Alþýðublaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. júlí 1958 f^F>sw- AlþýSnb TaSiS 'PP^T'' 3 Alþýíiubldöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir, 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Frentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Finnsku kosningarnar NÚLEGA fóru fram þingkosningar í Finnlandi, og voru úrslit þeirra gerð heyrinkunn fyrir nokkrum dögum. Þau leiða ekki í ljós miklar breytingar, en samt hefur öfga- flokkunum til hægrj og vinstri aukizt nokkuð fylgi. Vekur sér í lagi athygli, að kommúnistar standa betur að vígi eftir kosningarnar en fyrir þær, þrátt fyrir síðustu atburði á vettvangi heimsstjórnmálanna, en þeir leggjast eins og skuggi á löndin austan járntjaldsins og eru mikið áhyggju- efni á Vesturlöndum. Öllum ber saman um orsakir þessarar þróunar á Finn- landi. Efnahagsmálin eru þar í óviðunandi ófremdará- standi, og atvinnuleysj hefur farið mjög vaxandi. Óttinn og óvissan hefur svo orðið vatn á myllu kommúnista, sér í lagi meðal fátækustu stéttanna. Kennist hér einu sinni enn hættan af upplausn og ringulreið. Finnar eru senni- lega dugmesta þjóð Norðurálfunnar. Samt eiga þeir í vök að verjast vegna tvísýnu og erfiðleika. Og vandamál þeirra geta vissulega orðið fleirum áhyggjuefni. íslendingar þekkja af reynslunni þá óheillaþróun, sem nú bitnar á Finnum. Við þurfum iafnframt að gera ráðstafanir til þess að sú saga endurtaki sig ekki. Stjórnmálaflokkarnir í Finnlandi eru margir og sund- urþykkir eins og hér á íslandi. Þess vegna er erfitt þar eins og héi- að mynda samhenta ríkisstjórn, er tekið geti viðfangsefnin föstum tökum. íslendingum er því hollt að íhuga þann vanda, sem frá segir í fréttunum af finnsku þingkosningunum. Hann getur orðið hlutskipti okkar með óþægilegum hætti í náinni framtíð, ef við berum ekkj gæfu til að gera skynsamlegar og raunhæfar ráðstafanir í tíma. Tímahcért íhugunarefni VALDHAFARNIR í Búdapest bera á mótj því, að frú Júlía Rajk hafi verið tekin af lífi, Og munu vissulega allir fagna því, ef rétt reynist, að saklausu blóðj hafi ekki enn á ný verið úthellt í Ungverjalandi. Þjóðvilj-inn talar um lygafréttir af þessu tilefnj og er stórhneykslaður á því, að nokkur skuli ætla ungversku kommúnistunum aðra eins svívirðu og þá að hafa dómsmorð á samvizkunni! Með öðrum orðum: Ef hæpið reynist eða rangt, að af- tökur hafi verið framkvæmdar í Hngverjalandi, þá skiptir Þjcðviljinn skapi fyrir hönd samheria sinna og vina þar austur frá. En reynist satt og rétt, að dómsmorð eigj sér stað í Ungverjalandi, þá lætur Þjóðviljinn sér þau tíðindi í léttu rúmj liggja. Auðvitað er Ijótt að ætla öðrum dóms- morð. En hitt er þó sýnu ljótara að hafa dómsmorð á sam- vizkunni. 1 Þetta ætti að vera tímabært íhugunarefni fyrir Þjóð- viljann eins og atburðum heimsmálanna er háttað þessa dagana. 1 ; 1 t., 1 Samtal við Sfeinþór Benjamínsson á Þingeyri. •i STEINÞÓR BENJAMÍNS- SON hafnarvörður á Þingeyri við Dýrafjörð er staddur í Reykjavík þessa dagana. AI- þýðublaðið frétti af ferðum hans, náði tali af honum í fyrra dag ag bað hann að segja les- endum helztu tíðindi úr heima- högum. Vegna þeirra, sem ekki þekkja til á Vestfjörðum, er; rétt að geta þess, að Steinþór j hefur verið hafnarvörður á Þingeyri allt frá því að hrepp- urinn eignaðist hafnarmann- virkin þar. Hann er Þingeyr- ingur f húð og hár, fór fimmtán ára gamall á sjóinn og stund- aði sjómennsku meira og minna í fjörtíu og fimm ár. Hann var á skútum, línuvteið- urum og vélbátum. Hann hefur verið háseti, stýrim'aður og skipstjóri. Síðustu árin hefur hann verið fiskimatsmaður á Þingeyri. Hann hefur lengi átt sæti í hreppsnefnd fyrir Al- þýðuflokkinn og á mörgum svið um verið framámaður í sinni sveit. Hann hefur lengstum ver ið teinn áhugasamasti forustu- maður Alþýðuflokksins á Þing- eyri og í Vestur-ísafjarðar- sýslu. Þrjú hundruð íbúar á Þingevri. — „Þingeyri hefur verið í nokkurri lægð síðustu árin,“ segir Steinþór, — „Það hefur verið heldur erfitt um atvinnu. Þess vegna htefur átt sér stað töluverður fólksflutningur úr hreppnum. Nú eru á eyrinni um það bil þrjú hundruð íbúar og þeim fækkar heldur. Þing- eyri hefur tapað sinni gömlu stöðu meðal fjarðanna.