Morgunblaðið - 16.09.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.09.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ,. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1971 15 Níræd: Guðrún Sveinsdóttir Hvammstanga Gamlar endurminnlngar H. Tr. um símstöðina þar o.fl. ÞAÐ rifjuðust upp fyrir mér margar góðar æskumínningar, þegar ég sá þess getið nýlega í Morgunblaðinu, að Messuð Guð- rún Sveinsdóttir frá Hvamms- tanga væ-ri orðin níræð, — ekkja Þórðar Sæmundasonar, fyrslta símstöðvarstjóra á Hvamms- tanga, og móðir Debóru Þórðar- dóttur, stöðvarstjóra þar í mörg ár, allt fram á árið 1970. Þjón- ustutími þeirra var samtals 52 ár. Þessar minningar mínar voru sem sagt tengdar símanum og kynningu við þessa mætu fjöl- skyldu á uppvaxtarárum mínum. Einn síðsumaffdag 1917 þótti mér óvenjulega hátíðlegt að horfa úr brekkum Vatnsnesfjalls, þar sem ég var að reika um, daginn sem þessi vaxandi staður — og stóri staður, í mínum augum — var að komast í símasamband við um heiminn. Nú þurfti ekki lengur' að fara austur að Lækjamóti í Víðadal til að síma, eins og mamma gerði þegar pabbi var fy<rir sunnan á sumarþingum. Mér fannst Hvammstangi þennan dag vera unglingur með útþráL, sem langaði til að komast í kynni við ; marga fjarlæga staði, rétt eins og mig langaði sjálfan. Þórður Sæmundsson skósmiður á Hvammstanga var upprunninn í Bsejarhreppi í Hrútafirði vest- anverðum. Guðrún var fædd á Svarfhóli í Borgarfírði, missti föður sinn ung og ólst upp í Staf holti. Ingibjörg amma hennar i föðurætt mun hafa verið föður systir Þuríðar á Svarfhóli. Þórðu.r og Guðrún voru komin fyrir nokkrum árum frá ísafirði til Hvammstanga, þegar síminn var lagður þangað. Man ég eftir, að faðir minn sagði: Við hæítum ekki við Þórð fyrr en hann lét tii leiðast. Hann getur samt haldið áfram að smíða skóna. Seinna hey.rðí ég hann hrósa happí yfir þvi með nokkuð íbyggnu öryggí, að hann knúði fast á Þérð að taka að sér þetta erilsama þjón ustustarf (og lágt launaða) í þágu almennings, enda yrðu menn stundum, ef þörfin kallaði, að vinna fleíri störf en þeir sækt ust eftir. Ekki er þó víst, að hann hafi grunað í fyrstu, að þessi fjöl skylda myndi stjóma og þjóna á þessarí vaxandi simstöð í meira en hálfa öld. Hitt e.r margreynt, að börn með ágæta eðliskosti for eldra, og uppeldi eftir því, ásamt fyrirmynd foreldranna um sam vízkusemi í starfi, alúð og lipurð við alla og auðsæja ást á skyldu sinni, —■ þau börn. verðu furðu fljótt ábyrg og þroskuð í starfi. Elzta dóttirín, Sig.i'íður, man vel eftír því, þegar hún átta ára var látín standa. uppi á stól til að svara og hringja, svona við og við, eins og pabbi og mamma gerðu, því að frú Guðrún tók iðu lega þátt í símagæzlunni, þegar með þurfti. Seinna fór Sigríður litla að setj ast í stólinn. Hún starfaði við stöðina til 18 ára aldiws. Eítir það lá leiðin til símstöðvanna til beggja handa, á Blönduósi og Borðeyri, síðan á ísafirði. Þar var daglegur vinnutími ærið langur í þá daga og mikið álag á síma- línum. Nákvæm regla var frá upphafi á öllu, sem viðkom hinni nýju símstöð á Hvammstanga, nema símatímanum, að þvi leyti, að beiðnum var einnig sinnt utan við lögmætan símatíma eins og hægt var. En það áleit fjölskyld an heyra undir aðra veglu, sem hún kappkostaði að fylgja, nefni lega að láta hjálp við símanotend ur ganga fyrir öllu. Þetta kom sér vei, miðað við þær lífsvenj- ur, sem fólk í héraðinu var vant við, og samgöngur þeirra tíma. Símaþægindin reyndust þvi miklu notalegri fyrhr það, hversu notalegt