Morgunblaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1372 Lárus Jónsson, alþiiigismaður: Hverjir eru „latir og óverðug- iru ellilífeyrisþegar ? Svava Jakobsdóttir, alþm. og rithöfundur, skrifaði grein í Þjóðviljann 3. marz s.l. Þar ræð ir hún um „leti“ lífeyrisþega, sem eru vinnufærir, en vilja eíkiki sætta sig við að fá sikertan lifeyri, þótt þeir starfi og fái smávægiiega umbun fyrir vinnu sina. E>á dró hún lífeyris- þega i dilka verðuga og „óverð- uga“. Orðrétt segir hún: „Eigum ivið að meina þeiim lágmarks- tekj'Uitryggingar, sem er l'ífs- haigsmunamál að njóta hennar, sakir þess að einn og einn „óverðugur kunni að fljóta með . . .“ Þess er þó sikylt að geba, að grein Svövu er ekki fyrst og fremst skrifuð í ofan- greindu skyni, heldur er hér um pólitíska heittrúarhugvekju að ræða, sem fjallar um eitt at- riði greinar, sem ég skrifaði fyrir nokkru í Morgunblaðið uik skert kjör aldraðra. í grein inní færði ég rök að því að mikl ar verðlagshækkanir frá s.l. ára mótum, t.d. á landbúnaðarafurð- um, skertu kjör ellilífeyrisþega, „afnám“ almannatrygginga- gjalds og sjúkrasamlagsgjalds hefði ekki komið þeim til góða, þar sem þeir hefðu ekki greitt þau gjöld áður og síðast en ekki sízt væri stefnt að þvi að íþyngja ellilífeyrisþegum i skött um með því að gera ráð fyrir af mámi sérstaks persónufrádrátt- ar, sem þeir njóta í gildandi lög um og sem fyrrverandi ríkis- stjórn setti. Þetta ásamt fleiru yrði þess valdandi að kjör aldr- aðra skertust, ef ekki yrði brugðið við og framangreind at riði leiðrétt ásamt þvi að girða fyrir að stórhækkun fasteigna- skatta lenti ekki með ofurþunga á lifeyrisþegum. Svava Jakobsdóttir véfengdi ekki þessar röksemdir mínar einu orði og gleðst ég yfir því að stjómarliðar hafa séð sóma sinn i því að leiðrétta eitt fram- angreint atriði, en þeir hafa nú seint og um síðir flutt breyt- inigartill. við skattalagafrv. ríkis- stjórnarinnar um sérstakan frá- drátt fyrir aldraða, sem þó er minni en í gildandi lögum. ORÐ MAGNÚSAR K-JARTANSSONAR Svava hneykslast yfirtak á þvi að ég bendi rækilega á galla svonefnds tekjutryggingar- ákvæðis almannatryigginga- laga. Ég sagði um það m.a. „að það sé því miður allt of lítil réttarbót til þess að réttlæta framangreindar neikvæðar ráð- stafanir gagnvart ellilífeyrisþeg um og auk heldur beinlínis skað legt, nema verstu vankantarnir verði sniðnir af því.“ Þar á ég við að ákvæðið virki lamandi ft starfsvilja fólks og skal ég enn rökstyðja það nánar síðar. Um þetta segir Svava m.a. að ég sé með þessu að segja „að veru- legur hópur letingja, sem eru 67 ára og eldri, leggi niður vinnu,“ vegna þessa ákvæðis. Hún talar fjálgiega um „neikvæðan mann- skilning minn“ o.m.fl. í svipuð- um, stóryrtum, afturúrstefnu- dúr. 1 heittrúarákafa sínum hvit þvær hún svo gjörsamlega um rætt ákvæði og reglur að engu er líkara að það sé hið eina al- fullkomna, sem gjört hefur verið af dauðlegum mönnum frá upp- hafi vega. Þetta eru þeim mun meiri stórmerki fyrir þá sök að hún greinir réttilega frá því að ákvæðið sé