Morgunblaðið - 06.08.1971, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.08.1971, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1971 I brgunblaðsins Kappakstur: Jackie Stewart öruggur heimsmeistari SKOZKI kappakstiirsmaðiirínn JTackie Stewart hat'ði algjöra yfir knrði í NiirburgTlng' Grand Prix-kappakstrinum fyrir for mtiálu 1 kappakstursbíla, sem fram fór á sunnudag. Virðist nú ekk ert geta komið í veg fyrir sigur bans í stigakeppninni um heims- meistaratitilinn. Helztu keppinautar hans í þeirri keppni eru Belgíumaður inm Jacky Ickx og Svíitnn Ronnie Peterson, og voru þeir báðir meðal þátttakenda í Niirburg- ring. AJls hófu 23 bílar keppni, en aðeins 12 náðu í mark. Stew- axt tók strax forustuna í öðrum hrángnum, en í sama mund vaæð Idkx fyrir vélarbilun og missti etjórn á bílnum, sem þaut út af akstursbrautinni. Belgann sakaði þó ekki, en hann var þar með úr leik. Eftir það varð enginn til að ógna sigri Stewarts. Hann bætti bnautanmetið í tíu af tóif hring- ferðum, og seinni hluta keppn- iínmar var hann 40 sekúndum á urdam næsta keppinaut, Frakkan- urn Francios Cevert, sem fékk beztan brautartima. Brautin var 22,8 kan, og fór Frakkinn braut- Japanir töpuðu JAPANSKA landsiiðið, sem hing að kemur, fékk slæma útreið hjá Hull, og tapaði með firnm mörk- uan gegn engu. — Þá sigraði Aisenial Benfica í vináttuledk með 6:2, og Cardiff vann Schal'ke frá Vestur-Þýzkalandi 5:3. Þeir vlrðast vera á skotskónum Bret- amir, þó að vertíðin sé ekki enn bafin, og kannski er þetta merki um, að varnarleikurinm sé nú aft- ux á undanhaldi. ina á 7.20,1 miínútu og svarar það til 186,8 km hraða að meðaltali. Bætti hann brautarmetið um 23 sekundur. Stewart fór hringina 12 á 1.29.15,7. Svíinn Ronnie Pet- erson varð fimmti, sem nægði honum til tveggja stiga í keppn- imni um heimismeisfaratitilinn og var hann næstur á eftir Mario Andæetti. Graham Hill, fyrrum heimsmeistari, varð að láta sér nægja 9. sætið, og helzta von Vestur-Þjóðverja, Rolf Stommel- en, varð tíundi. Stewart hefur þar með hlotið alls 51 stig í keppninni um heims meistaratitiliinn á móti 19 stigum Idkx og 17 stigum Petersons. í gær hófst á Melavellinum keppni sú fyrir yngsta frjálsíþróttafólk okkar, sem kennd er við Andrés önd. Var mikil keppnisg]eði og áhugi rikjandi á Melavellinum að þessu sinni, enda til mikils að vinna — keppnisferðalag til Noregs. Keppnin heldur áfram i dag. 1011 þátttakendur á 10. EM Ótrúlegar framfarir frá leikunum í Turln 1934 SAMTALS eru 1011 þátttakend- ur skráðir til keppni á Evrópu- meistaramótinu í frjálsum íþrótt um, sem fram fer á Olympiuleik vanginum í Helsinki 10,—15. ág- úst n.k. Þessi tala á þó vafalaust efitir að lækka, þvi að ýmsar þjóðir hafa tilkynint þátttakendur í von um að þedr nái ilágmarksaf rekum, sem tilskilin eru fyrir þátttöku í EM. Þannig hafa gest- gjafatmir Finrnar tilkynnt uxn 55 keppendur til þátttöku, en aðeins 44 hafa náð tilskildum árangri. V-Þýzkai. verður vænt- anlega með stærsta keppendahóp inn — 63 karla og 33 konur — samtals 96 þátttakendur. Hins vegar er gert ráð fyrir að A- Þjóðverjar komi til Finniands með stærsta fiokkinn, eða sam- tals 123 menn, en þá eru farar- stjórar og þj álfarair meðtaOdir. íslendingar senda sem kunnugt er þrjá keppendur, og verða þó ekki mannfæstir, þvi að Gibralt- ár, Luxemborg og Lichtanistein senda einn keppenda hvert land. Það er ekki á allra vitorði, að þegar