Morgunblaðið - 22.10.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. C«CTÓBER 1972 Minning: Hjalti Sigurjónsson póstvarðstjóri Hvergi á íslandi eru skipti íólksins við sjóinn jafn náin og á Vesturlandi. En við Isafjarð- ardjúp eru þau tengd rammari böndum en annars staðar. Þar eru firðir og víkur þjóð- Ieið fólksins við dagleg störf. Við ögur og nes var björg til fanga, og úr Djúpinu var sótt- ur fengur. Það voru stórkostleg ar gjafir fyrir fólkið. Vestfirð- ingar eiga líka rik einkenni af svipbrigðum landsins, rík i eðli sinu og hrifum. Á stundum hafa mér orðið þessi einkenni í huga, er ég hef kynnzt Vestfirðmgum, ekki sízt þeim, sem hafa orðið nánir vinir mimir. En enigimn er mér jafn hugþekkur gegnum ár- in og Hjalti Sigurjónsson. Hann átti rík einkenni Vestfirðinga, brotinn af þeirra bergi, ein- kenndur af hugsunarhætti þeirra, festu þeirra í lífsskoðun um og í fari hans var merggró- in tryggð og heilindi vestfirzks manns af ríkum vilja og mikilli göfgi. Hans er gott að minnast að leiðarlokum. Hjalti Sigurjónsson var fædd t Systir okkar, Sigríður Sigurðardóttir, Háteigsvegi 15, lézt 20. október 1972. Sesselja Sigurðardóttir Sigurður Sigurðsson Gils Sigurðsson. ur 3. febrúar 1914 í Kálfavik í Ögurhreppi, sonur Þórdísar Þórðardóttur og Sigurjóns Jóns sonar þar á bæ. Hann var bónda sonur i Kálfavík en hún aðkomu stúlka. Þau voru bæði ættuð úr Barðastrandarsýslu, en hún og foreldrar hans bárust vestur í Djúp og áttu víða heimili í Ög- ursveit. Hjalti hafði lítið af for- eldrum sinum að segja. Hann fór ungur í fóstur til afa sins og ömmu í Kálfavík, Jóns Hjalta sonar bónda þar og konu hans, Maríu Örnólfsdóttur. Afi hans hans andaðist árið 1931, og tók þá sonur hans, Guð- röður við búinu. Eftir það átti Hjalti heima hjá honum. Hjalti varð snemma efnilegur og dugmikill ungur maður. Hann kunni góð skil á öllu er laut að bús'kap. Manna marka- gleggstur og kunni öðrum ung- um mönnum við Djúp betur að hirða sauðfé. Hann var fóður- gæzlumaður í Ögurhreppi í þrjú ár, og fórst það verk vel úr hendi, þó hann ætti á stundum að etja við reynda bændur, er reyndir voru að öðru en hann vildi lúta i sliku starfi. Árið 1953 fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk það- an prófi vorið 1935. Að námi loknu átti hann ekki kost að reisa bú eins og hugur hans stóð vafalítið til. En hann kaus að leita á ný mið. Hann réðst norðiur að Eyjafirði til Stefáns á Varðgjá og var hjá honum við margs konar störf um skeið. Hann minntist oft með ánægju veru sinnar þar nyrðra og auðheyrt var, að hann kunni vel að meta norðlenzka sveitamenningu. t Útför eiginkonu minnar, móð- ur, tengdamóður og ömmu, Karólínu Jóhannesdóttur fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudagiinn 24. þ.m. kl. 1,30 e. h. Stefán Díómedesson, börn, tengdaböm og barnabörn. t Útför Sigurðar Jónssonar, Laxagötu 8, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjud. 24. okt. kl. 13,30 e. h. Blóm afþökkuð. Stefanía Sigurðardóttir Sig. Bósmundsson Guðfinna Sigurðardóttir Óskar Steinþórsson. t Faðir minn ALFRED JENSEN húsgagnasmiður sem andaðist í Heflsuverndarstöð Reykjavíkur 16. október sl. verður jarðaður frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. október kl. 1320. Jean Jensen. t Faðir okkar JÓNAS RAFNAR, fyrrv. yfirlæknir að Kristneshæli, lézt 20. þessa mánaðar. Þróunn Rafnar, Bjarni Rafnar, Jónas Rafnar. t tnnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður og ömmu SVANBJARGAR ARNADÓTTUR Jóhann Antonsson, Petrea Gunnarsdóttir, Antonia Antonsdóttir og barnaböm. Þrátt fyrir ríka hneigð og mikinn áhuga á margs konaar Iandbúnaðarstörfum, fluttist Kjalti alfarinn til Reykjavikuir smemma á h e i m s s ty r j al darár- unum. Fyrst í stað stund- aði hartn alls konar vinnu, sjó- mennsku og garðrækt. En eim- mitt ræktunarstarfið var honum kært, kærara en nokkur önnusr vinna, er hann stundaði um æv- ina. Hann