upprunaJega kom- ið inn í lögin fyrir tilstilii við- reisnarstjórnarinnar! Henni gleymist þó að geta þess að nú- verandi tryggingamálaráð- herra, Magnús Kjartansson, taldi hækkun tekjutrygiginigar- innar merkustu umbót almanna- tryggingalaganna, sem gerð var í desember s.l. En Svövu gleymist líka fleira sem Magn- ús Kjartansson sagði á Alþingi þegar málið var þar til umræðu í deild okkar 17. des. s.l. Þá sagði hann m.a.: „Ég er algjör- lega sammála því, að það er vandamál í sambandi við tekju- trygginguna, hvernig fara eigi með fólk, sem vinnur og hefur nokkrar tekjur í því sambandi. Ég hef velt þessu máli mikið fyr ir mér og ég tel, að maður verði að finna einhverja lausn á þessu vandamáli. .. “ Ég tel mig því síður en svo einan um þá skoðun að gallar séu á tekju- tryggingarákvæðinu, jafnvel þótt þar sé merk félagsleg hug- mynd að baki. Kjarni málsins er sá að því er varðar galla þess, að fólki finnst það óréttmætt, að tryggingabætur þess séu skertar, ef það reynir að gera sér og þjóðfélaginu gagn með því að vinna fyrir smávægileg- um tekjum meðan starfsorkan endist. SÖGUKORN TIU AUKINS MANNSKILNINGS SVÖVU Til þess að skýra nánar hvað fyrir mér vakti, þegar ég ræddi galla umrædds tekjutryggingar- ákvæðis í fyrrnefndri grein, vildi ég freista þess að segja Svövu Jakobsdóttur sögu, þótt hún verði ef til vill ekki ýkja framúrstefnuleg. Ég hitti ungan mann fyrir nokkru. Hann er ör- yrki og sagðist geta unnið sér inn 2000 til 3000 krónur á mán- uði, ef hann væri duglegur. Hann á rétt á 10.000 króna tekjutryggingu á mán, skv ákvæðum almannatrygginga- laganna frá des. s.l., en 6.468 krónum í lágmarkslífeyri, ef tekjur hans fara fram úr 3.532 á mánuði. Hann sagðist hafa unnið sér inn 2000 krónur í janúar og fenigið þá 8000 krón- ur í lífeyri úr tryggingunum, en í febrúar vann hann sér fyrir 3000 krónum og þá fékk hann 7000 krónur i lífeyri, eða báða mánuðina á nákveemlega þá sömu heildarupphæð (10.000) og hann hefði fengið, ef hann hefði látið vera að vinna. Þessi ungi maður taldi sig heppnis- mann að geta unnið, þvi með því öðlaðist hann sanna lífsfyll- ingu, svo sem eðlilegt er and- lega heilbrigðum manni. Samt Lárus Jónsson sem áður sagði hann, að það væri sér svo sárt, að þjóðfélag- ið virtist ekki vilja meta vinnu framlag sitt eyrisvirði, að það væri næst sér að mótmæla því með því að hætta að vinna. Vera má, að þessi hugsunargangur sé framandi „róttækri" konu, eins og Svava Jakobsdóttir telur sig sennilega vera. Hún á ef til vill erfiðara með að skilja þennan ör yrkja, sem þarf að vinna marg faldan vinnutíma miðað við venjulegt fólk, og fær í raun ekkert fyrir sitt starf i efnis- gæðum, heldur en launþega, sem leggur niður vinnu í verk- falli vegna þess að honum þyk- ir ekki að hann fái sanngjörn laun. „ÓVERÐUGUR EÐA LATUR?