var að koma í þetta íbúð arhús, sem var svo mjög i ör- tröð, og mæta þar alúð allra, eldri og yngri og fúsleik til fyrir greiðslu. Hvammstangalínan var um skeið ekki sem bezt sett. í heild arkerfinu. Oft var hrósað dugn aði og heppni beggja hjónanna og telpnanna við að ná sam- bandi — og talið mest því að þakka, sem og rétt var, hvað þetta fólk kunni vel að sameina kurteisi og festu. Þórður lézt árið 1944, og komst stöðin þá í umsjá Debóru dóttur þeirra, sem hafði unnið við stöð ina síðan 1933. Hún va«- skipuð stöðvarstjóri ári síðar og gegndi Óskum að ráða skrifstofustúlku nú þegar til vélritunar- og símavörzlu. BREIÐHOLT h.f. Lágmúla 9. þvl starfi til 1970, eins og áður segir. Yngsta dóttirin, Þuríður, vann einnig talsvert við stöðina á ungl ingsárum. Sveinn, yngstur systk inanna tók einnig sinn þátt. — Þessi mjög svo menhtandi starfs skóli í höndum Þórðar og Guð- rúna.r hefur því verið liður í ágætu uppeldi allra fjögurra barnanna, og raunar líka Þórs sonar Sigríðar, en varð að ævi- starfi tveggja dætranna. Guðrún Sveinsdóttir, sem nú dvelur í Reykjavík hjá Sigriði dóttur sinni, þakkar Guði dag hvern fyrir miklu betri heilsu en hún hafði stundum fyrr á árum. Hún má gleðja sig við endurminn ingar um farsælt starf sitt og sinna. Vel er, þegar hinir hóg- væru fá að erfa landið. Með innilegri þökk og beztu óskum til hennar og allrar fjöl- skyldunnar lýk ég þessum fáu línum. Helgi Tryggvason. FÆST UM LAND ALLT Snyrti- ^ vörur fyrir ungu stúlkurnai uor\y| \\OR\Y 1 pWORNY jJ'cajitjj’ath í SoUedian Snyrtivörusamstæða; vandlega valin af Morny. og uppfyllir allar óskir yðar um A baðsnyrtivörur. ■wan Sápa, baðolía, lotion/"^ deodorant og eau de cologne. Vandlega valið af Morny til að vernOó húð yðar. Notið Morny og gerið yður þannig dagamun daglega. O. JOHNSON &KAABER £ Menn oshnst til verkstæðisvinnu Óskum eftir að ráða menn til vinnu á trésmíðaverkstæði. Vel borguð vinna fyrir laghenta menn. Trésmiðjan MEIÐUR Hallarmúla — Sími 35585. Járniðnaðarmenn Óskum eftir járnsmiðum og mönnum vönum járniðnaði. STÁLVIRKINN, Skeifan 5 — Sími 85260. Akranes FATAGERÐIN H.F., óskar eftir að ráða ungan og reglusaman mann til að starfa við prjónavélar og fleira. Umsækjendur sendi tilboð með venjuiegum upplýsingum í póstbox 66, Akranesi. Uppboð Almennt uppboð á lausafjármunum eign þrotabús Plast- verksmiðjunnar Brákarey, Borgarnesi, fer fram laugardaginn 18. þ.m. kl. 1,30 í verksmiðjuhúsinu. Selt verður m.a. skrifborð, handverkfæri, plastslöngur og aurhlífar fyrir bifreiðar, svo og aurhlífamót. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Skiptaráðandinn í Mýra- og Borgarfjaröarsýslu Ásgeir Pétursson. Fyrirtœki — Atvinna Fullorðinn maður sem á gott fyrirtæki, það framleiðir fyrir erlendan markað, óskar eftir félaga, sem gæti séð um bók- hald, verið gjaldkeri og stjórnað fyrirtækinu ef á þarf að halda. Viðkomandi þarf að hafa ráð á að minnsta kosti kr. 1.000,000. það sem þar er framyfir við skíptíngu er samningsatriði. Þeir sem áhuga hefðu sendi nafn og upplýsingar til afgreiðslu blaðsins sem fyrst merkt: „Gott tækifæri — 3043". Eignist eldhús sem ouð- velt er nð holdo hreinu SKÁPA OG BORÐ KLÆDO FORMJCA SEM HALDA FEGURÐ SINNI ÁR EFTIR ÁR. Það er ástæðulaust að láta á móti sér að eignast það bezta þegar það kostar svona lítið meira. Ótrúíegur fjöldi líta og viðarmynstra að velja úr. IFORMICA .- BRANO tamlnate G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H.F., Ármúta 1 — Sími 2-42-50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.