Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 32
 IJOMA VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI 'iTT ingtittlrifafcUk FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1971 Stórhækkað íbúðaverð Eftirspurn eftir íbúðum mun meiri en framboð — Stórhækk- aðar útborganir — Rætt við nokkra fasteignasala EFTIRSPURN er albniklu mciri eftir íbúðarhúsnæði en framboð og hefur svo verið inn alllang- an tíma. Ibúðaverð fer hækk- andi jafnt og þétt og viðskipti hafa verið góð. Frá árinu 1966 og fram til 1970 hækkaði íbúða- verð á Stór-Reykjavíkursvæðinu lítið sem ekkert, og hækkxmin, sem orðið hefur frá áramótum og árið 1970 mun þvi að mestu vera vegna gengisbreyting-a, sem svo seint koma fram í íbúða- verðinu. Hækkim íbúðaverðs á siðastliðnu ári er um 20%. Fetta kom m.a. fram í viðtölum Mbl. við nokkra fasteignasala í gær, Utlendings leitað I GÆK stóð yfir á Siglufirði leit að 22 ára gömlum Frakka, sem ekkert hafði spurzt til síðan á mánudag. Hafði hann dvalizt á farfuglaheimilinu á Siglufirði um vikutíma. Ekki er vitað «n ferðir manins- ins á mánudag, en hann kom ekki á farfuglaheimitið þá um kvöldið og er hann var ókominn í gærmorgun var lögreglan látin vita. Var ekki annað að sjá en maðurinn hefði s'kilið ailan far- angur sinn eftir á farfuglaheim- iliniu, þar á meðal farmiða með Gullfossi þann 15. september. Leit hófst að manninum þegar í gærmorgun og undir kvöld í gær voru 40—50 manns að leita, en leitað var um fjöll og dali í nágrenni Sigluf jarðarkaupstað- ar svo og með ströndinni. Var leitað fram í myrkur en án ár- anigurs. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sdiglufirði er gert ráð fyrir að leit verði haldið áfram í dag. Valgarður Hafsteinsson Pilturinn sem fórst HÉR birtist mynd af piltinum, sem beið bana í umferðarslysi á Birkimel í fyrradag. Hann hét Valgarðuj- Hafsteinsson til heim- ilis að Grund, Seltjarnarnesi. — Valgarður heitinn var fæddur 6. júM 1955 og var því 16 ára, er hann lézt. Hann var sonur Haf- steins Eyjólfssonar og Gunnhild ar Rögnvaldsdóttur. er það Ieitaði frétta af ástandi og horfxxm á fasteignamarkaðin- um. Ragnar Tómasson í Fasteigna- þjónustunni sagði, að viðskipti hefðu verið mjög lífleg undan- farið og mikil hreyfing hafi ver- ið á markaðinum. Virðist vera sem áframhald sé á þessu. Ragn ar kvað íbúðaverð fara hækk- andi jafnt og þétt, en aðallhæikk- unin hafi þó verið fyrstu þrjá mánuði ársins. Mér sýnist — sagði Ragnar, að ibúðaverð á algengustu fjölbýlishúsaíbúðum hafi hækkað um allt að því 20% á einu ári og býst ég við því að það sé einnig liður í því að gamli bærinn er að verða fullbyggður, því að nokkur greinarskil eru á því, hvort íibúð er í gamla bæn- um eða nýjum íbúðahverfum. Ragnar sagði, að þegar hann ætti við gamla bæinn væru það hverfin vestan Elliðaáa og væru ystu mörk svæðisins Fossvogur, Smáibúðahverfið og Kleppsholt- ið. Allt, sem er vestan við þessi •hverfi eða í þeim væri 3við hærra í verði. Þó kvað hann íbúðaverð í Árbæjarhverfi og Breiðholti vera að breytast hverf unum í vil. Þeim mun austar, sem byggðin færðist í Árbæjar- hverfi, þeim mun hærra verði seljast ibúðir vestast x hverfinu. Jafnframt kvað Ragnar fólk nú farið að gera sér grein fyrir þvi að útsýnið í Breiðholtshverfi er mikils virði svo og veðursæld, sem ýmsum kíemi á óvart. Ragnar kvað eftirspurn hafa verið meiri en framboð um langan tíma og sér virtust engin þáttaskil vera að verða þar á. Hann sagðist hafa tekið eftir því að íbúðir, sem kæmu í sölu stæðu fremur stutt við, en þó kvað hann ekki vera gífur- legt ósamræmi milli framboðs og eftirspurnar. Hann kvað vart nokkurrar spákaupmennsku og greinilegt væri að menn byggj- ust við, að með hækkandi kaup- gjaldi, myndi kaupgetan aukast Framhald á bls. 21. Mun færra fé slátrað HAUSTSLÁTRUN sauðfjár hefst um miðjan mánuðinn og er gert ráð fyrir að allmiklu færra fé verði nú slátrað en í fyrra, en þá var alls slátrað 759 þús. fjár, þar af 694 þús. dilkum. Er Mbl. leitaði upplýsinga hjá Sveini Tryggvasyni fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins um það hve miklu yrði slátrað í haust sagði hann að engar tölur lægju fyrir um það enn því erfitt væri að fá það upp hjá bændum. En fyr- irsjáanlegt væri að talsvert færra fé yrði nú