Morgunblaðið - 22.08.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.1971, Blaðsíða 32
JWtJrðM«WaWÍ> nuEifsinGOR gU-*22480 JMircgtinMfifrifr SUNNUDAGUR 22. AGUST 1971 / (\( •í, ESIÐ /§J ' i inciEcn Ný skráning - stofngengi óbreytt Einstakar myntir á markaðsgengi NÚ er vitað, að flestir gjald- eyrismarkaðir verða opnaðir að nýju að morgni mánudags 23. þ.m., segir í frétt frá Seðlabanka Islands. Hefur því bankastjórn Seðlabankans, að fengnu sam- þykki rikisstjórnarinnar, ákveð- Ið að taka að nýju upp skrán- Ingu erlends gjaldeyris þann dag. Verður stofngengi ísienzku krónunnar óbreytt, en gengi ein- stakra mynta skráð í samræmi við markaðsgengi erlendis. Gert er ráð fyrir því, að skrán Ing hefjist um eða eftir hádegi, og mun fyrsta skráning gilda til afreiknings á þeim gjaldeyris- viðskiptum, sem átt hafa sér stað á meðan skráning var felld niður. Grímseyingar taka land á Húsavík Húsavík, 21. ágúst. UM 2/3 íbúa Grímseyjar stigu á land á Húsavík í morgun um það leyti, er bæjarbúar voru að rísa úr rekkju. Þeir eru ekki í för að fornum sið og hyggja á land- nám, heldur fara með friði, eru Æ Kassagerðin; og á morgun. Þó að Grímsey sé að mestu gróðri vaxin, ber lyng þar ekki ber, svo að vonandi verð ur eyjarbúum vel til berjafamga hér í landi. Þessa víkinga vora í norðrinu bjóða Húsvíkingar hjart anlega velkomna. — Fréttaritari. Umferðarslys UNGUR maður varð fyrir bif- reið á Suðurgötu, Skammt fyrir sunnan Flugvaliarveginn, um þrjú leytið í fyrrinótt. Var hann þar á gangi eftir götunni, dökk- klæddur og varð fyrir bifreið sem var á leið út í Skerjafjörð. Hlaut maðurinn opið beinbrot á fæti en mun ekki hafa meiðzt að öðru leyti. Gestir í Árbæjarsafni hafa hitt þar fyrir þessar elskulegu ungii starfsstúlkur í þjóðbiiningunum Sínum. i*ær eru: Júlía Hannam, Elísabeth Hannam og Hanna Dóra Birgisdóttir. Langamma þeirra Júlíu og Elísabeta.r var Margrét Pétursdóttir í Árbæ. Aðsókn hef- ur verið mjög góð og jöfn í sumar, en sumarstarfseminni lýkur 15. september. — Ljósm. Kr. Ben. Útlit fyrir góðan um- búðamarkað í Englandi TJtflutningurinn orðinn 20 millj. KASSAGEBÐ Keykjavíkur hef- ur það sem af er árinu flutt út fiskumbúðir fyrir 20 milljónir króna, að sögn Agnars Kristjáns- sonar, forstjóra. Gera forráða- enn fyrirtækisins sér góðar vonir um að útflutningurinn eigi enn eftir að vaxa verulega. V erkalýösf élögin: U ppsagnir um mánaðamótin SVO til öll verkalýðsfélög á Is- landi mnnu vera með lausa samninga um næstu mánaðamót, og segja þá upp gildandi samn- ingum um laun og kjör. Aðelns örfá félög verða enn með bundna samninga um mánaðamótin, að sögn Björns Jónssonar, for- manns Alþýðusambands Islands. Nokkur verkalýðsfélög — eink- um iðnaðarmarmafélögin — gerðu ráð fyrir því í síðustu samningum sánum, að samninga- viðræður hæfust þremur mán- uðum áður en til uppsagnar samniinga kæmi. Hafa siikar við- ræður farið fram, að sögn Bjöms Jónssonar, en ákveðin prósentuhækkun á kaupi hefur þó ekki verið rædd ennþá, held- ur ýmis kjaraatriði, svo sem stytting vinnutímans o. fl. Varðandi