stundaði alitaf garík yrkju í tómstundum sínum og var vakinn og sofinn yfir görð- um sínum og bíómabeðum, svo að á stundum keyrði úr hófi fram. Árið 1944 gerðist hann starfs- maður Pósthússins í Reykjavík. Fyrst var hann bréfberi í mörg ár en síðar póstafgreiðslumaður. Hann var sérstaklega vel látinn í bréfberastarfinu. Ilann eignað ist vini á öllum aldri í hverf- inu sínu, jafnt börn og unglinga og fólk á öllum aldri. Allir litu á hann sem vin og trúnaðar- mann. Hann átti traust og vel- vild fólksins í rikum mæli. Eig- inleikar hans, tryggð hans og umhyggja fyrir þeim, sem hann þjónaði komu greinilega fram i starfi hans, svo ekki var hægt að finna það fyllra. Hjalti náði svo fastri vináttu sums fólks í hverfinu sínu, að með fádæmum var. Með honum og sumum fjölskyldum tókst innileg og heil vinátta, svo að hann var sannur og tíður gest- ur þar. Hian mikla atorku- og dugnaðarkona, María Maack, sem átti heima í hverfi hans, hélt svo mikið upp á hann, að hún mat hann meðal beztu og trúustu vina sinna, en hún er fræg fyrir hvað hún var vönd að vinum sínum. Þetta daemi er einmitt gott um það, hvað Hjalti var sannur í kynnum sín- um, sannur og hollur. Hjalti varð póstftrTttrúi árið 1956 og síðar póstvarðstjóri. Hann starfaði alltaf eftir að hann hætti br éfberastarf in u I Waðadeild pósthússins, og siðast I UmEferðarmiiðstcðiruni. í starfinu í blaðadeildmni komu greinilega fram sömu kostir hans og í bréf berastarfinu, hvað hann var þýður i umgengni, hollur í ráð- um og heill í starfi. Þar kom fram eðli Vestfirðingsins, eðli, þróað og sorfið af lífsbaráttu kynslóðanna við róðtrr og sjó- mennsku fyrir ögur og nes, bjóð andi birginn hollum eða válynd um vættum landsms — og djúps ins, verandi vlnur alls er gef- ur gæði til að skapa, — mann- legra skapa í önn fyrir að lifa. Ég kynntist Hjalta Sigurjóns- sjnai snemma eftir að ég hóf starf í pöstþjónustunni. Hamn varð mér fljótt góður og tryggur vin ur, sannur í raun og hollur fé- lagi, skemmtilegur og glaðlynd- t Inmiliegar þakkir fyrir sýnda vináttu við andlát og jarð- arför eiginmanms míns og sonsur, Kristins SSlva Sigurjónssonar, Laufskálum 3, Hellu, Guð blessi ykkur ÖH. Bára Guðnadóttlr Guðrún Sölvadóttir. ur á góðri stund. Af kynnum hans fékk ég tækifæri til að þekkja marga Vestfirðinga, er margir hafa orðið traustir og góðir kunningjar mínir. Hjalti þekkti margt fólk og átti ótal marga vini. Hann var mann- glöggur og hugþekkur fólki, jafnt í starfi sínu í póstinum og í sambandi við garðyrkj- una. Fólk laðaðist að honum og tryggð hans var óbilandi. Hjalti unni mjög Vesturlandi og vestfirzkum sveitum. Djúp og firðir, ögur og nes æskusveit ar hans voru honum vinir i fjarska, er hann fékk ekki hitt jafn oft og hann kaus. Vestur- land var drýgsti hluti hugar- heims hans, er hann þráði og vildi njöta.. Lífsskoðun hans var mótuð af festu og raunsæi hinna göfgu kennda, er einar eiga ræt ur í eðli náttúrubarnsins, er aldrei verður rótslitið, þó langt sé að lindunum, er það teygaði fyrsta lifsdrykk í æsku. Hjalti kvæntist Ingunni Böðv arsdóttur. En þau slitu samvist- um um stund. En síðustu mán- uðina bjuggu þau saman, og eft- ir því sem ég veit bezt, var hann alltaf meira og minna hjá henni. Hann unni sonardóttur hennar meira en nokkru öðru í heiminum. Þar fann hann yl hins sanna og góða í sál barnsins. Hann var svo barngóður og heill í aðdáun sinni á litlu stúlkunni, að fá eru dæmi til slíks. Ég gat í upphafi, að Vestfirð- ingar eiga einkenni af landinu, fjörðajnum, nesjunum og ögiruin- um. 1 eggtíð á vori er hlámi framtíðarinnar hvergi eins skír á öllu Islandi og yfir eggver- um við Djúp. Við fjarðarfylli af flóa er sýn til lands, sem ekki hefur takmörk. Ef til vill ber slikt einkenni eilifðarinnar. En sá er þar elst upp á sýn til henn ar eins og þá sýn, er hann sá í æsku, af firði við ögur og nes. Þar er land þess korhandi, án brigða, án þess að vera