Morgunblaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐXÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1972 X KVIKMYNDA HÚSUNUM ** góð, ★ sæmileg, 3 Sig. Sverrir Pálsson *** mjög góð, Frábser, léleg, Björn Vignir Sigurpálsson Sæbjörn V aldimarsson Laugarásbíó: FLUGSTOÐIN Myndin gertst á þýðingarmtkl- um miliilandaflugvelli, þar sem hálfgert neyöarástand riklr. Snjó hefur kyngt niður 1 miklum mæii, og svo óhönduglega vill til að stór vél íestist á einni aðflugs brautinni, en á sama tiiua hefur önnur vél sig til flugs áleíðis til Rómar með tvo heldur vafasama farþega. Annar er gömul kona — þrautþjálfaður laumufarþegi — hinn sálsjúkur maður með sprengju í handtösku sinni. Auð- vitað sprengir hann gat á flug- vélina, og hún verður að snúa við og nauðlenda. Meðan þessu fer fram eiga sér stað átök i hjónabandsmálum, þannig að allt ástand er fremur tvísýnt. ★ Hvað er hægt að segja um glansandi, gamaldags am- eríska „stór-glansmynd-“, sem ekki er annað hlutverk ætlað, en að baða sig í ofbirtu síns eigin dýrðarljóma, áhorf- endum (vonandi) til skemmt- unar? Akkúrat ekkert. ★★ í myndinni er eitt „knús- aðasta plott“, sem sögur fara af. Flugvallarstjórinn á við að stríða öll þau vandkvæði, sem hugsazt geta í sambandi við rekstur eins flugvallar, og myndin þvi oftast fjarri raun veruleikanum. Myndin er þó harla spennandi þegar bezt lætur og dágóður afþreyjari. irictf Kvikmyndalistin sit- ur kannski ekki í fyrirrúmi í þessari mynd, en hún er gott dæmi þess er Hollywood tekst hvað bezt . i gerð hreinna skemmtimynda. Stjörnubíó: UNDIRHEIMA- ÚLFURINN Francols Holan er fyrrum kapp akstursmaður en hefur verið svipt ur keppnisréttindum eftir aö hafa átt hlut I slysi á kappaksturs- brautinni. Upp úr því slæst hann i hópinn með vel skipulögðum glæpaflokki, og verOur bilstjóri þeirra. En meO timanum og fyrir kaldhæöni örlaganna verður Hol an einn nafntogaðasti glæpamað ur Frakklands án þess aö hafa unnið til þess i rauninni og á nú i höggi við fyrrum félaga sína 1 bófaflokknum og lögregluna. 1 aðalhlutverkum Jean-Paul Bel- mondo, leikstjóri Enrico. ★★ Sagan er útþvæld og margsögð. Það er hins vegar efnismeðferð leikstjórans, Ro berts Enrico, sem gerir mynd ina óvenjulega og oft mjög skemmtilega, líkt og hann sé að gera gys að sögunni, sem hann er að segja. Einnig lífg- ar návist Belmondo mikið upp á myndina. ick Svolítið dularfull og að ýmsu leyti athyglisverð mynd. Ekki er aiveg laust við að manni finnist handritið svo litið sundurlaust á stundum, en frá leikstjórans hendi er myndin prýðilega unnin. if Bankarán, kúlnaregn, bíl- veltur, manndráp. Hairðsvír- aður rumpulýður, fagrar stúlk ur, heimskir lögregluþjónar. Hetjan súpex-köld, síreykj- andi Gulloise Bleus. — Fátt skortir annað en frumleikann frönsku færibanda- gangsterfilmu. Háskólabíó: LIFAÐ STUTT, LIFAÐ VEL Yvonne og Brenda, sem eru frá Norður-Englandi, ætla aO sigra 1 draumalandinu, Carnaby-Street 1 London, eða að hniga 1 valinn Um kvöldið fá þær stöllur vinnu ella. Þær stöllur fá vinnu næturklúbb. Meðal gesta er orO lagður kvennabósi sem tekst að íylla Yvonne og koma henni heim til sín. En þrátt íyrir hrekkleysi sitt og kjánaskap tekst Yvonne aO gera að engu fyrirætlanir hans, en stúlkurnar verða at- vinnulausar að nýju. — Þó ekki lengi. Brenda hittir stúlku, sem