Morgunblaðið - 22.10.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1972, Blaðsíða 12
Jl £* .VIV /1WI i. ' 1N X > 1 í.-Vl >liJ, .1 V. W.V Víi 'íVUWv aa, V /IV 1 v /i>./l V 1 // I^ Málverk (1972). Bjart rými hvit birta Hestar (1941). List Þorvalds Skúlasonar í TILKFNI merkrar og viðamik- illar yíirlitssýningar á list Þor- valds SkúTasonar í Listasafni Is- lands hefur grein arhöfu ndur endurskrifað grein sem hann tók saman um Þorvald að tilhluitan ritsitjóra Atlantiea & Iceland Review fyrir tveimur áruim og heimfært á sýninguna. STik rit- smíð gerir sýningunni gleggri og réttari skil en venjulegur list- dómur. Lítill hluti greinarinnar hefur áður birzt á íslenzku og þá í öðru samhengi. — Frumherjar óhlutlægs mál- verks á íslandi teljast ótvírætt þeir Svavar Guðnason og Þor- valdur Skúlason, sem báðir voru búsettir á meginlandi Evrópu, er þeir hóflu fyrstir íslendinga mark visst að leita sér fótfestu innan marka þeirra stílbragða, sem iðk- uð voru af framúrstefnuilista- mönnuim árin fyrir seinni heims- styrjöldina. Þorvaldur Skúlason var búsett ur i Frakklandi, þar sem hann hafði m.a. numið hjá Marcel Gromaire, er hann fór að gefa sig að óhlutbundinni list og hafði unnið nokkuð að henni, er heims- styrjöldin skall á. Á flótta undan stríðinu varð hann í skyndi að yfirgefa eigur sínar i Frakklandi og þar með öll málverk sín frá þessu fyrsta óhlutlæga tímabili en gat naumlega forðað sjálfum sér, konu og barni uim Suður- Frakkland til Englands, og það- an kornst hann svo heim til fs- Iiands. Myndir sínar, er hann skildi eftir,7 sá hann ekki meir, þær glötuðust í róti styrjaldar- innar. Eítir heimkomuna tók Þor- valdur að mála hlutlægar mynd- ir á ný vegna þess, að hann vildi eftir langa fjarveru endumýja og dýpka tengslin við íslenzka náttúm og tilbrigði hennar. Þetta varð mjög áhrifaríkt tima- bil í list hans og um leið eitt hið athyglísverðasta, sem gert var á íslandi á stríðsárunum, magnað maiLeriskum þrótti og lifandi yndisþokka. Þessi þýðingarmikla millibils- bieyting hjá Þorvaldi Skúlasyni, sem gerð eru mjög góð skil á Listasafnssýningunni, var af- kvæmi þeirrar tilhneigingar hans, sem fylgt hefur honum, hvar sem hann hefur borið nið- ur, — að sökkva sér niður í við- fangsefnin og taka við áhrifum frá umhverfinu. Þessar sér- stæðu myndir listamannsins bera þess greinileiga vott ekki síður en seinni tíma mymdir, að hann hafi fyrst og fremst áhuga á mál- verkinu sem sllku sem andlegu gildi, og ekki væri nema tíma- spursmál, hvenær vænta mætti róttækra breytinga. En að hann myndi varpa íígúrunmi fyrir róða fyrir fulilt og allt Mkt og honum andlega skyldir málarar á meg- inlandinu, munu fæstir aðdáend- ur hans hafa átt von á. Þessi breyting virtist koma snöggt og kom mörgum aðdáendum hans í opna skjöldu. Þeir þóttu'st ekki sjá rökrétta þróun yfir í ab- straktina hjá þessum málara. Listasafnssýningin sýnir þó, að hann hafði ekki slitið ræturnar við hið fígúratíva með öliu, og enn svo seint sem árið 1950 má greina hlutlæg form í myndum hans. Stökkbreytingar eru annars ekkert einsdæmi meðal mynd- listarmanna. Þau umbrot, sem eiga sér stað innra með mynd- listarmönnum, koma