið hefur verið sýnt nokkrum sinnum í Austurbæjarbíói á vegum Umferðar- nefndar Reykjavíkur og lögreglunnar, í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Öil 6 og 7 ára böm, sem eru í skólum borgarinnar, hafa séð leikritið í fylgd kennara sinna. En þess ber að gæta, að Ármann Kr. Einarsson hafði í huga öll börn á bamaskólaaldri þegar hann samdi Krakka i klípu. Sýning ieikrits- ins er þáttur í umfangsmikilli og vel heppnaðri fræðslu í umferð'armálum og hefur aðgangur verið ókeypis. Um leikritið sjálft er ekki ástæða til að fjölyrða, en sýning þess hefur tekist ágætlega og nær vonandi þeim tilgangi sínum að leiða börnum fyrir sjónir hve nauðs'ynlegt er að kunna skil á um- ferðarreglum. Ármann Kr. Einarsson er líklega þekktasti bama- og unglinga- bókahöfundur okkar um þessar mundir og ekki verður kvartað yfir afkastaleysi hans. Venjulega kemur frá honum að miinnsta kosti ein ný bók árlega. Ekki verður ráðið af leikritii hans hvort hon- um iéti jafnvel að semja leikrit og skáldsögur handa börnum og ungling- um, ef hann sneri sér að leikritagerð í fullri alvöru. Krakkar i klípu er að vonum hefð- bundið leikrit með einföidum dæmum. Góða barnið kann reglurnar sínar, óþæga barnið hirðir ekki um að læra. Óþæga bamið dreymir hræðilegan draum um tröll, sem heima eiga í Rauð- hólum. Tröllin ná börnunum á sitt vald, en ákveða að sleppa þeim með þvi skil- yrði að þau geti svarað rétt nokkrum spurningum. Auðvitað eru allar spurn- ingarnar sniðnar eftir umferðarreglun- um. Góða barnið sleppur, en hitt á sér enga von vegna vankunnáttu í títtnefnd- um reglum. Sem betur fer kann góða barnið ráð við þessu og draumurinn endar vel. Sveinn Einarsson er leikstjóri Krakka í klipu. Leikendur eru Kjartan Ragnars- son, Guðrún Ásmundsdóttir, Erna Gísla- dóttir og Sólveig Hauksdóttir. Leik- myndir eru eftir Steinlþór Sigurðsson og ný sönglög eftir Ingibjörgu Þorbergs. Gaman var að fylgjast með sýningunni, ekki sist vegna áhuga áhorfendanna ungu, sem tóku þátt í leiknum, enda beindu leikendumir oft orðum sínum til þeirra. Á þann hátt mynduðust skemmtileg tengsl milli leikara og áhorfenda, sem eru í samræmi við nýj- ungar í leikrænimi t'úlkun, Lögreglumenn ávörpuðu börnin milili þátta. Annar þáttur, sem gerist heirna hjá tröllunum, var best gerður frá höfund- arins hendi, eins og eðlilegt verður að teljast, því að Ármann Kr. Einarsson hefur samið ágæt ævintýri í gamla stíln- um. Gervi tröllanna var gott. Athygli vakti að tröilkerlingin Rassskella var i rauðum sokkum. Heyrst hefur að Ár- mann hafi ætlað sér að nefna hana Raudsokku vegna þess hve sjálfstæð og stjórnsöm hún er, en hætt við á síð- ustu stundu líklega til þess að eiga ekki á hættu að kalla yfir sig reiði þess- arar valdamiklu hreyfingar, sem alltaf er verið að skrifa og taia um. BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Um daginn var viðtal við Ármann Kr. Einarsson í Morguniblaðinu. Hann segir m.a.: „Nú er svo kom.ið, að telja má þá höfunda á fingrum sér, sem enn skrifa barna- og unglingabækur. Og unga höfunda fýsir skiljamlega ekki að leggja út á þessa braut.“ Skoðun Ár- manns er sú, að barna- og unglinga- bókahöfundar séu sniðgengnir hvað snertir kynningu og gagnrýni á verk- um þeirra. Einnig bendir Ármann á, að enginn þessara höfunda hafi hlotið styrk úr Rithöfundasjóði Islands eða Riithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, og þeir séu hafðir í neðri flokki við úthlutun listamannalauna. Það er að vísu rétt að barna- og ungl- ingabókahöfundum hefur ekki verið veitt nógu strangt að'hald af gagnrýn- endum, en ég held að með tilkomu fastra gagnrýnenda slikra bókmennta, eins og til dæmis í Morgunblaðinu, muni þetta breytast. Barna- og ungl- ingabækur þurfa ekki að vera ómerkari bókmenntir en þær, sem ætlaðar eru fullorðnum. Hættan er einmitt sú að þessar bækur fari að skrifa sig sjálfar, verði alílar eins vegna þess að enginn er til að mótmæia. Þrátt fyrir nokkrar undantekningar held ég að bama- og unglinigabókahöfundar verði að vanda sig betur. Þá verður tekið meira ti'lMt til þeirra en áður. En vegna deyfðar- innar, sem ríkir um fyrrnefndar bók- menntiir, geta snjallir höfundar auðveld- lega glieymst. Það má ekki gerast. Ég er sammála Ármanni Kr. Einars- syni um að verðlauna ber það, sem vel er gert. Safct að segja furðar mig á því að Rithöfundasjóður íslands, en grund- völlur hans eru greiðslur fyrir útlán úr bókasöfnum, skuli ekki enn hafa heiðr- að barna- og un g 1 ingabökahöfund. I sjóðstjóminnii hefur setið rithöfundur, sem sjálfur hefur samið athyglisverðar bækur handa börnum, en getur verið að hann hafi ekki fundið einn bama- og unglingabókahöfund, sem að hans dómi ætti heiðurinn skilinn? Þessi afstaða sjóðstjórnar Rithöfundasjóðs, ásamt viðhorfum annarra útMutunamefnda, er harðasta gagnrýni, sem hinir mörgu barna- og unglingabókahöfundar hafa orðið fyrir. Ég held að flestir séu sammála um að stuðla beri að þvi að bókmenntir handa börnum og unglingum verði vandaðri og höfundum þeirra verði gert jafnhátt undir höfði og öðrum rithöf- undum. Hitt er svo annað mál að fleiri íslenskir rifchöfundar en bama- og unglingabókahöfundar haifa ástæðu til að kvarta. 15 NATO-styrkjum úthlutað Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað fé því, er kom í hlut Islendinga til ráðstöfunar til vis indastyrkja á vegum Atlants- bandalagsins („NATO Science Fellowships") árið 1970. Um- sækjendur voru 22, og hlutu 15 þeirra styrki sem hér segir: 1. Dr. Árni Kristinsson, lækn ir, 40 þúsund krónur, til náms ferðar til Bandaríkjanná tilþess að kynnast rekstri hjartasjúk- dómadeilda og vxsindarannsókn um á sviði hjartasjúkdóma. 2. Birgir Jónsson, B.S., 40 þúsund krónur, til framhalds- i náms í verkfræðilegri jarðfræði við háskólann í Durham, Eng- landi. 3. Bjarni E. Guðleifsson, jarð ræktarfræðingur, 40 þúsund krónur.til framhaldsnáms í jarð ræktarfræði við Landbúnaðar- háskólann að Ási, Noregi. 4. Egill Lars Jacobsen, tann- læknir, 40 þúsund krónur, til framhaldsnáms í tannlæknis- fræði við University of Penns- ylvania, Philadelphia, Banda- ríkjunum. 5. Gylfi Már Guðbergsson, M.A., 60 þúsund krónur, til Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.