Morgunblaðið - 09.12.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNRLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 9. DBSEMBER 1970 > > U jl BtLALEÍGAX MJA IAlt" 25555 «^ 14444 \mm \ BILALEIGA HV ERFISGÖTU 103 V W Senditerðabifreiö-VW 5 raaraö-VW sneíiwaga VW 9 manna - Lanirover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun B1748 eða 14970. bilaleiffan AKBJÍAVT <Æ.!V “ *Ti car rental sermee r r' 8-23-47 sendum Hópíerðir Til leigti í tengrí og skemmn ferðír 10—20 farþega bíiar Kjartan Ingimardson. sími 32716. ÞORFINNUR EGILSSON héraðsdómslögmaður Máfflutningur - skipasala Austurstræti 14, sími 21920. RACNAR JÓNSSON tögfræðistörf og eignaumsýsla Hverfísgata 14. - Srmi 17752. ,---""11 TANDERVELL) <^Vélate giM^' Bedford 4-6 cyi dísil 57. 54 Buick V 6 syl. Chevrolet 6-8 '64—'68. Dodge '46—'58. b syl. Dodge Dan '60—'68 Fiat, flestar gerðir. Ford Cortina '63—'68. Ford D-80C '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68. G.M.C. Gaz '69 Hilman Imp. '64—408. Opel '55—'66. Ramfcfer '56—'68. Renauft, flestar gerðir. Rover, benzín, dísíl. Skoda 1000 MB og 1200. Srmca '57—'64. Singer Commer '64—'68. Taunus 12 M, 17 M '63—'68. Trader 4—6 syl. '57—'65. Volga. Vauxhafl 4—6 cyl. '63—'65 Wvh i '46—'68. Þ. Jónsson & Co. Skeifan 17. S'rmi 84515 og 84516. 0 Er Seltjarnarnes- hreppur ósjálfstæður kothreppur? E>annig spyr Magnús Er- lendsson, Meíabraut 47, og skrifar síðan: „í dálki Velvakanda 24.11. geys ist fram á ritvöllinn ótrúlega fávis en sjálfumglaður náungi, sem titlar sig „Seltirning“. Eftir að hafa lesið fyrrgreint greinarkorn, verður auðskilið, hví maður þessi treystír sér ekki til að skrifa undír fullu nafni, slikan hafsjó af fávizku og vanþekkingu sem greinin hefur að geyma. Það er byrjað með að tala um „þennan litla gervihrepp okk- ar, sem er svo til algjörlega háður Reykjavikurborg á flestum sviðum". Þessi .Jlitli gervihreppur" er þó þriðja fjölmennasta hreppsfélag Iandsins, með á þriðja þúsund íbúa, og sú þjónusta, sem frá Reykjavikurborg er fengin, hvort sem um er að ræða stræt- isvagna, slökkvilið eða annað, greiðir sveitarfélagið Reykja- víkurborg að fullu. Hvað rafmagni, vatni, læknis- og heilbrigðisþjónustu viðvík- ur, væri fróðlegt að spyrja þennan svokallaða „Seltim- ing“, hvort hann hafi nokkra hugmynd um, hvaðan Kópa- vogskaupstaður, annað stærsta bæjarfélag landsins, fái flest af slíkri þjónustu ? Síðan fara að sækja á mann- aumingjann miklar hitaveitu- áhyggjur. Vafalítið er hann eini íbúinn á Seltjarnar- nesi, sem þjáist af slikum áhyggjum, því að öðrum íbú- um er fullkunnugt, að fram hafa farið mjög jákvæðar hita- veituboranir að undanförnu með þeim árangri, að eftir tvö til þrjú ár verður hitaveita komin í öll hús á Seltjamar- nesi, en mikið vatn má renna til sjávar, ef önnur nágranna- Atvinna Útgéfufyrirtæki stórrar og verðmíkillar bókaútgáfu óskar eftir sölumöonum. — Góð umboðsiaun. