Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAfHÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1971 17 — en líka forvitnileg ndinn sem nú er. Við tökum þversnið upp gil og á íjallatoppa og lágiendi upp á fjallstoppa og hvert lag er athugað, segul- stefnan ákvörðuð og þylklktin mœld, helzt með tommustokk. Þannig rekjum við hvert lagið á tfœtur öðru. Síðan er þversnið ið teiknað upp og reynt að bera það saman við segulskiptasnið, sem hefur verið aldursgreint með ísótópum. Þannig er þetta nú unnið. Það er liðin tíð að hægt sé að fara eftir þjtóðveg- um og horfa upp í fjöllin með sjónauka til að átta sig á þeim. Nú þarf að þræða hvert jarðlag og mæla það. — Þú vinmur sem sagt að þessu á staðnum á sumrin, en Rann- sóknir á íslandi úr söfnuðu efni á vetrum í Ox- ford? — Já, ég safna sýnishornum og efnagreini þau síðan í Ox- flord og geri á þeim berg’fræði- legar athuganir. — Hvernig hefur Esjan myndazt ? — Hún hefur myndazt til skiptis af hraungosum á hlý- skeiðum og af móbergi, sem varð til á jlökulskeiðum. Þarna skiptast þvi á basaltlög eða hraunlagakaflar og móbergslög. Á jökulskeiðum hlóðust upp há- ir mióbergshrygigir við sprungu- gos undir jökli. Þeir hafa verið ekki ósvipaðir móbergshryggj- unum, sem eru á Reykjanesinu nú, eins og t.d. Sveifluhálsinum, Slíðan bráðnaði j’ökullinn og á hlýskeiðum runnu hraun úr gos sprungum og dyngju.m og fylltu dalina milli móbergshálsanna, kaflfærðu móbergsmyndanirnar og mynduðu siðan víðáttumikl- ar hraunsléttur eins og bezt má sjá í kolli Esjunnar. Þykkasta móbergsmyndunm, sem er um 400 metrar, ke.mur fram í Hrúta dal í Kjós og I Blikdal, sem gengur til austurs inn í Esjuna frá Hvalfirði. Móbergsifjöll koma einnig fyrir í eystri Kjós- ardölum, t.d. Svínadal. Og í bor holum í Mosfellssveit koma fram þykkar móbergsmyndanir, allt niður á 1100 metra dýpi. — Þegar í ljós kornu svona miklar móbergsmyndanir var auðsætt, að þær hlutu að hafa myndazt á ísöld. Segulskipta sniðin segja síðan til um hve- nær á ísaldarskeiðinu. Esj'an er öll mynduð á kvartier og megin- hluti hennar varð til á flyrri hluta Matuyama segulskeiðsins, eða á timabilinu frá 2,5—1 millj. ára. — Geturðu ekki bent okkur á eitthvað af þvií sem maður ætti að taka eftir, þegar ekinn er þjóðvegurinn framhjlá Esj- unni? — Jú, þar er af ýmsu að taka. f Kistufelliniu til dæmis má greina tvö móbergisfjöll með hallandi hraunlögum á milli. Sú hlið Kistuifellsins, sem snýr að Reykjavík er svona regluleg vegna misgengissprungu, sem liggur samsíða hliíðinni. Misgeng ið er greinilegt í hliðinni fyrir ofan Karl í Norður-Grafarlandi Jarðlögin sunnan misgengisins hafa sigið 110 metra niður. Svo er berghlaupið stóra fyr- ir ofan Mógilsá, sem mikið hef ur verið talað um. Síðan kem.ur Þverfellið, austan Esjubergs, sem blasir við Reyikvíkingum. Þverfellið er stórt innsfcot, sem befur brotizt skáhalit upp úr Kollafirðinuim. En þjóðvegurinn liggur einmitt í gegnum þetta innskot. Önnur stór innsfcot má sjá fyrir oifan Skrauthóla, þar sem innsfcotin ná upp í 600 metra hæð yfir sjó og einnig úti á Músarnesi á Kjalarnesi. Innsfcot eru í rauninni gaml- ar kvikuþrær og ur þeim toom hraun í eldgosunum. heldur Ingvar áfram útskýringuim sín- um. Þessar fcviikuþrær inni- héldu gífurlega mitoinn hita. Þær hituðu bergið næst sér og síðan vatnið og svo streymdi þetta heita vatn upp til yfir- borðsins og ummyndaði berg- ið, sem á leið þess varð eins og sést á ljósa litnum í berg- inu. Á Esjusvæðinu færðist eld virknin með tímanum frá vestri til austurs og yngjast því inn- skotslögin eftir því sem aust- ar dregur. — Þú segir að eldvirknin fær ist í austur. Hvar er austasta gosvirtknin? — Já, eða öllu heldur má segja að landið reki til vesturs. Gosbeltið er i rauninni alltaf á sama stað, á svæðinu þar sem Atlantshafshryggurinn fer í gegnum Island. Landið rekur síðan til austurs og vesturs frá þessu belti, þar sem megin upp- hleðsla landsins fer fram. Yngstu eldstöðvamar á Esju- svæðinu eru þvi í nágrenni Stardals. — Stendur þetta ef til vill í sambandi við segulmögnunina í Stardal, sem ®vo mikið var tal- að um fyrir tveimur árum? — Já, að vissu leyti. í ná- igrenni Stardals kemur fram megineldstöð. Bygging hennar er sýnileg vegna mikils roís, sem átt hefur sér stað eftir að eldstöðin