ræOur hana i verzlun. Meðal við skiptavina þar er Tom Wabe. — Hann býöur Brendu i veitingahús, en þar er þá Yvonne fyrir og end ar allt með ósköpum. En nú kem ur óvæntur sjónvarpsvinningur í spiliö og vænkast þá málin um tíma . . . ★ ★★ Þótt ekki sé nema fyrir óborganlegan leik Lynn Red- grave og Ritu Tusingham, á myndin mikið lof sikilið. En ekki nóg með það — því þrátt fyrir gloppótt handrit, eru í myndinni ýmsir hárfínir á- deilubroddar á popp- og tízku æði vorra tíma. ★★ Myndin líður nokkuð fyr ir aldur sinn (hún er 4-5 ára) þar sem efni henmar og bramd arar eru mjög háðir þeim tíma sem hún gerist. En á köfl um má hlæja að góðum slap- stick leik stúlknanna, sem hefðu notið sín mjög vel á tímum Sennetts. Gamla bíó: ÁHVERFANDA HVELI Saga Margaret Mitchell, sem gerist á árunum 1861—1873 i Ge- orgia-ríki 1 Norður-Amerlku, er of þekkt og of löng til þess, að nokkurt vit sé 1 þvl að reyna að þylja söguþráðinn hér. Inn I myndina fléttast Þrælastriðið og örlög kvenna eins og Scarlett O’ Hara og Melanie Hamiltons og manna eins og Rhett Butlers og Ashley Wilkes. Er þetta i stuttu máli saga þeirra um auðlegðar missi, baráttu við fátæktina og eignamyndun á ný, ástir þeirra Dg afbrýði. I»essi 33 ára gamla næst-mest- sótta-mynd veraldar er mér meira forvitniefni en gagnrýnis, þar eð útilokað er að dæma hana á siimu forsendu og aðrar myndir hér á síðunni. Ergo: engin stjörnugjöf. En sem glæstasta framleiðsla Draumaverksmiðjunnar er mynd in verðugt minnismerki um þann ótölulega fjölda áhorfenda, sem nýtur þess að láta sulla stefnu- laust i tilfinningum sínum. Tónabíó: UPPREISN í FANGA- BÚÐUNUM Óöld rikir í fangabúOum i Skot landi 1 slðari heimsstyrjöld. Kor ingjanum 1 fangabúöunum tekst illa að hafa stjórn á þýzku föng- unum, sem hafa i rauninni tekið öll völd undir harðvítugri for- ystu kafbátaforingjans Sehutt- ers. Undir umsjón hans vinnur hópur fanga að þvi aö grafa jarð göng út úr fangabúðunum, eiga 28 fangar að komast þannig und an. Brezka leyniþjónustan sendir harðskeyttan höíuðsmann, Conn- or til að koma á aga, en þegar hann kemst aö raun um flóttatil raunina tekur hann sinar eigin ákvarðanir. Hann hyggst leyfa þeim aO flýja, og komast þannig yfir kafbátinn sem sendur verður eftir þeim . . . Verk án markifiiðs — hvorki spennandi eða skemmtileg, ekki einu sinni dagurleg. Aðeins eitthvert ó- ráðið gutl í myrkri. ★ Hér er hið eilífa viðfangs- efni kvikmyndanna — fanga- búðaflóttinn — tekið fyrir frá nýjum sjónairhóli, þ.e. þýzkir fangar í Bretlandi en sú til- breytimg vegur ekki upp brag lauist handrit og tilþrifalitla leikstjóm. ★ Það eina sem gefur mynd- inni gildi eru samskipti Conn- örs og Schlútters. Þar fyrir ut an er myndin útþynnt og tæknilega illa unnin. Erlendur Sveinsson Hafnarbíó: LEIKHÚ SBRASK- ARARNIR Max Bialýstock er leikhúsmaO- ur, sem má.muna tvenna tlmana. Nú eru rukkárarnir ætið á hæl- (um hans, og dregur hann rétt fram lifið ö „ævintýrum" viO gamlar kérlíngar. En dag nokk- urn kemur til hans endurskoO- andi til aö kanna bókhaldið, sem er ekkl i sem beztu lagi. Þá íá þeir þá stórkostlegu hugmynd að grafa upp svo lélegt leikrits- handrit að öruggt sé að það kol- falli á frumsýningu. Og til aO tryggja það enn betur, velja þeir starfsliðiO eftir þvl. Safna siöan nógu mörgum hluthöfum og láta þá leggja íram meira