Morgunblaðið - 16.04.1971, Page 16

Morgunblaðið - 16.04.1971, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1971 flltttgMiiWftfrifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. AÖstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðaistræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. KÍNA OG BANDARÍKIN ær fregnir, sem nú berast um bætta sambúð Kína og Bandaríkjanna eru hinar merkustu og margt bendir til, að sú atburðarás, sem hafizt hefur með ferð bandarísks borðtennisliðs til Kína eigi eftir að valda þáttaskilum í þróun alþjóðamála á næstu árum og áratugum. Jafn- framt því, sem æðstu menn Kína hafa tekið á móti hinu bandaríska liði af sérstakri vinsemd og lýst því yfir, að með heimsókn þess hafi ver- ið brotið blað í samskiptum þessara þjóða, hefur Nixon Bandaríkjaforseti gert ráð- stafanir til þess að auka við- skipti milli landanna og draga úr hömlum á ferðum kínverskra ferðamanna til Bandaríkj ar.na. Allt frá því, að kommún- iistar komust til valda í Kína á árinu 1949 má segja, að sam skipti Kína og Bandaríkjanna hafi nánast engin verið, að því undanskildu, að við og við hafa sendiherrar þessara tveggja stórvelda ræðst við í Varsjá í Póllandi. Bandaríkin hafa gert víðtækar ráðstafan- ir til þess að koma í veg fyr- ir viðskipti annarra ríkja við Kína og átt mestan þátt í því, að Pekingstjómin hefur ekki hlotið aðild að Sameinuðu þjóðunum. Á síðasta Allsherjarþingi var orðið ljóst, að þessi stefna Bandaríkjanna hafði gengið sér til húðar og æ fleiri ríki hafa viðurkennt Pekingstjórnina og tekið upp stjórnmálasamband við Kína. Bersýnilegt er nú, að breyt- ing á afstöðu Bandaríkjanna til Kína, sem lengi hefur ver- ið í undirbúningi, er nú að komast í framkvæmd og mun því verða fagnað um heim allan, því að bætt sambúð þessara tveggja stórvelda mun tvímælalaust auka von- ir um frið í Asíu. Ekki er síður athyglisvert að fylgjast með þeim breyt- ingum, sem orðið hafa á af- stöðu Pekingstjómarinnar til Bandaríkjanna. Um árabil hefur Bandaríkjunum verið lýst sem versta óvini Kína, þar til á síðustu ámm, að Sovétríkin hafa bætzt í þann hóp. Jafnframt hefur Kína að mestu verið lokað land og fáum verið kunnugt, hvað þar hefur raunvemlega verið að gerast. Nú hefur frétta- manni AP-fréttastofunnar verið leyft að koma til lands- ins og Chou En-lai hefur lýst því yfir, að hann hafi „opn- að dyrnar“. Bendir þetta til þess, að fleiri erlendir blaða- menn fái að koma til Kína á næstunni. Enginn vafi leikur á því, að hér eru merk tíðindi að gerast. Fjölmennasta ríki veraldar er að opna dyr sín- ar fyrir umheiminum og öflugasta ríki veraldar breyt- ir um stefnu á þýðingarmiklu sviði utanríkismála. Þessir atburðir geta einnig haft vemleg áhrif í Sovétríkjun- um. Ráðamenn þar hafa lengi óttazt, að sambúð Bandaríkj- anna og Kína mundi fara batnandi. Nú virðist fyrsta skrefið hafa verið stigið í þá átt og verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Sovétríkjanna gagnvart því. f>á hlýtur einnig að vakna sú spuming, hvort batnandi sambúð Kína og Bandaríkj- anna geti stuðlað að friði í Indó-Kína. Vonandi er að svo verði. Forstjórabifreiðir seldar ¥Tm áratuga bil hefir ríkið ^ lagt forstöðumönnum margra ríkisstofnana og ýms- um öðrum embættismönnum til bifreiðar, sem jafnframt hafa verið reknar á kostnað ríkissjóðs. Ýmsir þessara embættismanna hafa að vísu haft þörf fyrir bifreið að einhverju marki vegna starfa * sinna, en bifreiðar þessar hafa þeir notað að vild í eig- in þágu og hefir hér verið um mjög veruleg skattfrjáls hlunnindi að ræða, á nútíma verðgildi á annað hundrað þúsund krónur á ári. Hvað eftir annað hafa ver- ið gerðar tilraunir til að af- nema þessi fríðindi og setja fastar reglur um bílamál ríkisins, fyrst 1951 og síðan 