Morgunblaðið - 02.06.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1972 17 Sef ur f ram eftir degi, „stúderar" á nóttinni f því skyni að auka enn á líkamsþrek sitt hamrar Fisclier á 300 pnnda boxpúða, seni harðgrerðustu hnefaleikakappar hafa aeft sig á áður. BOBBY Fischer fer ekki á fætur fyrr en kl. 4 eftir há- degi, þar sem hann dvelst nú, í Grossinger skammt fyrir ut- an New York. Þar býr hann á eins konar æfingaheimili og undirbýr sig af kappi undir heimsmeistaraeinvígið. En þegar Fischer. er kominn á fætur þótt seint sé, liggur við að hann springi af þrótti og áhuga. Oft byrjar hann hörku tennisæfingu við fyrrverandi atvinnumenn í þeirri grein. Síðan taka við umfangsmiklar leikfimisæfingar, þar sem Fischer sippar, æfir sig í lyft- ingum, reynir þrekið á æfinga hjólhesti og hamrar á 300 punda boxpúða, sem þunga- vigtarmeistarar hafa notað til þess að herða vöðva sina. Á eftir syndir Fischer nokkrum sinnum í kafi yfir sundlaug- ina á staðnum til þess að reyna á liingun í enn ríkara mæli og loks fer hann í ær- legt gufubað. Á þessa leið er lýsingin á undirbúningi Bobby Fischers undir heimsmeistaraeinvígið í skák í grein, sem birtist fyrir skemmstu í bandariska tímaritinu Life og er eftir blaðamanninn Brad Barrach. En þó að Fischer efli af kappi líkamsþrek sitt fyrir einvigið, þá er undirbúning- urinn að því er varðar skákina sjálfa enn meiri. Alla nóttina situr hann yfir skákborðinu með útvarp stillt á rokklagaútvarpsstöð. Oftar en ekki situr hann enn uppi við sólarupprás og rekur hverja skákina af annarri upp úr evrópskum skáktíma ritum. Við hliðina hefur hann litlar lausblaðabækur með eyðublöðum fyrir skákupp- skriftir og efst á þeim stend- ur ýmist: Spasský — hvítt og Spasský — svart. — Ég kann í raun og veru mjög vel við næturmyrkrið. segir Fischer. — Það gerir mér auðveldara að einbeita huganum. En það hefur ekki verið svo auðvelt fyrir Fischer að ein- beita huganum, segir greinar- höfundur, þar scm Fischer hafi ekki síður lagt stund á skákpólitík en skák. Hann hafi komið fram með hvassa en áhættusama gagnrýni á Alþjóðaskáksambandið (FIDE). Fischer hafi verið sannfærður um, að hann hafi borið skarðan hiut frá borði í undirbúningi einvígis- ins og neitaði því í reiði að tefla, nema aðstæður yrðu bættar af hálfu begigja upp- haflegu keppnislandanna, Júgóslaviu og íslands. Andúð- arhrópin í garð Fischers hafi ekki látið á sér standa og honum lýst sem ágjörnum og hrokafullum mikilmennsku- brjálæðingi. En ákvörðun Fischers varð ekki haggað. — Fólk heldur, að ég sé „primadonna", hefur greinar- höfundurinn i Life eftir Fisch- er, — sökum þess að ég bar Fischer býr sig undir heimsmeist- araeinvígið með þrek- æfingum hnefaleika- kappans fram mótmæli við tilboðum Belgrads og Reykjavikur. Það er slæmt fyrir mig að tefla á báðum þessum stöðum og slæmt fyrir skáklistina. Júgóslavía var ekki reiðubúin til þess að tryggja keppcndun. um neina ákveðna hlutdeild í kvikmyndunar- og sjónvarps- réttindunum. Myndi Cassius Clay sætta sig við slík skipti? Og ísland með allri tilhlýði- legri virðingu er bara of lítið og frumstætt