“ Ég leyfi mér þó að spyrja: Er þessi maður „óverðugur" þess að fá óskerta tekjutrygg- ingu, þótt hann leggi á sig mikla vinnu til þess að hafa örlitlar tekjur, jafnframt því sem hann sinnir djúpstæðri þörf sinni og vinnur þjóðfélaginu gagn? Er hægt að segja að það stafi áf „leti“, ef hann vill ekki sætta Framhald á bls. 23 Bjarni Kristjánsson: Tæknimenntun á háskólastigi - ný viðhorf Á vegum menntamálaráðuneyt iisins kom í júni 1971 út nefnd- arálit um nýskipan verk- og tælknimenntunar á íslandi. Bftirfarandi eru nokkrar grein ar úr þessu nefndaráli'ti: TÆKNIHÁSKÓLI NeÆndin leggur tiíl, að nú þeg- ar á árinu 1971 verði tefcin á- fcvörðun um að stofna tæknihá- sfcöla, er hefji starfsemi sína eigi síðar en haustið 1973. Verði tæknLiháskólinn tiltöl'ulega sjáílf stæð stofnun innan vébanda Há sfcóla íslands, með sérstaka fjár vei'tingu og eigin stjóm skipaða fcenniurum, stúdentum og fulltrú um frá atvinnulífinu. Úr tækni- háskióla verði útskrifaðir tækni freeðinigar að löknu þriggja ára náimi, en verkfræðingar og fcæiknihagfræðingar að loknu fjögurra til fimm ára námi (menkt sem 4% ár á yfirlits- mynd). Þetta krefst þess, að megináherzlan verði lögð á hina tæknifræðiiegu sérmenntun og sérþjálfun fyrstu 3 árin, og verði tæknifræðingsnámið jafn- framt fyrra hluta nám fyrir verk fræðinga og tæknihagfræðinga. 1 einstökum greinum, sem miða að rannsóknarverkfræðingsstörf um, t.d. efnafræði, verði þó heim Ut að hafa fyrstu 3 námsárin með minna tæknifræðisniði, enda veiti próf að loknu 3. ári þá eigi tæknifræðingstitM. Með þessum hætti mundi sameinast í fcækniháskóla tæknifræðimennt- un, sem nú er veifct í Tækniskóla tsian-is, og verkfræðimennfun verkfræði- og raunvísindadeild ar Háskóla Islands, auk þess sem bæfct yrði við námi í tækni- hagfræði. Inntökuskilyrði í tækniskóla verði sem hér segir: a) tæknistúdenfcspróf frá raun greinadeild tækniskóla, að lolknu sveinsprófi, símvirkja- prófi eða vðlstjóraprófi 2. stigs eða að lokinni annarri sambæri legri undirbúningsmennbun, eða b) stúdenfcsprófi stærðfræði- deildar að viðbætfcri 1) a.m.k. 6 mánaða verkskólun, sem .afla mætti í sumarieyfum og lyki með verkiegu prófi, eða 2) a.m.k. 12 mánaða verfcskólun og starfs reynslu, sem einnig liyki með prófi, og stoulu þá verkskólun- armánuðir beljast tvöfaldir mán- uðir í samanburði við venjulega s tarfsreynsl umán uði. 1 þeírn tæknifræði-/verkfræði greinum, þar sem það á við, verði auk þess krafizt aldt að þriggja mánaða verkskólunar eða starfsreynslu, sem afla mætti I sumarleyfum frá tæknifræði- námimu. VERKFRÆÐI- OG TÆKNIFRÆÐIMENNTUN A HÁSKÓLASTIGI (FRÁ OG ME» 1973) Nefndin telur, að tæknifræði- námið eigi að vera þriggja ára nám á háskólastigi. ÖH tækni- menntun á háskóla.stigi verði veiitt i eimum tækniháskóla, sem útskrifi tæknifræðinga eftir 3ja ára nám ag verkfræðinga og tæknihagfræðinga eftir 4urra tii 5 ára nám. Tæknitháskólinn ætti að starfa sem tiltölulega sjálifstæð stofn- un innan Háskól a Islands, með sérstaka fjárveitingu og eigin stjórn skipaða kennurum, stúd- entum og fulltrúum frá atvinnu Lífinu. Inntökuskilyrði í tækniháskól ann verði fyrst um sinn tækni- stúdentspróf frá raungreina deild Tækniskólans (tækm- skóla) að afloknu iðnnámi eða sambærilegu námi (t.d. sím- virkjanámi eða vélstjóranámi), eða