Evrópumeistaramótið hefst nú i Helsinki, geta menn um ieið fagnað fyrsta merkis- afmæli þeæisara leikja. Með leák- unum, sem haldniir voru í Turin 1934, er þetta i tíunda sinin, sem Evrópumeistaramátið er haldið. Einhverjir kunna að undrast, að það var ekki fyrr en 1934 að Evr- ópuþjóðunum tókst að sameinast um meistaramót í frjálsum íþráttum, þrátt fyrir að þessi íþrótt sé hin elzta og ein vinsæl- aista á íþróttasviðinu og hafi jafin «n skipað heiðurssesis á Oiym- piuleikunum — til foma sem nú á dögum. En ástæðan fyrir þess- um seinagangi var sú, að innan Alþjóða frjálsdþróttaisambands- inis fannst engin evrópsk þjóð með áræði til að hrinda þessum leikjum í framkvæmd. Það er athyglisvert, að ímm- kvæðið kom frá Ungverjum, þó að manni virðist í fljótu þragði að ýmsum öðrum evrópskum frjáls- íþróttaþjóðum hafi staðið það nær. Hvað eftir annað á öðrum tug aldarinnar hömruðu Ungverj ar jámið á fundum Aiþjóða frjálsiþróttaisambandsins en iiffla gekk að fá það til að hitna í þeim herbúðum. Það var loks á fundi AJþjóðaisambandsins í Los Angeles 1932, í sambandi við Olympíuleikana þar, að uindiir- tektir urðu jákvæðar. Á fram- haldsfundi í Berlin samþykkti sambandið að koma á fót sér- sfcakri Evrópumefnd — nú Evr- ópusamband — og ákveðið var að halda fyrsta Evrópumótið í Turin á ítaliu 1934. Englending- ar voru þó ekki meðail þátttak- enda á þessu móti, þar sem h eimsveldish ugs j ónin var enn við lýði i þá daga og þeir iitu of stórt á sig til þátttöku í þetssu móti. Hinis vegar voru þeir með, er mótið var haldið öðru sinni árið 1938 í París. Fyrsta EvrópumeÍBtaramótlið fór fram á Musohni-leikvangin- um i Turin 7.-9. september. Keppt va.r i samtals 20 grein- um og tM þátttöku voru skráðir 352 einstakiingar. Flestir voru keppendur í 5 þús. km hlaupi eða 27, en fæstir i 50 km gömgu Framhald á bls. 16. Tvö knattspyrnuhneyksli V-I>ýzkaland: Svíþjóð: TVEIR leikmenn og knatt- spymuleiðtogi hafa nýlega verið dæmdir í Frankfurt frá ævilangri keppni og afskipt- nm af knatspymu. Hefur á þá sannazt, að þcir þáðu mútur fyrir að hagræða úrslitum leikja. Er þetta mesta hneyksl ismál, sem upp hefur komið í Vestur-Þýzkalandi, fyrr og síðar. Vestur-þýzk blöð fullyxða þó, að ekki séu öll kuri komin til grafar enn, og málið eigi eftir að verða víðtækara áður en yfir líkur. Þannig velta menn því fyrir sér í Þýzkalandi, hvort ekki sé eithvað bogið við það, er liðið Armenia frá Bielefeld, sem barðist fyrir tilveru sinni, sigraði Hertha frá Berlín, sem verið hefur eftirlæti knatt- spymuunnenda vegna sigur- göngu sinnar, 1:0, á mjög svo tilviljunarkenndu marki. V- þýzk blöð krefjast þess nú, að þessi óvænti sigur verði skoð- aður í nýju ljósi, og hvaða hlutvei4k Rot Weiss frá Ober- hausen kann að hafa leikið í aðdraganda þess sigurs, en það félag hafði mikilla hags- muna að gæta varðandi úrslit leiksins. Sagt er, að forustumenn Armenia séu með hjartað í buxunum um þessar mundir, og forustumennirnir í Ober- hausen ramhi á barmi tauga- áfalls vegna þessara krafa blaðanna. Manna á meðal má heyra töluna 75 þúsund mörk (rétt um 2 millj. ísl. kr.) nefnda, og móttakandi þeirra er sagð- ur Tasso Wild frá Hertha, einn þremen ninganna, sem sagt var frá hér að ofan, að hefði fengið ævilangt bann írá knattspymuafskiptum. —■ Sannanir eru sagðar fyrir því, að Wild hafi fengið þessa upp hæð greidda, en ekki liggur Ijóst fyrir hver greiðandinn var. Vestur-þýzka