land tii þess að standa fyrir atburði jafn stór- um sem þessum. Skákhöllin þar er óful'lnægj andi og sömu leiðis ljósabúnaðurinn þar. í landinu er aðeins eitt gott hótel og Rússar munu dvelj- ast þar lika. Eins verður með blaðamennina. í hvert skipti, sem ég fer út úr herberginu mínu, verður njósnað nm mig og ég áreittur (Innskot Mbl: Fischer mun búa á Hótel Loftleiðum). Fyrir utan þetta hefur for- Framh. á bls. 31 Áhrif a Whitmans gætir snemma á íslandi Viðtal við Leedice Kissane Frú Leedice Kissaim. BANDARÍSKUR háskóiakivinari, Leedice Kissane, er að kveðja fsUuid rtftir að liafa kannt við enskudefiild Háskóla Islands í tvö Skólaár. Þegar við hittiun hann að máli í fiúsi msku dedldarinin ar í Tjamiargötu K6, höfðn nam- endur hennar kvöldið áðnr verið að fagna |)vi að prófnm var lok- ið í þessliun siömu húsakynnum og kveðja hana. Við það tæki- færi gáifu þeir frú Kissane f-al- legt málverk frá fslandi, setn hún sagði að sér þætti ákaflega vænt um. Sj'álf las frú Kissane til gam- ams fyrir nemendur sína lista, eir hún hafði gert yfir það sem hún hefði lært á Islandi. Þar mátti finna margt, bæði skemmti legt og nýtilegt. M.a. var á lista hemnar þetta: Að kilæða miig vel og bera alltaf með mér aukafiík- ur i poika. Að sikilija, að i háiskóla heimimum hér þýðir kliukkain' tvö í ranin 2,16. Að kynmast heilmörg um nýjum heigidögum, og gleyma nokkr'um amerískum, og að fá. jólakortin á fæðimgardag Washingtions, sem er 22. febrúar. Að ná þvi marki að þykja betri fisikur og kartöiflur en hamborg- arar og sjónvarpsmáltiðir — í rauninni betri en flest annað. Að stilla sig inn á „ha“ í stað- inn fyrir „O — yea,h“. Að falla út úr 24ra tima stundatöflu sól- arhrinigsins og sætta sig i stað- inn við að dagsbirta er ekki allt- af na'uðisyinileg fýrir dagleg störf, og myrkur eklki ávallt fyrir næt- ursvefn. Qg fleira var á lista hennar, margt svo milkið hrós um Islendinga og þeirra háttu, að ekki er vert að endurtaka það í eyru íslenzkra lesenda. En eklki er vafi á að frúnni hefur geðjast vel að þessu landi og íbúum þess. Meðan frú Leedioe Kissane dvaldi hér, tók hún að sér að kanna áihrif skáldisins Walts Whitmans á íslandi, en það er liður í könnun á áJhrifium þessa áhrifami'kla skálds á Evrópu- löndin. Mun niðurstaðan koma út í sérstöku riti. En áhrif ljóða- bókar Whitmans „Leaves of Grass“ komu mjög snemma frdm á íslandi, segir frúin. Lít- il bók með úrvalsljóðum úr henni var strax til I Landsbóka- safninu, og brátt voru þar til heildarúbgáfur af verkum Whit mans. Og ekki leið á löngu áð- ur en farið var að þýða eitt og eitt ljóð þeissa bandaríska braut- ryðjanda í Ijóðagerð. 