Morgunblaðið - 22.08.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1971 14 Fararstjórar Útsýnar á Costa del Sol voru allir á íslendinga- kvöldinu: F. v. Örnóifur Árnason, Ingólfur Guðbrandsson for- stjóri, María Anna Kristjánsdóttir, Jón Gunnar Ottósson og Oitó Jónsson. ÞAÐ var glatt á hjalla hjá íslenzkum ferðamönnunum á Costa del Sol s.L mánudags- kvöld, þegar rösklega 200 manns úr ferðahóp Útsýnar auk nokkurra erlendra gesta komu saman á Hótel Las Piramidas á fyrsta íslend- ingamótið, sem haldið er á Soáni. Gunndóra Viggósdóttir var kjörin ungfrú Barbarella á stærsta skemmtistað Spánar, en stúlkur frá 14 þjóðum tóku þátt í keppninni. Á þessari hátíð var spæ-nsk svínasteik eklk i í hávegum höfð eða neinir spænskir sér- réttir, heldur hangikjöt og brennivín. Þótti skem-mitunin takast með miklum ágætum, en henmi stýrði Ingólfur Guð- brandsson forstjóri Útsýnar. Þá skemimti Karl Einarsson gamanleikari með frásögnum og eftirhermum og hljóm- sveitin Logar frá Vestmanna- eyjum lék fyrir dansi og var mikið sungið á ýmsum tungumálum og dansinn stig- inn af þrótti fram eftir nóttu. Logar fóru til Spánar fyrir skömmu til þess að leika á vegum Útsýnar og hefur hljómsveitin likað það vel að henni hefur boðizt að spila á þekktum skemantistöðum. Nú í vikunni spiluðu Logar á stærsta dansstað Spánar, Bar- barella í Torremolinos og hef- ur þeim nú verið boðimn samningur þar í september, en þangað til leika þeir á ýmsum skemmtistöðum á Costa del Sol. Meðal annars léku þeir á sumarhátíð í borg- inni Coin s.l. laugardag og sunmudag við mi'kinn fögnuð og þess má geta að sjálfur borgarstjórinn söng með þeim hástöfum. Annars má geta þess að það voru Logar sem slógu á sínum tíma upp balli í Klaufinni við Stórhöfða í Eyjum þar sem Eyjaskeggjar Hljómsveitin Logar Ieikur um þessar mundirá Spáni við góðar undirtektir og hefur hljóm- synda á góðviðrisdögum og sveitinni boðizt að spila á mörgum stöðum. þá auglýstu Logar a!ð þeir miyndu leika fyrir dansi í Kosta del Klaufinm. Blaðaljósmyndarar og starfs lið frá spænska sjónvarpinu voru viðstödd íislendimga- kvöldið í Hotel Laa Pixa- midas á mánudaginn og tóku viðtöl og myndir fyrir þátt, sem birtast mun í spænska sjónvarpinu einhvern næstu daga. Um þessar mundir dveljast um 300 íslendingar á vegum Útsýnar á Costa del Sol, en þangað er flogið einu sinni í viku með þotu Flugfélags- ins og verður svo út október. Fyrir skömrnu sigraði ís- lenzk stúlka úr Útsýnarhóp í fegurðarsamikeppni á fyrr- greindum skemmtistað, Bar- barellu, en hún var í hópi stúlkna frá 14 þjóðum, sem þátt tóku í þessari keppni. Stúlkan heitir Gunndóra Viggósdóttir og er 21 árs gömul hárgreiðslustúlka úr Reykj avík. íslenzkir ferðalangar dóla á ströndinni, f. v. Rannveig Ólafs- dóttir, Árni Magnússon og Ilrafnhildur Skúladóttir. Þótt sumarið á íslandi hafi verið með eindæmum gott, hefur þátttaka í hópferðum Útsýnar aldrei verið líkt því eins mikil og í sumar. Vin- sælasti staðurinn á vegum Út- sýnar er Costa del Sol, en þar munu um 300 fslendingar dveljast að staðaldri fram í októberlok, en þetta er þriðja sumarið, sem Útsýn heldur uppi samfelldu leiguflugi beínt frá Reykjavík til Mal- aga. í þessmn háhýsum eru íbúðir sem Útsýnarfarþegar búa í, en á milli húsanna sér niður á ströndina, sem er skammt frá. Ingólfur Guðbrandsson for- stjóri sagði að það færi vax- andi að viðskiptavinir skrif- stofunnar byggju í ífoúðum á Costa del Sol og um þessar mundir dveljast um tveir þriðju hlutar íslendinganna í slíku húsnæði í bæjunum Torremolinos og Fuengirola skammt suðvestan við Mal- aga. Af þrótti var dansinn stiginn — á íslendingamóti á Costa del Sol — Hljóm* sveitin Logar frá Vestmannaeyjum leikur — viö góðan orðstír á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.