ekki endi- lega strax í ljós í verkum þeirra, helduir eiga þau ósjaldan langan aðdraganda, allt þar til listamað- u.rinn finnur sig knúinn til að brjóta allar brýr að baki og stefna af aleíli á vit hins nýja gildis. Umskiptin geta þó virzt snögg á yfirborðinu og því auð- veldlega orkað sem röklieysa og villt fyrir leikum sem lærðum. Allt er þetta háð skaphöfn við- komandi iistanianna, hrifnæmi þeirra og sjállfstrausti eða gagn- stæðum eiginl'eikum. Við getum í díg ályktað, að myndir Þor- valds á stríðsárunum hafi verið nauðsynlegt milliskeið'sástand, nobkurs konar undirstaða að síð- ari þróun hans. Fyrstu ár annars þáttar hins óhlutlæga ferils Þorvalds, sem hófst við stríslok, einkeinndust vinnubrögð hans af umbúða- lausri expressívri tjáningu í anda Cobra-istanna, þar sem greini- lega mátti kenna áhrifa frá nátt- úrunni í litasjón, hughrifum og stemniugu. Þessar myndir munu fyrst hafa sézt opinbertega á Septembersýninigunni 1947. Eftir 1950, er leitin eftir festu og samræmdum styrk á mynd- fletimum, löngunin tit að skapa varanlega og fastmótaða fræði- lega list, fæddi af sér svonefnda „aðra bylgju" hinnar köldu abstraktsijónar, gerist Þorvaldur einm af forsvarsmönnum hinnar nýju stefnu í heimalandi sínu. Nú hefst nýr kafli í iistsköpun hans, sem varað hefur fram á daginn í da*g í ýmsum tiltoriigð- um, en hefur síðasta áratuginn einkennzt af síaukinni mýkt og nýjium lit- og formrænum land- vinningum. Þessi lisitamaðtur hefur verið vakandi fyrir þeim sannindum, að breytileg þjóðfé- lagsleg viðhorf krefja rúms nýjum og skýrari skoðunum á öiluim vigistöðvum myndlistar- innar. Það er fróðlegt að líta yíir feril þess íslendings, sem stað- fastast, lengst og mestur hefur gliímt við hin takmörkuðu, ströngu og hörðu form hins tví- viða faltarmálverks. Hann var einn af þeim ungu miáluruim, sem mestar vonir voru bundnar við, er hann var við nám og dvöl ytra, svo og fyrstu árin eftir að hann kom frá Frakklandi og mál- aði figúratívt undir síðkúbistísk- um áhrifum. Þess var vænzt, að hann héldi áfram arfinum frá brautryðjendum islenzkrar nú- tímalistar, sem dýrkað höfðu landslagið fram.ar ölu öðru, þannig að persónuigervingur alls málverks á íslandi hafði fyrst og frernst verið landslag fram að þeim tíma í auigurn almennings. Málararnir höfðu framar öðrum opnaði au.gu fólks fyrir mynd- rænni fegurð landsins, að ekki aðeins grösugar sveitir væru feg- urð, heldur einnig hrjúfleiki hraunsins, víðáttur óbyggðanna — hamfarir náttúrunnar i fjöl- skrúðugri mynd. Það átti ekki fyrir ÞorvaMi Skúlasyni að lig'gja að gerast taglhnýtingur vona annarra, til þess var hann of opinn fyrir straumum samtíðar sinnar. Þvi var það, að hann fómaði skjótri framavon, veraldlegum gæðum og vinsældum fyrir málverkið sem slíkt. Hann gerði ná- kvæmlega það sama og myndlistin krefst af alvarleg- um iðkenduim sínum og hefur raunar gert á öllum tímium, eigi árangur að nást, — þess að menn brjóti allar brýr að baki og helgi henni krafta sína, en ekki grunn- risturn tímantegum skoðunum umhverfisins.........