“ — Hvenær var helzta blóma- skeið Þingeyrar? — „Þingeyri var einn af sel- stöðuverzlunarbæjunum. Þar var blómlegt athafnalíf á skútu öld. Þingeyri var lang blómleg- asti bær á Vestfjörðum á þeim tímum, Fjöldi Breiðfirðinga sótti þangað sumaratvinnu, bæði sjómenn og kvenfólk. Proppe-bræður gerðu Iengi vel út þilskip á handfæraveiðar og botnvörpunginn Clementínu, sem á sinni tíð var stærsti botn vörpungur á landinu. En Proppebræður urðu gjaldþrota árið 1926 ef ég man rétt, og síðan þeir fóru á hausinn, hef- ur aldrei komizt á fastur at- vinnurekstur á Þingeyri: Þá komust byggingarnar í hendur manns, sem ekki gerði sjálfur út, heldur keypti fiskinn. Sá maður fór úr þorpinu að loknu seinna stríði.“ Séð yfir Þingeyri við Dýrafjörð. -Ljósm. V. Nathanaelssara). Vélbátaútgerðin heppilegust — Hvað um vélbátaúígerci frá Þingeyri? — „Um 1930 komu þrír línu- ! veiðarar til Þingeyrar. Þeir hétu Fróði, Fjölnir og Venus. : Þeir voru gerðir út allt fram á stríðsár og Fjölnir þan^að til ] að hanní sökk eftir árekstur í lok stríðsins. Ég var á honum þá. Flmrn fórust. *Fimm komus.t af.“ — Fenguð þiðtogara? — „Nokkru síðar kom togar- inn Guðmundur Júní. Um hann var stofnað hlutafélag, sem starfaði í eitt ár. Þá varð fyrir- tækið gj'aldþrota og við rnisst- um togarann. Hann er nú gérð- ur út frá Flateyri. Honum var hreinlega skilað.“ — Hvað tók þá við? — „Eiríkur Þorsteinsson, nú- verandi alþingismaður, keypti þrjá báta frá Danmörku. Tveir þeirra komu til Dýraffarðar. Einn átti hann sjálfur. Sá bátur hefur aldrei . sézt þar við bryggju, heldur gerður út su:o:a anlands, nú frá Vestmannateyj um. Síðast reis upp nýtt útgexö- arfélag, „Fiskiðja Dýrafj'arð- ar.“ Hún gerir út tvo báta.“ — Hvernig hefur vélbátaút- gerðin gengið? — „Hún hefur gengið yél... Mjög vel. Flestir telja, að við ættum aðallega að halla okkijr >ð vélbátunum. Vélbátaútgeið- in er heppilegust. S'tækkun landhelginnar árið 1952 gerði það mögulegt, að smærri bátar gætu þrifizt á handfærum yfír sumarmánuðina. Handfæraveið in er töluvert sóít og í vaxandi m.æli.“ f Handfæraveióar á gefa góðan arð. — Hvernig eru handfæravc-ið amar stundaðar? — ..Þær eru stundaðar á 'jill— urn trillum. Á Þingeyri eru nú í sumar tíu trillur og á handfæraveiðum. Með tóíf mílna landhelgi myndi tr'il’u- fiskiríið friðast algjörlega. Tnll | urnar cru á þetta þremur upp í sjö •— átta mílur frá landi. Við áiítum, að stækkun land- i helginn.'ar komi að góðum hot- um. Við viljum ekki togskip inn ' í iandhelgina. ... ekki hetóur íslenzk. Enda eru ísIénzku'L -g- ! ararnir sjaldan uppi á grúnn- ; miðum.“ j •— Eru handfæraveiðarnar , erfiðar? j — ...ú hverri trillu eru tyeij I eða þrír menn. Þeir leggja • sig. miklar vökur. Þeir gru úli í .sólarhring eftir sólafhrœg. j — Aflinn er' líka mik- I ill. Þeir fá þetta 300 til .500 | kíló á hvert færi. Nú fá þeir ! held ég 1,90 krónur fyrir kilo ! ið, svp að sólarhringsafli geiir. j 600 til 1000 krónur. Eq. bátvti- i inn tekur sinn hlujt. Afkoman • er samt góð, afbrag'ðsgóð. Það í Framhald á 4. síðtt. I? s s FRAM KSI KRR ö ]S ]S S. !V ,S ft ft s A n n a r 1 e i k u r Danska úrvalsliðsins SJ.U, verður á Melavelli'num kl. 8,30 annað kvöld -mánudag) við # íslandsmeislarana frá Akranesi Dómari: Haukur Óskarsson. Línuverðir: Jór. Þorsteinssno og Karl Bergmann. Aðgöngumiðasala frá kl. 1 á morgun. — Verð aðgöngu- miða: Stúka 50 kr. — Stólar: 35 kr. — Stæði 20 kr. Börn 5 kr. Komið og sjáið spennandi leik. NEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.