Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1971 Saknaði ekki Alþingis — Samtal í minningu Austfirðings / Mmnirngangrein ætla ég eWki að skrifa um Halldór Stefáns- son. En fyrir nokkrum árum Sátti ég samtal við hann, og hef- ur það ekki verið prentað. Úr þessu samtali hef ég unnið það sem hér fer á eftir og þykir mér tilhlýðilegt að birta það á prenti ná þegar hann er kvaddur hinztu kveðju. ! Halldór minntist fyrst á kosn- ingamar 1901 og sagði: I „Já, þá var ég nýbúinn að fá kosningarétt, og það var fyrsti kjörfundurinn, sem ég var á. Kjörfundurinn fyrir Múlaþing eða Múlasýslur að meðtöld- um Seyðisfirði var á Fossvöll- um. Þar á hlaðinu var stór steinn og það var gömul venja að írambjóðendur stigu á hann og héldu ræður sinar einn af öðrum. í framboði voru Valtýingar og heimastjómarmenn. Fyrir Valtýinga var Jóhannes Jóhann- esson, bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslumaður Norður-Múla- sýslu, og séra Einar Þórðarson i Hofteigi. En fyrir heimastjóm- armenn Jón Jónsson, sem kennd ur var við Sleðbrjót, og Ólafur Davíðsson, verzlunarstjóri á Vopnafirði. Jón hafði verið þing maður áður. Kosningarnar fóm svo, að heimastjómarmenn unnu bæði sætin sem um var kosið.“ „Samt unnu Valtýingar kosn- ingamar, þegar litið er á land- ið í heild.“ „Já, það er annað mál. Eftir kosninguna, ortu Valtýingar: Fjandalega á Fossvöllum fór í þessum kosningum örum og Wulff kom inn á þing Ólafi flákjaft Vopnfirðing. önnur visa, úr herbúðum heimastjórnarmanna, var svo: Veslaðist upp í vorkuldum Valtýskan á Fossvöllum, en eftir þvi sem af henni dró Ámi grét, en Skafti hló. Þarna er átt við Árna Jóhannsson, sýsluskrifara, og Skafta Jósefsson, ritstjóra. Hannes Hafstein íéll fyrir Skúla Thoroddsen á ísafirði. Þetta fréttist náttúrlega, en ann aðhvort gat Austri ekkiu m það, eða þá mjög ómerkilega, og þá ortu Valtýingar enn: Austri sneiðir alveg hjá, Isfirðingar minnast á, Skúli Hannes hopa lét, hló þá Árni, en Skaftí grét.“ „Varst þú Valtýingur?" „Nei, ég var æstur heima- stjórnarmaður, eins og ungum mönnum ber að vera.“ „Þú manst auðvitað líka eftir kosningunum 1903?“ „Já, ég man eftir þeim. Þá vaí MORGUNBLAÐSHÚSINU ég orðinn búsettur á Seyðis- firði." „Það hafa verið mikil átök milli þessara tveggja fylkinga?" „Átök, já. Það voru tvö blöð á Seyðisfirði, og studdi annað Valtýskuna, en hitt heimastjóm armenn. Þau hétu Bjarki og Austri. Náttúriega voru átök i blöðunum. Ég skrifaði 1903 mina fyrstu pólitisku grein. Hún var gegn Valtýskunni, en kom að engu liði, því að Valtýingar voru kosnir, þeir Jóhannes bæj- arfógeti og Einar Þórðarson. Þá snerist dæmið við, því að heima- stjórnarmenn unnu meirihluta á þingi. Þá var einnig kosið um það, hvor yrði ráðherra, Valtýr eða Hannes, því að Valtýingar voru eiginlega komnir inn á það að flytja stjórnina heim.“ „Varðstu glaður, þegar Hannes varð ráðherra?" „Já.“ „Hafðirðu hitt hann nokkurn tíma eða séð hann?“ „Nei, ekki þá.“ Og Halldór hélt áfram: „Á leiðinni á kjörfund höfð- um við farið yfir Rangá, sem fellur þama á leið. Það var hita- tið og mikill snjóvöxtur I ánni; þetta var að vori. Flestir Seyð- firðingar höfðu farið á snjólofti upp í heiðarbrekku. Að kosn- ingu lokinni var heldur ólund í okkur bræðmm yfir úrslitunum. Við hugðumst fara sömu leið og við komum yfir Rangá, en hún hafði vaxið um daginn. Við lögð- um að vaðinu og nokkrir sam- herjar okkar af Seyðisfirði með okkur. En þegar við komum að ánni, var hún auðsjáanlega á sund. Við fórum að ráðgast um, hvað gera skyldi, leggja í ána eða fara upp í heiðarbrekkur á snjóloft, og það enti með því, að allir sneru aftur frá vaðinu nema við bræður þrir. Pétur var vel syndur, og við fómm með ráðum yfir ána. Hann skyldi fara fyrst og við á eftir. Við völdum okkur stað til að fara yfir ána á, ekki á vaðinu held- ur þar sem var lygna, og það gekk allt snyrðulaust." „Það hefur verið bót í máli að sigra ána?