fé en þörf er á. Síöan færi allt á hausinn, engum þyrftl aO borga, en Max og endurskoöandinn gætu horfiO á brott meO mismuninn. ★★ Hugmyndin, sem liggur hér að baki er í rauninni stór snjöll fyrir gamanmynd. Dick Shawn og Zero Mostel eru góðir og í myndinni eru nokkr ir mjög góðir kaflar En mynd in hefur líka einn stóran galla, og það er tilhneiging Brooks til að teygja, ofkeyra og láta ofleika alla brandara. ★★ Hugmyndin er í sjálfri sér bráðsniðug en heildampp- byggÍRg myndarinnar ójöfn, þannig að hún feliur nokkuð í lokin. Nokkur atriði eru af- bragðs fyndin, þrátt fyrir mjög ýktan stíl en hann er vafasöm eftirlíking fyrri tíma. Kvikmyndagerðin hins vegar tilþrifalítii. ★★★ Hið bráðfyndna handrit Brooks, ásamt stórkostlegum leik þeirra Mostel, Wilders og Shawn, hefur myndina upp í einn dýrlegasta farsa sem hér hefur sézt lengi. Þama hefur Brooks svo sannarlega tekizt að gera mynd fyrir humorista, en þeir sem lítið skopskyn hafa ættu að halda sig í óra- fjarlægð frá Hafnarbíói. Nýja bíó: LEYNILOGREGLU- MAÐURINN Joe Leland, heiOvlrOur og dúg- andi lögreglumaOur i New York, er aO fást við vandasamt og viO- kvæmt mál. Sonur eins þekkt- asta fjármálamanns borgarinnar, Leikman Jr. finnst mýrtur 1 IbúO sinni. ViO rannsóknina kemur 1 ljós aO hann var kynvillingur, og þykir liklegt aO um ,ástríðumoi'0‘ hafi veriö að ræöa. Leland tekst að handsama dularfullan náungíi, Tesia, sem að lokum yiðurkenn- ir að hafa búiO hjá I.eikman Jr. og drepiO hann í afbrýöiskasti. Rösk framganga Lelands I þessu málir flýtir fyrir stöðu- hækkun hans. Eh ekki eru öll kurl komin til grafar. ★ ★ Þrátt fyrir það, að mynd in er gerð í litríkum glamor- stíl, tekst henni þokkalega að lýsa þeim óþverra og við- bjóði, sem leynilögreglumað- ur í stórborg þarf að fást við daglega. Næstum þvi raunsæ mynd (-f- Sinatra), en kópíu- eintak hússins er ekki gestum bjóðandi. ★★★ Mjög góð, harðsoðin leynilögreglumynd. Frank Siraatra er kjörinn i hlutverk sitt, og hefur sjaldan verið betri. Handrit Abby Manns er gott og myndin í alla staði vel unnin. Austurbæjarbíó: HYAÐ KOM FYRIR ALICE FRÆNKU? Frú Claire Marrable (Gerald- ine Page) verOur brjáluO, þegar maOur hennar deyr og skilur. hana eftir eignalausa, aO þvl er virOist. Hún finnur þó brátt lausn á vandamálinu. Hún jræO- ur tll gin sæmllega fjAOar, ein- mana konur, gerir þær aO röOs- konum, kemst yfir peningana þeirra og losar sig siðan við þær á þægilegan hátt. Þetta gengur vel 1 smátima, unz hún ræOur til sin frú Dimmock (Ruth Gordon), án þess aO vita, að frú Dimmock var vinkona einnar ráOskonuhr.- ar, og aO hún ræöur sig, vegna þess að hún grunar frú Marrable um græsku. MeO lagni tekst henni aO veiða ýmislegt upp úr frú Marrable, sem fyrir hendingú siðar, kemst aO hinum raunveru- lega tiigangi hennar .... ★★ Það virðist eiga hér vel við orðtakið „Eins dauði er annars brauð", — jafnvel gTenitrén lifa á líkum. Þetta er óneitanlega ein af betri myndum í þessum flokki. Samleikur Gordons og Page er frábær og kvikmyndun Josephs Birocs er skemmtiiega bryiiileg. ★ Óvenju bragðdauí af „æsi- spennandi" mynd að vera. Þó tekur heldur að iifna yfir at burðarásinni er Ruth gamla Gordón kemur inn í spilið. Ger aldine Page tekst vel að skapa mjög svo ógeðfellda mannper sónu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.