Morgunblaðið - 16.04.1971, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.04.1971, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1971 23 Pétur Áskelsson og Guðfinnur Sveinsson frá Hólmavík - Minningarorð Á dökkum vetrarmorgni leys- Ir litill bátur landfestar við bryggjuna á Hólmavik 1 Stein- grimsfirði. — Tveir heimilisfeð- ur hafa gert sinn heimanbúnað á venjulegan hátt. Æðrulaus skaphöfn —- fumlaus handtök, enda á ferð sjóvanir sæmdar- menn. En það eru ekki þeir einir, sem snúa stafni á fari sinu móti risandi faldi útsævaröldunnar. Flotinn er farinn til veiða. Þessi dagur, sem i hönd fer sýnist i engu frábrugðinn öðr- um dögum, norðan kólgan og is- hraflið á flóanum eins og áður. Hriðarkófið dregur stundum þungan éljaslóða norðan með Ströndunum, svo að útlitið verð ur uggvænt. Eitt slikt geng ur yfir þennan morgun. Hver af öðrum hverfa bátarnir inn i sort ann. Einn þeirra, Vikingur, kem ur ekki i ljósmál aftur. Fiskimennirnir tveir, Pétur Áskelsson og Guðfinnur Sveins son, snúa ekki heim þennan dag •og aldrei siðan. í fámennu byggðarlagi, þar sem állir menn eru grannar, slá svona atburðir nær tilfinning- um hvers einstaklings, heldur en þar, sem sá er hverfur, er að- eins hluti af óþekktum múg, enda þótt alltaf sviði sárt þeim, er næst standa. Báðir þessir menn höfðu lifað ævi sina alla i Strandabyggð og eignazt þar staðfestu. Guðfinnur var sonur Sveins Guðmundssonar frá Byrgisvlk i Árneshreppi og konu hans Magn disar Gestsdóttur frá Hafnar- hólmi, en þau bjuggu lengi i Hveravik á Selströnd. Nú átti Guðfinnur heima á Hólmavik, kvæntur var hann Lilju Kristinsdóttur og eiga þau einn fimm ára gamlan son, Svein. Pétur var sonur Áskels Páls- sonar og Guðriðar Jónsdóttur, sem lengi bjuggu á Kaldrana- nesi og Bassastöðum i Kaldrana- neshreppi. Hann var kvæntur Ingibjörgu Benediktsdóttur pósts Benja- mínssonar og eiga þau níu börn á lífi, flest uppkomin. Báða þessa menn þekkti ég, sem sveitunga mina i mörg ár og heyrði þar flest vel um þá sagt. Þeir voru atorkumenn fús- ir til hverra þeirra starfa, er dugað gátu til bættrar afkomu og byggðinni til hagsbóta. Kunningsskapur okkar Péturs var á timabili ævinnar all náinn. Litill drengur gekk hann sin fyrstu fótmál i lifinu heima á Maðurinn minn og faðir O'kkar, Jón Kristjánsson, Skógarnesi, Ársskógsströnd, verður jarðsunginn frá S t ærr i -Á r s'skógsk i r k ju laug- ardaginn 17. þ.m. kl. 2 e. h. í»órey Einarsdóttir, Svanhvft Jónsdóttir, Sóley Jónsdóttir, Rósa Guðrún Jónsdóttir. ÞAKKARÁVARP Innitegustu þak'kir færi ég ö'iflium þeim sem sýndu mér hlýhug með heimsóknum, gjöfuim og sikeytum á 60 ára afmaslli míiniu 5. apriíl sl. Lifið ö>H heiil. Jón Sveinsson, Klukkufeili. Kaldrananesi, þar sem foreldrar hans bjuggu þá, og þar stóð um tima heimili hans sem fulltlða manns. Ég veit ekki, hvort nú á þess- um svo kölluðu velgengnistlm- um er auðvelt að minnast manna á þann veg, að þeir hafi alltaf brosað framan 1 samtiðina. Ég held þó, að á þeim mörgu dög- um, sem við Pétur. áttum saman, hafi ég sjaldan séð skugga draga yfir svip hans. Ekki var þó svo, að veraldar- auður og önnur þau timanleg gæði, sem togstreitan nú er mest um yrðu honum auðveld eða til- tæk. Það er fáum dreifbýlis manni erfiðislaus lifsleikur, að framfæra stóra fjölskyldu og hafa þá eina aðstöðu, sem hand- afl og hyggja geta skapað. Hvorki Pétur né kona hans, höfðu troðið