“ „Já,“ „En hvað um kosningarnar um Uppkastið 1908?“ „Þá var ég líka búsettur á Seyðisfirði. Þá var Seyðisfjörð- ur orðinn sérstakt kjördæmi. Dr. Valtýr og séra Bjöm Þor- láksson voru I framboði og Valtýr vann kosninguna með eins atkvæðis mun, að mig minn- ir. Kosningin var kærð til Al- þingis sem ógilti hana og þá var kosið aftur. Þá kosningu vann séra Björn." „Þú varst andstæðingur Upp kastsins ?“ „Já.“ „Og barðist hatrammlega gegn því.“ „Nei, það lá nú ekki fyrir, að ég gengi mikið fyrir skjöldum fram, en ég man eftir tveimur fundum um málið á Seyðisfirði. Á öðrum fundinum var sam- þykkt tillaga frá séra Birni Þorlákssyni, andstæð Uppkast- inu, en á hinum bar ég fram til- lögu og þurfti þá auðvitað að taka til máls. Það var i fyrsta sinn, sem ég gekk nokkuð fram fyrir skjöldu á fundum." „Og það hefur gengið bæri- lega?“ „Já. Tillaga séra Bjöms var samþykkt með 30 atkvæðum á móti 6, en mín tillaga með 43 gegn 10.“ Skrifstofustúlka Stúlka óskast til skrifstofustarfa hálfan daginn — fyrir hádegi — fyrst í stað til 1. september n.k. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Starf — 4164". „Heldurðu að það hefði orðið verra fyrir Island, ef Uppkastið hefði verið samþykkt?" „Því er erfitt að svara, og flestir vilja leiða hjá sér að svara þvi. Uppkastið var auð- vitað mikil framíör frá Stöðu- lögunum. En við, sem vorum því andstæðir mátum þetta svo: Samband landanna er orðið samningsatriði milli Islendinga og Dana, og við viljum heldur hafa lausa samninga en binda okkur." Halldór bjó á bæ sem heitir Hamborg og skýrði nafnið svo fyrir mér að það sé dregið af sögninni að hama sig. Einhverj- ir hafa haldið fram að nafnið sé þýzkt að uppruna ættað frá Hamborg en Halldór taldi það af og frá. „Hvað varstu lengi bóndi i Hamborg?" „í 12 ár. Þetta var heldur smá jörð næst Skriðuklaustri. Síðar fluttist ég að Torfastöðum í Vest urárdal svo að ég var samtíða mörgum sögupersónum Gunnars Gunnarssonar I Fjallkirkjunni. Ég kannast við nær allar per- sónur sem koma við sögu i Fjallkirkjunni. Ég held það sé ekki nema einn einasti maður 5 sögunni sem kunnugir vita ekki hver er. Sagan er svo vel gjörð að maður kannast við einkenni allra þeirra persóna sem maður þekkti.“ „Þú manst eftir Gunnari, föð- ur skáldsins?" „Já.“ „Geturðu lýst honum?“ „Ja, þetta var gjörvilegur maður og álitlegur í sjón, létt- lyndur og glaðvær. Hann var álitsmaður og varð hreppstjóri fljótlega eftir að hann fluttist úr Fljótsdal til Vopnafjarðar." „Nú, svo ferðu að taka þátt i félagsmálum og vinnur fyrir þínar sveitir, og að þvl kemur, að þú ert beðinn að vera í fram- boði fyrir Framsóknarflokkinn 1923.“ „Já. Þingmenn Framsóknar- flokksins í Múlasýslu höfðu ver ið Björn á Rangá og Þorsteinn M. Jónsson, kennari. Bjöm vildi ekki bjóða sig fram fyrir flokk- inn, og þá þurfti að fá annan. Jónas Jónsson kom á skipi til Vopnafjarðar og gerði boð eft- ir mér. Við sátum þar part úr nótt og ræddum saman um það, hvort ég vildi bjóða mig fram. Og ég réðst í að lofa þvi.