stúdentspróf úr stærðifræði- deild menntaskóla að viðbættu 6 mánaða námi í verkskóla, elleg ar önnur sambærileg menntun. Verkskðlinn skail skipulagður sem kvöldnámskeið eða sumar- skóli, þannig að unnt sé að stunda hann samhliða mennta- skólanámi. f hinni lanigdrægu lausn verð- ur undirstaðan próf frá hinurn samræmda framhaldsskóla með hæfilegu námsvali. Til að auðvelda aðlögun að nýjum þörfium og tryggja mögu leika á fjölbreytni í námsvali sé kennsla við tækniháskólann skipulögð í afmörkuðum nám- skeiðum. Einniig séu nýttir mögu leikar til náms við aðrar deildir Háskóla íslands, svo sem t.d, í hagfræði. Inntökuskilyrði að hverju námskeiði eiga að tryggja næg- an undirbúning stúdenta til að geta notfært sér kennsluna. Auk þess verði eldri tæknifræðing- um, verkfræðingum og tæknihag íræðingum heimilt að sækja ein stök námskeið. Þá skal tæknihá stoólinn einnig skipuleggja sér- stök námiskeið fyrir þessa aðila. Námið sé skipulagt þannig, að námskeiðin nýtist sem bezt til sameiginlegrar kennslu fyrir tæknifræðistúdenta og verk- fræðistúdenta. Þetta næst með því að leggja megináherziu á lúna tæknifræðilegu sérmennt un og þjálfun fyrstu þrjú árin, þannig að tæknifræðingsnámið yrði jafnframt fyrra hluta nám fyrir verkfræðinga og tæknihag fræðinga. Til að útskrifast frá skólanum sem tæknifræðingur, verkfræðingur eða tæknihag fræðingur þyrfti stúdent að hafa náð fulilnægjandi árangri i til- skildu magni námsefnis, en auk þess mundi skóiinn setja reglur um samval námsgreina. Hins veg ar mundu falla niður hin skörpu mötk, sem verið hafa á milli verkfræði- og tæknifræðináms af ýms'U tagi. Frekari námsþjálíun verkfræð iniga gæti fengizt við rannsókna störf á innlendum rannsökna- stofum eða við sérstök viðfangs efni atvinnulífsins, en þó eink- um við erlenda tækniháskóla. Framkvæmd hugmyndarinnar um tækniháskóla er tiltölulega lítið háð öðrum breytingum, sem gerðar kunna að verða á skóla- kerfinu, og ajtti að geta orðið 1- 2 árum eftir að ákvörðun um það er tekin. Á vegum Háskóla íslands kom í des. 1971 út álit nefndar, sem skipuð var af rektor Háskóla ís- lands til að gera tillögur um námsefni, kennsluaðstöðu, kenn- araþörf og fyrirkomulag kennslu og prófa til BS-prófs í bygg- ingaverkfræði. Á bls. 7 í áliti háskólanefnd- arinnar er grein II. 6.a. úr áliti ráðuneytisnefndarinnar bi-rt að mestiu leyti, og síðan segir: Bjarni Kristjánsson „Eins og fram kem'ur, er gert ráð fyrir, að verkfræði- og tæknifræðinám verði sameigin- legt fyrstu þr>jú árin eða allt til loka hins síðarnefnda. Fyrir- komulag sem þetta, þ.e. að leggja fræðilegan grundvölíl að verkifræðinámi eftir að námi í tæknigreinum er að mestu eða öL'lu leyti Lökið, verður að telja gjörsamlega útiiökað." Hér er undarlega að orði kom izt, því allir vita, að það að leggja megináiherzlu á eitthvað þýðir ekki að við engu öðru megi líta. Raunar er ekki hægt að kalla þetta annað en sleggjudóm um áliit ráðuneytisnefndarinnar. Ælskilegra væri, að þeir, sem Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.