Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1971 ® 22*0-22- RAUOARÁRSTÍG 31 -s^-25555 •^14444 mmm BILALEIGÁ HVERFISGÖTU 103 VW Seodtférfobifretö-VW 5 manna-VW jvefnvagn VW 9manna-Landfovðr /manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 BÍLALEÍCA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan S,'*udandsbraut 10. s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA Bilaleigan SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) * 0 Finnst í „Æskunni“ fyrir réttum sextíu ár- um. Mörg bréf hafa Velvakanda borizt vegna fyrirspurnar Sig. J. Gíslasonar um erindin, sem hefjast á orðunum „Nú svífur að mér svími“. Nú birtum við tvö seinustu bréfin um þetta. f fyrra bréfinu má lesa, hvar kvæðið er að finna á prenti, svo og minningargrein um höf- undinn, en i hinu síðara er það birt, eins og það kom frá hendi höfundar. Flosi Björnsson skrifar: Heiðraði Velvakandi! í Mbl 27. ágúst og 1. sept. er í Velvakandaþætti minnzt á erindin „Nú svífur að mér svími“ í tilefni af fyrirspurn, er áður hafði komið, en hvor- ugt svaranna að vísu full- nægjandi. Skal beiit á, að erindin eru birt í „Æskunni', XIII. árg. 1911, (bls. 46), ásamt minriing- argrein um höfundinn, Árna Gíslason, leturgrafara. Erindin eru þrjú og er Árni sagður hafa ort þau fyrir munn drukk- ins manns, er hann sá á gangi. Flosi Björnsson, Kvískerjum." f „Andvarp hins atdraða drykkjumanns“ Finnur Sigmundsson hefur verið svo vinsamlegur að senda VelvakAnda ljósrit af margum- ræddu kvæði, eigin handriti höfundar, eins og það er í Landsbókasafni. Kvæðið er skrifað skýr-ri og fallegri rithendi, eins og leturgrafara sómir. Verður nú ekki lengur deilt um það, hvernig kvæðið hljóðar, en það er svona (fyr- sögn kvæðisins er eftir höfund- inn): 1. Nú svífur að mér svimi og sveifla tekur mér, og ellihvítu hrími mitt höfuð þakið er, og hulinn hættu-tími á harmaleið mig ber; dimmt er líf og döpiw stund. En börnin, bljúg í lund, þau benda á, hvar ég stend. Já, hvar ég stend! En hver veit, hvar ég stend? Ég held ég standi á grænni grund, en Guð veit, hvar ég stend! 2. Ég stend í þungum straumi, og stormar hrista mig, og allt í djúpum draumi er dulið k-ringum mig; og gleymsku sokkin glaumi fær glapið heimur mig; og fram með hrolli hrökklast ég, en veröld voðleg, hún veit ei, hvar ég stend. En tæpt ég stend, á tæpum stíg ég stend, ég get ei sjátfur greitt minn veg. En Guð véit, hvar ég stend. 3. Við þrautir þó ég striði og þungan kvaladraum, og sárin djúpu svíði og svelli heims í glaum, og lúinn fram ég líði i lífsips fleygisbraum, unz upp að dimmri dauðaströnd mín veik sér varpar önd, ég vona, bíð og stend, og svo ég stend, mig styður svo ég stend þín góða, styrka gæzkuhönd, ó, Guð minn! svo ég stend. Árni Gíslason. 0 „Minni sjómanna“ eftir Guðmund Guðmunds- son Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli skrifar: „Kirkjubóli, Önundarfirði, 4. september 1971. í dálkum þinum 3. þ.m. er Bjak á ísafirði að spyrjast fyr- ir um vísu, er byrjar svo: „Heill sé þér fullhuga, framgjarna lið“. Þetta mun vera Minni sjó- manna eftir Guðmund Guð- mundsson. I>að byrjar raunar svona: „Heill sé þér, framgjarna, frjálshuga lið“. Kvæðið er á bls. 73 og 74 í III. bindi i ijóðasafni Guðmund ar, Auk þess er það prentað í íslenzkri söngbók. í 4. útgáfu hennar, sem út kom 1921, er kvæðið nr. 117, bls. 84. Kvæðið er þrjú erindi. Ég hef séð tvo lagboða við þetta kvæði: „Sólin ei hverfur né sígur í kaf“ og „Lýsir af eyju“. Ekki veit ég nema í bæði skiptin sé þó átt við sama lag- ið, norskt þjóðlag. Þið birtið niðurlag erindisins svona: „Aldrei þú biðja munt grátandi um grið: Græði bláa“. Þarna er rangt með farið. Það á enginn tvídepill að vera í þessu, og græðir held ég megi vera með litlum staf. Græðir er sama og Ægir, Víðir, Ver og Hlér og táknar einfaldlega sjó- inn, hvort sem menn vilja hafa það með upphafsstaf eða ekki. Skáldið segir blátt áfJ'am, að íslenzkir sjómenn muni aldrei biðja sjóinn grátandi um grið. Halldór Kristjánsson.“ Nú, græðir var þó altjent með litlum staf í fyrirsögninni, og þar kom þessi merking setningarinnar líka vel í Ijós. Q Konungskomukvæðíð 1907 Velvakanda hefu.r borizt fjöldinn allur af bréfum með gamankvæðinu frá konungs- komunni 1907, og þakkar Vel- vakandi bréfriturunum öllum kærlega fyrir. Sumir senda slitur úr kvæðinu, en aðrir allt upp í þrettán erindi. Samtals sýnast þau ekki ve.ra færri en fimmtán. Talsvert verk er að lesa bréfin saman og fá út heillega útgáfu, en bráðlega verður gerður reki að því og kvæðið birt hér. Fólk hefur greinilega mikla unun af því að rifja upp vísur og kvæði með aðstoð bréfritara Velvakanda, og sjálfur hefur hann gaman af því að geta orð- ið fólki að liði í þessum efnum. „Kvískerjum, 4. sept. 1971. TIL ALLRA ATTA NEW YORK Alla daga REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga GLASGOW Rmmtudaga LONDON Rmmtudaga LUXEMBOURG Alladaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga L0FTLEIDIR IID lli; SKODID OKKAK SII! Fullkomnustu efni og tæki fyrir aukið hreinlæti við matvælaiðnað. Myndin sýnir Eric Bell frá Diversey, Halldór Gíslason, efnaverk- fræðing, og Frank Cassata. Aðalumboð á íslandi: KÍSILL — Lækjargötu 6 B — sími 1 59 60.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.