kulnaði. Við athu.gan- ir mínar kom í lj'ós að í Star- dalseldstöðinni er hringlaga sig ketill, eða askja, um 5—6 km í þvermál. Utlinur öskjunnar liggja urn Þverárkotsháls að vestan, um neðri hlíðar Mó- skarðshnjúka að norðani, Skála- Ingvar Birgir Friðleifsson. fell og Múla austan við Stardal oig við rætur Grímmannsfells að sunnan. Þegar ég hafði kortlagt útltour öskjunnar fcom í ljós, að það var einmitt tonan þessar- ar öskju, sem mælingar Þor- björns Sigurgeirssonar höfðu sýnt óvenjulegt segulfrávik. Eft ir að þessi mikla segulmögnun hafði fcomið fram við mælingar Þorbjörns kom sú hugmynd fljótlega fram, að erlendis mundi fráivik sem þetta talið benda til járns í jörðu. Var þVí áfcveðið að bora og kanna nánar, hvað fráivifcinu ylli. Reyndar vantaði hitastigulshólu á þessu svæði, svo hægt var að slá tvær flugur í einu höggi. Boruð var 200 m dj'úp hola í miðju segulifráviiksins i Star- dal og voru kjarnaisýni úr hol- unni segulmæld. Kom i ljós, að á um 40 m dýpi kemur hraun- lagaspyrpa, sem er óvenjulega segulmögnuið. Hámarksgildi seg ulmögnunarinnar er allt að 30 sinnum hærra en í venjulegum blágrýtishraunum. Við efna- greiningar á sýnunum kom í ljós, að járntonihald í þessum hraunum er flremur hátt, en alls ekki óeðlilega hátt og er fjarri þVí að hafa hagnýtt gildi. Að þesisium athugunum unnu aðal- lega þeir Sigurður Steinþórsson og Leó Kristjánsson. Orsakir hins háa segulimagns í berginu eru einlkum eiginleikar steinteg- unda þeirra, sem járnið í berg- inu er bundið í. — Er éfcki óvenjulegt að þessi segulmögnun finnist á svo af- mörkuðu svæði? — Jú, en ástæðan fyrir þessu er mýndun og lögun ös'kj- unnar. Askjan myndaðist við að stórar spildur í bergigrunninum brotnuðu niður og hallar jarð- lögum innan öskjunnar að miðju hennar, Berglögin af- markast þvi mjög vel af útlín- um öskjunnar. Á jafn virku eldfjallasvæði og þetta var, streymdi mikið af heitu vatni upp eftir brotLínunum og heita vatnið umimyndaði bergið þar og þurrkaði út segulmögnunina. Þannig höfium við mjög segul- magnað berg inni í öskjunni, en utan um það hring af ummynd- uðu og lítt segulmögnuðu bergi. Hraunlögin innan öskjunnar hafa sömu segulstefnu og nú er, en hraunlögin næist íyrir utan Esjan: Lengst til vinstri má sjá Kistufellið, þá Grafardal, síðan Þverárkotsháls, Þverárdal, Mó- skarðshnúka, Svínaskarð og Skálafell. Bergeitillinn iengst til hægri á myndinni (útlínur teiknaðar), sem myndar Star- dalshnúk og Þríhnúka, er iikur djúpri undirskál að lögnn. Berg eitillinn er austan tii í öskj- unni, sem taiað er um í grein- inni. hafa öfuga segulsteínu. Þess vegna afmarfcast þetta segiulfrá- vik mjög greinilega. — Þegar askjan myndaðist var eldvirknin i hámarki og tróðust gangar og eitlar inn í öskjufyllinguna. Gangarnir eru flestir sammiðja keilugangar, og 'hallar þeim inn að miðju öskj- unnar. Keilugangana er bezt að skoða í gljúifri í Leirvogsá, þar sem leiðin liggur upp að Trölla- flossi. Stærsti bergeitillinn þarna myndar Stardalshnj'úlk og Þríhnjúika í Haukafjöllum og er fagurlega stuðlaður. Á brot- ltoum öskjunnar var mikil eld- virkni og sjást margir gostapp- ar, eins og t.d. Bláihnjútour í hLíð um Móskarðshnjúka. En Mó- Skarðshnjúkar eru liparítgúlar og sést aðfærsluæð þess veat- ara, Liparítgangurinn, norðan í skriðunum. Líparitgúlarnir hafa troðizt upp í gegnum basalt- hraunlögin og eru þess vegna yngri en þau. — Er hægt að nýta niðurstöð- ur rannsókna þinna á einhvem hátt við leit að heitu vatni? — Já, til þess er leiikurinn einmitt gerður. Það er verið að finna uppbyggingu svæðisins, halla og brotlinur. Við reynum að gera okkur grein fyrir þvl hverniig heita vatnið gæti ruinn- ið í þetta mikla forðabúr Reyk- vikinga af heitu vatni bæði á Norður-Reykjum og Syðri- Reykjum. Útbreiðsia jarðhitans í Mosfellssveitinni er alls ekki þekkt ennþá. En við vonum að könnun á jarðfræði svæðisins og athugun á borholunum með tilliti til yfirborðsjarðfræðinnar geti hjálpað til að afmarka út- breiðslu þessa jarðhitasvæðis. — E. Pá. Móskarðshnúkar frá vestri. Hægra ®iegin á myndinni sjást b asalthraunlögin, seni líparítið tróðst upp um. Vinstra niegip á myndinni sjást tvö skálarlaga berghlaup, seni eru í austasta hnúk Móskarðshnúka norðanve rðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.