hverf- ult. Það er land vinar míns, Hjalta Sigurjónssonar, þar sem hann annast á nýjan leik blóm og fagran gróður, án þess að tíminn grandi fegurð- inni. Jón Gíslason. Fáum mönnum er það gefið, að geta dag hvern gengið til starfa sinina leikandi á als oddi, glaðværir og kátir. Slíkt skap- ferli er mikil náðargjöf, ekki að eins þeim er það hlýtur, heldur einnig þeim, er persónuna um- gangast að staðaldri. Slíkur maður var Hjalti Sig- urjónsson, og erum við félagar hans þakklátir fyrir að hafa not ið samvistar hans, og að sama skapi hryggir að sjá nú honum á bak fyrir aldur fram. Hann gæddi tilveruna sérstæðum létt- leikablæ og kom öllum í gott skap, sem í kring um hann voru, hvort sem var í starfi eða leik. Hjalti gekk í þjónustu Pósthúsf/ins i Reykjavik árið 1944, fyrst sem bréfberi, síðan póstafgreiðslumaður og síðustu árin gegndi hann stöðu varð- stjóra. Pósthúsið hefur misst dugleg- an og ósérhlífinn starfsmann og póstmenn góðan félaga. Yfir okkur hvílir í dag skuggi og söknuður, en huggun harmi gegn eru góðar minningar. Póstmannafélag fslands. Nokkrar greiniar aðrar um hinn láitmia bíða birtiingar. Minnin: Alfreð Jensen Fæddur 17. 7. 1904 Dáinn 16. 10. 1972 ALFREÐ Jensen verður jarðsett- ur frá Fossvogskirkju á morgun mánudaginn 23. október. Hann var búinn að vera veikur í 7 ár og síðiustiu 7 árin lá hann alveg, þar til nú að morgni þess 16. þ.m. að líf hans fullkomnaðist og hann var liðinn. Alfreð Jensen var borinn og bámfæddur i Danmörku en fllutt- ist ungur að árum til íslands og ílengdist hér. 3. desember 1932 kvæntist hann íslenzkri konu oig átti með henni einn son, Jean Jen sen rafvirkj ameistara, sem hon- um þótti afar vænt uim og hefur verið han3 sólargeisli allt lífið. Þegar hjónin svo skildu samvist- uim varð drengurinn eftir hjá pabba sínum og ólst alveg upp hjá homrm, svo að Alfreð var bæði faðir og móðir fyrir hann og húshaldið hafði hann allt og fórst það svo vel úr hendi, að all- ir dáðuist að. Hann gladdist yfir hverjiuim sigri sonar síns í námni og starfi og þegar soniur hans kvæntist sdðan indælli stúlku Ingibjörgu Gunnarsdóttir Hlíðar varð það homim mikið gleðiefni og tók hana sem sína eigim dótt- ur. Svo komu blessuð barnabörn- in og það jók enn á lífshamingju hans og gaf honum margar sól- skinsstundir, enda mikill fjöl- skyldiuikiæirleikur og saimfrundir góðir á milli þeirra og reyndust þau homium bezt, þegar hann þurfti mest á kærleika og umönn un að halda. Ég ksmntist Jensen fyrst 1959 er við urðum sambýlismenn í sama húsi Hrefnugötu 7. Hann hafði búið, sem leigjandi í kjall- ara hússins frá byggingu þess, em nú var húsið allt selt, svo hann keypti kjallarann, 2 her- bergi og eldhús, því hann var farinn að kunna svo vel við stað- inn og umhverfið, og margar hans sælustu stundir í fjölskyldiu- lífi hans voru temgdar við þenn- an stað. Einnig var stutt fyrir hann að fara á vinnustað. Jensen var maður vel vaxinn, skarpleitur, karlmannlegiur og kvikur á fæti og hafði prúða og setta framkomiu og vakti eftir- tekt sem „gentle“maður. En hann var maður skapstór og gat verið fljótur að skipta skapi bæði til reiði og sátta, en þó viðkvæm- ur tilfinningamaður og mátti ekkert aumt sjá. Hann var vina vandur, en traustur og tryggur þeim, sem hann batt tryggð við. Mun hann hafa mótazt strax af uppeldisaga í foreldrahús'um. Faðir hans aifar strangur og harð- ur uppaldandi, en móðirin blíð, mild og kærleiksrík sem bætti alit og mildaði og gerði lífið feg- urra og betra. Kenndi bömuim sínium trú á Guð og treysta frelfl- ara sínium Jesú Kristi, sem hann hafði sem lampa fóta sinna og leiðarljós á vegi sinuim alla tíð. Sambýlismaður var hann ágæt- ur. Skilvís á allar greiðslur, sam- vinnuþýður og smekkmaður mikill og fljótur að sjá út það, sem betur mátti fara, enda smið- ur góður. Hann var líka búinn að standsetja íbúðina sína þann-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.