“ „Þótti þér það heiður?" „Ekki man ég eftir, að ég fyndi til þess neitt. En mér þótti þetta vandi og ábyrgð. Að standa fyrir máli sinu.“ „Varstu á stofnþingi Fram- sóknarflokksins á Þingvöllum 1919?“ „Já.“ „En þú varst samt ekki flokks bundinn framsóknarmaður?" 1 „Þá voru engin flokkshönd, eins og nú. Þetta var bara áhugaflokkur. Stjómmála- flokkarnir voru það fram til þess, er Alþýðuflokkurinn setti sér lög og reglur 1915 eða ’16. Og Framsóknarflokkurinn setti ekki lög og reglur fyrir en 1933. Áhugamannaflokkarnir voru miklu heilsusamlegri en það sem við eigum nú að venj£ist.“ „Þótti þér skemmtilegt á þingi?" „Ekki get ég sagt það. En skemmtileg persónuleg kynni tókust við þingmenn marga." „Það hefur verið lærdómsrikt að kynnast þeim?“ „Já.“ „En erfið ferðalög?" „Ég var á stofnfundi Fram- sóknarflokksins í Reykjavik 1919, eins og ég sagði. Við vor- um þrír af Austurlandi, við Þorsteinn Jónsson, kaupfélags- stjóri á Reyðarfirði, og Jón Eiríksson, bóndi í Volaseli. Við höfðum komið á skipi til Reykja VJkur, en að lofcnum þessum fundi og öðrötn erind- um okkar, lá ekki fyrir nein skipsferð, og þá réðum við það með okkur að fara landveg á hestum austur. Til þess þurft- um við auðvitað að kaupa hesta og reiðtygi. Þetta var seinnipart júnímánaðar í hitatíð og jökul- vöxtur í ám. En við settum það ekki fyrir okkur. Við vorum vanir vötnum nofckuð, einkum Jón. Við keyptum svo þrjá hesta og lögðum yfir heiðina og höfð- um gististað á Laugardælum, hjá Eggerti bónda Benediktssyni. Hann hafði áður verið verzlun- arstjóri á Papós við Lónsf jörð og þess vegna kunnugur fyrir aust an. Á leið okkar næsta dag aust- ur um Flóa, mættum við lesta- mönnum með hesta, hverjum af öðrum, og tókum eftir þvi, að þeir höfðu flestir gæruskinn í hnökkunum. En þó að við vær- um vanir hestum, voru hestarnir okkar ekki mjúkgengir, og okk- ur var farið að sárna setan og langaði til að kaupa gæruskinn og föluðum þau af tveimur eða þremur. En lestamennimir sögðu okkur, að þeir létu þau ekki föl, þvi þetta væri einhver bezta búmannseign, sem þeir ættu. Svo komum við þar sem lestamaður hafði skilið eftir far- angur við veginn og farið heim til bæjar. Þar var gæruskinn á hnakki. Hér var við engan að metast, og gæruskinnið tókum við, en það var það fyrsta. Við fengum svo önnur gæruskinn með viðkunnanlegri hætti en þessum. Þegar við komum að Eystri- Skógum, austasta bæ undir Eyjafjöllum, var okkur sagt, að Jökulsá mundi vera ófær. Okk- ur líkaði það illa, fengum mann með okkur til að fá örugga vissu um það, hvort áin væri ófær, en þegar að ánni kom, sagði maðurinn, að hún væri slarkfær, svo lögðum við í ána samtimis, fylgdarmaðurinn nátt- úrlega á undan og við á eftir. En einhvern veginn fór það svo, að ég varð viðskila við félag. ana og hrakti i ánni, en þeim miðaði áfram. Þegar þeir voru komnir á austurbakkann, var ég í miðri á og var að streitast við að komast áfram. Að lokum komst ég yfir ána miklu neðar en þeir. En það var til happs, að áin var jafnfallin og engin sérstök vöð. Þegar ég kom á land, snarast fylgdarmaðurinn að mér og segist halda, að það sé meiri druslan þessi hestur, sem ég sé á. Mér lá við að móðg- ast fyrir hestsins hönd, því að hann hafði í engu bilað, hafði orð á því, að ég hefði ætlað að ríða ána, eins og við værum van ir að ríða þverárnar fyrir aust- an og beita bógimum heldur í strauminn, en það sagði hann að væri rangt, því að maður ætti að stefna skáhallt undan straumi, svo straumurinn