slátrað en í fyrra og kæmi þar mikið til hvað heyfengur varð yfirleitt góður í sumar. Hefði verið gizkað á að sláturfé yrði nú um 40 þús. færra en í fyrra — en það væri alger ágizkun. í fyrra var alls slátrað 759 þús. fjár, þar af 694 þús. dilkum. Arið 1969 var slátrað 830 þús., þar af 759 þús. dilkum og árið 1968 var slátrað 841 þús., þar af 780 þús. dilkum. Sveinn sagði að þrátt fyrir sí- minnkandi slátrun væri ekki hætta á öðru en nægilegt kjöt yrði á markaðnum hér unin kæmi niður á ingnum. — fækk- útflutn- Þessi mynd var tekin í vor, áður exi fé var rekið á fjall. Nú fara bændur að bxia sig í göngur, því réttir og sláturtíð fara í hönd. Nær þriðjungur þjóð- arinnar í skóla UM 28 þúsund börn munu verða í barnaskólum landsins í vetur og gera má ráð fyrir að um 29 þúsund nemendur stundi nám í framhalds- og sérskólum. Lætur því nærri að þriðjungur þjóðar- innar verði á skólabekk í vetur. Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar hjá Stefáni Ólafi Jóns- syni fulltrúa á Fræðslumálaskrif stofunni, að enn lægju ekki fy>rir fullnaðartölur um fjölda, nem- enda, en gera mætti ráð fyrir að hann yrði um 2% meiri en í fyrra. Samkvæmt þvi ættu börn í barnaskólum að verða um 28 þúsund að 6 ára börnum með- töldum. 1 framhalds- og sérskól- haldsskólastiginu er í mörgum tilvikum sami nemandinn skráð ur í tvo skóla, t.d. menntaskóla um voru í fyrra skráðir um 33.500 I og tónlistarskóla og er talið að nemendur og ættu því að verða svo sé með um 4500 nemendur. rúmlega 34 þúsund nú. Á fram I Framhald á bls. 21. Um 270 í haust- prófum í H.í. UM 270 háskólanemar eru nu í haustprófum í Háskóla íslands og eru 26 þeirra í lokaprófum. Haustpróf hófust 28. ágúst og standa til 15. september. Vopnaf jörður: 68 kindur fundnar dauðar í fönn Bændur óttast mikla f járskaða BÆNDUR í Vopnafirði hafa nú fundið 68 kindur dauðar í snjó og óttast þeir að það sé aðeins litill hluti þess, sem á eftir að finnast, þegar göngur hefjast. Fréttaritari Mbl. í Vopnafirði símaði í gær: 1 norðanveðrinu, sem gekk yfir landið 26. ágúst, dengdi nið- • töluvert miklum snjó, sér- staklega inn til heiða. Strax upp úr því fóru menn hér í Vopna- íirði að verða uggandi um að fé mundi haifa - farizt. Virðist þetta hald manna nú vera orðið að veruleika, þótt ekki sé enn vitað hversu fjárskaðarnir í heið unum hafa orðið miklir. Undanfarna daga hafa menn héðan verið á ferðum í heiðun- um og hugað að fé. 1 Tunguheiði, sem er austanvert í Vopnafirði hafa fundizt 16 kindur dauðar í snjó. 1 Haugsstaðaheiði hafa fundizt 28 kindur og í gærtoveldi komu menn úr Mælifellsheiði, sem liggur norðan Vopnafjarð- ar og höfðu þeir fundið 24 dauð- ar kindur, sem hrakið hafði í ár. Samtals hafa þeir fundið dauðar 68 kindur og þar af munu 20—30 vera frá einum bæ. Telja menn þetta aðeins litinn hluta af þvtí, sem fram muni koma, þegar göngur hefjaist. 1 fyrramálið mumu nokkrir bændur fara norður í svoiköll- uð Miðfjarðardrög, sem er sam- eiginlegur afréttur Miðfjarðar hér fyrir norðan og Vopnfirð- inga, en þar er talið að mest hætta sé á að fé fenni. Þetita verður því upphafið að göngum hér, þótt göngur eigi ekki að hefjast fyrr en 15.—20. sept. Á tveimur síðastliðnum árum hefur mikið færzt í vöxt að nemendur sæktu um leyfi til að fá að taka próf sín að hausti, frekar en um miðjan vetur eða vor. En sérstakt leyfi þarf til að fá að taka próf að hausti. Fékk Mbl. þær upplýsingar á skrif- stofu Háskóla íslands, að þeir nemendur, sem nú væru í próf- um, væru tvöfalt fleiri en í fyrrahaust, en þá hafði orðið mikil aufcning frá haustimu áðuir. Af þeim nemendum, sem mú eru í prófum eru um 70 í heim- spekideild, 60 úr þjóðfélagsfræði, 50 í lagadeild, 50 í verkfræðd- deild og um 40 í viðskiptafræðd- deild og 2 í guðfræðideild. í loka- prófum eru tveir úr guðfræði- deild, 9 úr lagadeild, 12 úr við- skiptafræðideild, tveix eru í BA prófum og einn að taka kandí- datspróf í íslenzkum fræðum. Kennsla í Háskóla íslands hófst 4. september í verkfræði- deild, læfenadeildim byrjar um miðjan mánuðinn en flestar aðr- ar deildir 1. október. Um 625 nýir nemendur létu skrá sig í háskól- amn í sumax og eir búizt við að nemendafjöldimn í skólanum vetrði um 2 þúsund í vetuir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.