viskumal sinni þeirri skólaþekkingu, sem nú er af ýmsum talin nauðsynleg for- senda betri lifshátta. Ekki held- ur áttu þau athvarf i skjóli þeirra afla, sem gefa fjölbýlisár áttunni byr undir báða vængi. Það er sagt, að leitin að lifs- hamingju, sé fáum auðveld. Ég veit ekki hvort Pétur hefur nokkru sinni tekið þátt i sllkri leit. Mér finnst einhvern veginn, að hamingjan hafi mætt honum á eðlilegri lifsgöngu og átt með honum sjálfsagða samleið. Hin daglegu, fjölþættu störf, serri is- lenzkur alþýðumaður verður að leggja á gjörva hönd voru hans hamingja. Að sjá börn sin vaxa og heim- ili sitt blómgast var hans gleði. Þessar eigindir i islenzkri þjóð arsál, eru þær, sem á öllum öld- um hafa verið vaki þess mann- dóms, er færði þjóðina fet fyrir fet frá áþján og erfiðleikum i sólarátt og skóp henni þá virð- Kristinn Þorbergsson Kveðja Fæddur 24. júní 1952 Dáinn 25. marz 1971. ELSKU Kiddi. Skammt er á milli lífs og dauða. Hve sárt var að taka við þeirri fregn, sem okkur barst þann 25. marz sl. að þú værir horfinn frá okk- ur, við það er höggvið stórt skarð í okkar vinahop, sem aldrei mun gróa. Þú varst okkur svo blíður, góður og tryggur vinur, varst alls staðar velkominn og vannst hug allra með sérstaklega prúðri og mjög fallegri fram- komu, og að snyrtimennsku varst þú öllum þínum vinum til Pétur Áskelsson ingu, sem gullglingur nútimans ennþá hefur ekki með öllu út- þurrkað. Á þeim árum, sem ýmsir trúðu þvi, að i Bjarnarfirði myndaðist aukin byggð, er jöfnum höndum gæti stuðzt við fiskveiði og land búnað, byggði Pétur litið hús á Bökkunum á Kaldrananesi og kallaði heimili sitt Bjarg. Eftir að sá vordraumur var að baki, a.m.k. um sinn, flutti fjöl- skyldan til Hólmavikur og hef- ur átt þar heima siðan. Eftir þvi sem ég helzt til þekki hafði stormþunga strits- ins lægt á leið Péturs og fram- undan sýndist bjartur byr. — Þá dró yfir þetta dimma él — sem þó á sitt skúraskin. Djarfir dugandi menn skilja Guðfinnur Sveinsson eftir sig göfgar minningar —- fordæmi þeim, er til góðs vilja ganga. Einhvern tíma heyrði ég sagt við andlát héraðshöfðingja: „Það kemur maður i manns stað og þvl ástæðulaust að syrgja.“ — Rétt mun það. 1 stað hinna föllnu koma menn. — En ekki sömu menn, heldur aðrir menn. Þess vegna er alltaf hryggðar efni, þegar frá falla manndóms- menn á miðjum starfsaldri. Ekki sizt úr röðum þeirra, sem ennþá standa vörð um hin helgu vé i útbyggðum Islands. Við hjónin sendum syrgjandi f jölskyldum og aðstandendum öll um innilegar samúðarkveðjur. Þorsteinn frá Kaldrananesi. soma. En eitt eigum við eftir sem enginn getur tekið frá okk ur, minninguna um góðan dreng og tryggan vin. t Elskulegum foreldrum þínum, Útför eiginmanns míns systkinum, ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð HELGA BEIMEDIKTSSOIMAR og Guð gefi þeim ®tyrk í sorg sinni. sem lézt að heimili okkar Heiðavegi 20 8. apríl síðastliðinn. Við munum öll hittast að lok verður gerð frá Landakirkju, Vestmannaeyjum laugardaginn um. 17. apríl kl. 2 e.h. Blessuð sé minning þín, elsku Kiddi. Vinir. Guðrún Stefánsdóttir. Til afgreiðsiu af lager strax BEKAERT Skrúðgarðanet Túngirðmgonet Iðnaðarnet Net fyrir byggingar- svæði og leikvelli Gaddavír 3 sverleikor Girðingorstauror Girðingoriykkjur -í//V M m •xsm j íi L zjlll .J 1 §f! £ K K ■ ^ T Byggingarvörusala Grandavegái«22648

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.