Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1971 BlLAÚTVÖRP Blaupunkt o$| Philips viðtæki í allar tegundir bíla, 8 mis- munandi gerðir. Verð frá kr. 4.190.00. — TlÐNI HF„ Ein- holti 2, sími 23220. SLÖKKVITÆK Höfum ávafit fyrirliggjandi aliar stærðir KIDDE slökkvi- tækja. Eftirlits- og hleðslu- þjónusta. 1. Pálmason hf, Vesturgötu 3, sími 22235. BALLESTARJÁRN Höfum fyrrrliggjand'. ballest- arjárn í fiskibáta. Upplýsing- ar í síma 41113 eftir kl. 13. AÐALFUNDUR Húsmæðraféiag Reykjavíkur verður að HaHveigarstöðum miðvrkudaginn 26. maí kl. 8 e. h. Félagskonur fjolmennið. Stjómin. ELDRI HJÓN óska eftir tveggja til þriggja herbergja íbúð fyrir 1. ágúst. Meðmæli fyrir hendi. Skilvís- greiðsla. Sími 42931. ÓSKA EFTIR tveggja til þriggja herbergja íbúð frá 1. júní. Upplýsingar í síma 82769 eftir kl. 1. VÉLSTJÓRAR 1. vélstjóri óskast á m/s Garðar RE 9 til humarveiða. Uppl. í síma 30505 og í bátnum við Grandagarð. IBÚO ÓSKAST Fjögurra tiJ sex herbergja íbúð óskast strax. • Upplýs- tngar í síma 41037. LÓÐ TIL SÖLU fyrir einbýlishús. Teikning fyfgir. UppJ. í síma 31491 eftir kl. 8. KEFLAVlK — SUÐURNES Svissnesku kjólaefnin marg- eftirspurðu eru komin. Verzlun Sigríðar Skúladóttur sími 2061. TIL LEIGU fjögra trl fimm herbergja hús. Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtudagskv., merkt ,7677." NÝ GERÐ af fjögra tonna tríllu tiJ sölu. Nýuppgerð, Upplýsingar í síma 52278. TVlTUG FINNSK STÚLKA óskar eftir vinnu. Tatar isJ. og ensku. Aflt kemur til greina. Tifboð sendrst afgr. Mbl. fyrir maílok, merkt: „7676." VERZLUNARMAÐUR Ungur reglusamur maður óskast til afgreiðslustarfa. Uppl. milli 5—6. Vafd. Poulsen hf. Suðurlandsbraut 10. AREIÐANLEG 13—14 ARA stúlka óskast. Þarf helzt að vera í Heima- eða Voga- hverfi. Uppl. í síma 327B8. . Fiirnlundurinn í Vífilsstaðahlíðinni rétt austan við hliðið hjá Maríuhelliini, er skemmtilegur og dafnar vel, eins og fleiri tré í Heiðmörk. Myndina tók Sv. Þorm. Á myndinni sést Vilhjálmur Sigtryggsson, stöðvarstjóri í Fossvogi innan um gróskumiklar bergfurur, ættaðar siinnan frá Pyrenea- fjöllum. Heiðmörk opnuð fyrir hvítasunnu Brátt verður Heiðmörkin opnuð fyrir almenning, og munu þá margir Reykvíking- ar geta notið unaðar af gönguferðum um mörkina, en gönguleiðir eru þar óþrjót- andi og fjölbreytilegar. 1 sim- tali við Guðmund Marteins- son, formann Skógræktarfé- lags Reykjavikur núna um helgina, kvaðst hann vonast til að Heiðmörkin yrði opnuð fyrir hvítasunnu. Nú er ver- ið að lagfæra vegina, en það þarf að gera á hverju vori, vegna aurbleytu. Heiðmörk er mjög merkilegt svæði til útivistar, og er fagur vottur um framsýni þeirra manna, sem i hlut áttu að þvi að taka frá þetta land fyrir miörgum árum til yndisauka ibúum Reykjavikur og nálægra byggðarlaga um aldur og ævi. Skógræktin í mörkinni stendur með rniklum blórna, og þar geta menn séð bæði birki og barr, og mega bæði birkibeinar og barrkarlar vel við una. — Fr.S. AltNAl) HEILLA Áttatíu ára er i dag, 25. mai, Margrét Júlíusdóttir frá Munka- þverá. Hún er stödd að Öldu- götu 26, Reykjavik. Gefin voru saman í hjónaband í Stóra-Núpskirkju af séra Guð jóni Guðjónssyni, ungfrú Þurið ur Jónsdóttir og Magnús Óskars son húsasmiður. Heimili þeirra er í Árnesi, Gnúpverjahreppi. Ljósm. Studio Gests Laufásvegi 18a. Gefin voru saman í hjóna- band í Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni, ung frú Hrefna Sigurðardóttir og Ólafur Björnsson. Heimiíi þeirra er á Eyjabakka 6. Ljósm: Studio Gests Laufásvegi 18a. Nýlega opinberuðu trúkífun sína Anna Nikulásdóttir og Hörður