bæri hestinn áfram og hann kæmist yfir. Ég skildi þetta nú í raun og veru strax, en fylgdarmaður- inn sagðist ekki hafa haldið að það væri nokkur sá auli til sem vissi þetta ekki. Það vildi til, að þetta var ekkert tæpt vað, áin féll þarna jafnt, grjótið valt í botninum og áin hnausþylkk og lá þungt á. Svo héldum við áfram til Vik- ur. Þá var læknir í Vik, Stefán Gislason, sem hafði verið lækn ir á Héraði og við þekktum. Þetta var á þeim árum, sem kennd eru við læknabrennivín. Þá var læknum heimilt að láta menn fá, ég held tvö hundruð gramma glas af spíra í nauðsyn, og á ferðalagi þá er alltaf nauð- syn að hafa eitthvað til að hressa sig á, og það skyldi Stefán vel. Við fengum hjá hon- um sinn hundaskammtinn hver, og þegar hann hafði afgreitt okkur, yppti Stefán öxlum, það var kækur hans, og sagði: „Er þetta nóg, nú er langt til næsta læknis." Við þáðum svo það sem hann vildi af hendi láta. Eftir það gekk ferðin áfallalaust og við vorum tiu sólarhringa heim.“ „Hvað telur þú merkasta mál- ið, sem þú áttir hllut að á þingi? Var það frumvarpið um bruna- bótamálin?" „Ja, það kynni einmitt að vera. Ég hafði mikið fyrir því; það þurfti tvö þing til að koma þvi i gegn, en það var mikill ávinningur fyrir tryggingar- starfsemina almennt í landinu, að það náði fram að ganga. Ég fluttist til Reykjavlkur, þegar ég varð forstjóri Brunabótafé- lagsins. Því starfi gegndi ég í 17 ár.“ „Þú varst siðast kosinn á þing 1933. Þá fórstu enn fram fyrir Framsóknarflokkinn, er það ekkirétt?" . „Jú, en án hans leyfis." „Án leyfis flokksins, hvernig stóð á því?“ „Hann vildi, að ég fengi leyfl flokksstjómar til að bjóða mig fram á hans vegum, en ég sinnti því ekki.“ „Vildir halda áfram að vera í áhugamannaflokki ?“ „Já.“ „Þú gekkst svo úr Framsókn- arflokknum?" „Já." „Hvernig stóð á því?“ „Sagan til þess er sú, að 1933 var samstjórn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. Ráðherrar voru, Ásgeir Ásgeirsson, forsætisráðherra og með honum Þorsteinn Briem og Magnús Guðmundsson. Á Fram- sóknarflokknum voru tvö skaut, og vildu sumir framsóknar- menn ekki una stjóm með Sjálf- stæðisflokknum, en öðrum þótti efcki nauðsyn að hætta samstarf- inu. En þó enti með því, að það var samþykkt í flokknum að segja upp samstarfinu. En ekki var hægt á þessu þingi að mynda neina stjórn aðra, svo að stjórnin varð að sitja til næstu kosninga. Vinstri armur flokks- ins vildi mynda stjóm með Al- þýðuflokknum undir stjórn Sigurðar Kristinssonar, en tveir af þingmönnum flokksins neit- uðu að styðja þá stjórn, og þá hafði hún ekki meirihluta á þingi. Þessir menn voru Jón í Stóradal og Hannes á Hvamms- tanga Jónsson. Þeim var vísað úr flokknum með tilheyranleg- um umsvifum. Tryggvi Þórhalls- son hafði verið formaður flokks- ins, en sagði af sér formennsk- unni og sagði sig úr flokknum. Og það gerði ég líka." „Og af hverju sagðir þú þig úr flokknum?" „Ja, ég var nú í hægri armin- um, og mér mislíkaði þessi brott- rekstur. Og þegar foringi flokksins, sem hafði alltaf i mín- um augum verið Tryggvi Þór- hallsson, var farinn úr flokfcn- um, átti ég þar ekkert erindi. Jónas á Hriflu hafði frá upp- hafi verið sósíalistinn í flokkn- um, þó að reynt hafi verið að dylja það, en nú hefur það kom- ið fram í ýmsum frásögnum." „Þið stofnuðuð svo Bænda- flokikinn." „Já, og ég fór í framboð fyrir Bændaflokkinn í kosningunum 1934, en íéll. Mér þótti ekkerl fyrir því.“ M,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.