Morgunblaðið - 18.09.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.1971, Blaðsíða 12
12 MORGU'NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1971 fréttir í $luttumáli JAKOBSON FER í FRAMBOÐ HELSINKI: Finnska utanríkis' ráðuneytið sendi frá sér til- kynningu þess efnis í dag, að| Max Jakobson gæfi kost á sér ! sem eftirmaður U Thants sem' framkvæmdastjóri SÞ. — Til- kynningin var send út vegna j skrifa og vangaveltna upp á» síðkastið um að hugsanlegt} væri að þess yrði farið á leitj við Jakobson að hann yrði ut ' anríkisráðherra, þar sem Væ- inö Leskinen, núverandi utan- ríkisráðherra, gengur ekki} heill til skógar. FRJALSLYNDIR STYÐJA EBE-AÐILD SCARBOROUGH: Flokksþingi^ Frjálslynda fiokksins í Bret- landi Jauk í dag og var gerði samþykkt rneð yfirgnæfandi i meirihluta, þar sem mælt var^ með aðiid Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu. LEIKKONA FRAMDI SJÁLFSMORÐ MONTE CARLO: Leikkonan Paula Darvi fannst í dag látin í íbúð sinni í Monte Carlo og segir lögreglan að hún hafi framið sjálfsmorð með þvi að skrúfa frá gasi í eldhúsi sínu. Vika mun vera liðin síðan þetta gerðist, en engin sakn- aði hennar fyrr en í dag. — Darvi var fædd í Póllandi, lék talsvert í Frakklandi og flutt- ist til Bandaríkjanna fyrir 20 árum. Meðal mynda sem hún lék í voru ,,Hell and High Water“, „The Egyptian“ og „The Racers“. Þrívegis á und- anförnum árum gerði hún til- raunir til að svipta sig lífi. VESTÆNIR BI,AÐA- MENN YFIRHEYRÐIR MOSKVU: Sovézka öryggis- lögreglan, KGB, hefur yfir- heyrt tvo vestræna frétta- menn um tengsl þeirra við öfl, sem vinna gegn sovézku stjórn inni. — Blaðamennirnir eru Andrew Waller, yfirmaður Reuter-skrifstofunnar, og Jam- es Peipert frá Associated Press. Brezki ræðismaðurinn fékk að fylgja Waller til aðal- stöðva KGB. en ekki leyfi til að vera við yfirhevrslurnar. Aftur á móti var bandaríska ræðismanninum heimilað að hlýða á yfirheyrslur lögregl- unnar yfir Peipert og þykir það tíðindum sæta. NÝIR RÁÐHERRAR KARACHI: Abdul Malik, nýri I landsstjóri í Austur-Pakistan, 1 skipaði í dag tíu ráðherra, * sem eiga að vera honu.m til að stoðar við stjórn Austur Pak- istans. Meðal þessara tíu' manna er einn fulltrúi Awami' flokksins, sem er bannaður. Malik greindi frá þvi að firnm < ráðherrar yrðu skipaðir til við' bótar á næstunni. TIZIAN-MÁLVERK ENDURHEIMT PADUA. Ítalíu: Mjög verð- mætt málverk eftir ítalska | meistarann Tizian fannst ii gærkvöldi eftÍT að lögreglan' hafði lent í æsilegum elting- arleik við þjófana um götum- ar í Padua á Ítalíú. Málverk- inu var stolið þann 31. ágúst ] sl. ásamt með 13 öðrum verð- mætum verkum, úr þorps- kirkjunni í fæðingarbæ Tizi-J ans. Lögreglan handtók sex] menn, sem reyndu að komast' undan. Fyrir tveimur döguml fann lögreglan hin málverkin) og höfðu þau verið falin í elli-J heimili nokkru, sem ekki var( rekið lengur. l»ing S.U.S. á Akureyri: Býst við góðri þátttöku Rætt við Pál Stefánsson framkvæmdastjóra S.U.S EINS og komið hefur fram í fréttum verður 21. þing Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna haldið á Akureyri dagana 24.