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist afgr. Mbl. fyrir laugar- dag merkt: „Sölumennska — 6245". Húseign — Flókagata Til sölu húseign við Flókagötu. Húsið er 2 hæðir og kjaHari. Húsið getur hentað sem einbýlishús með 4ra herb. íbúð « kjallara eða fyrir 3 fjölskyldur. Ennfremur hentugt fyrir félagssamtök eða skrifstofur. Bílskúr fylgír. ÍBÚÐA- SALAN GÍSL.I ÓLAFSS. ARNAR SIGCRÐSS. INGÓLFSSTRÆTI GECNT GAMI.A BlÓl SlMI 1218*. HEIMASÍMAR 83974. 36349. Dömuundirfatnaður í tíxkulitum og sniðum Fœst nú f öltum aðal- verzlunum landsins Heildsölubirgðir: Duvíð S. Jónsson og Co. hl. Sími 24-333. byggðarlög Reykjavíkur geta boðið upp á slikt hið sama inn- an fyrrnefnds tíma. Og enn magnast áhyggjurnar, „engin fullfrágengin gata með fullfrágenginni gangstétt". Liklega þjáir alvarleg sjón- depra aumingja manninn, því að þeir íbúar, sem hafa sæmi- lega sjón, hafa á sl. fjórum til fimm árum séð nær allar götur í hreppnum malbikaðar, en hellulagning eða steinsteypa á gangstéttir að sjálfsögðu Iátin bíða, þar sem vitað var, að hitaveitustokkar yrðu lagðir I gangstéttirnar innan skamms tima. Við Seltirningar höfum séð of mörg dæmi þess annars staðar, að gata éða gangstétt hefur verið malbikuð í dag en sprengd upp á morgun! En nú fara áhyggjur „Selt- irnings“ að komast á alvar- legt og sjúklegt stig, því að „ungfrú Mengun sér um fjörið fyrir rottur og börn“. Vissu- lega er hér skáldlega að orði komizt, og kannski ekki undarlegt, því að svo fagurt er umhverfi Seltjarnarness, að létt er að komast i skáldlegar hugleiðingar, en börn og rottur saman að leik innan um meng- uð frárennsli eru svo sjúklegir hugarórar, að ekki eru svara- verðír. ^ Dást að myndarskapn- um f Reykjavík, en vilja ráða sínum málum sjálfir Hvort Seltjarnameshreppur eigi að sækja um kaupstaðar- réttindi, skal hér ekki gert að umræðuefni. Minna má þó á, að þegar Kópavogur hlaut kaup- staðarréttindi, voru xbúar þar litlu fleiri en á Seltjarnarnesi nú, og hafi þessi svokallaði .Seltirningur" nokkurn tíma umgengizt eða rætt við íbúa á Seltjarnarnesi, sem telja verð- ur mjög vafasamt, vill undir- ritaður upplýsa hann um, að vafalítið má telja þá íbúa Sel- tjarnarneshrepps á fingrum annarrar handar, sem vilja sameiningu okkar fagra og blómlega sveitarfélags við Reykjavík, ekki vegna þess að við dáumst ekki að þeim glæsi- lega myndarskap sem einkenn- ir stjórn Reykjavikurborgar, heldur vegna hins, að við telj- um okkur fullfæra um að ann- ast okkar mál sjálfir í góðri samvinnu við nágranna- byggðarlögin. Að lokum þetta, hver skyldi ástæðan vera, að þeir, sem einu sinni flytja inn í þennan „ósjálfstæða kothrepp", eins og „Seltirningur" kemst svo spak- lega að orði, vilja helzt ekki þaðan aftur fara? Svarið er augljóst, hér liður fólkinu vel, vegna þess að hér nýtur það nær alls þess, sem nútíma sveitarfélag getur bezt boðið íbúum sínum. Með þökk fyrir birtinguna. Magnús Erlendsson, Melabraut 47, Seltjarnarnesi.