Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 16
16 MQRGUNBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1971 JllfttgllttMftMfe Útgsfandi hf. Árvakur, Rsykjavík. Framkvaamdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilttjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritetjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Krietinsson. Ritetjórn og afgroiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. UMMÆLI MANSFIELDS au ummæli Mike Mans- fields, foringja demókrata í öldungadeild Bandaríkja- þings, að krafa íslenzku ríkisstjórnarinnar um brott- flutning vamarliðsins veikti stöðu NATÓ á Norður-At- lantshafi, hljóta að vekja sérstaka athygli. Mike Mans- field hefur barizt ötullega fyrir því, að Bandaríkj amenn kölluðu heim herlið sitt á meginlandi Evrópu, og hann hefur einnig barizt gegn stefnu Bandaríkjaforseta í Víetnam og lagt áherzlu á, að Bandaríkin hættu styrj- aldarátökum þar. Hann verð- ur ekki um það sakaður að vilja heyja kalt stríð, en hann fer ekki dult með áhyggjur sínar af því, að ísland kunni að verða gert vamarlaust. Mansfield leggur áherzlu á, að íslendingar eigi næsta leik, frumkvæðið eigi að koma frá þeim. Morgun- blaðið hefur stungið upp á því, að allir lýðræðisflokk- arnir, sem styðja Atlantshafs- bandalagið og aðild okkar að því, hafi samvinnu um stefn- una í vamarmálum. Á þann hátt mætti nokkuð bæta úr því tjóni, sem íslenzka ríkis- stjómin hefur valdið. Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, hefur sagt að viðbrögðin við ákvörðun ríkisstjómarinnar um brott- rekstur varnarliðsins hafi komið sér á óvart. Er það út Breytt rT'alsmenn stjórnarflokkanna virðast um þessar mund- ir mun bjartsýnni á að sjón- armið íslands í fiskveiðilög- sögumálinu muni njóta stuðn ings á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem fyrirhugað er að halda á ár- inu 1973, en þeir vom fyrir kosningar. í viðtali við Tím- ann sl. laugardag sagði Þór- arinn Þórarinsson, sem að undanförnu hefur. setið fundi undirbúningsnefndarinnar í Genf, m.a.: „Ég tel, að þessi fundur nefndarinnar hafi ver- ið okkur hagstæður á ýmsan hátt.... Segja má, að svo til einróma skilningur sé á algerri sérstöðu íslands, bæði vegna þess, að við emm háð- ari fiskveiðum en nokkur önn ur þjóð, og eins sé mun meiri ásókn útlendinga á okkar mið en flestra annarra þjóða.“ í sjónvarpsviðtali fyrir nokkr um dögum var Þórarinn Þór- arinsson jafnvel enn bjart- sýnni en í þessu viðtali við Tímann. Fyrir kosningar var Þórar- af fyrir sig meiri bamaskap- ur en ætti að þekkjast meðal æðstu ráðamanna. En ef það er svo, að stuðningsmenn At- Iantshafsbandalagsins í ríkis- stjóminni hafa enga grein gert sér fyrir þvi tjóni, sem þeir hafa valdið, ættu þeir nú að reyna að bæta fyrir það. Það er fullkominn tví- skinnungur að segjast í öðm orðinu styðja NATÓ, en breyta svo á þann veg, sem líklegastur er til að skaða þessi vamarsamtök lýðræðis- þjóðanna. Allar lýðræðisþjóðimar vilja að sjálfsögðu helzt vera lausar við hervæðingu og hemaðarútgjöld, en þær gera sér grein fyrir því, að mál- um er nú þannig háttað, að þær verða að hafa samtök sín á milli