— 20. september. Af því tilefni sneri Morgunblaðið sér til Páls Stefánssonar, framkvæmdastjóra S.U.S., og spurði hann fyrst hvort liann byggist við mikilli þátttöku á þessu þingi. — Já, ég býst við að hún verði með mesta móti. Nú þegar hafa um 100 fulltrúar tilikynnt um þátttöku sína, og það kæmi mér ekki á óvart að þingfulltrúar yrðu um 200 talsins, enda Akur- eyri tilvalinm staður til ráð- stefnu- og þinghalds. Min reynsla er sú, að á þing- um, sem haldin eru úti á landi, eins og t. d. á Blönduósi 1969, sé miklu meiri þátttaka í störf- um þingsins heldur en jregar þau eru haldin á höfuðborgar- svæðinu. Ennfremur kynnast þingfulltrúar betur innbyrðis. — Hefur ekki verið lögð mikil vinna í undirbúning? — Þing úti á landi krefjast að sjálfsögðu viðameiri undirbún- ings en þau sem haldin eru hér í höfuðborginni. Það þarf t. d. að sjá um flutning meirihluta þing- fulltrúa til staðarins. Nú höfum við komizt að góðum samningum við Flugfélag íslands, sem felast í þvi að við tökum á leigu flug- vél og þurfa því þingfulltrúar aðeins að greiða 55% af venju- legu fargjaldi. Ég fór til Akureyrar í byrjun júlá í sumar, og ásamt Guðmundi Hallgrímssyni gekk ég þá frá samningum við Hótel KEA, Hót- el Varðborg og Hótel Akureýri. Allir hótelstjórarnir tóku okkur mjög vel og veittu mjög hagstæð kjör, enda fengur fyrir hótelin að fá svo fjölmennan hóp þegar mesta ferðamannatímanum er lokið. — Hvað er svo á dagskrá nyrðra ? — Þingstörf hefjast klukkan hálf tvö á föstudag í Sjálfstæð- ishúsinu. Þá setur Ellert B. Schram, formaður S.U.S., þingið og flytur skýrslu stjórnar. Síðan hefjast almennar umræður um stjórnmálaályktun, starfsemi og skipulag S.U.S. og Sjálfstæðis- flokksins, sem þeir Herbert Guð mundsson og Pétur Sveinbjarnar son fylgja úr hlaði. Um kvöldið verður svo sameig- inlegur kvöldverðui' og dansleik- ur að honum loknum fyrir þing- full'trúa og annað gott fólik! Á laugardagsmorgun munu nefndir þingsins starfa og síðan verður snæddur hádegisverður í boði miðstjómar Sjálfstæðis- flokksins. Þar mun Jóhann Haf- stein, formaður flofcksins ávarpa þingfulltrúa. Að 1 ofcn u matarhléi hefjast almennar umræður og af- greiðsla mála. Á sunnudaginn halda almenn þingstörf áfram. Þá um daginn verður m. a. kaffisamsæti i boði Varðar, F.U.S. á Akureyri, og að því loknu fer fram stjórnarkjör og þingslit. Þingfulltrúar fara svo frá Akureyri á sunudags- kvöld. — Hvað líður málefnaundirbún ingi ? — Stjórn S.U.S. hefur undan- famar vikur unnið að undirbún- ingi þingskjala, og hafa m. a. innan hennar verið starfandi nefncir sem fjallað hafa um skipulagsmál, stj órnmálaályktun o. fl. Þingtíðindi frá þinginu 1969 liggja fyrir prentuð, og búið er að taka saman s'kýrslu um störf samibandsins undanfarin tvö ár. Fjórða hefti STEFNIS 1971 kemur út um miðja næstu vi'ku og er að nokkru leyti helgað S.U.S. þinginu. — Hvað rmeð þau héruð londs- Páll Stefánsson. ins, þar sem ekki eru starfandi félög úngra sjálfstæðismanna, fá þau enga fulltrúa á þingið ? — Samfcvæmt lögum S.U.S. er gert ráð fyrir því, að ungir rnenn hvaðanæva að á landiniu geti sótt þingið, og vil ég benda Sjál'fstæðiSimönnum sem búa í þeim hóruðum landsins þar sem ekki er starfrækt félag, að hafa samband við skriístofu S.U.S. hafi þeir áhuga á þimgsetu. Á þeim stöðum sem félög eru starfandi gengur viðkomandi stjóm frá kjöri fulltrúa. Skrifstofunni hefur ekki enn- þá borizt tilkynningar um full- trúa frá öllum félögunum, og vil ég minna formenm þeirra á að senda til'kynnimgar um þingfu'H- trúa nú þegar, svo þimgskjöl ber ist mönnum i tæka tíð. Þingi lögreglumanna lauk í gær ÞINGI Alþjóðasambands lög- reglumanna, I.P.A., lauk í gær að Hótel Loftleiðum. Var þetta 11. ársþing félagsins, en það var stofnað árið 1950 í London. Þing- ið sóttu 92 fulltrúar frá 18 lönd- um, en alls munu aðildarþjóðir félagsins vera um 50 talsins. Þingið hófst 14. þessa mánaðar og var þingað í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Á þinginu var fjallað um starf- semi félagsins og þau framtíð- arverkefni, sem fyrir liggja á næstu árum. Ennfremur var rætt um starfsemi fræðslumiðstöðvar, sem