“ 0 Gott framhaldsleikrit Ólafur Jónsson skrifar: „Um þessar mundir er flutt í Ríkisútvarpinu mjög gott fram- haldsleikrit, og á ég þar við „Blindingsleik", eftir Guðmund Daníelsson. Leikurinn er gerð- ur eftir samnefndri skáldsögu hans, sem kom út fyrir nokkr- um árum. Að mínum dómi er þetta ein af beztu sögum hans, og er þá mikið sagt, þvi að mér finnst Guðmundur einn af beztu höfundum okkar. Ég hef fylgzt með leikritimk á hverjum sunnudegi undan- farið, mér til mikillar ánægju, og finnst mér flutningur leik- aranna frábær og þá sér i lagi Kristbjargar Kjelds, þeirrar fjölhæfu leikkonu. Ég vona, að framvegis flytji útvarpið meira af skáldverkurei islenzkra höfunda og láti breyta þeim í leikrit, þvi að á þann hátt komast sögurnar betur til skila og verða að mun áheyrilegri fyrir útvarpshlust- endur. Aftur á móti mætti vera minna af þessum leiðinlegu er- lendu reyfurum, sem útvarpið virðist hafa svo miklar mætur á. Ólafur Jónsson". £ Neyðardyr og eld- varnaeftirlit í sam- komuhúsum „Bíógestur" skrifar: Fyrir skömmu var sagt frá hinum hræðilega eldsvoða í Frakklandi, þar sem á annað hundrað unglingar létu lífið í eldsvoða í samkomuhúsi, vegna þess að allar útgöngudyr voru kirfilega Iæstar. Slíkir atburðir fá mann fremur til þess að Iíta gagn- rýnandi augum á almannastöð- um, þar sem fjöldi fólks er samankominn. Yfirleitt velti ég hlutum sem þessum ekki mikið fyrir mér, en þó get ég ekki stillt mig um að benda á eitt dæmi tim ör- yggisleysi x þessu efni, því að mig grunar, að víða sé pottur brotinn í framkvæmd þessara mála og ástæða til þess að huga alvarlega að. Tvívegis að undanfömu hef ég farið á sýningu í einu kvik- myndahúsinu, og i hléi fór mannfjöldi fram á fremri gang kvikmyndahússins til þess að kæla sig. Á þessum ytri gangi eru tveir útgangar, en i bæði skiptin var vestari útgangur- inn lokaður, er. ekki var hægt að opna hann nema með lykli. Ef eitthvað kemur íyrir í slíku húsi, er skylt að hafa tvo út- ganga úr húsinu, og á að vera hverjum sem er auðvelt að opna dymar. Ugglaust er hér um að ræða athugunarleysi hjá forráðamönnum kvikmynda- hússins, og vil ég þvl benda þeim á að huga að þessu atriði og kippa því í lag, þannig, að allir blógestir geti auðveldlega notað báðar útgöngudyr húss- ins á ytri gangi, svo að hægt sé að ganga þar út og inn. Það má benda á, að í brunamála- samþykkt Reykjavíkur segir m.a. í grein 90: „Allar dyr á samkomusölum og göngum frá þeim skulu opnast út og hurð- ir falla þannig að vegg, að þær skerði ekki útgönguleiðina. Skal ávallt vera hægt að opna þær fyrirvaralaust af hverjum sem er, og skulu þær greini- lega auðkenndar með rauðum Ijósum frá rafgeymum". Jafn- framt segir: „Á samkomusölum skal ávallt hafk a.m.k. tvo út- ganga, aðaldyr salarins og varadyr, og skal þeim þannig fyrir komið, að fólksstraumur- inn greinist í tvær gagnstæðar áttir“. Vil ég benda forráðamönnum allra samkomuhúsa að gæta að þessum málum hjá sér, til þess að koma í veg fyrir, að af vangá sitjum við uppi með hræðilegt slys, eins og svo óvænt bar að í Frakklandi. Skora ég á eldvarnaeftirlitið að kanna þessi mál. Bíógestur". ©PIB CQPEtmafrfw P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.