tll þess að bægja frá hinni geigvænlegu hættu af ásælni Rússa. En einhliða ákvörðun eins ríkis um að draga að sér hendina í þessu samstarfi hlýtur að veikja samtökin í heild. Það er ein- mitt þetta, sem kommúnist- ar hafa gert sór grein fyrir, og þess vegna hafa bæði ís- lenzkir og rússneskir komm- únistar fagnað ákaft yfirlýs- ingum ríkisstjórnarinnar. — Þeir hafa þegar nóð miklum árangri, hver sem framvind- an verður. Þó má enn bjarga miklu, ef lýðræðissinnar í rík isstjórninni og flokkar þeirra sýna nú manndóm. viðhorf inn Þórarinsson hins vegar á talsvert annarri skoðun um það, hvort horfur á hafrétt- arráðstefnunni væru vænleg- ar fyrir okkar málstað. Þá sagði hann m.a. í forystu- grein er hann skrifaði í Tím- ann: „Horfumar á ráðstefn- unni varðandi málstað Is- lands eru þvi engan veginn neitt sérstaklega álitlegar, þar sem við jafn öfluga and- stæðinga er að etja og Banda- ríkjamenn og Rússa, sem þeg ar hafa tryggt sér fylgi margra ríkja, er telja 12 mílna mörkin fullnægja sér.“ Mismunandi viðhorf ritstjóra Tímans til þessa máls fyrir og eftir kosningar eru ekki rifjuð upp til að hefja karp við stjómarblöðin um eitt eða annað varðandi það, sem sagt var um landhelgismálið fyr- ir kosningar, heldur til þess að vekja athygli á því, að nokkurra vikna stjómarseta og gleggri þekking á málum en áður, hefur valdið mjög snöggum skoðanaskiptum í ýmsum efnum hjá stjórnar- liðinu. Innansveitarkrónikaw á dönsku: Óguðleg kraftaverka- saga um kirkju, sem ekki vildi deyja, og eilíf a íslenzka bændur EIN af fyrstu bókunum, sem komu út á haustvertíð danska bókamarkaðarins í ár, var „Innansveitarkrónika“ Hall- dórs Laxness eða „Indensogns krönike“ eins og hún er nefnd í þýðingu Helg-a Jónssonar, en hann hafði samráð við höf- undinn um þýðinguna. Það er Gyldendal sem gefur „Ind- ensognskrönike“ út og var út- gáfudagurinn 20. ágúst. All- mikið hefur verið skrifað um bókina i dönsk blöð og fara glefstur lir nokkrum umsögn- um hér á eftir. Ole Storm skrifar í Politik- en undir yfirskriftinni „Kirkj- an sem vildi ekki deyja". Hann hefur umsögn sína á þessum orðum: „Eftir að Halldór Laxness hefur lokið við inngangskaflana um stað- hœtti og aðdragandann að sinni „Innansveitarkróniku", byrjar hann hina eiginlegu sögu á orðunum: „Einu sinni var maður, sem hét Ólafur Magnússon . . .“, og með þess- ari skirskotun til þjóðsagna og asvintýra, setur hann les- andann í vafa um hvort um sé að ræða raunverulega at- burði eða skáldskap. Frásögnin af þvi, hvernig Islendingar heyja meira en 800 ára baráttu um kirkju sína að Mosfelli, heimasveit Laxness norður af Reykjavík, ber þó sterkan blæ heimilda- skáldskapar. Höfundurinn skýrir frá því, að hann hafi keypt margar af hinum sögu- legu staðreyndum frá fólki, sem mundi eftir þeim, í einu tilfellinu frá konu, sem er ein af lykilpersónum sögunnar." Síðar segir Storm að Ólafur Magnússon og vinnukona hans og hjálparhella, Guðrún Jónsdóttir, séu sem persónur „íslendingasagnafólk, en þar sem átökin í Iselndingasögun- um birtast í sjálftekt og of- beldi, þá birtast þau í þessari nútíma Islendingasögu í orð- skeytum og óvægilegri skyn- semi.