knattspymu- sambandið hefur dregizt inn í þetta mál og sætir þungum ákærum. Er því haldið fram, að ieiðtogar innan sambands- ins hafi vitað eitthvað um þessar mútur en iokað fyrir þeim augunum. Krafizt er frekari rannsóknar á þessu máli, og geta þær haft hinar alvariegustu afleiðingar fyrir íélögin, sem hér hafa verið nefnd á undan, svo að ekkj sé talað um leiðandi menn knatt spyrnusambandsins, þótt að- einis helmingurinn af sögu- sögniunum reynidist eiga sér stoð í veruleikanum. SÉRKENNILEGT knatt- spymuhneyksli er upprisið i Svíþjóð iim þessar mundir. Kemur það i kjölfar uppsagn- ar Janne Holmbergs, þjálfara Halmstads BK, sem er í efsta sæti 2. deildarinnar í Suður- Gautlandi, en þetta félag hef- ur átt mikilli vclgengni að fagna upp á síðkastið. Svo er mál með vexti, eð HBK, eins og félagsnafnið er skammstafað, fór í ferðalag til ísraels, og fyrir ferðina var tilkynnt, að liðið mundi leika þar einn til tvo leiki. Litlu sið ar barst skeyti frá einum leið toga fél., um að HBK hefði sigrað Winngate i fsnael með 3:1, og þeirra leikmanna get- ið, er mörkin skoruðu. Mikill fögnuður var í Halmstad, er helzta biaðið þar um slóðir birti frétt af sigrinum. Blaðran spraklk skömimu eft ir að liðið kom heim. Ágrein- inigur kom upp milli þjálfar- ans og leiðtoga félagsins, sem lyktaði með -uppsögn þjálfar- ans. Hanrn leysti frá skjóð- unni: Halmistad hafði elkki leikið einn einasta leik i ísrael, enda slíkt aldrei fyrir- hugað. Förin tU ísraels átti einungis að vera hvíldarferð. Aðspurðir um hið sanna í þessu máli svara leikmenn liðsins því einu til, að þeir viti ekkert og forusta félagsins verði að svara. Hún svarar hins vegar engu. Málið er nú komið til sænska knattspyrnusambands- inis, sem fær sérstætt mál til afgreiðslu. Halmstad hafði ekkert leyfi til að leika á er- iendri grund, en um slíkt verð ur að sækja til knattspymu- samibandsins. En nú var sem sagt enginn leikur í raun, held ur einungis uppspunninn leik- ur. Hvað þá? í Svíþjóð biða menn svars við þessari spum- ingu með eftirvæntingu, svo og dómis í þessu sérstæða máli. í Halmstad ganga áhangend ur liðsins niðurlútir meðan áhangendur Halmia, hins fé- lagsins í Halmistad, skemmta sér kor.unglega. Eitt Is- landsmet ÁGÆTUR árangur náðist í nokkruni greinum á Fimmtu- dagsmótinu i gærkvöldi á Mela- vellinum og eitt Islandsmet var sett. Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK, hljóp 1000 m á 3:20,4, en iirmur varð Lilja Guðmundsdótt- ir, ÍR, hljóp á 3:23,1. Lilja átti eldra metið, 3:28,5. Valbjörn Þorláksson sigraði í 110 m grindahlaupi, hljóp á 14,8 við löiglegar aðstæður og er það bezti árangur hérlendis í ár. Borgþór Magnússon, KR, setti nýtt unglingamet, 15,0. 1 kringlu- kasti kastaði Erlendur Valdi- marsson 54,74 og í kringlukasti sveina kastaði Óskar Jakobsson, IR, 56,02. 1 kúluvarpi sigraði Hreinn Halldórsson, HSS, kast- aði 15,42, en Óskar aftur i kúlu- varpi sveina, kastaði 16,51. Ágúst Ásgeirsson hljóp 800 m á 2:02,5 og Bjarni Stefánsson hljóp 200 m á 22,9 í mótvindi. Hand- bolti — úrslit í gaer ÍR SIGRAÐI Gróttu 30:16 (16-6) í fyrsta leik ísiandismótsdns i úti- handknattleik, sem fram fer á Austurbæjaribarnaskiólalóðinnii, í fremiur í ój'öfnum leiik. Haiulkar unnu Val 24:17 (9:9) í jöfnum leilk framan af, en Ilauk ar sýndu yfirburöi í lökiin er þeir breyttu stöðunni 17:17 í 24: 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.