ísaksson Barmahlið 37. Spakmæli dagsins — Ekkert mannlegt verk, hversu stórfenglegt sem það er, getur náð verulegum framgangi án þess að rekja skýrt rætur sinar til trúarbragðanna. En hvað eru trúarbrögðin? Ekki sú trú, sem þú öðlast eftir lestur allra helgirita heimsins. Trú er ekki eitthvað, sem heilinn skil ur, heldur það, sem hjartað skynjar. — Gandhi. Jesú segir: „Ég er vegurinn og sannleikurinn og lifið (Jóh. 14.6). í dag er þriðjudagur 25. maí og er það 145. dagur ársins 1971. Eftir lifa 220 dagar. Urbanusmessa. Stórstreymt. Tungl hæst. Ár- degisháflæði kl. 6.40. (Úr Islands almanakinu). Næturlæknir I Keflavik 25.5. Arnibjörn Ólafsson. 26.5. Guðjón Klemenzson. 27h. Jón K. Jóhannsson. 28., 29. og 30.5. Kjartan Ólaf&s. 31.5. Arnbjörn Ólafsson. 1.6. Guðjón Klemenzson. AA-samtökjn. Viðtalstími er í Tjarnargötu frá kl. 6-7 e.h. Sími 16373. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 75, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1.30—4. Inngangur frá Eiríksgötu. Mænusóttarbólusetning íyrir tullorðna fer fram i Heilsuvemd arstöð Reykjavíkur á mánudög- um frá kl. 5—6. (Inngangur frá Sarónsstíg yfir brúna). Ráðgjafaþjónusta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4,30—6,30 síðdeg is að Veltusundi 3, simi 12139. Þjónustan er ókeypis og öllum heimiL Frá Ráðleggingastöð kirkjunnar Læknirinn verður fjarverandi um mánaðartima frá og með 29. marz. N áttúr ugripasaf nið Hverfisgötu 116, 3. hæð (gegnt nýju lögreglustöðinni). Opið þriðjud., fimmtud., laug- ard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Orð lífsins svara í síma 10000. VOR TIL FJALLA Náttúran rís með sólu á norðurslóðum nýtir krafta og fagnar birtu og yl. Haginn ómar af þakklátum lóuljóðum ljóðelsikir fuglar flytja sig stöðugt tM. Grænhærðar jurtir gægjast úr fönn á vorin, gróðurnálin flosar meyran snjó. Háfjal'laplöntur heilsa og greiðika sporin hlýjan til landnáms vekur mosagró. Lamibagrasþúfan Ijósgræn úr köldum snjónum lyftir upp rökum kolli er sjatnar fönn, blómknappa opnar, breiðir úr luktum krónum. Blikar á gteðitár í vorsins önn. Lambfullar ærnar leita fannvarðra svæða lautir og brekkur varðveita troðna slóð. Lambadrottning og lambakóngurinn snæða lMgrösin kældu, sem kveikja i augum glóð. Grösin á engjum gulnuð i gjóstri ýla gnúin af veðrum ofurliði borin. Fjalldala jurtir fannir ykkur skýla. Fegurst þið skartið grænklæddar á vorin. Bjarni Andrésson. GAMALT OG GOTT Heilræðavisur Vertu dyggur trúr og trygigur, tungu geyrn vel þina, vdð engam styggur né i orðum hryggur, athuga ræðu mina. Lítillátur ljúfur og káitur, leik þér ei úr rmáita, varastu spjátur, hæðmi, hlátur, heimiskir menn svo láta. Lærðu gott á meðan mátt, máttur þinn kann dvína brátt brátt af láta illu átt, átt Guð biðja dag sem náitt Vist ávalt þeim vana halt, vinna lesa og iðja, en um fram allt, þú ætlð skalt, elska Guð og biðja. Hallg-rimiir Pétursson. Sst erz.. . . . að færa henni kvölddrykk. Copyr'gkl 1971 105 ANGElfS 1IM(S FRETTIR Húsmæðrafélag Reykjavíkur Aðalíundurinn verður haldinn að Haldveigarstöðum miðviku- dagimm 26. marz kl. 8. SÁ NÆST BEZTI Ekkja bóndans rakist á landslagsmálara og datt í hug að biðja hann að mála mynd af manninum sinum sæla. „Eigið þér mynd af honum, seim ég gæti málað eftir?“ „Nei, en ég get lýst honum nákvæmlega." Þegar málarinn var búinn, færðii hann ekkjunni myndina. Hún skoðaði hana nákvæmlega, en andvarpaði siðan: „Ó, hvað þú hefir breytzt elsku Kristj’án minn; þú ert miklu fallegri en meðan þú varst lifandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.