sett hefur verið á laggirnar af félaginu í borginni Gimburn í Þýzkalandi. Fræðslumiðstöðin tekur til starfa i haust og er áformað að halda þar námskeið fyrir lögreglumenn víðs vegar að úr heiminum. Félagið hefiur um fjögurra ára skeið staðið fyrir sumarskóla fyr- ir börn lögreglumanna og hafa á þessum fjórum árum um 400 börn á aldrinum 16—21 árs not- fært sér þessa aðstöðu. Sumar- námskeið þessi standa yfir í þrjár vikur, og hafa verið haldin I í suðurhluta Frakklands, en j Sýningu Sigurðar lýkur á sunnudag MÁLVERKASÝNINGU Sigurðar Örlygisisonar í Unuihúsi, lýkur á sunnudagskvöld kl. 10, en hún var opnuð sl. laugardag. Um 4—500 manms hafa séð sýning- una. Vísiterað í Hafnarfirði BISKUP Islands, heria Sigur- bförn Einarsson, vlsiterar Hafnarí'jarðarkirkju á sunnudag inn 19. sept. Prédikar við guðs- þjónustu í kirkj.unni kl. 2 eii. og hefur síðan viðræður við sókn- arnefnd. áformað er að færa starfsemi þessa til fleiri landa. Á FUNDI borgarráðs Reykjavík- ur, 7. september, var borgarstjóra heimilað að undirrita samkomu- lag um vinabæjartengsl milli Winnipeg-borgar Manitoba, Kanada, og Reykjavíkurborgar. Frumlkvæðið að stofnun vina- bæjatengslanna átti borgarstjór- inn í Winnipeg, Stephen Juba, snemma á þessu ári, en milli- göngu annaðist síðan aðalræðis- maður Islands í Winnipeg, Grett ir L. Jóhannsson. Afhenti Grettir fyrir hönd borgarstjórans í Winnipeg skjöld til staðfestingar þessum tengslum, er hann dvaldi hér nýverið á fundi ræðismanma íslands. Markmiðið með stofnun vina- bæjatengslanna er að vinna að auknum samskiptum á sviðum Merkjasala 1 DAG, laugardaginn 18. septem- ber er liinn árlegi söfniinardag- ur sjóðnum til styrktar. Kven- réttindafélag íslands mun þá eins og undanfarin ár gangast fyrir merkjasölu, og verða merk in afgreidd i ölliini barnaskólum Reykjavíkur frá kl. 1 á laugar- daginn. Hlutverk sjóðsins er, eins og kunnugt er, að stýrkja konur til ýmiss konar framihaldsnáms bæði hér á landi og erlendis. Nú eru liðin 25 ár siðan fyrsta sinni voru veitir styrkir úr sjóðnum, en það var árið 1946. Þá hlutu styrk 5 konur. Upp- hæðin, sem mátti, samfcvæmt Skipulagsskrá sjöðlsins, verja til styrfcveitinga, var þá aðeins 8000 kr. f Síðastliðið ár voru veittir úr sjóðnum 18 s yrkir, og hetfur það verið svipað allmiörg undanfarin ár. Nú í sumar voru gerð- ar nokkrar breytingar á skipulagsskrá sjóðsins, og má þá nefna tvennt, sem verulegu rnáli skiptir. Umsóknarfrestur um styrk úr sjóðnum, sem áður miðað'si við miðjan júllí, miðast nú við 15. nóvemfoer, og sam- kvæmt nýju skipulagisskránni má verja allmiklu meiru af ár- legum tekjum sjóðisins til styrk- veitinga. Winnipeg vinabær Reykjavíkur memntamála, memningar og við- skipta. Höfuðborgir Norðurlanda hafa með sér svipuð tengsl, þótt ekki séu þau bundin formlegum samningi, en utan þeirra er Winnipeg, sem hefur verið nefnd höfuðborg íslands í Vesturheimi, fyrsta borgin, sem Reykjavík er í formlegum vinabæjartengslum við, enda þótt Reykjavík hafi einnig samskipti og skiptist á heimsóknum við aðrar borgir. Reykj avíkurborg er það sér- stakt ánægjuefni með þessum formlegu vinabæjartengslum við Winnipeg að efla tengslin við frændur okkar vestanhafs og stofna til vináttu við samborgara þeirra þar. f Winnipeg búa lík- lega fleiri menn af íslenzkum ættum en á nokkrum stað öðrum Frá fundi, sem félagið hélt með blaðamönnum í gær. Talið f.v.: Sigurður M. Þorsteinsson, H.V.D. Ilallet frá Englandi, Gunnar Holmkvist frá Noregi, forsetl samtakanna, Bernard Martinez frá Frakklandi og dr. Karl Homnia frá Ausurríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.