— Fonm, leikur forrna, hlutföll, litir, siem gæða fletina lífi og magna þá, atriði, sem skapa dramatískt lif á milli eiginda málverksins, — í þessum atriðum stendur Þor- valdur sem einn af brimibrjótum óhluitlægrar myndsköpunar nýrri tírna í heimalandi sínu — í viðlleitni manna við að búa til það, sem þeir nefndu einfaldleiga „málverk", sem á uppruna sinn, líf og tilveru í sjálfum eiginleik- um myndflatarins. — Sem einn af aðalstofnendum Septemibersýninganna svonefndu eftir stríð, listhóps, sem skar uipp herör geign vanabundnum smekk alimennings, gerðist hann braut- ryðjandi hreinnar myndlistar hérlendis og opnaði málverkinu víðtæka áður óþekkta möguleika. Einunigis þeir, sem hrista af sér þá áráttu að horfa af vana á hluit- ina, skynja óhlutlæg málverk, — um leið og hinn venjulegi maður ferðast lanigan veg til að sjá fyr- ir einhverra hluta sakir nafntog- að fjall og miðlungsmálarar streyma hvaðanæva að í kjölfar fjöldans, — getur steinvala í fjöru eða visið laufblað auðveld- lega snert við kviku hins skap- andi. Allt er form í umhverfi mannsins, hvort sem það er um- vafið goðlegri heligisögn eða er hliuti hversdagsleikans. Atriðið er uppljómun hversdaigsleikans, þvi ella verður hann versti óvin- ur einstaklingsins. Líikt og Rilke orðaði það: „Hið smáa er jaifnlit- ið smátt og hið stóra er stórt. Það gengur mikil og eilíf feguTð gegnum veröld alla og henni er réttlátlega dreift yfir stóra og smáa hluti........“ Málarar 20. aldar hafa á marg- an ólíkan hátt lagt til aitlögu við þennan óvin mannsins, sem hef- ur fylgt honum f;rá fyrstu tíð og sem á seinni áruim hefur gert lif- ið að nær óbærilegum múgisma, þar sem litlaus stöðlun fjölda- framleiðslunnar hótar að kæfa allt upprunalegt hjá einstakl- ingmum. Maðurinn leitast stöð- uigt við að skapa sér það form, er lífsgrundvöllinn réttlætir. Eft- ir upplausn stríðsins og ringuil- reið eftirstriðsáranna var því eðlilegt, að myndlistarmenn leit- uðn festu í ströngum formum geometríiunnar. Alliur heimiurinn leitaði á þeim árum halds og festu, þvi að tilvera hans var í veði. Þetta var á árum kalda stríðsins og þess öryggisleysis og ótta sem hann skapaði meðal þjóða. Ég er ekki frá þvi, að harkan í alþjóðamáium og kuld- inn í samskiptum manna eiigi þátt í fæðimgu geometríunmar. Hvort er ekki listin á öilum tkn- um spegilrhynd samtimans? Hvað var að baki þeirri ósk lista- manna að skapa alþjóðabunigu- mál listarinnar með ýmsum mái- hreim og mállýzkum, nokkurs koraar myindirænit bræðralfig, nema óskin um að lifa, skapa fasta uimgerð uim líf- ið, hald og traust. Ég er síztur manna til að blanda pólitík í myndlist á annan hátt en sem óhjákvæmilegum hluta samtímans. Hið listræna inntak vikur efcki fyrir pólitískum, sið- rænuim né trúarlegium skoðun- um, en listin getur hagnýtt sér allt þetta og endurspeglað það. Að lesa i myndiist er atriði, sem óvíða er kennt, sjálft viðfangs- efnið skapar ekki list, heldur hin lifandi kve’kja málarans. Hann sér og umskapar skynhrif sín í liti og f'orrn, sýnin verður að for- tið, en mótast í höndum mynd- listarmannsins að varantegri nú- tíð. Þorvaldur Skúlason gat ekki látið sér nægja, að mála líikt og Framhald á hls. 23 Uppstilling (1943). Málverk (1960—62).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.