1956, en án árangurs. Hefir verið mikið misrétti milli embættismanna á þessu sviði, þar sem einn hefir haft ríkis- bifreið til afnota en annar hliðstæður embættismaður ekki. Nýlega skýrði Magnús Jóns son, fjármálaráðherra, frá því á Alþingi, að nú loks hefði tekizt að leysa þetta vandamál. Hefðu verið sett- ar fastmótaðar reglur um bílamál ríkisins á síðasta ári með gildistöku 1. júlí, í sam- ræmi við gildistöku nýrra kjarasamninga. Er þar ákveð- ið að allar hlunnindabifreið- ar eða svokallaðar forstjóra- bifreiðar, einnig bifreiðar ráð herra, skuli seldar og embætt ismönnum hér eftir greidd [Stúdentar Ihaskólinn EFTIR PÉTUR KR. HAFSTEIN, stud. jur. OFT hetfur þeirri spurnmigu verið hreyft, hvort hið svonefnda fulltrúalýð' ræði, sem þekkist í lýðfrjálsum rí'kjum og tekur á sig smætekaða mynd iinnan þrengri félagsheilda, sé ekki of oft af skornum skammti, þegar skoðanir skipt- aist verulega um meiri háttar málefni. Tæpast verður þvi á móti mælt, að svo hljóti jafnan að verða að einhverju marki við óbreyttar aðstæður, en um hitt greinir menn á, hversu miklir ann- markarnir megi að akaðlitlu verða og á hvem hátt sé unnt að færa til skaplegri vegar. Stúdentafélag Háskóla Islands er fé- lagsskapur allra stúdenta við sikólann, en þeir kjósa félaginu sjö manna stjóm á hverju hausti til eins árs í senn. Að kosningum loknum hafa sjömenning- arnir frjálsar hendur að kalla til þess að ráðskast með málefni umbjóðenda sinna, en sú sýsla er þó þeim annmörk- um háð, að tiltekinn fjöldi stúdenta get- ur krafizt almenna stúdentafundar og á þeim vettvangi hrundið ákvörðunum stjómar og þeim viljayfirlýsingum hennar, sem tú'lka má sem raddir meiri hluta stúdenita almennt. Hitt er þó sem betur fer tíðara, að stjómin sjálf kjósi að leggja mikilsverð ágreiningsefni fyr- ir stúdentafundi til frekari umræðu og stef n umörkunar. Stjóm S.F.H.Í. tók fyrir skömmu til umræðu aðitd Isiands að Atlanitshafs- bandailaginu og veru varnariiðsins hér á landi. Meirihluti stjómarinniar sam- þykkti tiflfltögu, er mæiiti fyrir um upp- sögn herverndarsamningsinis við Banda- ríkin og úrsögn íslands úr Atlantshafs- bandálaginu. Minni hluti stjórna-r krafð- ist þess þá þegar að almehnur stúderita- fundur fengi að fjalla um þennan mik- ilsverða þátt utanríkismála ókkar, svo að ótvíræðari mynd fengist af vilja srtúdenta sjálfra. Á þeim fundi var til- liaga meirihluta stjómar S.F.H.l. felild með 71 atkvæði gegn 62. Þar var hins vegar samþykkt með 69 atkvæðum gegn 11 andstæð tillaga, er lýsti ful'lum stuðn- ingi við aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu, en hvatti jaifiniframt til stöð- ugrar endurskoðunar erlendrar her- verndar hér á landi í ljósi sífeildra breytinga á sviði alþjóðamála. Hvers vegna fylgismenn þeirrar tillögu, sem felld var, kjósa heldur að ganga af fundi eða láta hjá Mða að greiða atlkvæði gegn annars konar tiliögum er svo kapítuii út af fyrir sig, sem ég hirði ekki um að ræða hér, en menn geta dregið nokk- urn lærdóm af silíkum vinnubrögðum um félagsþroska og viðsýni viðkomiandi. Og svo mikiils metur meirihluti stjóm- ar S.F.H.Í. vilja umbjóðenda sinna, að hann samþykkir um hæl á stjórnar- fundi tiliögu, sem efnis'lega var sam- hljóða þeirri, er hinn ailmenni stúdenta- fuindur hafnaði. Við sffikt siðleysi skiptir að mínu mati enigu, þótt stiúdenitafund- urinn hafi ekki verið löglegur, sem kall- að er, vegna þess eins, að ekki var mættur einhver ákveðinn liunJraðsiiluti af heildarfjölda innritaðra stúdenta við Háskólann, en slíkri fundarsókn er raunar sjaldnasit að fagna. Þar sem hinir fjórir Vökumenn i stjórn S.F.H.l. áttu ekki samileið í þessu rnáli, þrátt fyrir ótvíræðar og samhljóða sbefnuy firiýsingar fyrir kosningar til atjórnar S.F.H.I. á sl. hausti, taldi aðal- fundur Vöku, íélags lýðræðissinnaðra stúdenta, rétt að leggja áherriu á yfir- lýsta stefnu félagsins í vamaimálum landsins og ítrekaði fuillian stuðning við aðiid Isiiands að Atlanitshafsbanda'laginu. Þá lýsti fundurinn jafnframt „þeirri von sinni, að auðnaist megi að skipa svo ör- yggismálum Evrópu á næsfu árum, að fuilur friður verði tryggður án tilvistar hvers kyns hemaðar- eða varnarbanda- laga.