“ Ole Storm iýkur umsögn sinni þannig: „1 þessari litlu bók hefur Laxness ritað mik- ilvægt brot af íslenzkri menn- igarsögu, í eðli sínu heimilda- - -/j, *íí . ' It '.. - £ Halldór Laxness legt, en blásið lífi vits hans og háðs. Maður gleðst yfir frásögninni af þessari löngu ójöfnu togstreitu, milli vilja innansveitarfólks og yfir- valda.“ Torben Broström ritar í In- formation, og nefnist umsögn hans „Óguðleg kraftaverk". Hann segir að í þetta sinn hafi Laxness sent frá sér yf- irlætislitla bók, sem sé „svo um munar innansveitarleg, byggð á minningum rithöfund arins um einkennilegt og klikkað og venjulegt fólk, ásamt ýmiss konar skringi- legum innlendum heimildum. Samt sem áður hljóða loka- orðin á þá leið, að hér ljúki þessari kraftaverkabók, — en maður verður að leggja rétt- an skilning í þau: Þetta er saga um kirkju, sem kom og fór og kom aftur, með fjör- legri og þrjóskufullri hlut- deild sveitunga, sem ekki gátu unað þvi, að yfirvöld ákvörð- uðu örlög kirkju að þeim for- spurðum. Og það, jafnvel þótt manni finnist kristindómur þeirra ekki vera upp á marga fiska.“ 1 lok greinar sinnar segir Broström, að hinn marg- brotni frásagnarháttur sög- unnar, „frammískot, inn- skotsatriði, endurtekningar, séu liður í mjög útsmoginni skáldsöguuppbyggingu", en telur þó, að ýmsar kæruleysis legar athugasemdir höfundar dragi þó úr þeim áhrifum, sem unnt hefði verið að ná. Preben Meulengracht skrif- ar umsögn í Jyllands Posten sem nefnist „Eilífir islenzkir bændur“. Hann vitnar í orð Laxness og segir bókina vera ritstýrða sagnfræði. „En því næst er sagan goðsögn, og þar verða Danir og aðrir út- lendingar að byrja. Hér er í fyrsta lagi goðsögnin um Is- land, hið eilífa Island, sem Laxness hefur lýst frá mörg- um og ólíkum sjónarhornum, — og tekið þátt í að skapa, — á hinum umfangsmikla rit- höfundarferli sínum. Og í öðru lagi er þessi íslenzka goðsögn altæk, lífsskynjun, sem ekki er staðbundin, og birtist hér í næstum hugsjóna legri, smásærri alheims- mynd. Laxness skrifar fyrir al- þjóðlegan lesendahóp einnig þegar hann skrifar íslenzka sveitarsögu, og í þessu felst visst háð og viss snilld." Síðar í umsögn sinni seg- ir Meulengracht: „Það, sem er sérkennilegt við nýjustu bók Laxness, er, hversu af- slöppuð hún er. Megnið af því, sem Laxness hefur skrif- að, er uppgjör hans við hitt og þetta. Rithöfundaferill hans er I spennu milli skauta. Nokkuð bendir til þess að upp gjörinu sé lokið. Maður skynj- ar skáld, sem hefur séð allt, reynt allt og á nú eftir eins kónar Nirvana, algleymi, sem gefur frá sér lausan taum í háði, vingjarnlegu en botn- lausu háði, sem hæfir allt. En skáldskapnum er ekki lokið. Sérhver ný bók frá Laxness er stíltilraun. 1 þetta sinn skrifar hann með penna átthagaskálda og munnmæla- skrásetjara, og hann gerir það með næstum einfeldnis- legri snilld, og hún kemst reyndar frábærlega vel til skila í þýðingu Helga Jóns- sonar. Lesið þessa bók hægt og íhugult. Lesið hana tvisvar. Hún er verk meistara." Unnið að því að steypa Vesturlan dsveg og virðist verkið ganga mjög vel. — Ljósm. Herm. Steflánis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.