almennu verkalýðs- félögin sagði Bjöm að tii athug- unar væri hjá miðstjóm ASl hvernig staðið skyldi að næstu samningum, en að því væri stefnt að sameiginleg samninga- nefnd yrði íyrir öil verkalýðs- félögin, og þau reyndu því að samræma kröfur sínar í launa- og kjaramáium. Kassagerðin hefur aðalilega flutt út umbúðir til Noregs, Fær- eyja og Grænlands, svo og litil- lega ti'l Belgiu. Einkum eru þetta fiskblokkaöskjur til Noregs, en einnig nokkuð af bylgjukössum til Færeyja og Grænlands. Nú er hins vegar útilit fyrir að talsverður markaður sé að opnast á Bretlandi. Eru þegar famar þangað tvær sendingar til tveggja framleiðenda, en sex fyrirspumir hafa að auki borizt frá jafnmörgum aðilum í Eng- landi og einum í Hjaltlandi. Þá hafa fyrirspurnir einnig borizt frá Sviþjóð og frá Frakklandi. Agnar sagði, að af þessum ástæðum væru þeir í Kassagerð- inni talsvert bjartsýnir á að í framtíðinni ætti útfhitningur á pappaumbúðum eftir að verða enn veigameiri þáttur í starf- semi fyrirtækisins en nú væri. Ekki kvaðst hann vilja áætla hversu mikill útflutningur yrði á þessu ári að verðmæti, en gat þess að á síðasta ári hefði hann numið samtals 31 miltjón og I kvaðst vonast eftir nokkurri I aukningu á þessu ári. í eltingaleik viö ökuþór; Stökk frá bíl sínum og kærði þjófnað á honum LÖGBEGLAN lenti í talsverðum eltingaleik við bíræfinn ökuþór á götum Beykjavíkur í fyrrinótt. Urðu lögreglumenn varir við bif- reið, sem ekið var á um 100 km För utanríkisráðherra: Lítil blaðaskrif í Þýzkalandi BLÖÐ í V-Þýzkalandi minntust aðeins örfáum orðum á heim- sókn Einars Ágústssonar utan- ríkisráðherra þangað í gær og viðræður hans við þýzka ráða- menn. Blaðið Frankfurt Allge- meiner birtir örstutta frétta- klausu inni í blaði, þar sem það segir frá komu ráðherrans og við hverja hann ræddi. Die Welt afgreiðir málið á sama hátt og v-þýzka sjónvarpið skýrði frá heimsókninni með einni setningu. Mbl. hefur það eftir aðilum í V-Þýzkalandi að heiimsókn ráðherrans hafi komið á óheppiisgum tíma, vegna þess að allt snúist nú um efnahags- málin og efnahagsráðstafanir Nixons og hafi gert írá því að Nixon flutti ræðuna sl. sunnu- dag. hraða eftir götum borgarinnar, og veittu henni eftirför. Barst leikurinn víða um borgina, en þegar kom á Kleppsveginn gerði ökuþórinn sér lítið fyrir, stöðv- aði bifreiðina og tók til fótanna. Lögreglumennirnir stóðu því eft ir með mannlausa bifreið á miðri götu en engan ökumann. Úr þessu rættiist þó fljótlega, þvi að sfcömmu síðar var hringt til lögtreglumnar, og þjófnaður á biifreiðinni kærður. Laigamna verð ir könnuðust hins vegar við til- kynnanda þjófnaðarins, og vissu að hann hafði — ekki einu sinni eða tvisvar — heldur mörgum sinnum gerzt sekur um kapp- akstur á götum borgarimnar og var fyrir löngu búinin að rnistsa réttindin. Lögðu þeir saman tvo og tvo, og fengu út að ökuþór- inn og tilkynnandi þjófnaðarins væri einm og sami maðurinn. Við nánari eftirgrennslan reyndist vera svo, sem lögregluna grun aði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.