“ Þegar svo fer fram, sem nú hefur verið rakið, hljóta efasemdir um ágæti fúlitrúakerfiisins að verða áleitnari en ella og 'spumimgar vakna um úrbætur. Stúdentafé'lagið er póli'tískur vettvangur stúdenta, en Stúdentaráð fjallar hins vegar um hagsmumi þeirra og aðsitöðu í sambandi við nám og margs konar að- búnað annan. Margir velta því nú fyrir sér, hvort til bóta kynni að vera að sameima þessar tvser meiginstofnanir stúdenta, en slíkt fyrirkomulaig er raun- ar ekfci nýtt. Enda þótt færa megi að þeirri sameiningu einhver gild rök, þá leysti það enigan vamda fuMtrúakerfisims, nema siður væri. Þá má spyrja, hvort lausnin gæti að ein'hverju leyti verið i því fólgin, að tiiskilið vseri, að stjórn Stúdemtafélagsinis stæði eimhuga að hverri þeirri málefnayfirlýsingu, er hún léti frá sér fiata og ætiað væri að túlka vi'lja meginþorra stúdenta. Hin pðlitísku félög að baki stjómar- manna Stúdenitafélagsins ættu þanniig í auknum mæli að ha'lda fram stefnu- mörkuim kjósenda sinna, en með þeim hætti væri á hverjum tftma ljóst, hvers væri viljinn. Þá hefur þeirri hugmynd einnig skotið upp, að stjóm Stúdenta- félagsins væri eimungiis skipuð fuiltrúum annars hvors aðilans og hann bæri þá einm al'ia ábyrgð, en hætt er við að slíkt yrði ekki til friðs. En nú er þess að vænta, að raunihæfur skriður komist á sikoðanaskipti stúdenta um breytta til- högun, þar eð formaður Stúdentafélags- iins hefur við jákvæðar undirtektir beint því til pólitislku félaiganma tveggja, Vöku og Verðandi, að þau hefji viðræður sín á miMi um hagamlegri skipan félagsmái- anna. þóknun fyrír notkun bif- reiða í þágu starfs eftir mati sérstakrar nefndar. Allar þær bifreiðar, sem talið er nauðsynlegt að ríkið eigi, skulu merktar og afnot þeirra í einkaþágu starfsmanna bönnuð. Þar sem hér er um mikinn hlunnindamissi að ræða, er viðkomandi embætt- ismanni gefinn kostur á bíla- kaupaláni í eitt skipti. Fjármálaráðherra kvað regl ur þessar nú að fullu komn- ar til framkvæmda. Hafa all- ar forstjórabifreiðar og aðrar bifreiðar til einkanota, 94 að tölu, verið seldar og allar aðrar ríkisbifreiðar merktar. Er talið, að þessi ráðstöfun muni í ár spara ríkinu um 8 milljónir króna. Því ber mjög að fagna, að farsællega hefir tekizt að leysa þetta vandræðamál, sem valdið hefir miklu mis- rétti og verið oft með réttu gagnrýnt. Veldur þessi hlunn- indamissir verulegum frá- drætti í laumahækkunum þeim, sem ríkisforstjórar hafa fengið með hinum nýju kjara samningum. Hér er nefnt eitt veiga- mikið dæmi af mörgum ráð- stöfunum til umbóta og sparn aðar, sem gerðar hafa verið að undanförnu í ríkisrekstr- inum og sem fyrst hefir reynzt auðið að vinna að kerfisbundið eftir að fjár- laga- og hagsýslustofnun fjár málaráðuneytisins var sett á stofn. Fleiri Gyðingar frá Sovét Moskvu, 12. aprtl — AP — YFIR 1.000 Gyðing-uni var veifct heiniild í marz til þess að yfir- gefa Sovétrikin og tialda til Isra els. Var þetta haft eftir áreáðan- legri heimild í Moskvu í gaenr ogr á það bent, að á öllu árinu 1970 hefði aðeins nm 1.000 manns ver ið veitt þessi sama Iteimild. Aukningin á brottfiliutininigi fólks til ísraels varð greini'leg fyrr í þessurn mánuði, er Gyð- ingar, sem sótt höfðu um heiov ild tiil þess að faira úr landi en eklki fiengið, byrjuðu mótmæia- aðgerðir af ýmsu tagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.