1892 gaf Einar Benediktsson út með tveim ur samstarfsmönmum sínium svo litið ú-rval úr bandarísfcum bók- menntum og þar vonu þýdd Ijóð eftir Whitman um „Somg of My- self“ og árið 1907 kom þýð- ing á „The Mystic Trumpeter" út i ritinu Valurinn 14. marz. Á seinni árum hafa birzt þýð- ingar á möngum af ljóðum Wihit mans, sem frú Kissane hefur safnað saman. Koma þar fyrir nöfn margra þýðenda, svo sem Jóhannesar úr Kötlum, Helga Hálifdiánarsonar, JónaSar E. Svaf árs, Einars Braga Sigurðissonar og Matthíasar Johannessens. I því sambandi hefur frúiin rætt við Matthias um áhirif Walts Whitmans á hanin, er hann kynnt ist ljóðurn hans, og segir frúin að hann hafi verið skáldanna opn astur og fúsastur til að viður- kenna áhriif frá Whitman. Benti i því sambandi sjálfur á fyrsta ljóðið í bókarflolkki sínum Borg in hiló. SLikum upplýsingum hef ur frú Kissane safmað og útbúið fyrir ritið um áihrif Whitmans á skáldskap Bvrópu. Nú víkjum við aftur talinu að komu frúarinnar til Islands og dvöl hennar hér. Tiildrögin' voru þau að ég hætti vegna aldurs- takmarka kennslu í Bandartkj- unum haustið 1970, eftir að hafa kennt þar ensku og en&kar bók menntir i yfir 30 ár, segir hún. Og þagar óg var að líta i kring- um mig eftir viðfangsefni, þá fékk ég tilboð frá Fullbright- stofnuninni um að fara til Is- lands í tvö ár. Þetta hafði áður komið til, en þá var ég of við bundin heima. Nú var ég svo heppin að fá þetta tilboð, rétt þegar verið var að leggja mig á hilluna. Qg það gaf mér tæki færi til að verða enn að einhverju gagni, eftir að ég hafði lokið kennsliuæivinni í Bandarikjunum. Maðurinn minn hafði dáið tveim ur árum áður og bömin voru uppkomin og búa víðs vegar um Bandaríikin, svo ég var alveg á lausium kili. Ég var því ákaflega án-ægð með að fá tækifæri til að koma til Islands, ekki sizt af því að þvd fylgdi tælkifæri til að kynnast nýju áhugaverðu landi. En er þá ekki ólíkt að kenna útiendi-n-gum enskar bókmennt-. ir, og þeim sem eiga ensfcu að móðurmáli? —- Jú, það er nægilega ól'íkt til að gera starfið ennþá skemmti legra, svaraði frúin um hæl. Efn ið er að visu það sama, sem ég hefi verið að kenna í Banda- ríkjunum, en hér þurfti að bera það á borð á annan hiátt. Til dæmis koma ekki til erlendis þessi föðurlandsviðihorf, sem heimafólk hefur til sinna heifð- bundmu bökmennta. Ég fann strax að nemendur mínir hér hafa mikinn áhiuga á Ameriku og bandariskum lifnaðadhátbum, að visu ekki alltaf jákvæð við- horf, en aldrei áhugaleysi. Það var þvi gott að byrja kennslu út frá þvi. Islendingar eru góð- ir bókalesarar. Þeir lesa ekki með hálfum huga. Stundium veldur tímaskorbur því að það dregst að byrja. En þegar byrj- að er á lestri, þá er lesið af áhuga og eftirtekt. Eitt af því sem ég hefi verið svo heppin með, er þessi sérstaka aðstaða, sem við hér við ensku deildina höfum i þessu gamla vistlega húsi í Tjamargötu, þar sem við erum út af fyrir ökkur. Hér get um við bitað kaffi og haft það notalegt -— orðið einn hópur. — Annað, sem ég var einstak lega heppin með, hélt frúin á- fram, var að búa á elskulegu heimili að Tómasarhaga 25, þar sem fjölskyldan var ekki aðeins alveg einstök, heldur veitti mér fúslega hlutdeild í vinum sínum og kunningjum. Það var mikil gæfa fyrir mig. Þegar ég því fer núna, á ég marga vini og góðar minningar frá Islandi. I»ó skóiaárinu sé lokið, dreg ég mér dvölina svolítið á langinn, ætla að skreppa til meginlandsins og koma aftur og dvelja hér í nakkr ar vikur áður en ég hiverf alveg ti'l miíns heima. — E. Pá_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.